Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1994, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftan/erð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Áhrif kosninga Stundum er haft á oröi aö fólkið í landinu ráöi litlu sem engu um gang landsmála. Það séu stjómmálamenn og embættismenn sem stjómi ferðinni og taki takmarkað tillit til viðhorfa almennings. Kosningar séu til þess eins að festa valdamenn í sessi og staðfesta ákvarðanir þeirra. Lýðræðið sé til að sýnast. Sjálfsagt er eitthvað til í þessu. En sveitarstjómarkosn- ingamar á morgun, bæði aðdragandi þeirra, kosninga- baráttan og hugsanlega úrshtin, gefa tilefni til að álykta að lýðræðið hafi sín áhrif í stærra og áþreifanlegra mæli en oft áður. Sérstaklega á það við um kosningamar í Reykjavík. Sú óvanalega staða hefur skapast í höfuðborginni að fiórir flokkar hafa sameinast um eitt framboð gegn Sjálf- stæðisflokknum. Þannig hafa orðið til tvær fýlkingar, sem margir hafa tahð æskilegt í íslenskum stjómmálum; fylkingar sem bjóða upp á tvo mismunandi valkosti í stað margra flokka og óljósra skha þeirra í milh. Þessi tilraun Alþýðubandalags, Alþýðuflokks, Fram- sóknarflokks og Kvennahsta kann að boða tímamót í póhtískum átökum hér á landi. Fólkið sem stendur að framboði R-hstans og kemur úr ýmsum og ólíkum áttum hefur eflaust uppgötvað að það á miklu meira sameigin- legt en hitt sem hefur sundrað því. Hér getur því vel verið fyrirboði um sams konar eða hhðstæða samfylk- ingu í kosningum til Alþingis. Hver veit? Framboð R-hstans hafði þau áhrif að Markús Öm Antonsson, fi’áfarandi borgarstjóri, dró sig í hlé og með thkomu Áma Sigfússonar í stól borgarstjóra og efsta sæti D-hsta breyttust áherslur í málflutningi og stefnu- mörkun Sjálfstæðisflokksins í kosningabaráttunni. Mjúku málin, fiölskyldu- og umhverfismál, félags- og velferðarmál, hafa verið efst á baugi hjá báðum fýlking- um og er enginn vafi á því að sú stefiiubreyting sjálfstæð- ismanna var svar við málathbúnaði R-listans og Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur. Þannig hefur kosningabar- áttan og viðhorf almennings haft nú þegar sín áhrif. Það er meira hlustað á það hvað kjósendur vhja að gert verði heldur en hitt að keyra mál áfram að geðþótta stjómmála- mannanna einna. Fyrir örfáum vikum virtust borgarsfiómarkosning- amar tapaðar Sjálfstæðisflokknum. Nú hefur dregið svo saman aö ómögulegt er að spá um úrsht. Hér hefur kosn- ingabaráttan sjálf haft sín áhrif og frambjóðendur D- hstans undir forystu Áma Sigfússonar, dregið réttar ályktamir af viðhorfum Reykvíkinga og nálgast þær áherslur. Framboð R-hstans hefur með öðrum orðum skapað nýtt andrúmsloft og frambjóðendur D-hstans hafa áttað sig á stöðunni. Þetta verður að teljast athyghsverður árangur og sönnun þess að kosningar skih einhverju th kjósenda. Flokkar og frambjóðendur hafa nálgast fólkið. Lýðræðið hefur sannað sig. Hvemig svo sem kosningam- ar í Reykjavík annars fara. í öðrum bæjarfélögum er návígið meira og kosninga- baráttan með öðrum blæ, en þar er ekki aðeins verið að velja einstaklinga heldur og að greiða atkvæði með þeim málum sem framboðshstar bera fram. AJls staðar er ver- ið að marka stefiiu th næstu fiögurra ára með atkvæðum og atbeina fólksins í bæjarfélögunum. í því felst lýðræð- ið og aðhaldið. Kjósendur em hvattir th að nýta sér þann rétt sem þeir hafa th að hafa áhrif á sveitastjómarmál; á sitt nán- asta póhtíska og félagslega umhverfi. Hvert atkvæði skiptir máh. Ehert B. Schram Konfúsíus Mao Jefferson Helmut Schmidt, fyrrum Þýska- landskanslari, lét þau orö falla á íundi í Reykjavík í fyrrahaust aö engiun nema Bandaríkjamönnum dytti í hug aö heimta vestrænt lýð- ræði í Kína. Kommúnisminn er það versta sem til er í huga réttrúaðra Bandaríkjamanna, margir eru þeirrar sannfæringar að ákvæði bandarísku stjómarskrárinnar séu algild og eigi líka að gilda í Kína, hvað sem líður Konfúsíusi og Búdda. Ef ekki væri kommúnismi í Kína, að nafninu til að minnsta kosti, væri trúlega lítil fyrirstaða gegn því að veita Kina fulla aðild að sam- félagi þjóðanna með þátttöku í GATT (sem breytist í WTO um næstu áramót), eða varanlegum tollaívilnunum Bandaríkjanna gagnvart Kína, hinum svokölluðu MFN (Most Favored Nation) samn- ingum, sem nú standa yfir. En það er kommúnismi í Kína, þar af leiðandi er kúgun þar af hinu illa og óbærilegri en öll önmn: kúg- un, að ekki sé minnst á hemám Kínveija í Tíbet, sem sumir Banda- ríkjamenn, nú síðast leikarinn Ric- hard Gere, hafa tekið illskiljanlegu ástfósri við, og