Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1994, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1994, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1994 Stuttar fréttir Styðja ekki kröfur Bandaríkin ætla ekki aö styöja kröfu múslíma um 58 prósent lands í Bosniu. Barisí um herstöð Stríðandi fylkingar í Jemen böröust um mikilvæga herstöð í gær og arabaþjóðir gerast reiöar vegna bardaganna. Enginmálamíðlun Forseti Jemens, Ali Abdullah Saleh, vill ekki þiggja neina mála- miölun í stríðinu. Tilboðtil Sýriands Warren Chri- stopher, utan- ríkisráðherra Bandaríkj- anna, flutti Sýrlendingum síðasta friöar- tilboð ísraels- stjómar en sagði að enn væri langt þar til eitthvað gerðist. SÞ einskis nýtar Uppreisnarmenn í Rúanda segja Sameinuöu þjóðirnar einsk- is nýtar og ætla að hertaka höfuð- borgina áður en sveitir SÞ koma. Stuðningur beggja Fulltrúi SÞ sagöi aö ÍWðargæsla í Rúanda mundi mistakast ef striðsaðilar styddu hana ekki. RefsiaðgerðiríKína Takmarkaðar refsiaðgerðir eru meðal þess sem Bandaríkjastjóm íhugar gegn Kínverjum. Berlusconi vann Silvio Ber- lusconi, for- sætisráöherra Ítalíu, getur nú byrjað aö stjórna landinu fyriralvörueft- ir aö öldunga- deild þingsins sam- þykkti traustsyíirlýsingu í gær- kvöldi. Víðræðwafstað Bandaríkin og Japan em um þaö bil að hefja viðskiptaviðræð- ur. Ferjanlogar Einn maður lést þegar eldur varö laus í egypskri ferju á Rauðahafi. Umsátri lokið íranar segja aö umsátrinu um höfuðstöövar íranskra pílagríma i Mekka sé lokið. Fymim forseti tekinn Yíirvöld í Venesúela hafa hand- tekið Carlos Andres Perez, fyrr- um forseta landsins, fyrir spill- ingu. Fyrsta handtakan Fyrsta handtaka PLO lögregl- unnar fór fram i gær aðeins fimm tímum eftir að hún yfirtók störf ísraela. Azizvillvita Tarek Aziz, aðstoðarfor- sætisráðherra íraks, vill vita hvað Banda- ríkin ætlast til að stjómvöld í írak geri til að fá olíusölu- banninu aflétt. Snúaaftur Yfir 100 háttsettir menn innan PLO ætla að snúa aftur til Gaza og Jeríkó. MexíkóíOECD Mexíkó er gengið í OECD, efna- hagssamvinnu- og þróunarstoíh- uninaí París. Beuter Utlönd Yasser Arafat ræddi viö Símon Peres í Osló í gær: Ég vil fara í heilagt stríð fyrir friðinn Yasser Arafat, leiðtogi Frelsissam- taka Palestínu, PLO, neitaði í gær að hann hefði hvatt palestínsku þjóðina til aö fara í heilagt stríö til að frelsa Jerúsalem undan hersetu ísraels- manna. „Ég vil fara í heilagt stríð fyrir frið- inn,“ sagði Arafat á fundi með frétta- mönnum í Osló í gær þar sem hann ræddi við Símon Peres, utanríkisráð- herra ísraels. „Þetta kann að vera mistúlkað póhtískt. Ég ætla að halda áfram heilögu stríði fyrir friðinn svo að kristnir menn, gyðingar og músl- ímar geti lifað saman í Jerúsalem." Peres virtist taka þessa skýringu Arafats góða og gilda og hann sagðist trúa því að Arafat og PLO mundu virða alla liði Oslóarsamkomulagsins um friö fyrir botni Miðjarðarhafsins. Yasser Arafat, leiðtogi PLO, var í Osló i gær. Slmamynd Reuter Skömmu eftir komuna til Oslóar í gær sagði Peres hins vegar að frek- ari friðarumleitanir gætu verið í hættu eftir að Arafat hefði hvatt til heilags stríðs í ræðu í Jóhannesar- borg á dögunum. Þeir Arafat og Peres sögðust hafa komið sér saman um efnisatriði frek- ari samningaviðræðna um aukna sjálfstjóm Palestínumanna á Vestur- bakkanum. ísraelsmenn hafa kallað alla hermenn sína burt frá Gaza eftir tuttugu og sjö ára hersetu. „Við teljum að brottflutningurinn hafl gengið mjög vel fyrir sig,“ sagði Peres við fréttamenn. „Við vonum svo sannariega að þetta sé upphafið að nýjum samskiptum." Arafat og Peres voru í Osló til að heiðra þátt Norðmanna í leynilegu viðræðunum sem leiddu til friðar- samninga ísraelsmanna og Palest- ínumanna í fyrra. Það var stofnunin sem kennd er við Jimmy Carter, fyrrum forseta Bandaríkjanna, sem stóð að heimsókninni en af því tilefni var afhjúpuð stytta við Akershus í Osló. Björn Tore Godal, utanríkisráö- herra Noregs, var