Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1994, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1994 Vísnaþáttur Finnst mér orðið fátttilbjargar „Góður er sérhver genginn / geti hann legið kyr / en Ólafur aftur- genginn / er Ólafur verri en fyr.“ Svo orti Halldóra B. Bjömsson skáldkona endur fyrir löngu. Þessi vísa kom upp í hugann þegar upp um mig komst að ég hafði farið rangt með í síðasta þætti. En vegna þess að mér er mikið í mun að hafa ævinlega í heiðri það sem sannara reynist átti ég ekki annars kost en að vekja sjálfan mig upp til að bæta fyrir mistökin, því „ég veit að iðrun á einhveija náð“, eins og Einar Benediktsson skáld komst að orði. En ég vona sannarlega að staka Halldóru sannist ekki á mér, að leiðrétting á leiðréttingu síðasta þáttar verði mér til enn meiri vansa. En hún er þessi: Jakob Aþaníusson bóndi og hreppstjóri í Tungumúla og síðar Gerði á Barðaströnd var eitt sinn staddur á kirkjustað einhvers stað- ar í Barðastrandarsýslu og sá þar þrjá hempuklædda presta. Gerði hann þá eftirfarandi vísu og af- henti hana einum prestanna: Þar sem dökkleit þrenning býr þrífst ei nokkur friður. Blessun drottins burtu flýr, bölvun rignir niður. Þessu svaraði einn prestanna á svofelldan hátt: Þrenning hatar, þess er von þjófinn auðs og svanna. Aldinn Satans einkason, andstyggð guðs og manna. Jakobi, sem hafði sína vísu í gamni gert, fannst svarið ekki við- eigandi og sagði þá: „Er það nú prestur o.s.frv." En rétt áður en klerkar gengu til kirkju rétti hann einum þeirra blað - á því var þessi staka: Hylur gæran sauöarsvarta soltinn úlf með geði þungu, dúfuaugu, höggormshjarta, hunangsvarir, eiturtungu. HeOsufar manna og jafnvel stjórnmálaflokka hefur verið býsna valt undanfarið og sízt batn- að eftir því sem nær hefur dregiö kosningum. Það gæti því vel átt við þá það sem Jökull Pétursson mál- ari orti um veikan mann: Hvort hann tórir ekki á ætla ég að gizka. Útlitið er a.m.k. ekki á marga fiska. En þá út í aöra sálma: Það var fyrir allmörgum árum að Þór- mundur Erlingsson frá Stóra-Botni í Hvalfirði kvað um kappræður í útvarpi: Vísnaþáttur Torfi Jónsson Deilur harðna um dagsins mál, djúpið vizkan kafar, barizt er um breyzka sál báðum megin grafar. Og hvers vegna? Því svarar Ind- riði Þórkelsson á f/jalli þannig: Ærið mörgu er í lýð um ævina búið að ljúga. En hann reynist ár og síð óbilandi að trúa. En sjaldan er ein báran stök. í síðasta þætti kenndi ég Steini Steinarr vísu sem hefst svo: „Aura salla safnandi", sem ég þó vissi að var ekki hans, og það sem meira var, mér var kunnugt um tilefni hennar, um hvern var kveðið og að réttur höfundur var Steinn Dofri ættfræðingur. En þessu hafði ég öllu gleymt þegar ég var berja þátt- inn saman, sem er mér sönnun þess að mál er að þessari þáttagerð minni hnni, a.m.k. um sinn. En ögn meira um kirkjuferðir. Verkamannasamband íslands fundaði í byijun júnímánaðar 1992 á Iðavöllum. Eftir fundinn var farið í kirkju á Valþjófsstað. Guðmundur jaki var að sjálfsögðu meðal gesta ásamt Hákoni Aðalsteinssyni, sem var leiðsögumaður í feröinni. Há- kon dáðist mjög að Jakanum þegar hann gekk úr guðshúsinu og kvað þessa vísu: Leiður tími loks að baki liggur opið drottins hhð. Gekk úr kirkju Gvendur jaki með geislabaug um höfuðið. Þar sem hús Hjálpræðishersins stendur nú var áður samkomu- og veitingahús, sem nefndist Hótel Reykjavík, en var í gamni nefnt Okakerið. Þar voru haldnar leik- sýningar og þar mun frumsýning leikritsins Útilegumennirnir (Skugga-Sveinn) hafa farið fram. Hjálpræðisherinn festi kaup á Oka- kerinu