Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1994, Blaðsíða 2
2 III FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1994 Fréttir Bjami P. Magnússon genginn í Sjálfstæðisflokkinn: HaraldurBriem: Fjölmenni var í bliðviðrinu við kosningamiðstöð sjálfstæðismanna f Mjódd i gær en þrír frambjóðendur Sjálfstæö- ismanna, Þorbergur Aðalsteinsson, sem hér sést, Gunnar Jóhann Birgisson og Helga Jóhannsdóttir, dreiföu þar bæklingum á milli þess sem þau spjölluðu við vegfarendur og fræddu þá um stefnumál D-listans. Ýmislegt var á döfinni i Mjódd i gær og var boðið upp á pylsur og ýmis skemmtilegheit. DV-mynd ÞÖK Þúsundir Reykvíkinga fjölmenntu á útihátið Reykjavíkurlistans á Ingólfstorgi síðdegis f gær. Frambjóðendur og stuðningsmenn R-listans stóðu fyrir tónlist og ýmsum uppákomum á torginu, meðal annars spilaði hljómsveitin Nýdönsk nokkur lög, Flosi Ólafsson flutti ávarp og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóraefni Reykjavíkurlist- ans, flutti stutt ávarp. DV-mynd BG Stuttar fréttir Ekiðáflugvél Ekið var á útlenda flugvél sem lenti á Reykjavíkurflugvelli í fyrrakvöld. Vélinni var lagt á stæði og var ekið á hana ein- hverntímann um nóttina. Elds- neytistankur á vængenda vélar- innar skemmdist og ók sá á brott sem skemmdunum olli. Miklirfjárhagseríiðleikar Bókaútgáfan í landinu er að hrynja eins og spilaborg. RÚV hefur þetta eftir formanni ís- ienskra bókaútgefenda. Mörgfor- lög glíma við fjárhagserfiðleika. Tónteikar i miðbænutn Samband ungra sjálfstæðis- manna stendur fyrir tónleikum í miðbæ Reykjavíkur í dag. I kvöld verða síðan stórtónleikar á Ing- ólfstorgi. ÚtskrffthjáMR Menntaskólinn í Reykjavík út- skriiaði I gær 204 stúdenta. Þar með lauk 148. starfsári skólans. t-ræoanKi stomaour Lýöveldismerkið frá 1944 hefur verið endurgert og verðúr selt viö kjörstaði á morgun. Samkvæmt RÚV verður því fé sem safhast varið til að stofna fræbanka. Nótulausviðskipti Ríkisskattstjóri segir kvittanir nauðsynlegar vegna útskriftar- og þjónustugjaida. Samkvæmt Morgunblaöinu stunda bankam- ir nú nótulaus viðskipti. Bændurivanda Skerðing framleiösluréttar í sauöfjárrækt verður vfða orðin 30 til 33% í haust. Samkvæmt Tímanum treysta margir bændur sér ekki til að hætta búskap þar sem þeir hafi að engri annarri vinnu að hverfa. Áhugi á uppbyggingu íslenskir aðalverktakar hafa áhuga á markvissri uppbyggingu Bláa Iónsins. Aðalverktakar eiga 20% í íslenska heilsufélaginu sem rekur starfsemina í lóninu. Misjafnt gengi í prófum Reykvískir unglingar náðu bestum árangri á samræmdum prófum í vor. Einkunnir þeirra voru í öllum fógum yfir lands- meöaltali. Næstir eru unglingar i Reykjaneskjördætni og á Aust- Sörðum. Árangurinn var hins vegar lakastur á Vestfjöröum. Fer í prófkjör fyrir næstu þingkosningar - fékk ekkert loforð um stuðning fyrir flokkaskiptm, segir Bjami Bjami P. Magnússon, fyrrum borgarfufitrúi Alþýðuflokksins en núverandi sveitarstjóri Reykhóla- hrepps, er genginn úr Alþýðuflokkn- um og í Sjálfstæðisflokkinn. Hann sagði í samtali við DV að hann ætl- aði að taka þátt í pólitísku starfi inn- an Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörö- um. Hann sagðist vera ákveðinn í aö fara í prófkjör hjá Sjálfstæðisflokkn- um fyrir næstu alþingiskosningar. „Ástæðan fyrir því að ég dreg mig ekki í hlé nú þegar ég hef gengið úr Alþýðuflokknum er sú að ég er og vil vera stjómmálalega virkur. Eg er ekki sú manngerð sem vill vera til hlés. Þess vegna er það að ég geng í Sjálfstæðisflokkinn. Það mun svo bara koma í ljós hvað félagar mínir þar vilja fela mér af trúnaðarstöðum fyrir flokkinn," sagði Bjami. Því er haldið fram innan Alþýðu- flokksins að Bjami P. hafi fengið lof- orð frá áhrifamönnum í