Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1994, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1994, Page 13
FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1994 13 DV DV ber saman verð á tíu líkamsræktarstöðvum: Munar 1.100 krón- um á mánaðarkorti Að sögn starfsfólks líkamsræktar- stöðvanna er þetta sá árstíminn sem fólk flykkist inn á líkamsræktar- stöðvarnar til að ná af sér aukakíló- um og koma sér aftur í form eftir allt átið um jólin. Ótal tegundir af leikfimitímum og lokuðum nám- \ skeiðum eru í boði og ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi ef eftir því er leitað. DV kannaði verð á mánaðarkorti hjá tiu líkamsræktarstöðvum á land- inu og athugaði í leiðinni hvað 10 tíma ljósakort kostaði fyrir korthafa. Taka ber fram að stöðvamar eru mjög misvel búnar og veita misgóða þjónustu hvað varðar hvenær opið er, aðstöðu og fjölbreytni og einnig er lengd ljósatímanna er mismun- andi. Kannað var verð hjá Stúdíói Á- gústu og Hrafns, Líkamsrækt Call- íar, Gym 80, Hress, Mætti, World Class, Líkamsræktinni á Akranesi, Líkamsrækt Önnu Leu og Bóa í Keflavík, Líkamsræktinni Bjargi á Akureyri og Studio Dan á ísafirði. 22% verðmunur á mánaðarkorti Dýrast reyndist mánaðarkortið í Mætti, 4.900 kr., en ódýrast hjá Lík- amsræktinni á Akranesi, á 3.800, þar sem einungis var selt 6 vikna kort á 5.700 krónur. Þarna er 22% munur ef miðað er við einn mánuð. Verðmunur á mánaðarkorti reynd- ist 14% ef eingöngu er tekið mið af Reykjavík þar sem ódýrasta kortið var hjá Callí á 4.200 og næstódýrast - á dýrasta og ódýrasta staðnum hjá Hress á 4.290 kr. í kjölfarið fylgdu Ágústa og Hrafn með kortið á 4.650 kr., Gym 80 á 4.800 kr., World Class á 4.890 kr. og Máttur á 4.900 kr. Á landsbyggðinni var Bjarg meö næstódýrasta kortið á 4.200 kr., svo kom Studio Dan á 4.380 kr. og Lík- amsræktin í Keflavík á 4.500 kr. All- flestar stöðvarnar bjóða upp á af- slátt, ýmist staðgreiðsluafslátt, af- slátt fyrir skólafólk eða stéttarfélög á bilinu 3-20%. Fitubrennslunámskeið Þrjár stöðvanna bjóða upp á lokuð námskeið sem sérstaklega eru ætluð þeim sem vilja losa sig við fitu. Stúdíó Ágústu og Hrafns býður upp á 8 vikna fitubrennslunámskeið á 10.500 kr., Gym 80 býður upp á 6 vikna námskeið á 6.500 kr. og Hress er með Átak í fitubrennslu í 8 vikur fyrir 8.900 kr. Alls staðar er fólk fitumælt og vigtað og því veitt fræðsla hvað snertir mataræði o.fl. Ljósakortin Tíu tíma ljósakort var ódýrast á 2.333 hjá Ágústu og Hrafni en þar eru reyndar aðeins seld 12 tíma kort á 2.800 krónur. Næstódýrasta mánað- arkortið var hjá Önnu Leu og Bóa í Keflavík á 2.500 kr„ þá hjá World Class á 2.790 kr„ Gym 80 á 3.000 kr„ Hress á 3.200 kr„ Mætti 3.500 kr„ Bjargi á 3.600 kr. og Studio Dan á 3.820 kr. Engin ljós voru hjá Callí eða á Líkamsræktarstöðinni á Akranesi. -ingo Vinningshafi í áskriftargetraun DV: Hlaut myndbands- tæki í verðlaun „Veiih! Þetta voru gleðilegar fréttir að vakna við,“ sagði Jóhanna Hólm- steinsdóttir, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, þegar DV tilkynnti henni aö hún hefði verið dregin út í