Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1994, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla. áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Fyrirtækin og heimilin Afkoma margra mikilvægra fyrirtækja reyndist vera mun betri á síöasta ári en reiknað haföi veriö meö fyrir- fram. Samkvæmt fréttum fjölmiðla að undanfömu hafa mörg stór fyrirtæki skilaö góöum hagnaöi og geta því greitt eigendum sínum umtalsverðan arð. Þetta hefur óneitanlega komið mörgum á óvart. Stjóm- málamenn, efnahagssérfræöingar og forsvarsmenn hags- munasamtaka hafa svo lengi kyrjaö alkunnan kreppu- söng aö landsmenn beinlínis hrökkva í kút þegar í ljós kemur aö hvert fyrirtækið af öðm er rekiö meö hagnaöi. Þegar grannt er skoðað þarf þetta hins vegar ekki aö koma á óvart. Margt hefur verið aö gerast í íslensku at- vinnu- og efnahagslífi sem skýrir þessa þróun. í fyrsta lagi var þjóðarframleiöslan á síðasta ári mun meiri en reiknað var með í verstu kreppuspám efnahags- sérfræðinganna. Þar skipti miklu máh afburða góö loðnu- vertíð en einkum þó stóraukinn afli utan íslensku fisk- veiðilögsögunnar. Dugmiklir íslenskir útgerðarmenn og sjómenn sóttu ótrauðir á ný mið og fluttu björg í bú - reyndar í óþökk valdamikilla hagsmunaaðila, til að byrja með að minnsta kosti. í öðru lagi hefur núverandi ríkisstjóm létt verulega skattbyrði fyrirtækja á kostnað einstaklinganna. Þær breytingar em augljóslega famar að skila sér í bættri afkomu í ýmsum atvinnurekstri, eins og til stóð. í þriðja lagi hafa mörg fyrirtæki dregið verulega úr tilkostnaði við framleiðslu og þjónustu. Slík hagræðing hefur oft haft í för með sér verulega fækkun starfsfólks. Þótt þorskaflinn hafi verið skorinn verulega niður á þessu ári og enn sé spáð minni þjóðarframleiðslu nú en í fyrra virðist engu að síður stefna í mjög góða afkomu ýmissa stærstu fyrirtækja landsmanna á þessu ári. Fyrir liggur spá um afkomu þeirra hlutafélaga sem skráð era á Verðbréfaþingi íslands. Þar er gert ráð fyrir stórfelldum hagnaði á íslenskan mælikvarða á samdráttarárinu 1994. Þetta era vissulega góð tíðindi úr íslensku atvinnulífi. En því miður hvílir yfir þeim dimmur skuggi alvarlegra þrenginga meðal almennings. Hjá alþýðufjölskyldum þessa lands er svo sannarlega engan hagnað að finna. Þvert á móti hefur verið þrengt mjög alvarlega að kjör- um almennings. Kaupmátturinn hefur rýmar verulega. Skattbyrði einstaklinganna hefur aukist umtalsvert. Þús- undir manna hafa enga atvinnu haft, jafnvel mánuðum og árum saman. Böl atvinnuleysis og kjaraskerðingar hefur þannig sett mark sitt á alþýðuheimili um allt land. Og þótt stórum hlutafélögum sé spáð góðum hagnaði á þessu ári þá er annað uppi á teningnum þegar hugað er að afkomuhorfum almennings. Ekkert bendir til þess að kjör hinnar venjulegu ljölskyldu fari batnandi á þessu ári, nema síður sé. Engin teikn era heldur á lofti um að draga muni úr því alvarlega atvinnuleysi sem virðist orðinn viðvarandi vágestur í íslensku þjóðlífi. Andspænis þessari þróun hefur almenningur staðið nánast vamarlaus. Verkalýðshreyfingin sem á að gæta hagsmuna launafólks hefur ekki haft til þess neina burði. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, taldi sérstaka ástæðu til að gagnrýna eigin hreyfingu í ræðu á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí. „Ég ákæri þrótfi leysi verkalýðshreyfingarinnar,“ sagði hann. Þar mælti formaður Dagsbrúnar öragglega fyrir munn þeirra fjölmörgu launþega sem finnst að verkalýðshreyf- ingin hafi bragðist því hlutverki sínu að veija lífskjörin. Elías Snæland Jónsson Fyrirhugaö tónlistarhús við Ingólfsgarö í Reykjavík. - „ ... er ég ekki aöeins að hugsa um tónlistina heldur og framtíð Reykjavikur," segir Oddur m.a. í greininni. Borgarstj ómarkosningar: Hús tónlistarinnar Sem áhugamaður um menningu og mannlíf og vöxt og viðgang gamla miðbæjarins vil ég leyfa mér m.a. í tilefni borgarstjómarkosn- inga að minna á hlut tónhstarinnar í íslensku menningarlífi. Ennfrem- ur vil ég benda á þá staðreynd að ekki lítill hluti kjósenda er fólk sem lætur sig tónhstarmál varða, svo ekki sé minnst á þá sem iðka tónl- ist í einhverri mynd. Einnig vil ég benda á (sem flestum er kannski ljóst, þ.