Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1993, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1993, Síða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993 íþróttir Steaua heldur sjö stiga forystu í rúmensku knattspymunni þrátt fyrir 1-1 jaftxtefli við Farul Const- anta um helgina, því Dinamo Búkarest gerði einnig 1-1 jaíh- tfifli, við Gloria Bistrita. BenRca vann Sportfng Benfica vann Sporting, 2-1, í stórleik portúgölsku l. deiidar- innar á laugardaginn en Porto og Guimaraes skildu jöfn, 1-1. Benfica er meö 21 stig, Sporting 19, Porto 17 og Guimaraes 16 stig. AEKátoppnum AEK vann Kalamaria, 3-0, og er raeð þriggia stiga forystu í grísku 1. deildinni, en næst kera- ur Panathinaikos. ftalalaeawHi tawaAi í Tyrklandi tapaði Galatasaray í annað sinn í vetur, 2-1, fyrir Bursaspor og forysta liðsins fór niöur í þijú stig þar sem Fen- erbache sigraði Rarsiyaka, 1-0. Leik QPR og Chelsea í urvals- deildinni var frestað í gær. Mikið rigndi í London i gær og eftir aö dómarinn skoðaði Loftus Road ákvað hann að fresta leiknum. Nýr þjálfari Pótverja Henryk Apostel var í gær ráð- inn þjáífari pólska landshðsins í knattspymu. Apostel tekur viö starfinu af Andrzej Strejlau sem hætti i októher eftir að ljóst varð að Pólveijar kæmust ekki úr- slitakeppnina í Bandarikjunum. Venables efstur á biadi Enska landsliöið í knattspyrnu er enn þjálfaralaust og ekki er talið lildegt að nýr þjálfari verði ráðinn fyrir áramót. Flestir veðia á Terry Venabies þessa stundina samkvæmt veðbönkum. Stjóm- armenn innan enska knatt- spymusambandsins verjast aiira frétta en segja að viðræður við ákveðna menn séu ekki hafiiar. Argentínumenn sælír Argentínskir fjölmiðlar era í sjöunda hfinni með niðurstöðuna í drættinum í Las Vegas. 1 gær mátti sjá fyrirsagnir í argentínsk- um dagblöðum á borð við „Bingo í Vegas". Diego Maradona sagði einnig að Argentínumenn mættu vel við una þó ekkert væri ómögulegt þegar fótbolti væri annars vegar. Þróttur ef stur í stööuna í 1. deild karla í blaki, sem birtist í blaöinu í gær, vant- aöi leik HK og Þróttar R. sem leik- inn var í síöustu viku og lauk 0-3 fyrir Þróttara. Þeir em því efstir í deildinni og staöan er þannig; Þróttur R...11 9 2 28-14 28 ÍS..........11 7 4 26-16 26 KA.......... 8 4 4 19-15 19 HK.......... 8 4 4 16-14 16 Stjaman..... 8 4 4 15-17 15 ÞrótturN....10 0 10 2-30 2 -VS/JKS Skíðasvæðin opnuð á næstu dögum ef tíðarfar verður gott „Þurfum eina góða nótt við rétt skilyrði“ - segir Þorsteinn Hjaltason, forstöðumaður skíðasvæðisins í Bláfjöllum „Ástandið er orðið mjög gott neðan til í fjafiinu en því miður hefúr mikið af nýfallna snjónum fokið úr fjallinu ofanverðu enda er hann mjög léttur í sér. Þetta er orðið þokkalegt öðrum megin við stólalyftuna en herslu- muninn vantar á öðrum stöðum," sagði Þorsteinn Hjaltason, forstöðu- maður skíðasvæðisins í Bláfiöllum, í samtah við DV í gær. Starfsmenn í Bláfjöllum og Skála- felli hafa unnið hörðum höndum við að troða skíðabrekkur síðustu vik- una og að sögn Þorsteins vantar herslumuninn á báðum stöðum: „Það má segja að okkur vanti aðeins eina góða nótt við rétt skilyrði. Þessi nýfallni snjór er afskaplega laus í sér og fýkur burt við minnsta vind.“ - Er möguleiki á að opna í Bláfjöll- um og Skálafelli um jólin? „Við stefnum ákveðið að því að opna á milli jóla og nýárs. Mér skilst að það sé von á snjógusu á aðfanga- dag og vonandi gengur það eftir. Það er vonandi að snjórinn verði blautur og slydda er efst á óskalistanum þessa dagana," sagði Þorsteinn. Skíðafólk æfði í fyrsta skipti í Blá- fjöllum í gærkvöldi og ef spádómar og draumar Þorsteins rætast gæti almenningur mætt í skíðabrekkum- ar á næstu dögum. Og að sögn Þor- steins bíður margt áhugasamt skíða- fólk óþreyjufullt eftir grænu Ijósi. í fyrra var skíðasvæðið opnað í Blá- fjöllum 7. nóvember en í verstu til- fellum eru dæmi um að