Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1994, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1994, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1994 íþróttir Keflavík - Breiðablik (1-0) 4-0 1- 0 Ragnar Margeirsson (19.), fékk boltann skemmtilega frá Kjartani Ein- arssyrn inn fyrir vöm Blika og skoraöi af öryggi. 2- 0 Óli Þór Magnússon (81.). Kjartan sendi boltann fyrir markiö frá vinstri kanti þar sem Óli Þór var einn og óvaldaður og skallaöi í netið. 3- 0 Oli Þór Magnússon (89.). Kjartan átti hörkuskot aö marki, Gísli mark- vörður varði en boltinn hrökk til Óla sem skoraði af markteig. 4- 0 Óli Þór Magnússon (90.) fékk boltann við stöngina fjær eftir hom- spymu Kjartans og læddi honum í markhomið. Lið ÍBK: Ólafur Gottskálksson - Jakob Már Jónharösson, Kristinn Guð- brandsson, Ragnar Steinarsson, Karl Finnbogason - Gunnar Oddsson, Ragn- ar Margeirsson, Marko Tanasic, Georg Birgisson - Kjartan Einarsson, Óli Þór Magnússon. Lið UBK: Gísli Þ. Einarsson - Gústaf Ómarsson, Einar P. Tómasson, Ás- geir Halldórsson - Hákon Sverrisson, Guðmundur Guðmundsson (Vilhjálm- ur Haraldsson 42.), Amar Grétarsson, Siguijón Kristjánsson (Tryggvi Vals- son 79.), Kristófer Sigurgeirsson, Grétar Steindórsson - Raspilav Lazorik. ÍBK: 9 markskot, 2 hom. UBK: 2 markskot, 0 hom. Gul spjöld: Enginn. Dómari: Kristinn Jakobsson, hans fyrsti leikur í 1. deild, gerði fá mistök og skilaði hlutverkinu ágætlega. Áhorfendur: Rúmlega 500. Skilyrði: Sól sem sást aðeins í, smágola, grasvöllurinn mjög góður. Kjartan (ÍBK). Kristinn (ÍBK), Óli Þór (ÍBK). ’ v, Ragnar M. (ÍBK), Gunnar (ÍBK), Jakob (ÍBK), Grétar (UBK), Gústaf (UBK). Maöur lciksins: Kjartan Einarsson (iBK), lagði upp öll fjögur mörkin. Vann hreint frábærlega í leiknum og sýndl griðarlegan haráttuviija. Stjaman - KR (0-0) 0-2 0-1 Hilmar Bjömsson (70.) fékk boltann frá Tómasi Inga á vítateig og skor- aði með fostu skoti neðst í markhomiö. 0-2 Tómas Ingi Tómasson (88.) fékk boltann rétt utan markteigs eftir mis- heppnað skot James Bett og þrumaöi honum í netið. Lið Stjömunnar: Siguröur Guðmundsson - Goran Micic, Bjami Benedikts- son (Hermann Arason 43.), Birgir Sigfússon, Lúðvík Jónasson - Ragnar Gíslason, Valgeir Baldursson, Ingólfur Ingólfsson, Rögnvaldur Rögnvaldsson (Bjami Gaukur Sigurðsson), Baldur Bjamason - Leifur Geir Hafsteinsson. Lið KR: Kristján Finnbogason - Óskar Hrafn Þorvaldsson, Daði Dervic, Sigurður B. Jónsson, Þormóður Egilsson - Heimir Guðjónsson, Rúnar Krist- insson, Hilmar Bjömsson, James Bett - Heimir Porca (Þorsteinn Þorsteins- son 87.), Tómas Ingi Tómason. Stjarnan: 8 markskot, 4 hom. KR: 8 markskot, 5 hom. Gul spjöld: Tómas Ingi (KR) og Heimir G. (KR). Dómari: Ólafur Ragnarsson, mjög góður. Áhorfendur: Um 1000. Skilyrði: Kvöldblíða, sól og hægur vindur, völlurinn nokkuö ósléttur. ;»X»', Micic (Stjömunni). (£. Birgir (Stjömunni), Leifur (Stjömunni), Ragnar (Stjömunni), Val- geir (Stjömunni), Kristján (KR), Dervic (KR), Rúnar (KR), Tómas (KR), Sigurður (KR). ður leiksins: Goran Micic (Stjörnunni). Var mjög sterkur i stöðu aft- asta vamarmanns, Las leikinn vel og var sterkur í öllum návígjum. Knattspyrnuskóli Fylkis 1994^^ Fyrsta námskeið sumarsins hefst mánudaginn 30. maí á Fylkisvelli. Farið verður í grunnatriði knatt- spyrnunnar, leiki, knattþrautir, boltaæfingar og góðir gestir koma í heimsókn. Allir þátttakendurfá bol, viðurkenningarskjöl og glæsilegt pitsupartí verður haldið. Námskeið sumarsins verða sem hér segir: 1. námskeið 2. námskeið 3. námskeið 4. námskeið Aukanámskeið 30. maí-10. júní 13. júní-24. júní 27. júní-8. júií 11. júlí-22. júlí 25. júlí-29. júlí Námskeiðin eru fyrir hádegi, kl. 9.30-12.00, fyrir börn fædd '89 til '86 og eftir hádegi, kl. 13.00- 15.30, fyrir börn fædd '85 til '82. Verð á námskeiðunum er kr. 3.500 á fyrsta námskeið sem barnið mætir á, 2.500 á annað, 1.500 á þriðja og fjórða námskeiðið er frítt. Leiðbeinendur knattspyrnuskólans eru: Halldór Örn Þorsteinsson, þjálfari 6. flokks, og Hörður Guðjóns- son, þjálfari 7. flokks, einnig valinkunnir leikmenn meistarflokks Fylkis, þ.e. BergþórÓlafsson íþrótta- kennari, Gunnar Þór Pétursson, Ólafur Stígsson og Þórhallur Dan Jóhannsson. Skráning stendur yfir í Fylkisheimili í síma 67 64 67. Sjáumst í fjörinu í Knattspyrnuskóla Fylkis í sumar! x'XÖII börn velkomin BLásTmri VeitlTiganus Hraunbæ 102 Rúnar Kristinsson, fyrirliði KR, horfir á tær Bjarna Benediktssonar, varnarmanns Stjörnunnar, i leiknum í Garðabæ í gærl útisigra en Stjarnan hefur ekki náð að skora mark i tveimur fyrstu leikjunum. Lánið lék við - sem sigraði fríska Stjömumenn, 0-2, og trónir á toppi Guðmundur HQmaissan skrifer „Þetta var virkilega erfiður leikur og við þurftum svo sannarlega að hafa fyr- ir þessum sigri. Stjömuliðið er mjög gott og á eftir að ná í mörg stig í sumar og okkur gekk illa að bijóta þá á bak aftur. Það er vissulega gott að hafa byrj- að mótið með tveimur útisigrum en við eigum alveg örugglega eftir að lenda í vandræðum eins og öll hðin í deild- inni,“ sagði Rúnar Kristinsson, fyrirliöi KR, við DV eför sigur á Stjömunni, 0-2, í Trópídéildinni í knattspymu á Sljömuvellinum í gær. Það era orð að sönnu h)á Rúnari að KR-ingar þurftu aö hafa fyrir sigrinum á nýliðum Stjömunnar. Garðbæingar bára enga virðingu fyrir vesturbæjar- stórveldinu og vora í heildina séð óheppnir aö tapa leiknum. Stjörau- menn léku lengst af leikins mjög skyn- samlega. Þeir lágu aftarlega á vellinum og létu KR-ingum eftir miðjuna og gekk leikmönnum KR illa að finna glufur á Stjömuvörninni. En eins og í leiknum gegn Blikum á dögunum náðu KR-ingar að brjóta ísinn seint í síðari hálfleik. Fyrra markiö kom þvert gegn gangi leiksins. Stjömumenn