greinilega ánægð- ur með að vera gestgjafi þeirra Ara- fats og Peresar í annað sinn í Osló. Hið fyrra sinni var við útför Johans Jörgens Holsts utanríkisráðherra sem átti hvað mestan þátt í að Osló- arsamkómulagið var gert. „Við erum á réttri leið, friðarum- leitanirnar halda áfrarn," sagði Go- dal. NTB, Reuter Það eru ekki bara „venjulegar" kvikmyndastjörnur sem hafa flykkst til Cannes til að sýna sig og sjá aðra á kvik- myndahátíðinni sem stendur nú sem hæst. Þessar stúlkur leika í klámmyndum og klámmyndasmiðir héldu sína eigin hátíð i einu af glæsihótelum borgarinnar í gærkvöldi. Þaö voru myndirnar Leynd þráhyggja og Flekunar- brot sem fengu flest verðlaunin. Simamynd Reuter Þýskaland: Hræðsla við vaxandi of beldi gegn útlendingum Frjálslyndir stjórnarsinnar og póh- tískir andstæðingar stjómarinnar í Þýskalandi hafa varað við því að nýlegar árásir á útlendinga í Magde- burg og annars staðar séu merki um að stefna hægri öfgasinna sé að breiðast út í landinu. Lögreglan í Magdeburg hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir aö bregðast ekki harðar við árásum hægri öfga- sinna gegn útlendingum, aðallega Tyrkjum, sem áttu sér stað sl. fimmtudag en svo til engar ráðstaf- anir voru gerðar til að koma í veg fyrir óeirðimar þrátt fyrir að lögregl- an heföi fengið upplýsingar um að til þeirra myndí koma. Lögreglan hefur meðal annars ver- ið sökuð um að hafa haldið tyrknesk- um manni á meðan tíu kynþáttahat- arar börðu hann og spörkuðu í hann. Sabina, frá fyrrum Júgóslavíu, fyrir framan heimili tyrir flóttamenn i Hamborg sem kynþáttahatarar reyndu að kveikja í í gær. Simamynd Reuter Lögreglan hefur reynt að verja sig gegn þessari gagnrýni og segir að átökin hafi aðeins orðið alvarleg þeg- ar Tyrkir hófu að veija sig með hnif- um. Lögreglan sagði að 15 þeirra 49 sem handteknir voru hefðu verið útlendingar. Útlendingar í Þýska- landi segjast óttast um líf sitt en þeir segja að htla sem enga hjálp sé að fá hjá lögreglunni. Árásarmáhð í Magdeburg var tekið upp á þinginu fyrir skömmu og vom margir sammála um að atvikið væri aðeins toppurinn á ísjakanum. „Við uppgötvum hægt og sígandi aö glæpir þessir, sem eru oftast framdir af ungum árásargjörnum mönnum, em einu sjáanlegu merkin um það hugarfar sem ríkir sums staöar í þjóðfélaginu og þetta em merki sem við getum ekki lengur horft framhjá,“ sagöi Sabine Leuthe- usser-Schnarrenberger dómsmála- ráðherra. Reuter DanirætEaað styðjagriða- svæðifyrir hvali Niels Helveg Petersen, utan- ríkisráðherra Danmerkur. og Svend Auken utnhverfisráð- herra ákváðu i gær að dönsku fulltrúamir á ársfundi Alþjóða hvalveiðiráðs- ins styddu tillögu um griðasvæði fyrir hvali í Suður-íshafi. Danir létu undan þrýstingi Grænlendinga og Færeyinga á síðasta ársfundi og studdu ekki griðasvæðistillögu. Nú fengu Danir Grænlendinga hins vegar á sitt hand með loforði um stuðn- ing við ósk þeirra um leyfi fyrir hefðbundnum hvalveiðum. Ameríkanar viljaekkiferða- menntilThule Bandarísk hermálayfirvöld neita stöðugt að hleypa ferða- mönnum til Thule. Af þeim sök- um hefur orðið að fresta mörgum fyrirhuguðum hópferðum manna sem vildu komast norður þangað til að fara á hundasleöa. Því er haldiö fram aö bæjarfélagið verði af þremur milljónum króna í ár vegna bannsins. Allir þeir sem feröast til Thule verða að fara um bandarísku her- stöðina og jafnvel Grænlendingar í innanlandsferðum þurfa sér- stakt leyfi til slíkrar farar. Grænlensk stjómvöld eru óhress með þessa skipan mála. Lars Emil Johansen, formaður landstjórnarinnar, hefur leitaö liðsinnis danskra stjórnvalda. Grunurum kosningasvindl Alþjóðlegir eftirlitsmenn með kosningunum í Dómirúska lýð- veldinu sögðu að ekki heföi allt verið með íelldu. Samkvæmt op- inberam kosningatölum var for- seti landsins, Joaquin Balaguer, naumlega endurkjörinn. Forsetinn er 87 ára gamall og blindur og hefur þegar gegnt embættinu í sex kjörtímabil Riuau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.