Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1994, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1994, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1994 13 Neytendur Kvargs er gjarnan neytt á svlp- aðan hátt og skyrs og jógúrtar. komið til íslands ;»,Þetta er þýska hugmyndin og algjörlega sá grannur. Orðið kvarg er íslensk útgáfa af þýska orðinu Quark sem margir íslend- ingar þekkja,“ sagði Adolf Óla- son, sölustjóri þjá Emmess, en Mjólkursatnsalan hefur nú hafiö sölu á nýrri mjólkurafurð frá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi undir heitinu Kvarg. „Þetta er ný tegund af sýi’ðri mjólkurvöru, eins konar millistig á milli jógúrtar og rjómaskyrs. Kvargið er þó bragðmildara en rjórnaskyr og heiúr léttari áferð þannig að ekki þarf mjólk út á,“ sagði Adolf. Það fæst bæði með jarðarberja- og bláberjabragði og með blönduðum ávöxtum. Hraðhrifan rakar gras án þess að stingast í grasrótina. mm 1 „Það kannast flestir við vanda- málið þegar hrífumar rykkjast til og festast í grasrótinní. Mér datt þvi í hug að setja hjól á hrífuna til að auðvelda mér verkið. Þetta er heimskulega einfalt og sorglegt að fólki hafi ekki dottið þetta í hug fyrir lifandi löngu,“ sagði Steinn Sigurðsson en hann hefur undanfarin tvö ár hannað hjól á venjulegar hrífur og nefnir þær hraöhrífur. „Ég útvega hjóhn og festingam- ar en hrífurnar eru framleiddar i Trésmiðju Magnúsar F. Jóns- sonar. Þær koma til með að fást í flestum byggingavöruverslun- um mjög fljótlega," sagði Steinn. Hann taldi að hrífumar yrðu 5-600 krónum dýrari með hjóli og kostuðu því e.t.v. rétt innan við 2 þúsund krónur. Utibússtjóri ATVRum Budweiser-lækkunina: Markadssettur á fölskum forsendum - höfum aldrei villt á okkur heimildir, segir framkvæmdastjórinn „Já, við erum illir út af þessu. Það er verið að markaðssetja Budweiser bjórinn á folskum forsendum sem ódýrasta bjórinn í Ríkinu. Svo er verið að bera hann saman við t.d. Egils GuU og Thule sem bæði eru í stærri dósum og með hærra pró- sentustig," sagði Þorgeir Baldursson, útibússtjóri ATVR í gamla Mikla- garði, í samtah við DV. Budweiser-umboðið sendi nýlega frá sér fréttatilkynningu þar sem Budweiser er sagður „langódýrasti bjórinn hjá ÁTVR í dag, eða kr. 334,70 lítrinn". Að sögn Þorgeirs er þetta ekki rétt því t.d. Viking Pilsner í litl- um dósum fæst á 313,13 kr. lítrinn. „Svo era Egils Gull og Thule í 50 cl dósum með 5% styrkleika en Budweiser í 47,3 cl dósum með 4,8% styrkleika. Þannig er Budweiser ein- ungis 5 krónum ódýrari á lítrann en á móti kemur að styrkleikinn er minni,“ sagði Þorgeir. Budweiser er 5% sterkur „Við merkjum bjórinn 4,8% en hann er 5%. Við megum hafa 5% frá- vik frá merkingu miðað við styrk- leika og auðvitað notfærum við okk- ur það að merkja hann aðeins dauf- ari til þess að hann verði ódýrari," sagði Magnús Jónasson, fram- kvæmdastjóri Budweiser-umboðs- ins, í samtali við DV. „Við höfum aldrei reynt að vflla á okkur heimUdir. Það hefur aUs stað- ar komið skýrt fram að dósirnar séu 47,3 cl, við erum ekkert að leyna því. Við höfum einnig sagt að þetta sé langódýrasti bjórinn og þá erum við að tala um bjór sem er í kringum 5% að styrkleika og í þessum stóru pakkningum," sagði Magnús. Þegar honum var bent á að það kæmi ekki fram í fréttatilkynningunni, þ.e. að miðað væri við stórar pakkningar, viðurkenndi Magnús að hann hefði átt að taka það'fram. „En Budweiser er langódýrastur miðað við alkóhól- magn. Viking PUsner er e.t.v. ódýrari á Utrann en hann er bara 4,6% sterk- ur. Þetta lága verð er tUkomiö vegna nýlegrar lækkunar á verndartolU á Verðsamanburður á stórum bjórdósum 450 kr,- 400 — Bjórverð á lítra Budweiser Egils Gull Thule Tuborg Becks Holsten Heineken 9000 8000 Bjórverð á alkahóllítra Egils Gull Thule Budweiser Holsten Becks Tuborg Heineken_ DV verðmeðvituðu þjóðfélagi skiptir verðmunur á bjór auðvitað líka máli. Nú keppast bjórframleiðendur við að bjóða gott verð rétt eins og aðrir. DV-mynd BG erlendan bjór úr 50% í 35%. Hann gerir okkur kleift að lækka lítrann um tæplega 20% frá minni dósunum í þær stærri,“ sagði Magnús. Aðspurður hvers vegna stóru dós- imar væra ekki 50 cl heldur 47,3 cl sagði Magnús Budweiser framleiða aUt í únsum. „Þeir eru með 8,12,16 og 24 únsu pakkningar og það munar þarna 27 ml, eða u.þ.b. einum snafs, á 47,3 cl dósunum og 50 cl dósunum. Það er ekki mikið. Það hefur t.d. eng- inn haft orð á þvi að Utlu dósirnar okkar era 35,5 cl en ekki 33 cl eins og flestar hinna.“ Verðkönnun á bjór TU að fá úr þessu skorið gerði Neyt- endasíðan verðsamanburð á stóru bjórdósunum, annars vegar til að fá út verð á Utra og hins vegar til að fá út verð á alkóhólUtra. í ljós kom að Budweiser er með lægsta Utraverðið, eða 335 krónur Utrinn, og Heineken það hæsta, 410 krónur. Að sama skapi kostar kippa af Budweiser 950 kr. en af Heineken 1.230 kr. Sé hins vegar gerður verðsaman- burður m.t.t. alkóhólmagns era EgUs GuU og Thule ódýrastir en Budweis- er í 3. sæti. Það skal tekið fram aö í þeim útreikningum er gert ráð fyrir aö stykleiki Budweiser sé 4,8% eins og ÁTVR gefur upp. Ef verðið er reiknað með 5% styrkleika fæst út 6.700 kr. á lítrann sem þá væri lægsta verð á alkóhóUítra. Meðfylgjandi gröf segja aUt sem segja þarf. Upplýsingalína Sjálfstæðismanna 612094 Hringdu núna áfram Reylqavík *® Borg í blóma X-D Einar S. Hálfdánarson löggiltur endurskoðandi Ásta Margrét Jónsdóttir húsmóðir Björgvin Frederiksen fyrrv. forseti Landssamb. iðnaðarm. ÍÍÍÍSÍÍÍÍÍM Þuríður Pálsdóttir söngkona Dr. Bragi Jósepsson prófessor

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.