höfðu verið betri aðilinn í síðari hálfleik en KR-ingar nýttu sér ákefð Stjömumanna með því að skora í tvígang eftir skyndiupphlaup. „Ég get ekki verið annað en óhress með þessi úrslit. Við höfum góð tök á leiknum og náðum að stöðva kantspil þeirra og KR-ingamir virkuðu ekki sannfærandi. Við vorum mun betri að- ilinn lengst af í síðari hálfleik en ætli maður verði ekki að segja að meistara- heppnin hafi verið hjá KR,“ sagði Leifur Geir Hafsteinsson, framheiji Stjöm- unnar, við DV eftir leikinn. Stjömumenn geta verið mjög sáttir við leik sinn en aö sama skapi ekki úrslitin. Garðabæjarhðið er vel spilandi lið sem hefur alla burði til að standa sig vel í sumar. Goran Micic var þeirra Eyjamenn nær sigri - klaufskir uppi við Valsmarkið og jafiitefli, 1-1 Þorsteinn Gunnarsson, DV, Eyjum: ÍBV og Valur skildu jöfn, 1-1, í ágætum leik í 1. deildinni í Eyjum í gærkvöldi. Eyjamenn vora nær sigri í leiknum en vom meö eindæmum klaufskir uppi við Valsmarkið. Eyjamenn komu grimmari til leiks og gáfu Valsmönnum aldrei friö til að byggja upp spil. Valsmenn notuðu því langspymur sem mjög sterk vöm ÍBV réð auðveldlega við. Valsmenn léku einnig stífa rangstöðutaktík sem slök þriggja manna vöm réð illa við og var nærri búin að kosta þá mörk í tvígang. Mörkin í leiknum komu með fjögurra mínútna milhbili og var meö ólíkindum að sjá jafn góða markverði og Friðrik og Lárus gera svo klaufaleg mistök. Lár- us fór í skógarferð í teignum, nússti bolt- ann og Hermann skoraöi fyrir ÍBV. Vals- menn jöfnuöu þegar Friðrik sló knöttinn eftir saklaust skot Eiðs Smára í netið í stað þess að grípa knöttinn. Skömmu fyrir leikhlé small knötturinn í stöng Valsmarksins auk þess sem Eyjamenn brenndu af fleiri góðum færum. Seinni hálfleikur var mjög tíöindalítill. Bæði Uð áttu færi og á lokamínútunni fékk Steingrímur dauðafæri þegar hann komst einn inn fyrir Valsvömina. „Það vom góðir kaflar í þessu hjá okk- ur en sóknarleikurinn var ekki nógu sannfærandi. Varnarlega séð erum við að ná vel saman en höfuðverkurinn er að binda endahnútinn á sóknimar. Leik- urinn var ekki vel leikinn og Valsaram- ir vom eins og ég átti von á. En við átt- um að klára þetta,“ sagði Snorri Rúts son, þjálfari IBV, og var mjög ósáttu við að ná ekki öllum stigunum þremur. Kristinn Bjömsson, þjálfari Vals, sagð ist vera nokkuð sáttur við annað stigii miðað við gang leiksins: „Við vorur seinir í gang og komumst ekki á skrii með okkar spil fyrr en í lokin því þai var alltaf höggvið á það. Við erum nokk uð þungir ennþá og við höfum ekki nái góöum tökum á því að spila meö þriggj; manna vöm, erum ekki aiveg nógu ör yggir þama aftast. Við erum ekki komn ir á skrið, náum ekki nógu vel samai og kannski er það að segja til sín að vii drógum okkur út úrf Reykjavíkurmót inu,“ sagði Kristinn Bjömsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.