Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1994, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1994, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994 Fréttir Sjómönnum tilkynnt um að kvótaþingið sé blásið af: Ríkisstjórnin hlýtur að standa við gefin loforð segir Oskar Vigfusson, formaður Sjómannasambandsins „Við vorum boðaðir á fund ráðu- neytisstjóranna þriggja, sem komu með tillöguna um kvótaþing sem leið til að koma í veg fyrir að sjómenn taki þátt í kvótabraski, á þriðjudag- inn. Þar var okkur tilkynnt að engin líkindi væru til þess að hugmyndin um kvótaþing næði fram að ganga á Alþingi. Við bentum þeim á að þetta væri þeirra hugmynd. Sjómanna- samtökin hetðu tekið henni vel og því væri það ráðuneytanna og ráð- herra að koma þessu máh í höfn. Sjómannasamtökunum hefði verið lofað þessu um leið og bráðabirgða- lögin voru sett á verkfah okkar,“ sagði Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands íslands, í sam- tali við DV í gvær. Hann sagði að máhn stæðu einfald- lega þannig að kvótaþingsmáhð væri úr sögunni og ekkert annað hefði verið boðað í staðinn. „Og maöur hlýtur aö spyrja hvers konar samkunda Alþingi er ef þing- menn ætla aö samþykkja bráða- birgðalögin en hafna því sem átti að fylgja með okkur til vamar gegn kvótabraskinu. Auðvitað munum við krefjast þess að þeir standi við það loforö að losa okkur undan kvóta- braskinu," sagði Óskar. Nú ríkir mikil óvissa um afgreiðslu bráðabirgðalaganna þar sem hug- myndin um kvótaþingið á ekki hljómgrunn meðal þingmanna. Eng- inn sem DV hefur rætt við treystir sér til að benda á hvað gæti komið í staðinn fyrir kvótaþingið til vemdar sjómönnum að lenda í kvótabrask- inu. Nokkrir hafa bent á hugmynd- ina um eftirhts- og úrskurðamefnd beggja aðila í þessu sambandi. Sú hugmynd var rædd í samningalot- unni eftir áramótin. Þar strandaði hún á því að menn töldu hana ófram- kvæmanlega nema til væri eitthvert lágmarksfiskverð að miða við. Hins vegar þykir flestum hugmyndin um lágmarksfiskverð samhhða frjálsu fiskverði vera út í hött. Máhð aht er því í hinni verstu kreppu. -S.dór Gummi, Ölli og Gestur, tækjamenn hjá Goðaborg, að koma loðnunni fyrir í frystiklefa DV-mynd Ægir Flokkaðri loðnu ekið til Fáskrúðsfjarðar Ægir Kristmssan, DV, Fáskrúðsfirði: Fyrsta loðnan, sem fryst er hjá Goðaborg á Fáskrúðsfirði á þessari vertíð, barst hingað rétt fyrir helgi. Þá var komið með loðnu sem flokk- uð hafði verið hjá Borgey á Höfn í Hornafirði, tæplega 20 tonn. Þar sem Goðaborg hefur ekki aðstöðu ennþá til flokkunar á loðnu verður væntan- lega framhald á þessum flutningum. Akureyri: Kvennalistinn íhugar framboð Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Eins og staðan er núna tel ég nokkuð jafnar líkur á að kvennahst- inn bjóði fram í kosningunum á Ak- ureyri í vor,“ segir Málmfríður Sig- urðardóttir, fyrrverandi þingmaður Kvennahstans og bókavörður á Ak- ureyri, um hugsanlegt kvennafram- boð þar í kosningunum í vor. Kvennalistinn bauð fram á Akur- eyri í síðustu kosningum en kom ekki að manni í bæjarstjóm. Málm- fríður segir að nú sé annað umhverfi í bæjarmálunum, svo virðist sem at- vinnuleysið og aðgerðir bæjaryfir- valda vegna þess komi ekki síst niður á konum og ýmsum málum sem snerta þær og nefndi hún dagvistun- armál í því sambandi. Um það hvort hún hygðist e.t.v. sjálf fara í framboð fyrir Kvennahst- ann sagði hún aö svo gæti farið að hún tæki sæti á hsta ef boðið yrði fram en það yrði ekki eitt af efstu sætunum. I dag mælir Dagfari________________ Ólaf ur út í kuldann Atburðarásin getur oft orðið harla örlagarík. Röð tilviljana getur leitt til dramatískrar niðurstöðu. Eða hvem skyldi hafa órað fyrir því að Ólafur Ragnar Grímsosn, af öllum mönnum, yrði sá