Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1994, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1994, Page 14
FIMMTUDAGUR 19. MAÍ1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNUSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Enginn bati í augsýn Hverju á fólk að trúa, þegar annars vegar er sagt, að atvinnuhorfur séu að batna og hins vegar, að þær séu að versna? Bezt er að trúa engu, en reyna að gera sér grein fyrir, við hvað er miðað, þegar stjómmálamenn gefa yflrlýsingar af ýmiss konar hagkvæmnisástæðum. Forsætisráðherra sagði í blaðaviðtali í vikunni, að at- vinnuleysi færi minnkandi og það verulega minnkandi. Hann hefur það fyrir sér, að atvinnulausum fækkaði í apríl um 11%, úr 6,3% í 5,6%, og að gert er ráð fyrir, að þeim fækki í maí um 14% í viðbót, úr 5,6% í 4,8%. í rauninni hefði ráðherrann alveg eins getað sagt, að nú sé að vora. Tölumar hér að ofan segja ekkert annað. Atvinnuleysi minnkar alltaf á vorin og eykst á vetuma. Ef miðað er við sömu mánuði í fyrra, kemur 1 ljós, að atvmnuleysið er þvert á móti að stóraukast núna. í maí verður atvinnuleysið 4,8% eins og áður segir. í sama mánuði í fyrra var það 4%. Þannig er atvinnuleys- ið um þessar mundir 20% meira en í fyrra. Það gefur því ekki rétta mynd af atvinnuástandinu að segja horf- umar vera betri. Þær eru í rauninni miklu verri. Ef horft er fram á sumarið, má samkvæmt mannafla- spám fýrirtækja gera ráð fyrir, að ekki verði alveg eins erfitt fyrir skólafólk að fá sumarvinnu og í fýrra. Hins vegar er kvóti í sjávarútvegi víða svo langt kominn, að búast má við meiri uppsögnum fiskvinnslufólks. Þegar líður að næsta vetri, mun ríkisstjómin telja sig þurfa að auka atvinnutækifæri í landinu, svo að fólk verði í betra skapi, þegar kemur að næstu alþingiskosn- ingum, sem verða í síðasta lagi næsta vor. Þetta mun hún sennilega gera með þekktum töfrabrögðum. Annars vegar mun hún á næsta fiskveiðiári leyfa meiri þorskveiði en hagkvæmt er að veiða að ráði fiski- fræðinga og hagfræðinga. í stað þess að hugsa til langs tíma mun hún hugsa til loka kjörtímabilsins. Um leið mun hún auka líkur á hruni íslenzka þorskstofnsins. Hins vegar mun hún lina ýmsar hömlur á opinberum útgjöldum. Það gera flestar ríkisstjómir á kosningaárum. Hún mun þannig reyna að halda uppi skammtímaveltu í þjóðfélaginu, auðvitað á kostnað þeirra, sem eiga að greiða niður skuldir þjóðarinnar á næstu árum. Slíkar aðgerðir munu samtals ekki duga til að gefa kosningahlé á kreppunni. Svigrúmið til sjónhverfinga er of htið til þess. Framhald á núverandi ofVeiði gefur ekki nægan pening til að lina kreppuna. Og mikil sprenging ríkisútgjalda yrði of áberandi í kosningabaráttu. Hin heimatilbúna kreppa á íslandi mun því halda áfram að draga íslendinga aftur úr vestrænum þjóðum. Aðgerðimar munu jafnframt framlengja kreppuna. Nið- urstaðan verður svipuð og i spá OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, kreppa fram til aldamóta. Hvað gerist svo eftir aldamót fer einkum efdr því, hvemig tekizt hefur að gæta fiskistofna. Ef landsfeður taka nú loksins í taumana og aðrir landsfeður, sem síðar koma til skjalanna, spilla ekki fyrir, má vænta mikilla tekna af endurreistum fiskistofnum eftir aldamót. Kreppan á íslandi stafar af ríkisskipulagðri ofveiði á fiski og of mikilli brennslu verðmæta í ríkisrekstri á land- búnaði. Ekkert hefur enn komið fram, sem bendir til, að þessum vandamálum muni linna á næstunni. Þess vegna er líklegt, að hin séríslenzka kreppa verði löng. Þeir, sem nú segjast sjá batamerki í efnahagslífinu, gera það í von um, að ummælin verði gleymd, þegar komið hefur í ljós, að þau hafa alls ekki staðizt. Jónas Kristjánsson Það er engin tilviljun... Árum saman hefur þaö veriö vinstri mönnum mikiö skapraun- arefni hversu myndarlega sjálf- stæöismenn hafa haldið á málum í Reykjavík. Ekki hvaö síst hefur þeim sviðið hvílíka rækt sjálfstæö- ismenn hafa ætíö lagt viö uppbygg- ingu félagslegrar þjónustu. Eins og menn vita hafa vinstri menn jafnan áskilið sér einkarétt á samúð með þeim er höllum fæti standa og ef marka má áróður þeirra, á almenningur ekki eina- arðari bandamenn en á þeim bæj- unum. En hér sem annars staöar er reynslan ólygnust. Þegar hún er kvödd til vitnisburðar kemur í ljós að samhentum meirihluta sjálf- stæðismanna er best treystandi fyrir uppbyggingu félagslegrar þjónustu. Þannig