Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1994, Qupperneq 30
42
FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994
Fólk í fréttum
Elsa Nielsen
Elsa Nielsen badmintonleikari,
Efstasundi 87, Reykjavík, varö þre-
faldur íslandsmeistari í badminton
um síöustu helgi, í einliðaleik, tví-
liöaleik og tvenndarleik, eins og
fram hefur komið í íþróttafréttum
DV.
Starfsferill
Elsa fæddist í Reykjavík 26.6.1974
og ólst þar upp fyrstu tiu árin auk
þess sem hún og fjölskylda hennar
áttu heima í Danmörku á árunum
1984-89. Hún stundar nú mennta-
skólanám á fjórða ári við MS.
Elsa byrjaði að æfa badminton hjá
UMFA í Mosfellsbæ 1984, æfði meö
AIF í Albertslund við Kaupmanna-
höfn 1984-89 og hefur æft með TBR
frá því hún kom heim 1989. Hún
varð íslandsmeistari í A-flokki 1990,
þrefaldur íslandsmeistari unglinga
1991, hefur verið íslandsmeistari í
einliðaleik kvenna 1991,1992,1993
og 1994 auk þess sem hún er nú ís-
landsmeistari í tvíliðaleik og
tvenndarleik 1994.
Fjölskylda
Unnusti Elsu er Sævar Smári
Þórðarson, f. 13.5.1974, nemi í raf-
eindatækni við FB. Hann er sonur
Þórðar Sigurgeirssonar, starfs-
manns hjá EJS, og Bjargar Magnús-
dóttur, starfsmanns við bamaheim-
iliðJöklaborg.
Systkini Elsu eru Tryggvi Nielsen,
f. 30.9.1976, nemi við MS, og Ágústa
Nielsen, f. 11.2.1981, nemi.
Foreldrar Elsu eru Kjartan Ólafur
Nielsen, f. 10.8.1951, starfsmaður við
tölvudeild Hofs hf., og kona hans,
Anna Harðardóttir, f. 23.6.1951, leik-
skólastjóri við Furuborg.
Ætt
Kjartan er sonur Sigurbjöms Ni-
elsen, skrifstofustjóra í Reykjavík,
en hann var sonur Niels Christian
Nielsen, yfirverkstjóra hjá Samein-
aða gufuskipafélaginu í Reykjavík,
f. í Skive í Danmörku. Móðir Sigur-
bjöms er Guðlaug Helga, húsmóðir
í Reykjavík, systir Evalíu, ömmu
Björns, fyrrv. varaformanns KR, og
Eggerts, formanns HÍK, Lárussona.
Guölaug er dóttir Ólafs, sjómanns í
Hlíöarhúsum og steinsmiðs í
Reykjavík, bróöur Þorleifs í Vatns-
holti, afa Ingveldar Gísladóttur,
myndlistakonu í Hafnarfirði. Ólafur
var sonur Jóns, b. í Hrútastaðahjá-
leigu í Flóa, bróður Helgu,
langömmu Sigurðar, afa Sigurðar
Vals, sveitarstjóra í Bessastaða-
hreppi. Jón var sonur Bjarna, b. á
Syðra-Velli í Flóa, Þorgrímssonar,
b. í Ranakoti, Bergssonar, ættfóður
Bergs-ættarinnar, Sturlaugssonar.
Móðir Guðlaugar Helgu var Sigur-
björg Jónsdóttir, b. í Hvammi í Kjós
Jónssonar, b. í Káraneskoti Steina-
sonar, b. á Valdastöðum, Jónssonar.
Móðir Kjartans var Ragna Bryn-
hildur Gísladóttir, gjaldkera í
Reykjavík, bróður Brynjólfs, skip-
stjóra og síðar umsjónarmanns HÍ,
fóður Brands, hrl., fyrrv. formanns
knattspyrnufélagsins Víkings og
fyrsta fyrirliða íslenska landsliðs-
ins. Hálfbróðir Gísla var Ragnar
myndlistarmaður, faðir Kjartans,
leikara, leikstjóra og leikritahöf-
undar. Gísli var sonur Kjartans,
prests á Staðastað, bróður Gísla,
prests á Sandfelli, afa Bjöms Guð-
mundssonar, forstjóra heildversl-
unar Ásbjörns Ólafssonar. Kjartan
var sonur Kjartans, prests í Ytri-
Skógum, Jónssonar, b. í Drangshlíð,
Björnssonar. Móðir Gísla gjaldkera
var Ingveldur Ólafsdóttir frá Sogni
i Ölfusi. Móðir Brynhildar var Ág-
ústa Helgadóttir, skipstjóra í Flatey.
