Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1994, Page 14
14
LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1994
Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk.
Verð I lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk.
Fyrrverandi heimsveldi
Kínversk yfírvöld hafa ekki tekið mark á kröfu Banda-
ríkjastjómar um aukin mannréttindi í Kína, þótt hótað
hafi verið brottfalh svonefndra beztukjara kínverskra
afurða í Bandaríkjunum. Þvert á móti hafa þau hert á
mannréttindabrotum, sem stríða gegn alþjóðasáttmálum.
Ekki gagnaði Bandaríkjastjóm að senda Warren
Christopher utanríkisráðherra til Kína. Kínversk yfir-
völd svömðu honum fullum hálsi og gerðu sérstakar
ráðstafanir til að sýna fram á, að þau væm herrar í eig-
in húsi. Og þau njóta enn beztukjaraviðskipta í Banda-
ríkjunum.
Aður reyndi Kínastjóm að milda brot sín, þegar kom
að endurnýjun ákvarðana um beztukjaraviðskipti, til
þess að ónáða ekki bandarískt almenningsáht rétt á
meðan. Nú fara þau í öfuga átt, af því að þau vita, að
Bandaríkjastjórn er orðin fótaþurrka á alþjóðavettvangi.
Kínasljóm hefur ekki fengizt th að hjálpa við að fá
stjóm Norður-Kóreu ofan af brotum sínum gegn samn-
ingi um bann við útbreiðslu kjamorkuvopna. Og stjóm
Norður-Kóreu er ekki hrædd við að meina eftirhtsmönn-
um Sameinuðu þjóðanna aðgang að kjamorkuverum.
Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa síðan lagt grundvöll að
tvöfaldaðri framleiðslu á plútóníum, sem er lykhefni 1
kjamorkusprengjum. Þau hlæja bara að bandarískum
hótunum um refsiaðgerðir í mihiríkjaviðskiptum og hóta
á móti að fara í stríð við Suður-Kóreu og Bandaríkin.
í Sómalíu var sent á vettvang bandarískt herhð. Yfir-
menn þess gáfu stórorðar yfirlýsingar um, að taka skyldi
í lurginn á bófanum Aidid, sem valdið hafði almenningi
ólýsanlegum hörmungum. Hótanir þeirra fóru út fyrir
hefðbundið verksvið friðarsveita Sameinuðu þjóðanna.
Nú er bandaríska herliðið á flótta frá Sómalíu með
rófuna mihi fótanna, en bófmn Aidid stendur eftir með
pálmann í höndunum. Hann vissi alltaf, að Bandaríkin
em ekki lengur neitt heimsveldi, af því að þau hafa ekki
lengur neitt úthald th að standa við stóru orðin.
Flótti bandaríska herliðsins frá Sómahu minnir á flótta
þess frá Líbanon á sínum tíma. Þá var byrjað að koma
í ljós, að Bandaríkjamenn þoldu ekki lengur að sjá blóð
á vígvöhum sínum og gátu því ekki lengur staðið undir
hlutverki heimsveldis á borði, aðeins í orði kveðnu.
Persaflóastríðið markaði síðan þáttaskh í hmni
Bandaríkjanna sem heimsveldis, þótt fáir tækju þá eftir
því og flestir ímynduðu sér raunar, að þau hafi unnið
þar sigur. En stríðinu var hætt, þegar kom að návígi í
Irak, af því að Bandaríkjaher þoldi ekki að sjá blóð.
Þess vegna situr Saddam Hussein í traustum sessi í
írak, alveg eins og Assad í Sýrlandi og Aidid í Sómálíu
og Kim n Sung í Norður-Kóreu. Þess vegna hefur bófinn
Cédras á Haiti haft samningamenn Bandaríkjastjómar
að fíflum án þess að þurfa að óttast afleiðingamar.
Cédras samdi raunar um að afhenda völdin á Haiti í
hendur löglegum stjómvöldum, en notaði samninga-
tímann th að treysta stöðu bófaflokksins, sem stjómar
landinu með fáheyrðu ofbeldi. Hann veit, að Bandaríkja-
stjóm getur ekkert annað en kvartað og kveinað.
Þótt margir 'tækju ekki eftir raunverulegum ósigri
Bandaríkjanna í Persaflóastríðinu, komust stórglæpa-
menn heimsins ekki hjá því að sjá, að Bandaríkin og
hemaðararmur þeirra í Atlantshafsbandalaginu hafa
ekki þorað að svara útþenslustefnu Serba í Bosníu.