á fyrstu dögum sínum. Þá var kveðið: Þar sem forðum Bakkus bjó og bjórsins freyddi aldan stíf, fæst nú huggun, hjálp og fró og hver veit - máske eilíft líf. Á þeim árum sem Sveinn Ás- geirsson sá um vísnaþátt í útvarp- inu var það venja að varpa til hlust- enda fyrrihluta stöku og launum heitið fyrir bezta botninn. Fyrri- hlutar munu vera eftir Guðmund Sigurðsson gamanvísnahöfund. Beztu botnarnir, sem ég þekki til, fara hér á eftir: Sólarglit og bragabál bezt fær hitað sinni. Páll Bergþórsson, síðar veður- stofustjóri, botnaði: Brugðið lit á líf og mál og löngu shtin kynni. Guðmundur Sigurðsson: Hörkufrost og fimbulvindur fara á kostum yfir landið. Guðný Sigurðardóttir botnaði og þar var greinilega enginn viðvan- ingur á ferð: Tízkuþorstans keipakindur kveða af rosta í segulbandið. Þá er aftur komiö að leiðarlokum, en um leið og ég bið lesendur afsök- unar á þeim mistökum, sem mér hafa orðið á, fmnst mér ekki úr vegi að kveðja með heimagerðri stöku: Finnst mér oröið fátt til bjargar, fyrirgefning hvergi eygi. En fyrir villur mínar margar mun ég svara á hinzta degi. Matgæðingur vikunnar_i> Lasagne með grænmeti „Eg hef verið að breyta matar- æðinu meira yfir í grænmetisrétti og finnst þeir mjög góðir. Manni líður líka vel af shku fæði,“ segir Erla Þórólfsdóttir, söngkona og matgæðingur vikunnar, sem ætlar að bjóða lesendum upp á grænmet- islasagne. „Þetta er ofboðslega góð- ur réttur sem öhum hefur líkað mjög vel. Meira aö segja tengdafor- eldrum mínum, sem eru miklar kjötætur, fannst hann mjög góður og trúðu varla að ekkert kjöt væri í réttinum. Sjálf fékk ég þessa upp- skrift frá vinnufélaga mannsins míns sem hefur mjög gaman af að prófa eitt og annað,“ segir Erla. En þannig er uppskriftin: ’/i-l laukur 1- 2 hvítlauksrif 2 gulrætur 1 rauö paprika 1 græn paprika 125 g sveppir Vi kínakálshaus '/j agúrka 2- 3 dósir niðursoðnir tómatar 2 htlar dósir tómatpuré salt og pipar Herbés de Provence krydd Grænmetið er allt skorið í ten- Erla Þórólfsdóttir, söngkona og matgæðingur vikunnar. inga eða ræmur og steikt í olíu. Þá er tómötunum bætt út í ásamt tóm- atpuré. Látið malla í eina til eina og hálfa klukkustund við vægan hita. Kryddað með salti, pipar og Herbés de Provence kryddi. Því næst er búin til bechamel- sósa (hvit sósa) en í hana fer: 100 g smjörhki eða olía hveiti mjólk 100 g rjómaostur 2 egg örhtið af parmesan-osti salt og pipar múskat Sósan er bökuð upp og höfð frek- ar þunn og 100 g af rjómaosti bætt út í hana, síðan eggjunum, parmes- an og kryddað með salti og pipar og rifnu múskati. Þá er eldfast mót smurt vel og lögunum raðað; fyrst lasagne-plöt- ur, síðan grænmetissósan og loks hvíta sósan og þannig koll af kolh. Efst á að vera hvíta sósan og ofan á hana er stráð yfir blöndu af par- mesan og mozzarella-osti. Þá er la- sagne-rétturinn bakaður við 180 stiga hita í hálftíma til þrjú kortér. Borið fram með fersku grænmeti og hvítlauksbrauði. Erla segist hafa mjög gaman af að prófa hina ýmsu rétti og þá sér- staklega grænmetisrétti. „Þaö er ótrúlegt hvað þetta er gott á bragð- ið og maður saknar ekkert kjöts- ins. Mér fmnst hka mjög auðvelt að matreiða grænmetisrétti," segir Erla. Hún ætlar aö skora á aðra söng- konu, Margréti Stefánsdóttur, að verða næsti matgæðingur. Hinhlidin Félagsskapurinn skiptir öllu máli - segir Sigríður Amardóttir sjónvarpsþula Sigríður Arnardóttir hefur verið þula hjá Sjónvarpinu um nokkurra ára skeið en einnig hefur hún stýrt þáttum á rás eitt. Sigríður hefur aðahega haldið sig þar á mannlegu nótunum og fjallað um hvaðeina