Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1994, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1994, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 3.000 krónur. Ritstjóm - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 63 2700 Veðriö á morgun: Víðast kaldi Vestlæg átt, víðast kaldi. Skúrir um landið norðan- og vestanvert en léttskýjað austan til. Hiti verð- ur á bilinu 6-11 stig, hlýjast í inn- sveitum austanlands. Veðrið í dag er á bls. 44 LOKI Égferað halda að mittatkvæði ráði barasta útslitum! Stöð 2: Sigurjón líklegasti kaupandinn Samkvæmt heimildum DV eru sterkar likur á þvi að Sigurjón Sig- hvatsson, kvikmyndaframleiðandi í Hollywood, hafi verið stóri kaupand- inn í hlutabréfum Stöðvar 2. Búið er að kaupa hlutabréf fyrir 120 milljónir króna og talið að Sigurjón eigi stærstan hluta af því. Sé þetta rétt er Sigurjón orðinn langstærsti hlut- hafinn í íslenska útvarpsfélaginu með um 16% hiut. Næstur kemur Jón Ólafsson og félagar með 13% hlut. Sömu heimildir DV herma að hlutabréfakaupunum sé ekki lokið og verði jafnvel meira keypt í dag eða eftir helgi. Ekki hefur tekist að hafa uppi á Sigurjóni Sighvatssyni sem er í stíf- um fúndahöldum í Kanada fyrir fyr- irtæki sitt, Propaganda fúms. Ekki er ljóst hvort um er að ræða Sigurjón sjáífan eða hvort hann er með er- lenda aðila með sér í kaupunum. Eins og DV skýrði frá í gær voru erlendir aðilar taldir líklegir þá sem kaupendur en sökum þess hve kaup- in hafa verið stór og að íslenska út- varpsfélagið er á opna tilboðsmark- aönum þá þyrfti íslenskan „lepp“ svo kaupin væru lögleg. Þeir forráðamenn íslenska út- varpsfélagsins og stærstu hluthafar sem DV ræddi við í gærkvöld og í morgun vildu ekki kannast við að Sigurjón væri fkaupandinn og sögð- ust ekki enn vita hver hann væri. Jóhannavill Guð- mundÁrnasem varaformann Eins og skýrt var frá í DV í gær undirbýr Jóhanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra nú framboð sitt til formennsku í Alþýðuflokknum á flokksþinginu í júní. DV hefur heimildir fyrir því að Jóhanna vilji fá Guðmund Árna Stef- ánsson, heilbrigðis- og tryggingaráð- herra, með sér sem varaformann. Þetta hefur verið nefnt við Guðmund Áma en hann hvorki svarað af né á enn sem komið er. Gallup-könnun í skoðanakönnun sem ÍM-Gallup gerði í vikunnni fyrir Ríkisútvarpið nýtur R-listinn 51,6 prósenta fylgis og D-listinn 48,4 prósenta fylgis með- al kjósenda í Reykjavík. Úrtak ÍM- Gallups var 1200 manns, tilviljunar- úrtak úr þjóðskrá, en nettósvörun var rúmlega 70 prósent. NSK KÚLULEGUR Vouisen Suóurlandsbraut 10. S. 680499. Ingibjörg Sólrún: Hvert atkvæði skiptir máli „Þetta er bara ein könnunin enn sem staðfestir það að þetta er allt saman mjög tæpt og getur í rauninni ““farið á hvorn veginn sem er þannig að hvert einasta atkvæði skiptir máh í þessum kosningum. Það mun ekki skýrast fyrr en að leikslokum hvem- ig landið liggur,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóraefni Reykjavíkurlistans, í morgun um niðurstöður skoðanakönnunar DV sem birtist í blaðinu í dag. Ámi Sigfusson: Hvetjum f ólk til að kjósa „Staðan er mjög jöfn. Okkur hefur 'tekist að fara úr 37 prósentum í jafna stöðu og það er augljóst að hvert at- kvæði skiptir sköpum. Við munum að sjálfsögðu hvetja stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, D-listans, til að mæta á kjörstað og leggjum mikla áherslu á að enginn okkar stuðnings- manna sitji heima,“ segir Ámi Sig- fússon, borgarstjóraefni