Stjúpfaðir Önnu er Ólafur Tryggvi
Finnbogason. Anna er dóttir Harð-
ar, húsasmíðameistara í Reykjavík,
Kristinssonar, verkstjóra við
Reykjavíkurhöfn, Jóhannessonar.
Móðir Harðar er Anna Guðmunds-
dóttir, múrara í Reykjavík, bróður
Vigdísar, ömmu Sigurjóns Kristj-
ánssonar, hagleikssmiðs í Forsælu,
og langömmu Eyglóar Viktorsdótt-
ur söngkonu. Guðmundur var son-
ur Einars, b. á Helgastöðum, Haf-
liðasonar, bróður Eiríks, langafa
Sigríðar, móður Vigdísar forseta, og
langafa Guðmundar, listamanns frá
Miðdal, fóður Emós. Móðir Önnu
er Unnur Jónsdóttir, sjómanns í
Reykjavík, Meyvantssonar, b. í
Skarðdal, Gottskálkssonar, bróður
Þorsteins, foður Jóns skíðakappa.
Móðir Unnar var Guðrún, dóttir
Stefáns Magnússonar á Álftanesi og
Guðrúnar Þórðarsonar.
Afmæli
Jóhanna Friðriksdóttir
Þorstína Jóhanna María Friðriks-
dóttir, Hlíf 1 Torfnesi, ísafirði, er
áttræð í dag.
Starfsferill
Jóhanna er fædd að Nesi í Látrum
í Aðalvík og ólst upp á þeim slóðum
og gekk þar í barnaskóla.
Á unglingsaldri var Jóhanna í
vinnu á ísafirði en flutti síðan til
Reykjavíkur og dvaldi þar í nokkur
ár. Eftir að Jóhanna eignaðist elsta
son sinn var hún í Æðey í ísafjarð-
ardjúpi í nokkur ár eða þar til hún
fluttist með eiginmanni sínum til
Rekavíkur bak Látur. Þau fluttu til
Súðavíkur 1947 og bjuggu þar í eitt
ár en fóm þaðan til Flateyrar við
Önundarfjörð og settust þar að. Eig-
inmaður Jóhönnu drukknaði 1964
og 1966 flutti hún í Hnífsdal og byrj-
aði þar búskap með seinni eigin-
manni sínum.
Fjölskylda
Jóhanna giftist 6.1.1944 fyrri eig-
inmanni sínum, Pálma Ólafi Guð-
mundssyni, f. 11.8.1907, d. 10.10.
1964, sjómanni og vitaverði við
Straumnesvita, en hann drukknaði
með m/b Mumma frá Flateyri. For-
eldrar hans: Guðmundur Pálmason,
bóndi og vitavörður við Straumnes-
vita og Rekavík bak Látur, og Ketil-
ríður Þorkelsdóttir húsmóðir. Jó-
hanna giftist 15.4.1969 seinni eigin-
manni sínum, Högna Sturlusyni, f.
15.4.1919. Foreldrar hans: Sturla
Þorkelsson og Ingibjörg Bárðlína
Ásgeirsdóttir. Högni eignaðist sex
börn með fyrri konu sinni, Júlíönu
Júlíusdóttur, en hún er látin.
Börn Jóhönnu og Pálma: Mikka-
lína Arí, f. 8.7.1944, húsmóðir og
skrifstofumaður á ísafirði, maki
Halldór Guttormur Þóröarson, þau
eignuðust þrjú börn en eitt er látið;
Matthías Hrólfur, f. 17.3.1946, bif-
vélavirki og offsetprentari í Reykja-
vík, maki Súsanna Sigurðardóttir,
þau eiga einn son; Guðmundur, f.
13.9.1947, verktaki í Winnipeg í
Kanada, maki Inga Torfadóttir, þau
eiga tvö börn; Jóna Sigurlína, f. 19.3.
1949, húsmóðir og þjónustustúlka á
ísafirði, maki Árni Sædal Geirsson,
þau eiga þrjú börn; Elísabet María,
f. 11.5.1952, húsmóðir á ísafirði,
maki Rúnar Guðmundsson, þau
eiga fjögur börn; Sigurveig, f. 29.7.
