Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1994, Blaðsíða 8
8
I
FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1994
Stuttar fréttir
Strtðiðí Jemen
Arababandalagið skýrði SÞ frá
því að það væri reiðubúið til aö
reyna að binda enda á stríðið i
Jemen.
Enginn árangur
Viðræður stríðandi fylMnga í
Bosniu báru engan árangur og
Bretar segjast íbuga að noma
sveitir sínar á brott.
Tilvesturbakkans
Yasser Ara-
fat, leiðtogi
PLO, segist
ætia að snúa
aftur til vestur-
bakkans í
næsta mánuði
og m.a. fara til
Jeríkó. Þetta
verður í fyrsta skipti í áratugi
sem Aratat fer á þessar slóðir.
Vinna landsvæði
Suður-Jemenar unnu mikilvæg
svæði í norðurhverfum Aden.
Hrttist i Túnis
Sjálfstjóm PLO kom saman í
Túnis í fyrsta skipti síðan hún tók
viö hlutverki sínu á vesturbakk-
anum og Gazasvæðinu.
Svartahafsflotiim
Ukraínumenn ætía að koma
með beiðni til Öryggisráðs SÞ um
að svartahafsflotinn verði num-
inn á brott frá svæði þeirra.
Vopnabannið
Sfmon Peres,
utanríkisráð-
herra ísraels,
segist fagna
ákvörðun
Breta um að af-
létta vopna-
banni sínu á
ísrael. Hann
sagði að bannið heföi verið mis-
tök til að byija með.
270létust
Yfirvöld í Saudi Arabíu segja
að 270 múslímskir pílagrímar
hafi látist í Mekka í vikunni.
Verkefni á Gaza
Alþjóöabankinn hefur sam-
þykkt fjármagn sem notað verður
tíl að bæta vatnsbirgðir á Gaza-
svæðinu og á vesturbakkanum.
SprengjurtilBretiands
ísraelar ætla aö reyna að selja
Bretum vopn þar sem vopna-
banninu hefúr veriö aflétt.
Áframbarist
Uppreisnarmenn í Rúanda
beijast áfram um borgina þrátt
fyrir vopnahlésfúnd á mánudag.
Gegnnjósnurum
Borís Jeltsín,
forseti Rúss-
lands, hefur
hvatt rúss-
nesku leyni-
þjónustuna til
að hefja bar-
áttu gegn er-
lendum njósn-
urum og skemmdarverkum en
starfsmenn gagnleyniþjón-
ustunnar segja að i\jósnarar hafi
stolið rússneskum leyndarmál-
um.
Flugvélskallájökul
Einn maður fórst er flugvél meö
sex manns um borð skall á jökul
i fjöllum í Vancouver í Kanada.
Argentínska sjónvarpið hefur
komið upp um tvo stríðsglæpa-
menn úr seinni heimsstyijöld-
inni sem staddir eru i Argentínu.
Rcuter
Útlönd
HvetjalRAtilað
John Major,
forsætisráð-
hera Bretlands,
og Albert
Reynolds, for-
sætisráðhciTa
írlands, lýstu
því jdiráblaða-
mannafundi í
London í gær eftir fund sinn að
þeir myndu halda áfram aö reyna
að stuðla að friði á Noröur-íriandi
jafnframt því sem þeir hvöftu
írska lýðveldisherinn til að láta
samstundis af drápum.
Major og Reynolds ætla að
koma stjórnmálamönnum mót-
mælenda og kaþólskra saman tíl
að bínda endi á deiluna.
13 mannshafa
látistafvölduin
bakteríunnar
Yfirvöld á Bretlandi reyndu að
róa fólk eftir að tilkynnt hafði
verið um 13. fómarlamb bakter-
íunnar sem étur upp hold fólks
og dregur það til dauða á skömm-
um tíma.
Alþjóða heObrigðismálastofn-
unin sagði að bandarískir emb-
ættismenn teldu að um 450
Bandaríkjamenn hefðu látist af
völdum bakteríunnar frá árinu
1989 tO 1991. Reuter
Hvalir unnu stórsig
ur í Puerto Vallarta
segir hvalasérfræðingur Greenpeace-samtakanna
Þessi skötuhjú, leikari og dansari, heföu liklega ekki komist upp með athæfið sem hér er myndað í Puerto Vallarta
i Mexíkó þar sem ársfundur Alþjóða hvalveiðiráðsins fer fram. Þau eru nefnilega að gæða sér á hvaikjöti og
gerðu það heima í Japan, nánar tiltekið í gömlu keisaraborginni Kyoto. Simamynd Reuter
Fulltrúar á ársfundi Alþjóða hval-
veiðiráðsins samþykktu í gærkvöldi
með 23 atkvæðum gegn einu að koma
á fót griðlandi hvala við Suöur-
skautslandið til að vernda síðustu
stóru stofnana af skíðishvölum. Jap-
anir greiddu einir atkvæði gegn grið-
landinu en það gerir að engu fyrir-
ætlanir þerra um að hefja aftur hval-
veiðar í ábataskyni í Suður-íshafmu
og öðrum hafsvæðum á suðurhveli
jarðar.
