Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1994, Side 2
2
FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1994
Fréttir
Sex arkitektastofum boðiö að taka þátt 1 að teikna framhaldsskóla í Grafarvogi:
Lokuð samkeppni um hönnun
skóla upp á einn milljarð
opin samkeppni tímafrekari og krefst meiri yfirlegu, segir formaður bygginganefhdar
Óánægja er á meðal íjölmargra
arkitekta í kjölfar þess að ákveðið
hefur verið aö „lokuð samkeppni"
verði um hönnun framhaldsskóla
Borgarholts í Grafarvogi. Sex arki-
tektastofum hefur verið boðin þátt-
taka en 42 aðilar sýndu því áhuga
að taka þátt í samkeppninni.
Það hefur ekki verið birt formlega
ennþá hverjir þeir sex eru sem var
boðin þátttaka þó að fréttir um það
hafi spurst út á meðal manna. Þeir
sem DV hefur rætt við telja aö um
greinileg hagsmunatengsl sé að ræða
í þessum efnum en hafa ákveðið að
halda að sér höndum þar til nöfnin
verða birt.
Örlygur Geirsson hjá menntamála-
ráðuneytinu er formaður bygginga-
nefndar. Hann sagöi í samtali við DV
í gær að margar leiðir hefðu komið
til greina um val á hönnuðum. Að-
spurður hvort ekki hefði veriö við
hæfi að hafa samkeppnina opna í
ljósi þess að hér er um mjög stórt
verkefni að ræða sagði hann:
„Við töldum að það væri mun tíma-
frekara og það krefðist mun meiri
vinnu og yfirlegu. Þess vegna var
ákvörðun tekin um að binda þetta
við fáa,“ sagði Örlygur. Stefnt er að
því að teikningar fari aö berast í vor.
Aðspurður hvort allir sex aðilamir
í boðkeppninni fái greitt fyrir sinn
hlut sagði Örlygur að svo yrði enda
hefði boðkeppnin verið ákveðin í
samvinnu við Arkitektafélag íslands.
Borgarholtsskóli verður verkefni
um byggingu á um tíu þúsund fer-
metra skólahúsnæði upp á um eða
yfir einn milljarð króna. Gera má ráð
fyrir að hönnunarkostnaðurinn
veröi á bilinu frá 60-100 milljónir
króna.
-Ótt
Báður Grímsson, starfsmaður Mjölvinnslunnar i Hnífsdal, við verksmiðjuhurðina sem brotsjórinn skall á.
DV-símamynd Sigurjóri
Brotsjór inn á gólf
Siguijón J. Sigurðsson, DV, ísaiirði:
Síðdegis í gær fór stormurinn, sem
geisað hefur á Vestfjörðum, að ganga
niður en mjög hvasst var um tíma.
Vindurinn náði allt að 14 vindstigum
í Æðey í ísafjarðardjúpi. Það er mesti
vindur sem mælst hefur þar í langan
tíma þó ekki sé um met að ræða.
Samkvæmt upplýsingum DV var
lítið um tjón í óveðrinu á norðan-
veröum Vestfjörðum ef frá er talin
eyðileggingin af völdum snjóflóðs á
Fremstuhúsum í Dýrafirði. í gær-
morgun losnuðu vinnupallar af ný-
byggingu ísafjaröarkirkju og nokkur
hætta var af spýtnabraki um tíma.
Brotsjór gekk yfir 4 metra háan
steinvegg við Hnífsdalsbryggju og
skall á stórri verksmiðjuhurö hjá
Mjölvinnslunni. Hún skemmdist
nokkuð. Ölduhæðin var allt að 10
metrar þama og líktu menn veður-
ofsanum við það sem var í Halaveör-
inu fræga.
Rafmagn var skammtað á ísafiröi
í gærkvöldi og fjölmargir bæir í ísa-
fjarðardjúpi hafa verið rafmagns-
lausir í tvo sólarhringa.
Jón Magnússon lögmaður:
Áenga
samleið
með þessu
samkrulli
' Jón Magnússon lögmaður hafnar
því algjörlega að hann verði fulltrúi
Alþýðuflokksins á sameiginlegum
lista minnihlutaflokkanna í borgar-
stjómarkosningunum í vor. Jón seg-
ir aö hann hafi ekkert verið inni í
myndinni eftir að Alþýðuflokkurinn
hóf þátttöku í viðræðunum og komi
aldrei til með að verða. Hann segist
ekki eiga neina samleið með bræð-
ingi minnihlutaflokkanna en hafnar
því ekki að hann taki hugsanlega
sæti á öðrum framboðslista.
„Mitt nafn bar á góma á einhveiju
stigi en það var ekki af mínum hvöt-
um og ég hef ekkert með það að gera.
Það er gjörsamlega út úr kortinu að
ég eigi nokkra póhtíska samleið með
þessum bræðingi," segir hann.
- Ert þú í einhveijum framboðshug-
leiðingum?
„Það kemur bara í ljós en ekki í
svona hræðslubandalagi."
