Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1994, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1994, Qupperneq 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1994 Sigriður Beinteinsdóttir. Fer ekki aftur í Eurovision „Mér finnst keppnin ekki vera eins heiöarleg og hún á aö vera. Það var talað um þaö hvemig þjóðir spiluðu saman um að gefa hvor annarri stig. Við áttum betra skilið en 12. sætið. Þáð er alveg á hreinu að ég fer ekki aftur í Eurovisionkeppnina," segir Sig- ríður Beinteinsdóttir í DV. Ummæli Munar ekkert um að vera skítblankir „Ég sé ekki að sjóðurinn sé að tæmast og eins eru meinatæknar svo vanir að vera blankir að þá munar ekkert um að vera skít- blankir," segir Martha Á. Hjálm- arsdóttir, talsmaður Meina- tæknafélags íslands. Villfá eiginmann „Það kemur alveg eins til greina að hann hætti í þessu og komi aftur heim og ljúki námi sem hann stundar. Ég verð að viöur- kenna að ég er orðin þreytt á löngum ferli hans í íþróttum og er farið að langa að eiga hann sem eiginmann," segir Ethel Karls- dóttir, eiginkona Hjalta Úrsusar Ámasonar. Eins og gelt í hundi Við héldum fyrst að þar væri ein- hvers konar ofbeldi á ferðinni. Óhljóðin glumdu um húsið. Síðan fómm við að átta okkur á að þetta var ekki ofbeldi heldur kynlífs- stunur eða öllu heldur óp sem enduðu með einhvers konar gráti. Það má helst líkja þessum óhljóðum við gelt í hundi,“ segja Inga Björk Steinsdóttir og Bima Höskuldsdóttir í DV. Fyrirlestur um gardyrlgu Félagsmiðstöðin Hólmasel í Seljahverfi hefur fengið garö- yrkjumeistarann Jón Júlíus El- íasson til að halda fyrirlestur um umhirðu grasflata og trjáa, meðal annars tijáklippingar. Veröur fyrirlesturinn í kvöld kl. 20.00. Eftir fyrirlesturinn gefst fólki kostur á að koma með fyrir- spumir. Aðgangseyrir er 200 kr. og em léttar kaffiveitingar inni- faldar í verði. Fundir Kvenfélagið Fjallkonurnar heldur síðasta fund vetrarins þriöjudaginn 3. mai 1994 kl. 20.30 í safnaöarheimili Fella- og Hóla- kirkju. Kvenfélag Bústaðasóknar kemur i heimsókn. Skemmtidag- skrá, kaffiveitingar. Konur, mæt- um allar með hatta. AöaHundur Aðaifundur Samtaka sykur- sjúkra verður í kvöld kl. 20.00 að Eiríksgötu 34, áður Ujúkrunar- skóla Islands. ITC-deiidin Irpa heldur fund í kvöld kl. 20.30 að Hverafold 1-3. Stef fimdarins er Enginn lifir orðaiaus. Sigrún Val- bergsdóttir leikkona flytur erindi um framsögn, raddbeitingu og túlkun. Allir velkomnir. Skúrir fyrir sunnan og austan í dag er búist við austan- og suðaust- anátt um mestallt land víðast kalda Veðrið í dag eða stinningskalda með rigningu eða skúraveðri um sunnan- og austan- • vert landið, en úrkomulítið á Norð- vestur- og Vesturlandi. Veður fer lítið eitt hlýnandi. Á höfuðborgarsvæð- inu verður austan- og suðaustan- kaldi og rigning öðm hverju í dag, en norðaustangola og skúrir í kvöld og nótt. Hiti 5 til 10 stig. Sólarlag í Reykjavík: 21.58. Sólarupprás á morgun: 4.50. Síðdegisflóð í Reykjavík 13.05. Árdegisflóð á morgun: 01.40. Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri Egilsstaðir Galtarviti Keflavíkurflugvöllur Kirkjubæjarkiaustur Raufarhöfh Reykjavík Vestmannaeyjar Bergen Helsinki Ka upmarmahöfn Ósló Stokkhólmur Þórshöfh Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Feneyjar Frankfurt Glasgow Hamborg London LosAngeles Madrid Malaga Mallorca Montreal New York skýjað skýjað skýjaö rigning skúr skýjað rigning rigning alskýjað skýjað léttskýjað skýjað skýjað alskýjað skýjað þokumóða léttskýjað léttskýjað léttskýjað léttskýjað skýjað léttskýjað mistur heiðskirt léttskýjað heiðskirt þokumóða heiðskirt heiöskírt 2 2 4 5 5 0 5 5 5 4 7 8 4 6 9 14 7 5 14 7 8 7 9 13 13 12 11 1 11 Veðrið kl. 6 í morgun Orri Björnsson, glímukóngur Islands „Þetta er níunda áriö sem ég keppi í glímu og í fyrsta sinn sem ég fer með sigur af hólmi í íslands- glímunni, segir Orri Björnsson úr KR sem varð sigurvegari í 84. ís- iandsglímunni og fékk hiö fom- fræga