Sjálfstæðis- flokknum um stuðning í prófkjöri á Vestfjörðum fyrir næstu þingkosn- ingar ef hann skipti um flokk og lýsti yflr stuðningi við D-listann í Reykja- vík fyrir borgarstjómarkosningam- ar. Talið er víst aö Matthías Bjama- son hætti þingmennsku að loknu þessu kjörtímabili og aö styðja eigi Bjama í það sæti. „Þetta er ekki rétt. Ég geng í Sjálf- stæðisflokkinn alveg óskflyrt Það em engin loforð um stuöning við eitt eða neitt. Ég held að sjálfstæðismenn hér fyrir vestan hafi ekki vitað um það þegar ég gerði það upp við mig að ég ætti ekki lengur samleið með Alþýðuflokknum. Ég fann það á síð- asta flokksstjómarfundi að mér leið afar illa. Ég fann að ég gat ekki verið í takt við Alþýöuflokkinn og því var það hvorki honum né mér tíl góðs að ég væri áfram í flokknum. Ég fann það líka að þau mál sem ég hef verið að berjast fyrir í Alþýðuflokknum, en ekki átt þar hljómgrunn, ættu hann frekast í Sjálfstæðisflokknum. Því ákvað ég að ganga í Sjálfstæðis- flokkinn og ræddi það við félaga mína hér á Reykhólum. Við aðra hef ég ekki rætt um þetta mál,“ sagði Bjami P. Magnússon. farsóttné drepsótt „Undanfarinn áratug hafa kom- ið fram skýrslur xnn að sýkingum af völdum streptococcus-bakteríu hafi kannske fjölgað en við höfum ekki séð þaö með neinum örugg- um hætti þó að þessi tvö dauðs- fóll hafi orðið hér á undanfömum mánuöum. Við stöndum ekki frammi fyrir neinni alvarlegri farsótt eöa drepsótt héma af völd- um þessarar bakteríu þó aö menn hafi verið að velta fyrir sér hvort bakterían geti verið að fá verri eiginleika en hún hefur haft áö- ur,“ segir Haraldur Briem smit- sjúkdómalæknir um fréttir síð- ustu daga um dauðsfóll af völdum streptococcus-bakteríunnar. „Á siðustu öld olli þessi bakter- ía bamsfararsóttum og fólk fékk skarlatssótt og slæma fylgLkvifla eftir hálsbólgur. Þessi eiginleiki bakteríunnar hvarf smám saman og hún varð tfltölulega meinlitil. Bakterían hefur þó alltaf ööm hvom valdið sýkingu í húð og þegar bakterían kemst milli vöðvalaga og húðarinnar getur hún breiðst hratt út.og valdið svæsnum sýkingum. Stundum hefur það haft alvarlegar afleið- ingar í for með sér,“ segir Harald- ur. Veikindi af völdum streptococc- us-bakteríu hafa í för með sér særindi i hálsi og háan hita, upp- köst, hroll og jafnvei roða í húð og er fólki með þessi einkenni ráðlagt að leita til læknis. JónSteinar: Kjósendur i eigaekki réttáleynd umhvort þeirkjósa „Þetta er tómur misskilningur vegna þess að menn eiga auövitað ekki rétt á neinni leynd um það hvort þeir kjósa eða ekki. Ef þeir ættu rétt á leynd um þaö væri ekki hægt að fylgjast með því á kjörskrá hverjir kjósa. Þegar sagt er að kosningar skuli vera leyni- legar er auövitað átt við að menn eigi rétt á leynd um það hvað I þeir kjósa, ekki hvort þeir kjósa,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, formaöur yfirkjörstjómar í I Reykjavik um bréf sem Oddur 1 Benediktsson, prófessor í tölvun- arfræði við Háskóla íslánds, í sendi tölvuneftid. í bréfinu var ' óskað eftir svörum við því hvort tölvunefhd hafi heimilað um- boösmönnum framboðslistanna að skrá persónuupplýsingar á kjörskrá og fara með þær upplýs- ingar af kjörstað eða með hvaöa heimfld það sé gert. Töl vunefhd komst að þeirri nið- urstöðu í gær aö umboðsmönn- um framboðslistanna væri þetta heimflt, en taldi hins vegar að það væri litt samræmanlegt grund- vallarsjónarmiðum laga um einkalífsvemd. Stykkishólmur: Vettvangurmeð bókstafinnH í nýlegri umfjöllun DV um kosningabaráttuna í Stykkis- hólmi er ffamboðslisti Vettvangs I I i sagður hafa haft bókstafinn S í kosningunum voriö 1990. Hiö rétta er aö ffamboðslistinn haföi sama bókstaf og nú, bókstafinn H.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.