Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1994, Qupperneq 29
FIMMTUDAGUR 19. MAI 1994
4i
)v_________________A&næli
Börkur Eiríksson
Börkur Eiríksson skrifstofustjóri,
Lyngholti 5, Keflavík, er ílmmtugur
ídag.
Starfsferill
Börkur fæddist á Akureyri, ólst
þar upp og lauk þar gagnfræða-
prófi. Hann var skrifstofumaður hjá
Bæjarskrifstofunum á Akureyri
1962-66, var sölustjóri og síðar fram-
kvæmdastjóri hjá Sana hf. 1966-71,
skrifstofumaður hjá Olíusamlagi
Keflavíkur og nágrennis 1971-76,
varð aðalhókari hjá sýslumanns-
embættinu í Keflavík 1976 og hefur
verið þar skrifstofustjóri frá árs-
byrjun 1984.
Börkur er félagi í Lionsklúbbi
Keflavikur, formaður Félags hjarta-
sjúkhnga á Suðumesjum frá 1992,
hefur setið í kjörstjórn í Keflavík
undanfarin ár og er nú formaður í
yfirkjörstjóm í nýju sameinuðu
sveitarfélagi á Suðurnesjum.
Fjölskylda
Börkur kvæntist 27.12.1971 Sig-
rúnu Ólafsdóttur, f. 1.2.1947, hjúkr-
unarfræðingi. Hún er dóttir Ólafs
A. Þorsteinssonar, framkvæmda-
stjóra Ohusamlags Keflavíkur, sem
lést 1988, og Hallberu Pálsdóttur
húsmóður.
Börn Barkar og Sigrúnar eru Ei-
ríkur, f. 12.6.1971, starfsmaður hjá
BYKO í Njarðvík; Starkaður, f. 18.10.
1973, nemi; Styrmir, f. 28.10.1980,
nemi.
Böm Barkar frá fyrra hjónabandi
eru Anna, f. 18.6.1964, búsett í
Reykjavík, og á hún tvo syni; Freyr,
f. 21.10.1965, skrifstofumaður hjá
Eimskipafélagi íslands.
Systkini Barkar: Sveinn Eiríks-
son, f. 23.10.1936, d. 12.2.1956; Svav-
ar Eiríksson, f. 12.2.1939, skrifstofu-
maður á Akureyri; Svanur Eiríks-
son, f. 26.5.1943, arkitekt á Akur-
eyri; Karen Eiríksdóttir, f. 27.12.
1950, hjúkmnarfræðingur.
Foreldrar Barkar: Eiríkur V. Guð-
mundsson, f. 12.1.1908, d. 27.5.1983,
kjötiðnaðarmaður á Akureyri, og
Anna S. Sveinsdóttir, f. 7.3.1909,
húsmóðir.
Ætt
Eiríkur var sonur Guðmundar, b.
á Hróarsstöðum í Öxarfirði, Jónas-
son, b. á Spjör í Eyrarsveit, Guð-
mundssonar. Móðir Guðmundar
var Sigríður, systir Kristínar,
ömmu Ásgeirs Ásgeirssonar forseta,
dóttur Gríms, prófasts á Helgafehi,
Pálssonar, bróður Margrétar, for-
móður Ólafs Thors forsætisráð-
herra. Móðir Eiríks var Sigmunda
Jónsdóttir, b. á Vestara-Landi í Öx-
arfirði, Jónssonar.
Anna var dóttir Sveins, b. á Ey-
vindará í Eiðaþinghá, Ámasonar,
b. á Finnsstöðum í Eiðaþinghá,
Jónssonar, b. á Finnsstöðum, Ein-
arssonar. Móðir Jóns var Margrét
Magnúsdóttir, b. á Galtastöðum,
Jónssonar og konu hans, Sesselju
Börkur Eiríksson.
Guðmundsdóttur, systur Andrésar,
afa Ólafs Indriðasonar, prests á Kol-
freyjustað, fóður skáldanna Jóns
ritstjóra og Páls umboðsmanns.
Móðir Sveins var Sigurveig Gutt-
ormsdóttir, b. á Finnsstöðum, Jóns-
sonar og konu hans Sigurveigar
Árnadóttur, b. í Jórvík, Einarsson-
ar. Móðir Sigurveigar var Elísabet
Jónsdóttir, prests á Eiðum, Brynj-
ólfssonar, og konu hans, Ingibjargar
Sigurðardóttur, b. á Surtsstöðum,
Eyjólfssonar. Móðir Ingibjargar var
Bóel Jensdóttir sýslumanns Wium.