í þessari viku verð- ur Clinton að taka ákvörðun um MFN. MFN Kína er upprennandi risaveldi með um fimmtung íbúa heims- kringlunnar innan sinna landa- mæra. Síðustu ár hefur hagvöxtur þar verið um 13% á ári og Kina hefur flust úr 31. sæti sem mesta heimsviðskiptaþjóð veraldar upp í það 11. og steftiir enn upp á viö. Viðskiptajöfhuður Kína við Bandaríldn er nú hagstæður um nærri 23 milljarða doflara. Banda- ríkjamenn selja þangað árlega um níu milljarða virði af vöram og yfir milljón manns þar lifir á að fram- leiða fyrir Kínamarkað. Kína gæti innan fárra ára orðið ennþá meira viðskiptaveldi en Japan og mark- aðurinn þar hefur ekki einu sinni opnast enn. Aðild að GATT (WTO) á næsta ári gæti gjörbylt öflum heimsvið- skiptum. En aflt gæti strandað á Jefferson; Kínverjar hafa aflt aörar hugmyndir um mannréttindi en þær sem mannréttindayfirlýsing bandarísku stjórnarskrárinnar segir algildar. Clinton í klípu Clinton forseti hefur frá upphafi lagt áherslu á tvennt í utanríkis- stefnu sinni, í fyrsta lagi að mann- réttindi eigi að skipta meira máli en þau gerðu í stjómartíð Reagans og Bush og í öðra lagi að fyrsta forgangsmál Bandaríkjanna séu utanríkisviðskipti. Þetta tvennt rekst harkalega á í Kína. Annars vegar era gífurlegir viðskiptahags- Gunnar Eyþórsson blaðamaður munir, hins vegar hefðbundin bar- átta Bandaríkjanna gegn kommún- isma. Mannréttindabrot i Kína era haldreipi þeirra sem enn trúa á að bandaríski draumurinn sé algild- ur, á móti kemur sú staðreynd að Kína hefur komist af án Bandaríkj- anna síðustu 5000 ár aö minnsta kosti, og Kínveijar telja sig ekki þurfa að sækja neitt þangað, nema ef vera skyldu peningar. Það sem gerðist á Torgi hins himneska frið- ar í Peking fyrir fimm árum bindur hendur Clintons. Siðferðispostular hvers konar heimta að Kína sé „refsað" með þvi að afnema MFN gagnvart landinu, viöskiptajöfrar reyta hár sitt í ör- væntingu við slíka tilhugsun. í raun mundu Bandaríkin skaða sig sjálf miklu meira en Kína með þeirri afstöðu en samt á siðferðis- boðskapurinn sterka formælendur á þingi. Clinton verður að velja milli þess að leggja í verki blessun sína yfir mannréttindabrot eða láta lögmál markaðarins ráða. Það er Banda- ríkjastjóm til hróss að þetta skuli vera vandamál. Lausnin getur ekki orðið nema á einn veg og engir þjóðarleiðtogar nema Bandaríkja- forseti mundu þurfa að hugsa sig umtvisvar. GunnarEyþórsson „Mannréttindabrot í Kína eru haldreipi þeirra sem enn trúa á að bandaríski draumurinn sé algildur, á móti kemur sú staðreynd að Kma hefur komist af án Bandánkjanna síðustu 5000 ár... “ Clinton Bandaríkjaforseti verður að velja á milli blessunar yfir mannrétt- indabrot eða láta lögmál markaðarins ráða, segir m.a. í greininni. Skoðanir annarra Guð í París „Ef útlendingur segir að hér sé kreppa er auðvit- að ekkert annað fyrir íslendinga að gera en trúa því, svona þegar hann er kominn heim úr síðustu sólarlandaferðinni. Sannleikurinn er sá að við höfum ekkert með niðurstööur og spádóma OECD að gera. Tölumar sem hún byggjr á era komnar héðan að heiman. OECD sendir aldrei neinn til íslands til að garfa í tölum. Þær era sendar héðan til Parísar. Guð í París sendir þær svo aftur til að hægt sé að lesa þær fyrir hrelldum lýð.“ Indriði G. Þorsteinsson rithöf. í Pressunni 26. mai. Framtíðarsýnin „Framtíðarsýnin á að felast í því að arðbær fyrir- tæki taki við fólki í vinnu í stað þess að vaxtarbrodd- ur atvinnulífsins séu átaksverkefni á vegum ríkis eða sveitarfélaga... Minnkandi atvinnuleysi nú á vordögum er vegna þessara átaksverkefiia, sem era nauðsyn eins og ástandið er. Hins vegar er atvinnu- leysisvandinn jafn óleystur til frambúðar, og sveitar- félögin ein megna aldrei að leysa hann nema ríkis- valdið vinni með þeim að því verkefni að skapa at- vinnulífinu starfsskilyrði." Úr forystugrein Timans 25. mai. Viðskiptaf relsi við Bandaríkin „í ljósi þess hve mikla áherslu bandarísk stjóm- völd leggja á umhverfismál má líklegt telja að ein forsenda fýrir hagstæðum samningum við Banda- ríkjamenn um viðskiptafrelsi sé sú að íslendingr gangi aftur í Alþjóðahvalveiðiráðið. Við verðum að vera minnug þœs að landfræðileg lega okkar hefur ekki sömu áhrif og áður þegar kalda stríðið geisaði. Það sem e.t.v. hefði staöiö til boða hér áður fýrr, vegna hemaðarlegs mikilvægis landsins, er ekki lengur uppi á borðinu. Nú verðum við að lúta sömu lögmálum og aðrar þjóðir í hinu alþjóðlega efnahags- umhverfi." Ólafur Arnarson hagfr. i 6. tbl. Viðskiptabl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.