opnað hafi verið síðari hluta janúar. „Rosalega lítill snjór“ ivar Sigmundsson í Hlíðaríjalli við Akureyri var bjartsýnn þegar DV hafði samband við hann í gær: „Það er rosalega lítUl snjór héma núna og mun minni en niðri í bæ. Við erum ennþá stopp en það vantar samt ekki mikið á að við getum farið í gang með tvær lyftur. Það er þó ljóst að við opnum ekki fyrir jólin. í fyrra opnuðum við um miðjan nóvember og vorum aö fram að Þorláksmessu. Þá fór allur snjór í hvelli í einhverju mesta vatnsveðri sem ég man eftir. Við erum bjartsýnir á framhaldið. Það er ekki spuming hvort heldur hvenær og hversu mikfil snjór kem- ur,“ sagði ívar Sigmundsson. -SK NB A-deildin í nótt: Nítjánda tapið hjá Dallas í röð - Pippen fór á kostum gegn Charlotte Sex leikir fóm fram í nótt í NBA- defidinni í körfuknattleik og urðu úrslitin þessi: NewYork-Dallas............101- 92 Phfiadelphia-Detroit......121- 92 Minnesota-Washington.......84- 99 ChicagoBulls-Charlotte....109- 97 Phoenix-Indiana...........102- 94 LAClippers-Mfiwaukee......92-105 Scottie Pippen átti einn besta leik sinn á ferlinum þegar Chicago vann ömggan sigur gegn Charlotte. Pipp- en skoraði 22 stig, tók 11 fráköst og átti að auki 10 stoðsendingar. Þetta er í tólfta skiptið á ferlinum sem Pippen nær þrennunni. Larry John- son var langbestur í hði Charlotte og skoraði 28 stig. Er það met hjá honum í vetur. Dallas er komið í nákvæmlega sama farið og í fyrra. Liðið vinnur ekki leik og í nótt tapaði það fyrir New York Knicks. Patrick Ewing skoraði 21 stig fyrir New York og Charles Oakley 20. Derek Harper var sá eini með lifsmarki hjá Dallas og skoraði 16 stig. Þetta var nitjánda tapið hjá Dallas í röð í defidinni. Sir Charles Barkley var í banastuði þegar Phoenix vann Indiana. Bark- ley skoraði 27 stig en hjá Indiana vom þeir Rik Smits og Reggie Miller stigahæstir með 16 stig hvor. Philadelphia 76ers vann yfirburða- sigur gegn Detroit. Tim Perry skor- aði 29 stig fyrir 76ers og er það per- sónulegt met hjá honum í defidfiini. Terry Mfils skoraöi 16 stig fyrir Detroit og Greg Anderson 15. Shauwn Bradley skoraði einnig 15 stig fyrir 76ers en tók að auki 14 frá- köst, stal 4 boltum og varði 5 skot. Eftir tíu ósigra í röð vann Washing- ton loks sigur gegn Minnesota á úti- velli. Don MacLean skoraði 24 stig fyrir Washington, Tom Gugliotta var með 16 stig og 14 fráköst og Michael Adams skoraði 14 stig og átti 13 stoð- sendingar. Hjá Minnesota var Christian Laettner stigahæstur með 25 stig og 12 fráköst. Ken Norman, áður leikmaður með Clippers, skoraði 20 stig gegn sínum gömlu félögum og miðherjinn Blue Edwards var með 17 stig. Hjá Clipp- ers var Ron Harper stigahæstur með 20 stig og Danny Manning kom næst- urmeðl9stig. -SK Pete Meyer í liöi meistara Chicago Bulls skorar fyrir lið sitt gegn Charlotte Hornets i nótt. Símamynd Reuter íþróttam Nafn íþróttamanns: 1 Sondið tll: iþróttamaöur ársins DV - Þverholti 11 105 Reykjavtk Landsmót í skotfínii: Hannes númer eitt og tvö Hannes Tómasson, Skotfélagi Kópavogs, varð í fyrsta og öðru sæti á landsmóti í skotfimi sem haldið var í Digranesi á laugardag- inn. Hannes sigraði í keppni með loftskammbyssu, hlaut 561 stig, og varð annar í staðlaðri skammbyssu á eftir Carh J. Eiríkssyni úr Aftur- eldingu. Carl fékk 548 stig en Hann- es 544. Jónas Hafsteinsson, Skotfélagi Kópavogs, varö annar í loftskamm- byssu með 557 stig og Carl fékk 552 stig. SK fékk 1.648 stig í liðakeppni en Afturelding 1.619. Það var Bjöm Birgisson, Aftur- eldingu, sem varð þriðji í staðlaðri skammbyssu með 535 stig. Aftur- elding fékk þar 1.599 stig í liða- keppni en SK 1.576 stig. Carl yfir lágmarki Á landsmóti í riSilskotfimi, sem fram fór í Digranesi á dögunum, fékk Carl J. Eiríksson 592 stig og sigraði. Hann var tveimur stigum yfir ólympíulágmarki í greininni. -VS/GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.