1954, húsmóðir í Reykjavík, hún á
þrjú börn. Sonur Jóhönnu og Ing-
ólfs Magnússonar, f. 12.9.1902, bíl-
stjóra í Keflavík: Ingólfur Magnús
Ingólfsson, f. 15.10.1936, leigubíl-
stjóri í Reykjavík, maki Ingibjörg
Ottósdóttir, þau eiga funm börn.
Systkini Jóhönnu: Guðmundína
Sigurfljóð, f. 19.6.1915, d. 10.2.1990,
maki Símon Símonarson, látinn,
þau eignuðust eina dóttur; Friðgerð-
ur, f. 9.10.1917, maki Erlendur Ein-
arsson, þau eiga þrjú börn; Geir-
þrúður Sigurlína, f. 17.3.1920, d. 24.7.
1921; andvana drengur, f. 22.10.1922;
Ari, f. 4.4.1924, d. 11.1.1944; Geir-
þrúður Sigurlína, f. 5.10.1926, maki
Gunnlaugur Pétur Kristjánsson,
þau eiga sjö börn; Friðrik Sigurlini,
f. í ágúst 1929, d. 2.10.1929; Friörik
Sigurlini, f. 20.6.1931, maki Anna
Jóhanna Friðriksdóttir.
Þorbjörg Jónsdóttir, þau eiga íjögur
börn; Elísabet Anna, f. 29.9.1934,
hún á tvö börn;
Foreldrar Jóhönnu: Friðrik Geir-
mundsson, f. 25.7.1891, d. 26.9.1967,
sjómaður, og Mikkalina Þorsteins-
dóttir, f. 18.8.1892, d. 7.4.1942, hús-
móðir, þau bj uggu að Látr um í Aðal-
vík.
Jóhanna tekur á móti gestum
laugardaginn 12. febrúar í sam-
komusal Hlífar 1 Torfnesi á ísaflrði
frákl. 15-19.
Tll hamingju með
afmælið 10. febrúar
80 ára
Benedikt Guðmundsson,
Tíarnarlundi 14d, Akureyri.
Kristinn Jónsson,
Túni, Borgarhreppi.
75 ára
Ingveldur O. Björnsdóttir,
Skútustöðum 2a, Skútustaða-
hreppi.
70ára
Gunnþórunn Sigurðardóttir,
Austurbergi 8, Reykjavík.
60ára
Margrét Sigurbjörnsdóttir,
Bessahrauni6, Vestmannaeyjum.
50 ára
ViktoriaÞórey Ström,
Túngötu66, Eyrarbakka.
Ásdís B. Geirdal fulltrúi,
Hvanneyri, Lækjartúni, Andakíls-
hreppi.
40ára
DagbjörtK. Ágústsdóttir,
Hagamel 41, Reykjavik.
Kolbrún Harpa Kolbeinsdóttir,
Foldahrauni 40b, Vestmannaeyj -
um.
Pálmi Hannesson bifvélavirkja-
meistari,
Hólagötu 25, Njarövik.
Hanntekurá
mótigestumí
Iðnsveinafé-
lagshúsinuviö
Tjarnargötui
Keflavíkföstu-
daginn 11. fe-
brúarfrákl.
20-23.
Sigrún Fjóla Sigþórsdóttir,
Háarifi 55, Rifl, Hellissandi.
Guðrún S. Bjömsdóttir,
Daltúni26,Kópavogi.
Guðný Elín Geirsdóttir,
Háteigi4,Akranesi.
Gunnar Orvar Skaptason,
Laugateigi 18, Reykjavík.
Lilja Ásgeirsdóttir,
Skúlaskeiði 32, Hainarfirði.
Ásdís Skarphéðinsdóttir,
Höföavegi 17,Húsavik.
Gústaf Gústafsson,
Aðalstræti 39, Patreksfirði.
Aðalheiður Arnóra Oddsdóttir,
Furugrund 31, Akranesi.
Kjartan Guðbjartsson,
Baughúsum 5, Reykjavík.
Andlát________________
Ólafur Gíslason
Ólafur Gíslason raftæknifræðing-
ur, Kleppsvegi 136, Reykjavík, lést
30. janúar sl. Útför hans var gerð frá
Áskirkju í gær.