Grettisbelti til varðveislu. „Ég hef æft vel að undanförnu og er sterkari því að ég hef æft lyfting- ar með glímunni og hef meira úthald en áður. Þessi sigur minn er það besta sem ég hef náð Maöur dagsins hingað til í glimunni." „Fjölgun keppenda í glímunni hefur verið þó nokkur á undan- fömum árum og þegar sýnt er beint frá glímukeppni í sjónvarpi orkar það hvetjandi á alla sem að glímu- raálum standa," segir Orri en hann Orrl Björnsson. er, auk þess að vera besti glímu- maður KR-inga, formaður deildar- Aðspurður sagði Orri að litlar breytingar hefðu orðið á íþróttinni sjálfri en þó heföu ýmis fangbrögð þróast og ný vamartækni komið inn í íþróttina. Orri sagði að það væm nokkur íþróttafélög sem hefðu glímu á skrá hjá sér og nefndi meðal annars HSK, HSÞ og Ár- mann sem félög þar sem glíman væri stunduð af mikilli alvöm. „Glíman er búin að ná sér á strik aftur og traustari og betri einstakl- ingar taka þátt í keppni nú en oft- ast áður." Orri, sem er einhleypur og býr í heimahúsum, sagði að hami heföi farið að æfa glímu meira af forvitni i byrjun en strax fengið mikinn áhuga á íþróttinni. Hann sagði aö hann stundaði aðrar íþróttir, körfubolta og fótbolta, en glíman væri hans keppnisgrein. Myndgátan Blóöberg Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi. Barist um Evrópu- sæti I kvöld fer fram á Selfossi fyrsti leikur Selfoss og Vfldngs í barátt- unni um 3. sætið á íslandsmótinu. Það sæti skiptir þó kannski ekki mestu máli, heldur það að liðið sem fyrst vinnur tvo leiki fær aö Íþróttixíkvöld taka þátt í Evrópukeppni félags- liða aö ári. í úrslitakeppninni í handbolta hefur þaö sýnt sig hingað til að heimavöllurinn skiptir miklu máli og komi til þess að það þurfi þijá leiki þá á Selfoss heimaleik. Skák Tölvuforritið Chess Genius 2 var innan við 30 sekúndur að finna besta leikinn á hvítt í þessari stöðu sem lætur ekki mik- ið yfir sér. Hvítur á manni meira en eftir t.d. 1. Hf3 Kxa2 2. Hxf5 er komin fram fræðileg jafhteflisstaða með hrók og bisk- up gegn hróki. Hvað leikur hvítur? Vinningsleiðin er 1. a3!! Hxfl+ 2. Ke2 Hfi Eini leikurinn. Ef hrókurinn heldur sér á 1. reitaröð kemur 3. Hdl og þvingar fram kaup og síðan rennur a-peðið upp í borð. 3. Hb3+ Ka2 4. Hb4! og nú kemur í Ijós hvers vegna hvítur þokaði a-peðinu aðeins fram um einn reit í byijun. Svart- ur kemst ekki hjá hrókakaupum og síðan verður hvita peðið að drottningu. Jón L. Árnason Bridge I sextándu umferð Islandsbankamótsins í tvímenningi mættust pörin Sigurður Sverrisson - Hrólfur Hjadtason og Jón Baldursson - Sævar Þorbjömsson. I þriðja spili setunnar gátu Jón og Sævar tekið mjög góða fóm og vom reyndar á góðri leið með að finna hana. En þeir ákváðu að veijast frekar gegn fimm laufa samningi. Sagnir gengu þannig, suður gjafari og NS á hættu: ♦ 62 V 7 ♦ KDG82 + ÁK432 ♦ 9874 V Á10863 ♦ 9 + 965 ♦ ÁKG1053 ? D542 ♦ 43 + 8 * D V KG9 ♦ Á10765 + DG107 Suður Vestur Norður Austur Hrólfur Jón Sigurður Sævar 14 Pass 1 G 34 Pass 44 4 G Pass 5+ p/h Sagnkerfi Sigurðar og Hrólfs er biðsagna- kerfi sem að gnmninum til er byggt á Precision opnunum. Eitt grand bjá Sig- urði var gervisögn, geimkrafa og upphaf biðsagnarunu. Sævar, sem sjálfur spilar svipaö kerfi, ákvað að trufla sagnir þeirra með þriggja spaða hindrun. Hindnmin er í óvenjulegri kantinum vegna fiórlitar- ins í bjairtalitnum til hliöar við spaðann. Jón hækkaði hindrunarsögnina í fjóra og þá sagði Sigurður fjögur grönd til að lýsa geimkröfúhendi með tvo liti. Á þann hátt stýrðu þeir sögnum rólega í fimm lauf sem vom að sjálfsögðu einfóld til viimings. Samlega spilanna er mjög góð í báðum hálitum fyrir AV og fimm spað- ar hefðu aðeins farið einn niður ef austur hittir á rétta spilamennsku í hjartahtn- um. Það er hins vegar ekki fýsilegur kost- ur fyrir AV að beijast áfram þvi stór- hætta er á að slemma standi á spil NS frá sjónarhóli bæði austurs og vesturs. ísak örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.