á m. frambjóöendum til borgarstjómarkosninganna) að þaö em fleiri en ég á höfuðborgar- svæðinu sem láta sér annt um gamla miðbæinn og uppbyggingu hans - htum raunar svo á að það sé með stærstu málum sem kosið er um. Snjallasta hugmynd Snjallasta hugmynd - og raunar sú stórkostlegasta - sem komið hefur fram í samb. við uppbygg- ingu gamla miðbæjarins, einnig hvað snertir mannlíf, er tónhstar- húsið eða hús tónhstarinnar (í guðs bænum ekki „tónhstarhöllin") við Ingólfsgarð, á móti Seölabankan- um. Hugmyndin hefur verið kynnt í blöðum og fleiri um hana fjallað, þ.á m. undirritaður. Svo ekki ætla ég að endurtaka sem þegar hefur komið rækilega fram. Mitt vil ég árétta, hvilíkt slys það fyrir menn- inguna og uppbyggingu miöborgar- innar (sem enn bíður eftir því aö verða raunveruleg miðborg með fogrum byggingum, miklu athafna- lífi - og ekki síst skrautlegu mann- lífi) ef þessi frábæra hugmynd ætti eftir að klúðrast eða víkja fyrir öðrum hagsmunum. Athygli heimsins Búið er að gera grein fyrir því að slíkt hús sem þetta á heima í hjarta borgarinnar og þaö má vera blind- ur maður á byggingarhst og um- KjaUaiiim Oddur Björnsson rithöfundur hverfl sem kemur ekki auga á stór- vægi þessa máls enda ættu slíkir ekki heima í stjóm borgarinnar. Einnig hefur verið bent á að borgin veröur að hafa lifandi kjarna með fallegri ásýnd þar sem mætast gamalt og nýtt. Að auki gæti þetta tónhstarhús á umræddum stað vakið athygh heimsins - á sér sjálfu og umhverfi sínu, sem er gamh miöbærinn, með útsýni yfir Sundin blá til „fjólubláu draumanna" en þó einkum á menningu þjóðarinnar. Að öðru leyti má svo Reykjavík halda áfram að þenja sig út um allar jarðir með sínum grænu blettum sem er líka ágætt - í hófi. Fegurst minnismerkja Ég læt þá skoðun í ljós aö í sam- anlögðum geira menningar, hsta og íþrótta rísa tónhstarmáhn hæst á íslandi, hvort sem litið er til af- reksfólks eða almennrar ástundun- ar. Er ekki kominn tími til að leggja þessu stórmáh hö og sýna því jafnmikinn sóma í verki og t.a.m. íþróttum og skal þó síst rýra hlut íþróttamanna? Að mínu mati hefur þetta mál forgang í dag. Og þá er ég ekki að- eins að hugsa um tónlistina heldur og framtíð Reykjavíkur, svo ég end- urtaki sjálfan mig enn og aftur. Það má einnig koma fram að stað- setning Hæstaréttar gegnt Arnar- hváh (og nú er miðað við síðbúna kynningu) heyrir undir þessa „nýju ásýnd miðborgarinnar", þá viðleitni aö skapa raunverulega miðborg og forða Reykjavík frá því að verða alfarið eins og bandarísk- ur sveitabær, máski fallegur (hver maður sinn smekk!) en frekar leið- inlegur hvað mannlíf snertir, svona í heildina séð. Hús tónhstarinnar við Ingólfs- garð yrði fegurst „minnismerkja" um stjóm Reykjavíkur frá upphafi. Oddur Björnsson „ ... slíkt hús sem þetta á heima í hjarta borgarinnar og það má vera blindur maður á byggingarhst og um- hverfi sem kemur ekki auga á stórvægi þessa máls enda ættu slíkir menn ekki heima í stjórn borgarinnar.“ Skoðanii annarra Risamarkaðir Austur-Asíuríkja „Fáar þjóðir eiga jafn mikið undir frjálsræði í alþjóðaviðskiptum og íslendingar. Viö flytjum út hátt hlutfah þjóðarframleiðslu og inn tiltölulega stór- an hluta af lífsnauðsynjum.... Hyggilegt er að fylgja eftir þeim mikhvæga áfanga í alþjóðasamskiptum, sem nýtt GATT-samkomulag verður að teljast, með því að undirbyggja þá framtíðarmöguleika sem tengj- ast risamörkuðum Austur-Asíuríkja." Úr forystugrein Mbl. 3. mai. Svigrúm í vaxtauppbyggingu? „Fuh efnahagsleg rök eru fyrir því að raunvextir á langtímaskuldbindingum og bankalánum lækki frekar hér á landi. Hins vegar er vandséö aö hægt sé aö ná miklum viöbótarárangri á því sviði á næstu mánuöum með peningaaðgerðum eingöngu.... Ekki er heldur víst að frekari slökun skih sér í bráö til lántakenda vegna stöðu bankakerfisins. Vera kann þó að visst svigrúm sé til lækkunar innlánsvaxta og „hreingerningar" í vaxtauppbyggingu bankanna." Már Guðmundsson, forstöðum. hagfræðideildar Seðla- bankans, í Vísbendingu 28. apríl. Eyríki verður aldrei eyland „Þaö var ekki sjálfgefið að íslendingar ættu ahan rétt á landgrunninu innan 200 nulna. Þaö kostaöi áratuga baráttu hér heima fyrir, en ekki síöur á al- þjóðavettvangi... Eyríki verður aldrei eyland, í orösins fyhstu merkingu. Mörk þess hggja ýmist aö alþjóðlegum hafsvæöum, eða aö landgrunni ná- grannaríkja. Svo er um okkar lögsögu. Málum þarf því að skipa með alþjóölegri samvinnu og samning- um um rétt ríkja utan landgrunnsins.“ úr forystugrein Tímans 3. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.