Starfsferill
Ólafur var fæddur 14.6.1913 á
Húsavík og ólst þar upp fyrstu tvö
árin en á Eyrarbakka eftir það. Át-
ján ára gamall fór hann í iðnnám í
Landsmiðj unni qg fékk s veinsbréf í
jámsmíði 1933. Ólafur hélt síðan til
Kaupmannahafnar og innritaöist
1.4.1934 í Det Tekniske Selskabs
Elektro-teknikum (Köbenhavn
Elektroteknikum) og útskrifaðist
þaðan sem rafmagnstæknifræðing-
ur 31.31937.
Eftir námiö í Kaupmannahöfn hóf
Ólafur þar störf hjá F.L. Smith og
síðan hjá Laur. Knudsen en þar
vann hann átta ár. Ólafur dvaldist
í Kaupmannahöfn öll striðsárin en
í febrúar 1946 kom hann heim og
hóf störf hjá Raffangaprófun ríkis-
ins. Hann stofnaði eigin rafteikni-
stofu 1949 og var hún fyrst til húsa
á Mímisvegi 2 en frá 1953 á Hofteigi
22 en stofuna rak Ólafur til 1988.
Snemma árs 1951 fór Ólafur til
Rugby á Bretlandi og vann þar hjá
British Tomson Hughston fram í
desember á sama ári. Á rafteikni-
stofu hans eru skráð 558 verk af
ýmsum toga og m.a. \drkjanir og
félagsheimili. Þegar Ólafur starfaði
í Kaupmannahöfn var mikil upp-
bygging í vatnsaflsvirkjunum á ís-
landi og vinnuveitandi hans, Laur.
Knudsen, var verktaki ásamt fleiri
með rafvélar og búnað í Laxárvirkj-
un. Ólafur kom heim af þeim sökum
sumarið 1939 vegna uppsetningar á
háspennubúnaði.
Fjölskylda
Eftirlifandi kona Ólafs er Lise
Gíslason (fædd Sveistrup) f. 26.2.
1920, hjúkrunarfræðingur.
Dóttir Ólafs og Lise er Eva, f. 22.10.
1946, tækniteiknari.
Systkini Ólafs: Pétur Ólafur Gísla-
son, f. 8.11.1900, d. 22.12.1992, cand.
phil, veðurathugunarmaður og
bókavörður á Eyrarbakka; Jakob
Gislason, f. 10.3.1902, d. 9.3.1987,
rafmagnsverkfræðingur og orku-
málastjóri; Guðmundur Gíslason, f.
25.2.1907, d. 22.2.1969, læknir; Petr-
ína Kristín Gísladóttir, f. 7.-7.1908,
d. 9.7.1908; Þorvaldur Gíslason, f.
1.9.1909, d. 16.11.1909; Ketill Gísla-
son, f. 19.10.1911, d. 6.1.1994; Sigurð-
ur Gíslason, f. 13.4.1916; Valgerður
Aðalbjörg Gísladóttir, f. 1.3.1918, d.
24.1.1926; Guðrún Hólmfríður Gísla-
dóttir, f. 5.9.1920, BA, bóka- og
skjalavörður. Uppeldissystur Ólafs:
Vigdís Ólafsdóttir, f. 12.9.1904, d.
11.1.1926; Ingibjörg Sigvaldadóttir,
f. 6.4.1929, d. 11.7.1990, húsmóðir
ogkaupkona.
Foreldrar Ólafs voru Gísli Ólafur
Pétursson, f. 1.5.1867 í Ánanaustum
í Reykjavík, d. 19.6.1939 á Eyrar-
bakka, héraðslæknir á Húsavík og
síðar á Eyrarbakka, og kona hans,
Aðalbjörg Jakobsdóttir, f. 30.10.1879
á Grímsstöðum í Mývatnssveit, d.
19.11.1962.
Ætt
Gísli var sonur Péturs Ólafs Gísla-
sonar, f. 12.7.1831, d. 19.9.1917, út-
Ólafur Gislason.
vegsbónda ög bæjarfulltrúa í
Reykjavík, og konu hans, Valgerðar
Ólafsdóttur, f. 19.10.1838, d. 29.3.
1890.
Aðalbjörg var dóttir Jakobs Hálf-
dánarsonar, kaupfélagsstjóra á
Húsavík, og konu hans, Petreu
Kristínar Pétursdóttur.