Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1994, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1994, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994 17 Fréttir Skoðanakönnun Framsóknarílokksins í Reykjavik: Útiloka konu í sjötta sætið - barátta milli Alfreðs Þorsteinssonar og Helga Péturssonar Skúmur GK kom með Blika EA i togi til Fáskruðsfjarðar 4.febrúar. Skipin eru á tvíburatrolli og Bliki fékk trollið í skrúfuna. Kafarar frá Fáskrúðsfirði og Neskaupstað köfuðu undir Biika og skáru úr skrúfunni. Á myndinni liggja Bliki og Skúmur við bryggju á Fáskrúðsfirði. DV-mynd Ægir Akranes: Farandsali undir f ölsku f laggi Sigurður Sverrissan, DV, Akranesi: Lögregla vísaöi fyrir helgina far- andsala úr bænum sem gengið hafði í hús og selt sælgæti sem hann sagði til ágóða fyrir Geðvemd. Þegar glöggur bæjarbúi gekk á sölumann- inn og bað hann að framvísa skilríkj- um frá Geðvemd varð fátt um svör. Viðkomandi lét þá lögreglu vita sem hafi uppi á manninum og vísaði honum úr bænum. Algengt er að sölumenn banki upp á hjá bæjarbú- um og bjóði ýmiss konar vaming til sölu. Fæstir hafa til þess tilskilin leyfi og þetta er ekki fyrsta sinn sem farandsölumenn villa á sér heimildir á Akranesi. Skoðanakönnun fer fram í fulltrúa- ráði framsóknarfélagaima í Reykja- vík á fostudag og laugardag um það hverjir skipa eigi sæti framsóknar- manna á sameiginlegum lista minni- hlutaflokkanna í borgarstjóm. Sig- rún Magnúsdóttir, oddviti framsókn- armanna, er talin örugg í fyrsta sæt- ið en Alfreö Þorsteinsson forstjóri, Helgi Pétursson markaðsstjóri og Gerður Steinþórsdóttir kennari berj- ast um sjötta sætið. Búist er við að Alfreð beri sigur úr býtum í þeirri viðureign þó að baráttan milli Helga og Alfreðs geti orðið tvísýn og svo geti farið að Alfreð lendi í ellefta sætinu. Gert er ráð fyrir að Gerður fái sextánda sætið í sinn hlut. Nokkur óvissa ríkir um útkomuna í skoðanakönnun Framsóknar- flokksins því að kandídatamir þrír sem berjast um sjötta sætið hafa allir sterkan stuðning innan flokksins. Alfreð Þorsteinsson er tahnn sigur- stranglegastur því að hann er mjög þekktur innan flokksins og hefur víðtækt fylgi hjá flokksklíkunni og meðal eldri framsóknarmanna þó að hann eigi einnig ýmsa hatursmenn innan flokksins. Alfreð er formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur og hefur að því leyti forskot á hina fram- bjóðenduma. Hann hefur mikla reynslu úr borgarmálunum og er sagður hafa gott póhtískt nef. Hann er fljótur að átta sig og snöggur að stiga á bremsuna þegar út í hörkuna er komið. Helgi Pétursson markaðsstjóri hef- ur stuðning hjá breiðum hópi fram- sóknarmanna, _ sérstaklega unga fólkinu, og hefúr fylgi langt út fyrir flokkinn. Hann myndi styrkja sam- eiginlegan hsta minnihlutans í borg- inni út á við og er tahnn koma með ferska vinda inn í borgarstjóm. Helgi myndi að öhum hkindum draga at- kvæði að sameiginlegum hsta auk þess sem hann myndi vega upp á móti konunum í efstu sætunum. Hugsanlegt er að Gerður Stein- þórsdóttir græði á baráttunni mihi Alfreðs Þorsteinssonar og Helga Pét- urssonar og skjótist upp fyrir þá. Gerður hefur mest fylgi meðal eldri framsóknarmanna sem muna eftir henni úr borgarpólitikinni í lok átt- unda áratugarins en hún hefur búiö um skeið í útlöndum. Ólíklegt er að Gerður hreppi sjötta sætið þar sem ljóst er að konur skipa þijú efstu sætin á hstanum. Ekki þykir koma tíl greina að tvær framsóknarkonur séu í toppsætunum í borginni. Niðurstaðan leynileg Hefðbundin prófkjörsbarátta hefur Niðurstaða skoðanakönnunar fuh- trúaráðs framsóknarfélaganna í Reykjavík verður leynheg og ekki víst að kjömefnd raði á listann í sam- ræmi við hana. Allir í fuhtrúaráði framsóknarfélaganna í Reykjavík geta tekið þátt í könnuninni og fer hún fram fostudaginn 11. febrúar frá klukkan 15 th 20 og laugardaginn 12 febrúar frá klukkan 10 til 18 og eiga þátttakendur að krossa við fjögur nöfn. Eftirtaldir eru í framboði: Alfreð Þorsteinsson forstjóri, Birna K. Svavarsdóttir hjúkrunarforstjóri, Gerður Steinþórsdóttir kennari, Helgi Pétursson markaðsstjóri, Mar-' geir Daníelsson framkvæmdastjóri, Sigrún Magnúsdóttir, oddviti framsóknarmanna, er talin örugg i fyrsta sætið en Alfreð Þorsteinsson forstjóri, Helgi Steinþórsdóttir kennari berjast um sjötta sætið. Helgi þykir líklegastur th að hreppa ellefta sætið þó að tvísýnt sé hvað komi út úr baráttunni um sjötta sæt- ið. Fréttaljós Guðrún Helga Sigurðardóttir átt sér stað að undanfómu milh frambjóðenda hjá Framsóknar- flokknum þó að ekki sé um prófkjör að ræða heldur skoðanakönnun. Fimm frambjóðendur hafa sent kynningarbréf til félaga í fulltrúa- ráðinu og hefur símhringingum th þeirra ekki hnnt. Þá var nýlega hald- inn kynningarfundur þar sem fram- bjóðendur kynntu sig og stefnumál sín. Óskar Bergsson trésmiður, Sigfús Ægir Árnason framkvæmdastjóri, Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi, Pétursson markaðsstjóri og Gerður Sigurður Thorlacius læknir, Vigdís Hauksdóttir kaupmaður og Þuríður Jónsdóttir lögfræðingur. Þeir eig’nast ekki sem eyáa jiening’um re: öa penir i ílul ega! Leggðu heldur reglulega inn á Bakhjarl Sparisjóðs vélstjóra. Bakhjarl gaf 6,64% raunávöxtun í jan. - des. 1993 og gaf hæstu raunávöxtun á sérkjarareikningum í íslenska bankakerfinu árin 1991 og 1992. Þú býrð ketur en ááur meá regflulegfum sparnaði á Bakkjarli Sparisjóðs vé lstj óra. SPARISJOÐUR VELSTJORA Borgartúni 18, sími: 628577. - Síðumúla 1, sími: 685244. - Rofabæ 39, sími: 677788. i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.