áskrift- argetraun blaðsins en hún var þá nýkomin af næturvakt. Jóhanna fékk vandaö Panasonic Nicam myndbandstæki frá Japis að verðmæti 95.900 krónur út úr búð. Tækið er víðóma með 4 myndhausa og hefur möguleika á allt að 8 klukkustunda samfelldri upptöku. „Ég er með myndbandstæki í láni svo nú get ég skilað því. Ég hef notað það talsvert svo þetta kemur sér vel. Þetta var æðislegt," sagði Jóhanna. Sex vinningshafar voru dregnir út í áskriftargetrauninni í desemberlok og verða nöfn hinna heppnu birt hér á síðunni næstu daga. -ingo Jóhanna tekur hér við myndbandstækinu úr hendi Hallgríms Halldórsson- ar, verslunarstjóra hjá Japis. DV-mynd ÞÖK Neytendur Standist arnar ; Þessa skemmtilegu vísu feng- um við senda frá Benedikt Björnssyni sem tillögu að sparn- aði: Nýtni gefur gull í mund gjálífsdyrum áttu að loka. Haltu fast um fengið pund flórinn skalt, af natni moka. Notið sím- ann Agnar Agnarsson lagði til að fólk notaði símann meira áður en farið væri í innkaup og útrétting- ar. Þannig sparar maður sér bæði sporin og eyöir ekki tíma og bens- íni í að leita hlutina uppi. Ofstórir skammtar Gunnar Kr. Sigurjónsson vildi koma á framfæri tillögu að spam- aöi fyrir rikið og skattborgarana. Hann sagði konuna sína hafa fengiö lyfseðil upp á lyf sem hún átti aö taka eina töfiu af þrisvar á dag í þrjá daga, eða níu töflur alls, en aðeins var hægt að fá pakkningu með 30 töflum í. Þeim var ráðlagt að henda afganginum. Sjúkrasamlagið greiddi helming- inn en þau restina og fannst hon- um þar fara peningar í súginn. sokkabux- urnar Með sparnaðarkveðju sendi Helga Jónsdóttir okkur eftirfar- andi spamaðartillögu: „Gott er að kaupa alltaf sömu sort og liti af sokkabuxum því ef gat kemur á annan sokkinn er hægt að klippa hann frá við læri og nota annan á móti. Fara siðan i báðar buxurnar svo úr verði heilar (gott í íslenskum vetrarkulda). Leikflmifötin Gott er aö nota gamla leikfimi- bolinn undir nútíma leikfimifót- in, þ.e. bolinn og tilheyrandi. Fljótlegt er að þvo þann gamla og þurrka og óþarfi að þvo allan gallann ef stunduö er leikfimi daglega, það slítur honum fyrr. Fyrir utan hvaö þaö er gott að gera æfmgar í gamla bolnum sem er svo góöur og eftirgefanlegur. -ingo kaupauki sparaðu með kjaraseðlum Kjaraseðillinn gildir sem 8000 kr. afsláttur við kaup á einhverju af þessum borðum. Þessi seðill gildirtil: 1. febrúar 1994 eða á meðan birgðir endast Sófaborð 255 / XL-R stærð 120x65 svart/svart Verð kr. 16.900,- fkjaraseðill 8.000,- 8.900,- Innskotsborð 254/Tris stærð 61 x"' svart/svart Verð kr. 22.800,- -fkjaraseðill 8.000,- | 14.800,- . TM - HÚSGÖGN Síðumúla 30 - *rrt«l 68-68-22 j Opið mánudaga - föstudaga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-17 og sunnudaga kl. 14-17. I Kjaraseðillinn gildir í versluninni hér til hliðar. Þessi seðill gildir til: eða meðan birgðir endast Kaffikanna 8990 Lítil og handhœg Sú allra ódýrasta Verb án kjaraseblls kr. 2190,- Vetb meb kjarasebll kr. 1680,- B R Æ Ð U R N I R ORMSSONHF Lágmúla 8-9. Sími 91-38820, Fax 91-680018

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.