hefur leikskólaplássum fjölgað tvöfalt meira á yfirstand- andi kjörtímabili en á valdaárum R-lista flokkanna 1978-1982 svo dæmi sé tekið. Þau ár voru enda tími stöðnunar í Reykjavik. Fram- kvæmdir drógust saman og al- mennt má segja að uppbygging hafi verið lítil sem engin nema þá helst í skattheimtu. Sem kunnugt er hafa vinstri menn aldrei talið eftir sér að hækka álögur á almenning og á árunum 1978-1982 gengu þeir þar rösklega til verks. Þegar sjálfstæð- ismenn tóku að nýju við stjómar- taumunum vom skattar að sjálf- sögðu lækkaðir. Það er því engin tilviljun að nú þegar vinstri menn freista þess að komast að nýju til valda í Reykjavík forðast þeir sem heitan eld að nefna hvemig þeim fórst stjóm höfuöborgarinnar úr hendi á sínum tíma. T raust fjármálastjórn Sjálfstæðismenn hafa ætíð lagt mikla áherslu á styrka og örugga KjaUarinn Árni Sigfússon borgarstjóri stjóm fiármála borgarinnar. Reykjavíkurborg er því nú með fiársterkustu sveitarfélögum sem um getur og hefur það gert borgar- yfirvöldum kleift aö sinna atvinnu- málum af þrótti undanfarin miss- eri. Þúsundir Reykvíkinga hafa fengið vinnu við átaksverkefni borgarinnar og má nefna aö síðasta sumar fengu 5000 námsmenn vinnu hjá borginni. Það er því engin tilviljun að for- ystumenn verkalýðshreyfingar- innar hafa sé ástæðu til að ljúka miklu lofsorði á hvernig Reykja- víkurborg hefur staðiö sig í at- vinnumálum. Sjálfstæðismenn hafa nú lagt fram raunhæfar og vel útfærðar tiflögur um hvemig skapa megi að minnsta kosti 6000 ný störf á næstu ámm. Áfram Reykjavík Reykjavík býr vel að íbúum sín- um. Hún verður fegurri og skemmtilegri með degi hverjum, ört vaxandi þjónusta hennar við borgarbúa er öflugri en aðrir eiga aö venjast, fiárhagsstaöan er gríð- arlega sterk; hún er í sókn á öllum sviðum. Það er engin tilviljun að undanfarin ár hefur fólk flutt tfl hennar þúsundum saman. Betri vitnisburður um þróun borgarmála er vandfundinn. Sjálf- stæðismenn em stoltir af verkum sínum og leggja þau óhræddir í dóm borgarbúa. Á meðan sumum lætur fátt betur en að agnúast út í allt og alla, ala á tortryggni, öfund og svartsýni setja sjálfstæðismenn markið sífellt hærra fyrir Reykja- vík og borgarbúa. Undir styrkri forystu sjálfstæðis- manna miðar borginni okkar í sí- feflu fram á við að það er engin tfl- viljun að á sama tíma og sumir vflja ekkert annað en breyta tfl og snúa við ganga sjálfstæðismenn ömggir á fimd reykvískra kjósenda undir kjörorðunum „áfram Reykjavík!" Ámi Sigfússon „Á meöan sumum lætur fátt betur en að agnúast út 1 allt og alla, ala á tor- tryggni, öfund og svartsýni setja sjálf- stæðismenn markið sífellt hærra fyrir Reykjavik og borgarbúa.“ Skoðanir aimarra Ónotaleg viðvörunarbjalla „Máski hafa heimilin, skólamir og þeir, sem móta leikreglur samfélagsins, ekki brugöizt nægjan- lega vel við gjörbreyttum þjóðfélagsaðstæðum. Það er meir en tímabært aö staldra við og hugleiða, hvem veg bezt verður að því staðið aö stemma á aö ósi í þessum efnum... Áfengisneyzla, mælanleg niöur í 11 ára aldur, og dæmi um drykkju 9 ára bama, hring- ir óhjákvæmilega og ónotanlega viövörunarbjöllu, sem glymur þjóðinni allri." Úr forystugrein Mbl. 17. maí. Vandratað einstigi „Þaö þarf að finna leiöir til að nýta það vinnuafl landsmanna sem í boði er. Kreppunni lýkur jafh- skjótt og sá mikli fiöldi vinnufúsra handa, sem nú er verkefnalaus, hefur fengiö aröbær störf að fást viö. Ljóst er að einstigið mifli samdráttar og þenslu er vandratað og engum er greiði gerður með því að kynda á ný undir verðbólgubál. Það verður að var- ast. Og það er hlutverk sfiómvalda, ríkissfiómar á hverjum tíma að þræða þetta einstigi.“ Guðmundur Bjarnason þingmaður í Tímanum 17. maí. Helsti hornsteinninn „Það var fyrst og fremst verk Alþýðuflokksins og formanns hans, Jón Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra að gengið var frá EES-samningn- um án þess að íslendingar afsöluðu sér í einu eða neinu sérstöðu sinni eða hagsmunum. Gildisstaka EES er nú að sanna sig á fullum krafti og orðn helsti hornsteinn í bata íslands á þessum áratug að mati skýrsluhöfunda OECD..Nú hafa hlutlausir efna- hagssérfræðingar OECD fellt sinn dóm um hvaö úrskeiöis hafi farið í íslenskum efnahagsmálum og hvaö sé vænlegast tfl uppbyggingar það sem eftir er afþessum áratug." Úr forystugrein Alþ.bl. 18. mái.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.