- Kemur til greina að þú farir í fram-
boð með Albert?
„Það er ekki tímabært að ræða
það. Ég er ekki vinstri maður og ég
tel það ekki vera hugtak sem setji
einhverjar pólitískar markalínur
lengur. Þetta samknúl er fyrst og
fremst tilkomiö vegna þess að ein-
hverjar skoðanakannanir hafa sýnt
fram á það að með þessu ætti að vera
möguleiki að ná fylgi. Ég get ekki séð
að pólitískur grundvöllur sé á bak
við þetta framboð," segir Jón Magn-.
ússon.
-GHS
Töluvert af sorpi fauk úr uróunarstöö Sorpu í Álfsnesi i rokinu í gær og i
fyrradag og festist á girðingum. Hjá Sorpu fengust þær upplýsingar að fok
sem þetta væri einsdæmi. Þar heföu menn iært af reynslunni að ekki þýddi
að urða sorp eftir aö vindstyrkur væri kominn I 22 metra á sekúndu. Vind-
inn hefði lægt i fyrradag og menn þvi hafiö urðun. Hins vegar hefði vindur-
inn skyndilega rokið upp aftur með fyrrgreindum afleiöingum. Engar kvart-
anir bárust vegna foks úr urðunarstöðinni. DV-mynd GVA
Framfærsluvísitalan 1 byrjun mánaðarins:
Bifreiðagjöld hækkuðu
en matvörur lækkuðu
- verðhjöðnun síðustu þrjá mánuðina
Framfærsluvísitalan fyrir janúar-
mánuð hækkaði um 0,35 prósent frá
desember 1993 og reyndist vera 169,3
stig. Vísitala vöru og þjónustu hækk-
aði um sama hlutfall og reyndist vera
173,5 stig. Síðastliðna 12 mánuði hef-
ur framfærsluvísitalan hækkað um
3,2 prósent og vísitala vöru og þjón-
ustu um 3,8 prósent.
Verð á mat- og drykkjarvörum
lækkaði aö meðaltali um 2,7 prósent
í byijun mánaðarins. Það olli 0,49
prósenta lækkun framfærsluvísi-
tölunnar. Bifreiðagjöld hækkuðu
hins vegar um 30 prósent en það
svarar til 0,11 prósenta hækkunar
vísitölunnar. Hækkun annarra
rekstrarliða bOs olli 0,03 prósenta
hækkun.
Samkvæmt upplýsingum frá Hag-
stofu íslands hefur vísitala fram-
færslukostnaðar lækkað um 0,9 pró-
sent undanfama þijá mánuöi sem
svarar til 3,5 prósenta verðhjöðnun-
ar á ári. Sambærileg þriggja mánaða
breyting vísitölu vöru og þjónustu
svarar til 2,7 prósenta verðhjöðnun-
ar. -kaa
Stuttar fréttir
íloðfluvíðræðum
Viðræðum íslendinga, Norð-
manna og Grænlendinga um
skiptingu loðnukvótans lauk í
Reykjavík í gærkvöld. Engin nið-
urstaða fékkst í viöræöunum.
Næsti fundur verður í febrúar.
Óánægjameð
12,5%launalækkun
Verið er að safna undirskriftum
starfsmanna í Stálsmiðjunni í
Reykjavík þar sem tilkynningu
frá forstjóra fyrirtækisins um
12,5 prósenta launalækkun um
næstu mánaðamót er hafnað.
Þetta kom fram í útvarpsfréttum
í gærkvöld.
DæmtiSVR-málinu
álaugardag
Líklegt er að Félagsdómur taki
fyrir mál Vinnuveitendasam-
bandsins gegn Starfsmannafélagi
Reykjavíkurborgar vegna verk-
fallsins sem boöað hefur verið
síðdegis á laugardag. Starfs-
mannafélagiö og VSÍ fá frest til
fóstudags til að skila inn greinar-
gerðum.
NæturaksturSVR
Stjórnamefnd um almennings-
samgöngur ætlar aö hefja tilraun
með næturakstur strætisvagna
um helgar í samvinnu við SVR
hf. Þá verður stefnt að því að
fjölga ferðum vagnanna á raorgn-
ana.
Viðræðurmilli
lánardrottna
Viðræður em hafnar milli
stærstu lánardrottna Slippstöðv-
arinnar Odda lif. á Akureyri til
að forða fyrirtækinu frá gjald-
þroti. Greiöslustöðvun fyrirtæk-
isins rennur út í lok febrúar.
Kristján efstur á
lista Aiþýðubandalags
Alþýðubandalagið í Kópavogi
vill að Kristján Guðmundsson,
fyrrverandi bæjarstjóri, verði
efsti maður á lista flokksins í
bæjarstjómarkosningunum í
vor. Þetta kom fram f útvarps-
fréttum.
Áttahundruð
skattakærur
800 kæmr era nú til meöferðar
hjá yfirskattanefnd og em 300
mál komin fram yfir lögbundinn
frest. Þetta kom fram í Morgun-
blaöinu í morgun.
-GHS