Sjálfstæðis- flokksins, um niðurstöður skoðana- könnunar DV. Holland: Gleymdi að senda utankjör- staðaratkvæð- in til íslands Eypór Eðvaxösson, DV, HoUandi: Margir garðeigendur velja sér sumarblóm til að prýða garða sína um þessar mundir. Olafía og Ester eru um- kringdar ilmandi blómahafi og reyna að finna sér eitthvað við hæfi í garðana sina. DV-mynd GVA Svo getur farið að atkvæðaseðlar þeirra íslendinga sem greiddu utan- kjörstaðaratkvæði í Amsterdam í Hollandi 16. maí sl. í sveitarstjórnar- kosningunum nái ekki í tæka tíð til íslands. Lögum samkvæmt ber hverjum manni sem kýs erlendis að sjá um að atkvæði hans komist heim. Ræðis- maður íslands í Amsterdam, sem sá um utankjörstaðaratkvæðagreiðsl- una, lofaði hins vegar að sjá til þess að senda atkvæðin til íslands eins og alltaf áður. Hann hefði átt að senda þau til sendiráðsins í London sem síðan hefði séð um að koma þeim heim. Nú hefur komið í ljós að ræðismað- urinn hefur gleymt að senda at- kvæðaseðlana. Það verður hins veg- ar gert í dag og því óvíst að öll at- kvæðin komist í tæka tlð vegna þess að auðvitað dreifast þau á kjörstaði um allt land. Tveir ávítaðir m oinn rekinn l# j vil Hi E ■ vbiII ■■ ■ Tryggíngastofhun ríkisins hefur ávítað tvo tannlækna, sem eru samningsbundnir stofnuninni, harkalega og rekið einn tannlækni úr viðskiptum víð stofnunina. Að- gerðirnar eru til komnar eftir að upp komst að þeir misnotuðu að- stöðu sína og sendu inn óvenjuháa reikninga fyrir tannviðgerðir á börnum, öryrkjum og lífeyrisþeg- um sem fá endurgreiddar tannvið- gerðir samkvæmt lögum. Samkvæmt upplýsingum DV er Tryggingastofnun með fleiri tann- lækna, sem grunaðir eru um að liafa misnotaö gjaldskrá stofnunar- innar, í athugun en einblínt er á þá setn fengiö hafa háar endur- greiðslur frá stofnuninni. Sam- kvæmt sömu heimildum er um verulegar Qárhæðir að ræöa og kanna sérfræðingar nú reiknings- gerð tannlækna og til athugunar er hvort ástæða sé tii að höfða mál gegn þeim tannlæknum sem brotið : hafa samninginn. Á seinasta ári námu greiðslur Tryggingastofnun- ar ríkisins til tannlækna rúmlega 677 milljónum króna en tæplega mOljarði árið áöur. Samráðsnefnd Tannlæknafélags- ins og tannlækna átti samvinnu um aðgerðir gegn tannlæknunum þremur sem um getur en rannsókn á viðskiptum fleiri tannlækna er ekki i samvinnu við félagið, segir Jón Ásgeir Eyjólfsson, formaður Tannlæknafélagsins. Heimildir DV segja það „með ólikindum" á hvaða hátt gjaldskrá- in hafi verið misnotuð af sumum aðilum. Eftir því sem DV kemst næst eru grunsemdir um að ein- staka tannlæknar hafl gert við tennur foreldra og svo skrifað reikninginn á nafn barnanna. Einnig eru grunsemdir um „oftækningar" á tönnum, það er að einliverjir tamúæknar hafi gert við tennur f bömum semekkiþörfnuð- ust viðgerðar. Samkvæmt samningi Trygginga- stofnunar og tamúækna greiðir Tryggingastofnun 75 prósent af taimviðgerðum grmmskólabarna að 15 ára aldri og 50 prósent af tannviðgerðum 16 ára unglinga. Þá eru greidd 75 prosent af tannvið- gerðum öryrkja og lifeyrisþega, sem njóta óskertrar tekjutrygging- ar, og 50 prósent af tannviðgerðum lífeyrisþega sem njóta skertrar tekjutryggingar. Jón Ásgeir segir að þeir tann- læknar sem áminntir voru hafi borið við að reikningseyöublöð sem skilað er tú Tryggingastofnunar hafi verið ófullkomin og gætt hafi nússkilnings við útfyllingu þeirra. Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1994.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.