Móðir Önnu var Guðný Einars-
dóttir, b. á Eyvindará, Þórðarsonar,
b. á Krossií Fellum, Eyjólfssonar,
h. á Skriðu í Breiðdal, Þórðarsonar.
Móðir Eyjólfs á Skriðu var Eygerð-
ur Jónsdóttir pamfíls, systir Jóns,
langafa Einars H. Kvarans.
Sviðsljós
Forseti klúbbsins, Jakob Magnússon, mætti að sjálf-
sögðu ásamt konu sinni, Valgerði Jóhannsdóttur.
Ungir meistarar: Örn Harðarson, Glóðinni i Keflavik,
Úlfar Finnbjörnsson, Jónatan Livingston mávi, og Sæ-
mundur Kristjánsson, Hótel Borg.
Sverrir Halldórsson, matreiðslumeistari Þotunnar, til vinstri, eldaði fyrir
matreiðslumeistarana og fékk mikið klapp fyrir.
DV-myndir Ægir Már Kárason, Suðurnesjum
Tilkyimingar
Álnavörubúðin í
Hveragerði stækkuð
Álnavörubúðln í Hveragerði hefur nú
nýlega verið stækkuð um 150 m2 og er
gólfílötur hennar orðin 530 m2. Sex ár eru
síðan Helgi Pálsson og Sólveig Guðjóns-
dóttir opnuöu verslunina í 80 m2 plássi.
Verslunin er orðin þekkt um allt land
fyrir ódýrar og góöar vörur.
Vordagar Húsasmiðjunnar
Dregið er í happdrætti viðskiptavina á
hveijum degi og er dagsetning miðuð við
þann dag sem verslað er. Dregið hefur
verið 13. maí nr. 4620049 og 5671666, 14.
maí 7580463, 15. maí 4620885, 16. mai
4621635 og 2572723.
Sýning í Grandaskóla
íslenska lýðveldið 50 ára nefnist sýning
á verkum nemenda í Grandaskóla sem
haldin verður í dag, 19. maí. 1.-4. bekkur
sýna kl. 17-19.30 og 5.-7. bekkur kl.
19.30-20.
Árshátíð mat-
reiðslumeistara
Klúbbur matreiðslumeistara hélt
árshátíð sína í veitingahúsinu Þot-
unni í Keflavík og var mjög vel mætt.
Klúbburinn var stofnaður 1972 og 60
meistarar eru í honum. Ströng skil-
yrði eru til að komast í klúbbinn.
Leikhús
ÞJÓDLEIKHÚSIÐ
Sími 11200
Stóra sviðið kl. 20.00
GAURAGANGUR
eftir Ólaf Hauk Símonarson
Laud 28/5, uppselt. föd 3/6, sud. 5/6, föd.
10/6, laud. 11/6, mvd. 15/6, fid. 16/6.
Síðustu sýningar i vor.
Ósóttar pantanir seldar daglega.
Litla sviöiö kl. 20.30
KÆRA JELENA
eftir Ljúdmílu Razúmovskaju
í kvöld, uppselt, á morgun, uppselt, föd.
20/5, uppselt, þrd. 31/5, örfá sæti laus.
Ath. aðeins örfáar sýningar.
Mlðasala Þjóðleikhússins er opin alla
daga nema mánudaga frá 13.00-18.00
og fram að sýningu sýningardaga. Tekið
á móti símapöntunum virka daga
frákl.10.
Græna línan 99 61 60.
Grelðslukortaþjónusta.
Tombóla
Nýlega héldu þessar tvær stúlkur sem
heita Ólöf Haila Guðrúnardóttur og Anna
Þóra Kolbeinsdóttir tombólu til styrktar
Rauða krossi íslands. Alls söfnuðu þær
kr. 3.898.
Reiðsport flytur
Reiðsport er 2 ára um þessar mundir og
hefur tlutt í stærra og betra húsnæði.
Viðskiptavinir þurfa reyndar ekki að fara
langt því búið er að opna hina nýju versl-
un á austurhlið sama húss að Faxafeni 10.
Hádegisverður
í L.A. Café
Nú nýverið tók veitingahúsið L.A. Café
upp á því að hafa opið í hádeginu alla
daga nema sunnudaga. Eldhúsið verður
opið kl. 11.30-13.30 og svo opið allan dag-
inn fyrir léttar veitingar.
Félag eldri borgara
í Reykjavík og nágr.
