Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1994, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1994, Qupperneq 3
FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994 3 DV Fréttir Misferli við skoðun björgunarbáta á Akranesi: Eftirlitsmaðurinn skipti ekki um nauðsynlega hluti Við nýlega endurskoðun á gúmbát- um skipa á Akranesi hefur komið í ljós að ekki hefur verið skipt um nauðsynlega hluti eins og rafhlöðu í neyðarsendi, neyðarblys, vatn og vistir. Eförlitsmaðurinn sem þjón- ustað hafði gúmbátana á Akranesi á þriðja ár var sviptur leyfi í fyrrasum- ar er upp komst að ekíd höfðu verið endumýjaðar loftflöskur í gúmbát- um á Akraborginni. Siglingamála- stofnun sá þó ekki ástæðu til að inn- kalla alla gúmbáta sem eftirlitsmað- urinn hafði þjónustað árlega. „Það var fylgst með fleiri bátum sem komu tif skoðunar. Það kom fram að hann hafði ekki endumýjað meðal annars matarbirgðir og apótek eins og til var ætlast. En alfir bátam- ir voru eðlilega pakkaðir og frá þeim gengið þannig að þeir hefðu komið að gagni sem björgunarbátar þrátt fyrir þessa annmarka. Á þeim for- sendum vora ekki innkallaðir allir bátamir sem hann var búinn að skoða,“ segir Pálf Guðmundsson, yf- irskoðunarmaður hjá Siglingamála- stofnun. Ámi Friðriksson skoðunarmaður fór í eftirlitsferð á verkstæði fyrr- nefnds eftirlitsmanns í maí. „Ég gerði athugasemd við litlar vista- birgðir. Hann benti á að það væri hægt að fá blys og apótek í skipa- vöruverslun á Akranesi. Eftir skoð- un hans á tiltölulega mörgum nýjum bátum fundum við ekki aö hann hefði fengið þann búnað sem við töld- um að þyrfti til að þjónusta þessa báta og tókum þvi upp bát á Akra- borginni sem leiddi til feyfissvipting- ar. Eftirlitsmaðurinn gaf upp á skýrslu það sem hann ekki gerði í raun og veru í endumýjun á birgð- um.“ Sjómenn lita máMð alvarlegum augum. Þeir benda á að aðalmáMð sé ekki hvort þeir hafi veriö sviknir um peninga heldur aö gúmbátamir séu það síðasta sem þeir hafi ef eitthvað kemur upp á. Einar Haraldsson, sem er nýr eftir- Mtsmaður með gúmbátum á Akra- nesi, hefur gert smábátafélaginu á staðnum viðvart eftir aö hafa skoðað tvo báta. „Rafhlaða í neyðarsendi var komin ár fram yfir tímann. Neyðar- blys, vatn og vistir vom líka mnnin SÍF: Kaup á saft- f iskverkun í Noregi í biðstöðu Sighvatur Bjamason, stjómarfor- maður SÍF, sagði í samtali við DV að hugmyndin um kaup á saltfisk- verkunarfyrirtæki í Noregi hefði verið sett í salt, eins og hann orðaði það. Aftur á móti keypti SÍF saltfisk í Noregi um þessar mundir til að geta staðið við samninga. Þar væri nú staddur starfsmaður fyrirtækis- ins sem fylgdist með og skoðaði þann saltfisk sem keyptur væri. Fyrir áramótin áttu sér stað við- ræður forráðamanna SÍF og norska bankans Kreditkassen um kaup SÍF á saltfiskfyrirtækinu Survagen Fiskerkjup. Það var talinn áMtlegur kostur í ljósi þess að SÍF kæmist ekki hjá því næstu misseri að kaupa saltfisk frá Noregi tif að geta haldið saltfiskmörkuðum sínum. Sem fyrr segir er þetta mál nú í biðstöðu. -S.dór - var sviptur leyfi - sjómenn líta málið alvarlegum augum út.“ endurskoðun 12 til 14 þúsund krónur manna gúmbát. „Það má búast við fyrir annan bátinn sem ég hef skoð- ' Að sögn Einars kostar venjuleg ef skipt er um hluta birgða í fjögurra reikningi upp á um 40 þúsund krónur að.“ -IBS f / Macintosh LC475 er tilvalin tölva hvort heldur er fyrir heimili, skóla eða íyrirtæki. Hún er meira en tvöfalt öflugri en Macintosh LCIII og verðið á sér engan líka, aðeins 144.900,- stgr. Hún er með 14" hágæða litaskjá, hnappaborði, mús, 4 Mb vinnsluminni og 80 Mb harðdiski. Vinnsluminnið má auka í allt að 36 Mb og með auknu skjáminni getur tölvan birt þúsundir lita. Nettenging er innbyggð og þannig má tengja hana við aðrar tölvur til að samnýta t.d. prentara, senda upplýsingar á milli tölva og vinna í sameiginlegum gögnum. Svo er stýrikerfí Macintosh- tölvanna auðvitað allt á íslensku. Peir sem kaupa Macintosh LC 475, eiga þess kost að kaupa Apple CD300-geisladrif á sérstöku tilboðsverði, aðeins 13.579,- kr. eða 12.900,- stgr. Almennt verð geisladrifsins er 20.947,- kr. Einnig bjóðum við mikið úrval geisladiska fyrir Macintosh-tölvur með fjölbreyttu efni, s.s. alfræðisöfn, orðasöfn, kennslu- og fræðsluefni, leiki, klippimyndasöfn o.m.fl. Somonbur&ur ó vinnslugetu: Macintosh Classic Mocintosh Colóur Clossic Macintosh tC~ Mocintosh tCÍF Macintosh LC 475 Macintosn Quadra 700 Verð á Macintosh LC 475 er aðeins: 152.526,- kr. eða 144.900,- Umboðsmenn: Haftækni, Akureyri Póllinn, ísafirði Apple-umboðið ^ Skipholti 21, sími: (91) 624800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.