Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1994, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1994, Qupperneq 27
ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1994 27 dv Fjölimðlar Amorslæti Gestur Eiríks á Stöð tvö í gær- kvöldi var ung kona úr Kópavog- inum sem ekki fær frið fyrir ná- grönnum sínum til aö rækta hjú- skaparskyldu sína. Þar sem ból- farir hennar eru ekki meö öllu hávaðalausar hefur kvörtunum rignt yfir hana í formi símskeyta, bréfa og símhringinga. Þá hefur yfirvöldum verið send segul- bandsupptaka með samfarahljóð- um, máli hinna „siðprúðu“ til stuönings. Einhverra hluta vegna hafa fjölmiölar sýnt þessu máli mikla athygli, ekki síst eftir að DV greindi frá hugarangri nágrann- anna mn síðustu helgi. Og í gær- kvöldi fylgdi Eiríkur síðan mál- inu eftir með viðtali við aumingja stúikuna, sem hefur það eitt unn- ið sér til saka að lifa, að því er viröist, í ágætu hjónabandi. Þrátt fyrir að málið sé allt hið athyglisverðasta þá blöskraði undirrituðum óvenjunærgöngul- ar spumingar Eiríks. Án þess að blikna ætlaðist hajm til dæmis til þess að vesalings stúlkan byrjaöi að spangóla, gelta, æpa og stynja til að gefa áhorfendum innsýn i svefnherbergi sitt. Þvílíkt hugar- flug. Og til aö krydda umfjöllun- ina lýsti Eiríkur þvi íjálglega yfir að hann væri ekki maður til að sinna meintri þörf konunnar. Kristján Ari Arason Andlát Sólveig Sigurjónsdóttir, Dalbraut 27, Reykjavik, lést í Landspítalanum 2. maí. Margrét Tómasdóttir Johnsen hjúkr- unarkona, Eiríksgötu 35, lést í Borg- arspítalanum 1. maí. Haraldur Gunnlaugsson, Lönguhlíð 3, Reykjavík, lést í Landspítalanum laugardaginn 30. apríl. Gunnlaugur Guðmundsson, fyrrver- andi tollvörður, Álfaskeiði 46, Hafn- arfirði, lést á gjörgæsludeild Land- spítalans að kvöldi 1. maí. Hallgrimur Óskar Lúðvíksson lést aðfaranótt 1. maí í Kaupmannahöfn. fvar Arnórsson, Lundarbrekku 16, Kópavogi, lést af slysförum laugar- daginn 30. apríl. Jarðarfarir Laufey Sveinsdóttir, Efstasundi 92, sem andaðist 26. apríl á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, verður jarðsungin frá Langholtskirkju fimmtudaginn 5. maí kl. 15. Helga Margrét Magnúsdóttir frá Sigtúnum, Víðihlíð 4, Sauðárkróki, andaðist föstudaginn 29. apríl. Útfor- in fer fram frá Sauðárkrókskirkju fostudaginn 6. maí kl. 14. Helga Hjálmarsdóttir Gandil, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag, 3. maí, kl. 13.30. A NÆSTA SÖLUSTAÐ EOA i ASKRIFT Í SÍMA tímarit fyrir alla 63-2700 MINNINGARKORT- Sími: 694100 Slökkvilið-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166 og 0112, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan s. 611166, slökkvilið og sjúkrabifreiö s.11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan s. 15500, slökkviliö s. 12222 og sjúkrabifreið s. 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan s. 11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan s. 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið s. 22222. ísafjörður: Slökkvilið s. 3300, brunas. og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Nætur- og helgidagaþjónusta apótékanna í Reykjavik 29. apríl til 5. maí 1994, að báðum dögum meðtöldum, verður í Garðsapóteki, Sogavegi 108, sími 680990. Auk þess verður varsla í Lyfjabúðinni Iðunni, Laugavegi 40a, simi 21133, kl. 18 til 22 virka daga og kl. 9 til 22 á laugardag. Upplýsingar um læknaþjónustu eru geöiar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- fóstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12. Hafnarfiörður: Norðurbæjarapótek opið mánud. til fimmtud. kl. 9-18.30, Hafnarfjaröarapótek kl. 9-19. Bæði hafa opið föstud. kl. 9-19 og laugard. kl. 10-14 og til skiptis helgidaga kl. 10-14. Upplýs- ingar í símsvara 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Á kvöldin er opið í þvi apó- teki sem sér um vörslun til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamarnes, sími 11100, Hafnarfjörður, sími 51328, Keflavík, sími 20500, Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (s. 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysa- deild) sinnir slösuðum og skyndiveik- um allan sólarhringinn (s. 696600). Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51100. Kefla vík: Neyðarvakt íækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 20500 (sími Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 11966. Akurey ri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445. Heimsóknartími Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Barnadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspítalans: Kl. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feöur kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: kl. 15-16.30 Kleppsspítalinn: Kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 16-19.30 virka daga og kl. 14-19.30 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgmn dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aöra helgidaga kl. 15-16.30. Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16. Sjúkrahúsið Akureyri: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Ki. 15.30-16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Kl. 14-17 og 19-20. Vifilsstaðaspítali: Kl. 15-16 og 19.30-20. Geðdeild Landspítalans Vífilsstaða- deild: Sunnudaga kl. 15.30-17. Söfnin Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13-16. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið daglega nema mánudaga ki. 13.30-16. Árbæjarsafn: Opið í júní, júlí og ágúst. Upplýsingar í síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9- 19, laugard. ki. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Grandasafn, Grandavegi 47, s.27640. Opið mánud. kl. 11-19, þriðjud.-fóstud. kl. 15-19. Seljasafn, Hólmaseli 4-6, s. 683320. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir börn: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgar- bókasafniö í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10- 11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8. Vísir fyrir 50 árum Þriðjudagur 3. maí: Ráðist á 16 járnbrautastöðvar í Belgíu og Frakklandi í gær. __________Spakmæli_____________ Ég sóa ekki tímanum í að líta um öxl, mér finnst svo brýnt að horfa fram. F. Nansen. Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18. Listasafn fslands, Fríkirkjuvegi 7: er opið daglega nema mánud. kl. 12-18. Listasafn Einars Jónssonar. Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi er opið mánud.-fimmtud. kl. 20-22 og um helgar kl. 14-18. Kaffi- stofan opin á sama tima. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnud., þriðjud., funmtud. og laugard. kl. 13.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardaga kl. 13—19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn íslands er opið daglega kl. 13-17 júní-sept. J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó- og vélsmiðjuminjasafn, Súðarvogi 4, S. 814677. Opið kl. 13—17 þriðjud. - laugard. Þjóðminjasafn íslands. Opið daglega 15. maí - 14. seþt. kl. 11-17. Lokað á mánudögum. Stofnun Árna Magnússonar: Hand- ritasýning í Árnagarði við Suðurgötu opin virka daga kl. 14-16. Lækningaminjasafnið í Nesstofu á Sel- tjarnamesi: Opið kl. 12-16 þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnudaga. Bilanir Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamames, sími 686230. Akureyri, sími 11390. Keflavík, sími 15200. Hafnarfjörður, sími 652936. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópavogur, sími 27311, Seltjamames, sími 615766. Vatnsveitubilanir: Reykjavík sími 621180. Seltjamarnes, sími 27311. Kópavogur, sími 985 - 28078 Akureyri, sími 23206. Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyjar, símar 11322. Hafnarfjörður, sími 53445. Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjamarnesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, sími 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. TilkyrLningar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál að striða, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Leigjendasamtökin Hverfisgötu 8-10, Rvík., sími 23266. Líflínan, Kristileg símaþjónusta. Sími 91-683131. Stjömuspá Spáin gildir fyrir miðvikudaginn 4. maí. Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Þú ert fremur seinn til ákvarðana. Dagurinn verður þér samt hagstæður. Þú tekur þátt í einhverju skemmtilegu með þínum nánustu. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Dagurinn verður árangursríkur. Verk þín vekja talsverða at- hygli. Láttu ekki aðra hafa of mikil áhrif á þig. Sláðu þó ekki hendinni á móti aðstoð sem býðst. Hrúturinn (21. mars-19. april): Þú hittir fólk sem hefur áhrif og það leggur inn gott orð fyrir þig. Mestur tími þinn fer þó í það að skipuleggja ferðalag. Nautið (20. apríl-20. mai): Þú gerir þér litlar vonir um ákveðið mál en það snýst til betri vegar. Áhugamál þin eiga hug þinn allan. Tvíburarnir (21. mai-21. júní): Nýttu þér þau tækifæri sem bjóðast. Dagurinn verður að mörgu leyti ævintýralegur. Notaðu kvöldið til þess að skipuleggja kom- andi daga. Krabbinn (22. júní-22. júli): Reyndu að hafa áhrif á þá sem þú vinnur með. Jákvætt samstarf skÚar góðum árangri. Kvöldið verður á ljúfu nótunum. Ljónið (23. júlí-22. ágúst): Ef þú vilt hafa það náðugt í dag skaltu gæta þess að móðga ekki aðra. Það er kominn tími til þess að endurskoða fjármálin. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Ýmsar breytingar eru fyrirhugaðar og þær ættu að skila góðum árangri. Mundu samt að kanna vel hvað allt kostar. Vogin (23. sept.-23. okt.): Það er ákveðin spenna í loftinu. Það er líklegt að þú endurnýir gamalt vináttusamband. Happatölur eru 3,18 og 27. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Þú hugar að ferðalagi en vertu samt viðbúinn breytingum á áætl- un. Kláraðu það sem þú ert með í gangi áður en þú byrjar á ein- hverju nýju. Þú ert virkur í félagslífi. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Þú hittir fólk sem þú hefur ekki hitt áður. Leggðu þig allan fram því þau kynni gætu leitt til varanlegrar vináttu. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Taktu ekki á málum sem þú hefur ekki næga þekkingu á. Þú vinnur að þvi að efla sjálfstraust þitt. Vertu tillitssamur við aðra. 63 2700

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.