Ófarimar í málum Kína, Norður-Kóreu, Sómalíu og
Haiti em bein afleiðing þess, að um allan heim eru valda-
menn hættir að líta á Bandaríkin sem heimsveldi.
Jónas Kristjánsson
Kerfiskreppan
eltir sigurvegara
á Italíu
„Á Ítalíu skal öllu breyta svo ekk-
ert breytist," segir Lampedusa í
skáldsögunni Hlébarðanum. Orö
þessa lífsreynda aðalsmanns hafa
ásannast í eftirköstum þingkosn-
inganna sem áttu aö slá striki und-
ir siðferðilegt og pólitískt gjaldþrot
hálfrar aldar valdeinokunar sömu
stjómmálaafla á stjómkerfi ítalska
lýðveldisins.
Stjórnmálamenn upp í fyrrum
forsætisráðherra og flokksforingja
kristilegra demókrata og sósíalista
sæta nú ásamt kaupsýslumönnum,
jafnt úr ríkiseign og einkageira,
málsrannsókn og ákærum fyrir
mútugjafir, mútuþægni og mafíu-
tengsl. Rúmur helmingur þeirra
sem sátu á síðasta þingi treysti sér
ekki til að koma fram fyrir kjósend-
ur á ný.
í kapphlaupinu um að fylla upp
í tómarúmið bar bandalag hægri
flokka sigurorð af vinstribandalagi
en miðjuöfl biðu afhroð. Af 630
sætum í Fulltrúadeild þingsins
fékk Frelsisbandalag hægri manna
366, Framfarabandalagið til vinstri
213 og ítalskur sáttmáh miðjuafl-
anna 46. Stjórnarmyndun hefði því
átt að virðast auðveld.
En annað kom á daginn. Mótsetn-
ingarnar í Framfarabandalaginu
eru svo miklar að leiðtogar flokk-
anna sem að því standa hafa vart
getað ræðst við að sigri unnum.
Senda þeir nú hver öðrum heiting-
ar í fjölmiðlum.
Að Framfarabandalaginu standa
tveir flokkanna sem fyrir voru og
ný hreyfing, sem áberandi kaup-
sýslumaöur notaði fjölmiðlaveldi
sitt til að stappa upp úr jörðinni á
rúmum tveim mánuðum. Nýfasist-
ar undir forustu Gianfranco Fini
og Norðurbandalagiö sem Umberto
Bossi myndaði fyrir næstsíðustu
kosningar tvöfólduðu þingstyrk
sinn og hafa hvorir rúmt hundrað
þingsæta. Áfram Ítalía, sem Silvio
Berlusconi stofnaði, óx úr engu í
fjórðung þingheims.
Mótsetning milh nýfasista og
Norðurbandalagsins varðar
grundvaharatriði stjómskipunar-
innar. Norðurbandalagið er stofn-
að til að breyta Ítalíu í sambands-
ríki, sér í lagi til að létta af norður-
héruðunum fjárstreymi til fátækt-
arbælanna í suðri, sem ekki eiga
sér viðreisnar von meðan mafían
ræður þar lögum og lofum. Nýfas-
istar sækja hins vegar sitt fylgi til
suðurhéraöanna, og vUja þar að
auki samkvæmt uppruna sínum
sterkt ríkisvald.
Enn djúpstæðari mótsetning er
þó í því fólgin að Berlusconi, sem
ítalskir kjósendur hafa nú falið að
hrehisa til eftir kerfishrun, er sjálf-
ur skilgetið afkvæmi þess kerfis.
GrundvöUinn að auðlegð sinni
lagði hann með byggingarstarfsemi
Erlend tíöindi
MagnúsTorfi Ólafsson
og fasteignabraski í Mílanó fyrir
aldarfjórðungi. í þessum greinum
dafnaði mútustarfsemin hvað best.
Stjómmálaveldi Bettino Craxi,
fyrrum forsætisráðherra og for-
ingja sósíalista, sem nú er borinn
mörgum sökum og þungum, byggð-
ist á Mílanó. Þeir Berlusconi urðu
snemma bandamenn. Þegar
Berlusconi náði næstum einokun á
einkasjónvarpi á ítaUu með því að
komast með vafasömum hætti yfir
þrjár útsendingarrásir, beitti Craxi
sér fyrir afturvirkri lagasetningu
til að hindra að þeir gemingar yrðu
vefengdir fyrir dómstólum. Craxi
var svaramaöur þegar Berlusconi
gekk 1980 í annað hjónaband með
sér tuttugu árum yngii leikkonu.