einstakhngur sem harðast yrði úti í deilunum í Ríkisútvarpinu. Ekki var Ólafur rekinn, ekki skrifaði hann bréf og ekki var hann kahaður á teppið hjá einum né neinum. Samt er Ólafur Ragúar fómar- lambið í deilunum sem sumir kaha Hrafnsmálin og aðrir Arthúrsdeil- una. Séra Heimir Steinsson var um tíma sagður höfuðsökudólgurinn og gekk varla hnífurinn á milh manna við aö úthúða honum. Samt situr klerkurinn sem fastast í Út- varpinu og þykir vænt um það að Davíð forsætisráöherra skuh tala við sig og skrifa sér einkabréf. Þeir eru sem sé permavinir, Heimir og Davíð, og aht í einu er menn búnir að gleyma Arthúri og bréfinu hans. Skyndilega og öhum á óvart er Ól- afur Ragnar Grímsson búinn að stela senunni og reynist sá sem verður að taka pokann sinn. Davíð Oddsson segist aldrei, aldr- ei, vilja setjast í ríkisstjóm méð Ólafi. Þetta segir hann í umræðum á alþingi og þykja póhtísk tíðindi vegna þess að þar með er búið aö útiloka samstarf Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags í næstu ríkis- stjóm, að minnsta kosti á meðan Ólafur er formaöur ahabaha. Framsóknarflokkurinn er þar meö kominn í óskastöðu í stjómar- myndunarviðræðum. Þessu átti Arthúr Björgvin Boha- son ekki von á þegar hann sendi bréfið fræga, enda var hann ekki • að tala um pólitíska herkvi Alþýðu- bandalagsins heldur þá póhtísku herkví sem vesahngs starfsmenn Rikisútvarpsins eru í - og það er allt önnur Ella. Póhtísk herkví Ólafs Ragnars hefði ekki átt orðið að veruleika ef hann hefði ekki vitað um einkabréf Davíðs til Heimis Steinssonar, sem ekki hefði verið skrifað ef Hcimir hefði ekki rekið Hrafn, sem varð th þess að menntamálaráðherra réð Hrafn, sem varð til þess að Heimir réð Arthúr, sem varð th þess að Arthúr skrifaði bréfið, sem varð th þess að Davíð kallaöi á Heimi til að ræða um veðrið, sem varð til þess að Heimir rak Arthúr, sem varð th þess að Ólafur Ragnar kvaddi sér hljóðs í þinginu, sem varð til þess að einkabréf Davíðs th Heimis kom í leitinar, sem varð th-þess að Davíö varð reiður, sem varð th þess að Ólafur var settur út af sakramentinu. Ef Davíð væri ekki einkavinur Hrafns og Hrafn hefði ekki verið ráöinn að Sjónvarpinu hefði Art-. húr aldrei verið ráðinn sem aðstoð- armaður Heimis og aldrei skrifað bréfið til Hauks Hahdórssonar. Þá hefði hann heldur aldrei verið rek- inn og þá hefði lekinn um einka- bréf Davíðs th Heimis aldrei átt sér stað og Davíð hefði ekki þurft að verða reiður út í Ólaf sem hefði þýtt að Alþýðubandalagið kæmi áfram th greina sem samstarfs- flokkur Daviðs. Þær eru oft örlagaríkar thvhjan- irnar. Vandamálið á Sjónvarpinu staf- aði upphaflega af því að Hrafn Gunnlaugsson er sakaður um að standa fyrir áróðursmyndum gegn bændasttéttinni. Arthúr Björgvin Bohason, sem aðahega er þekktur fyrir áhuga sinn á menningarmál- um en var ráöinn tímabundið til aö hjálpa útvarpsstjóra við að stjóma stofnuninni, tók það upp hjá sjálfum sér að hafa skoðun á þessum bændaþáttum. Það bannar enginn Arthúri Björgvin Bohasyni að hafa skoðanir á bændum og kemur engum við og breytir ekki nokkrum sköpuðum hlut þótt ein- hver menningaryiti hafi sínar prív- at skoðanir á málum sem hann hefur ekki vit á. En oft veltir hth þúfa þungu hlassi og þannig hefur þessi skoðun eins starfsmanns Sjónvarpsins á dagskrárgerð leitt til þess að Al- þýðubandalagið getur ekki lengur sest í ríkisstjóm með Davíð Odds- syni! Og ekki nóg með það. Forsætis- ráðherrann hefur upplýst úr ræðu- stól á þingi að Ólafur Ragnar Grímsson sé ómerkhegasti maður í heimi. Hvorki meira né minna. Ósamstarfshæfur lygari. Persona non grata. Þaö bar svo sannarlega árangur hjá Arthúri Björgvin Bollasyni að skrifa bréf th bænda um póhtíska herkví. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.