Umhverfisvemdarsinnar voru
mjög kátir og sögðu þetta einhvern
mesta sigur sinn í viðleitninni viö
að fá samþykkt blátt bann á aUar
hvalveiðar.
„Hvalirnir unnu stórsigur hér í
Puerto VaUarta. Baráttunni er ekki
lokið en að okkar áhti þýðir þetta
endalok hvalveiða í ábataskyni,"
sagði Clif Curtis sem hefur yfirstjóm
hvalamála innan umhverfissamtak-
anna Greenpeace.
Norðmenn sátu hjá
Norðmenn sátu hjá við atkvæða-
greiðsluna, svo og aðrir bandamenn
Japana. Hvalveiðiþjóðir sögðu að
með stofnun griðasvæðisins væri
hvalveiðiráðið að fara út fyrir verk-
svið sitt sem væri að setja reglur fyr-
ir sjálfbæra hvalveiði.
Tillagan sem var samþykkt í gær-
kvöldi var málamiðlun sem nær ekki
yfir jafn stórt hafsvæði og upphaf-
lega tUlaga Frakka frá árinu 1992.
Umhverfisvemdarsinnar eru þó
flestír ánægðir með málamiðlunina
og ráðamenn þjóða í Suður-Ameríku
anda rólegar þar sem griðasvæðið
nær ekki inn í lögsögu þeirra.
Umhverfissinnar segja að griða-
svæðið veiti þremur fjórðu skíðis-
hvalastofnsins vemd en áætlað er
aö heildarstofninn sé innan við ein
milljón dýr. Það er minna en tíu pró-
sent af stofnstærðinni eins og hún
var um aldamótin. Japanir, Norð-
menn og frumbyggjar ýmissa þjóða
veiða enn skíðishval vegna kjötsins.
Japanir andmæltu
Stofnun griðasvæðisins dregur
mjög úr vægi hins stóra málsins á
dagskrá ársfundarins, endurskoð-
aðri nýtingaráætlun sem átti að setja
reglur fyrir hvalveiðar með það fyrir
augum að átta ára gömlu hvalveiði-
banni yrði aflétt.
Japanir andmæltu griðlandi á þeim
forsendum að það verndaði hrefnu-
stofninn sem talinn er um sjö hundr-
Uð þÚSUnd dýr. Reuter
Kínverjar fá áfram bestukjör í Ameríku:
Stuðlar að bættum og
auknum samskiptum
Akvörðun Clintons Bandaríkjaforseta um endurnýjun bestukjarasamnings
Simamynd Reuter
Kínversk stjómvöld fógnuðu í
morgun þeirri ákvörðun Bills Clint-
ons Bandaríkjaforseta að veita Kín-
veijum áfram bestukjör í viðskiptum
landanna. Pekingstjórnin vísaði hins
vegar til foðurhúsanna ásökunum
um mannréttindabrot.
Wu Jianmin, talsmaður utanríkis-
ráðuneytins í Peking, las yfirlýsingu
fyrir fréttamenn þar sem kemur
skýrt fram að þótt kínverka stjórnin
sé ánægð með að viðskipti milli land-
anna haldi áfram með eðlilegum
hætti muni hún ekki líða „afskipti
af innanríkismálum Kína“ vegna
mannréttindamálanna.
Chnton tilkynnti í gær að bestu-
kjarasamningurinn yrði framlengd-
ur þótt Kínverjar heföu látið hjá líða
að uppfylla öll þau skilyrði sem sett
voru á síðasta ári um úrbætur í
mannréttindamálum.
CUnton sagði að það þjónaði ekki
lengur neinum tilgangi að tengja
saman viðskiptakjör og úrbætur í
mannréttindamálum og hann skæri
endanlega á þau tengsl með ákvörð-
un sinni. Kínversk stjórnvöld höfðu
lengi krafist þess.
„Þessi ákvörðun mun skapa já-
kvæö skilyrði fyrir styrkari og aukn-
um viðskiptum og efnahagssam-
Kínverja hefur vakið deilur.
vinnu milli landanna tveggja og
stuðla aö auknum og bættum al-
mennum samskiptum þeirra," sagði
Wu. „Kínverska stjómin og þjóðin
fagna þessari ákvörðun Clintons for-
seta.“
í Hong Kong fógnuðu menn einnig
því að Clinton skyldi ekki tengja
saman viðskipti og mannréttinda-
mál.
Mannréttindahópar og kínverskir
andófsmenn voru hins vegar á öðru
máli og sögðu að ákvörðun Clintons
væri ígildi leyfis til kínverskra
stjórnvalda að kúga fjórðung mann-
kyns. Reuter