Auk sjónvarpskeðjanna og fast-
eignanna ræður eignarhaldsfyrir-
tæki Berlusconi yfír tveim stærstu
stórmarkaðakeðjum ítaUu, tveim
öflugustu útgáfufyrirtækjunum,
tryggingafélagi og mætti svo lengi
telja. En til þess að halda yfirráðum
í eigin höndum og sinna nánustu
hafa hlutir í Fininvest aldrei verið
boðnir til sölu. Lánsfjármögnunin
er shk að skuldir samsteypunnar
eru ríflega þrefalt eigið fé.
í febrúar var Paolo, bróðir og
meðeigandi Berlusconis, handtek-
inn og sakaður um 42 milljóna
króna mútugreiðslu við fasteigna-
sölu í Mílanó til opinbers aðUa.
SpilUngarrannsóknin er því komin
inn í fyrirtæki þeirra bræðra. And-
stæðingar Berlusconis segja að
skyndilegur stjórnmálaáhugi hans
stafi fyrst og fremst af þörfinni á
að komast í aðstöðu til aö rétta við
erfiða fjárhagsstöðu Fininvest og
bægja frá óþægjlega nákvæmri
rannsókn á fortíð þess.
Bossi segist ekki heldur sjá
hvernig Berlusconi eigi að fara með
forsætisráðherraembætti án þess
að lenda í hagsmunaárekstrum
daglega, og krefst forsætisins fyrir
Norðursambandið. Berlusconi
kveðst ekki ræða frekar við íjand-
félaga sína, fyrr en í Ijós komi
hverjum Scaífaro forseti felur
stjómarmyndun eftir að þing kem-
ur saman 15. apríl.
Magnús Torfi Ólafsson
Silvio Berlusconi ávarpar kjósendur á eigin sjónvarpsstöð í upphafi
kosningabaráttu. Kosningastjóra sinn sótti hann til Saatchi & Saatchi,
auglýsingastofunnar sem á sinum tíma markaðssetti Margaret Thatcher.
Skoðanir aimarra
Tökum ekki þátt
„Jafnvel þó þeir séu á leiö til friðarviðræðna
halda Bosníu-Serbar áfram að drepa fólk til að ná
yfirráðum yfir meira landsvæði og hreinsa það af
þeim sem ekki eru Serbar. Þessi grimmdarverk halda
áfram í ýmsum borgum, þar á meðal Gorazde, borg
sem Öryggisráð SÞ hefur lýst sem griðasvæði. Og
hvað er svar Bandaríkjanna við þeim möguleika að
bjarga Gorazde og Prijedor frá þessu? „Við munum
ekki blanda okkur í stríðið til að koma í veg fyrir
þetta,“ segir Wilham Perry varnarmálaráðherra.“
Úr forystugrein Washington Post 6. apríl
Bandarísk vopn gegn Kúrdum
„Tyrkneski herinn undirbýr nú sókn með 130
þúsund hermönnum gegn uppreisnarmönnum
Kúrda í suðausturhluta Tyrklands. Bandaríkin eru
viðriðin stríðiö. Tyrkland er aðili að NATO og kaup-
ir bandarísk vopn sem vissulega voru ekki ætluð til
notkunar gegn þorpum Kúrda. Það heyrast engin
mótmæh frá yfirvöldum í Washington og ástæðan
er kaldhæðnisleg: Bandaríkin þurfa aö nota her-
stöðvar í Tyrklandi til að koma hjálp til Kúrda í ír-
ak.“
Úr forystugrein New York Times 5. apríl
Alvarleg kreppa
„Síðast þegar Bandaríkin áttu í stríði við Norður-
Kóreu létu yfir tvær mihjónir karla, kvenna og barna
lífið eða særðust, þar á meðal nær 163 þúsund Banda-
ríkjamenn. Þessar hræðflegu staðreyndir ættu menn
að hafa í huga þegar ný kreppa í samskiptunum við
Kóreu virðist vera í uppsiglingu.“
Úr forystugrein USA Today 5. apríl