Bridgekeppni, tvímenningur kl. 13 í dag
í Risinu. Farin verður dagsferð 25. maí
kl. 10 frá Risinu, Garðskagi - Reykjanes.
Upplýsingar á skrifst. félagsins s. 28812.
Verðlaunasamkeppni
fyrir laganema
Utfljótiu:, timarit laganema, efnir til verð-
launasamkeppni fyrir laganema um rit-
gerðarefnið Réttaráhrif lögfestingar
mannréttindasáttmála Evrópu. Ritgerð-
irnar skulu vera stuttar 8-16 bls. og skal
þeim skilað til ritstjóra, Gísla Tryggva-
sonar, á skrifstofu Orators eða Úlíljóts í
siðasta lagi á hádegi 15. júni 1994.
Tórúeikar
Tónleikar í Grinda-
víkurkirkju
í kvöld, 19. mai kl. 20.30 heldur Guð-
mundur Magnússon tónleika í Grinda-
víkurkirkju. Á tónleikunum mun Guð-
mundur leika verk eftir þekkt tónskáld
á borð við Beethoven, Chopin, Ravel,
Rachmaninov og Prokofiev.
Barnakór Biskupstungna
í kvöld, 19. maí, verða lokatónleikar
Barnakórs Biskupstungna í Aratimgu.
Þar koma fram „Litti barnakórimi" en
það eru nemendur 1.-3. bekkjar og einnig
„Stóri kórinn“ en í honum eru börn fædd
84 og fyrr. Margrét Bóasdóttir sópran-
söngkona syngur einsöng og verður dag-
skrá kvöldsins fjölbreytt. Allir velkomnir
meðan húsrúm leyfir.
LEIKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
GLEÐIGJAFARNIR
eftir Neil Simon
með Árna Tryggva og Bessa Bjarna.
Þýðing og staðfærsla Gísli Rúnar
Jónsson.
í dag, fimmtud. 26/5, laugd. 28/5.
föstud. 3/6, næstsíðasta sýning, laugard.
4/6, siðasta sýning.
Stóra sviðið kl. 20.
EVA LUNA
. Leikrit eftir Kjartan Ragnarsson og
Óskar Jónasson. Unnið upp úr bók Isa-
bel Allende. Lög og textar eftir Egil
Ólafsson^.
Föstud. 20. mai, uppselt, allra siðasta sýn-
jng.
Geisladiskur með lögunum úr Evu
Lunu til sölu í miðasölu. Ath.: 2 mlðar og
geisladiskur aðeins kr. 5.000.
Miðasala er opin kl. 13.0Ú-20.00 alla
daga nema mánudaga. Tekið á móti
miðapöntunum i sima 680680 kl.
10-12 alla virka daga.
Bréfasimi 680383.
Greiðslukortaþjónusta.
Munið gjafakortin okkar.
Tilvalin tækifærisgjöf.
Leikfélag Reykjavikur-
Borgarleikhús.
hlBJLi
Leikfélag Akureyrar
ÓFERIJ
DRAUGURINN
eftirKen Hill
í Samkomuhúslnu kl. 20.30.
Laugardag 21. maí, nokkur sæti laus,
næstsíðasta sýning.
Föstudag 27. mai, slðasta sýning.
Bar Par
eftir Jim Cartwright
SÝNT í ÞORPINU, HÖFÐAHLÍÐ1
Sýningar hefjast kl. 20.30.
Aukasýning í dag, nokkur sæti laus,
föstudag 20. mai,
mánudag 23. mai, 2. í hvítasunnu
ATH. Síðustu sýningar á Akureyri.
Ath. Ekki er unnt að hleypa gestum i
salinn eftir að sýning er hafin.
Aðalmiðasalan í Samkomuhúsinu er
opin alla virka daga nema mánudaga
kl. 14-18 og sýningardaga fram að
sýningu. Simi 24073.
Símsvari tekur við miðapöntunum ut-
an afgreiðslutíma.
Ósóttar pantanir að BarPari seldar í
miðasölunni i Þorpinu frá kl. 19 sýn-
ingardaga. Simi 21400.
Greiðsiukortaþjónusta.
Burtfarartónleikar
Ásdísar Gísladóttur
Ásdis Gísladóttir sópransöngkona og '
Jórunn Viðar píanóleikari, koma fram á
tónleikum í listasafni Sigurjóns Ólafsson-
ar, Laugamestanga 70, í kvöld kl. 20.30
og eru tónleikamir síðari hluti burtfarar-
prófs Ásdísar í einsöng, frá Söngskólan-
um í Reykjavík.