sem skiptir okkur mannfólkið máh en þættirnir nefnast Samfélagið í nærmynd. Einnig hefur hún verið með sjónvarpsþætti. Þá var Sigríð- ur sú er flutti stig íslensku dóm- nefndarinnar til Dyfhnnar í Euro- vision keppninni. Það er Sigríður sem sýnir hina hhðina að þessu sinni: Fullt nafn: Sigríður Arnardóttir. Fæðingardagur og ár: 26. júh 1965. Maki: Kristján Franklín Magnús. Börn: Haraldur Franklín Magnús. Bifreið: Gömul en góð Mazda. Starf: Dagskrárgerðarmaður hjá rás 1 og sjónvarpsþula. Laun: Minnstu ekki á það ógrát- andi. Áhugamál: Leiklist, útivera og hreyfing, starfiö, garðrækt, mann- leg samskipti og ótal margt annað. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Þrjár. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að fara í leikhús og taka þátt í samræðum við gott og hugsandi fólk. Svo finnst mér frábært að fara út að hlaupá með góðri vinkonu minni og ræða málin í leiðinni. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að hggja í flensu. Uppáhaldsmatur: Pastaréttir ýmis- konar. Svo er ég veik fyrir ostum og ostakökum. Uppáhaldsdrykkur: Vatn og svo er ekki verra að hafa rauðvín með ostunum. Ágætur sumardrykkur er líka eplasafi og sódavatn th helminga - vel kælt. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Ég hef lítinn áhuga á keppnisíþróttum en þeim mun meiri áhuga á almennings- Sigríður Arnardóttir, dagskrár- gerðarmaður og þula. íþróttum. Þó er ekki hægt að gleyma Magnúsi Scheving. Uppáhaldstímarit: Mér berast mörg ágæt tímarit í starfi minu. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð fyrir utan maka? Haraldur Franklín og dr. Öm Erlendsson. Ertu hlynnt eða andvíg ríklsstjórn- inni? Einkamál. Hvaða persónu Iangar þig mest að hitta? Einhvern frægan Hohywood leikara til að bera saman raun- myndina og ímyndina. Uppáhaldsleikari: Kristján Frank- hn. Uppáhaldsleikkona: Ragnheiður Tryggvadóttir og Þórdís Arnljóts- dóttir. Þær eru svo frábærar íþróttavinkonur mínar. Úppáhaldssöngvari: Bubbi. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Ingi- björg Sólrún. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Mér leiðast teiknimyndir. Uppáhaldssjónvarpsefni: Það var margt gott í Sjónvarpinu í vetur og erfitt að gera upp á milli. Af því sem er í boði núna finnst mér gaman af Dagsljósi, systrunum í Sækjast sér um líkir og breskum sakamála- þáttum. Uppáhaldsveitingahús: Hin lit- skrúðuga kaffihúsaflóra hentar ágætiega mínum fjárhag um þessar mundir og thkomumeiri veitinga- staðir verða að bíða betri tíma. Ertu hlynnt eða andvíg veru varn- arliðsins hér á landi? Andvíg en það þarf að efla atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rás eitt skarar fram úr. Uppáhaldsútvarpsmaður: Minn nánasti samstarfsmaður, Bjami Sigtryggsson. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Það er nú htið að horfa á á Stöð 2. Sjónvarpið (íslenska sjónvarpiö eins og fólk segir gjarn- an) er mín stöð. Annars er betra að fara út í garð. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Dags- ljóssfólkið er allt til fyrirmyndar. Uppáhaldsskemmtistaður: Það er langskemmtilegast að skemmta sér á stöðum sem ekki eru eyrna- merktir sem „skemmtistaðir". Það er félagsskapurinn sem öhu skipt- ir. Uppáhaldsfélag í íþróttum? Hlut- laus. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtiðinni? Ég hef ahtaf svo margt á stefnuskránni og þaö er svo margt sem mig langar að gera þó held ég að það sé heillavænlegast að lifa fyrir einn dag í einu. Hvað ætlar þú að gera i sumarfrí- inu? Fjölskylda mín og ég ætlum að skipta á húsi við finnskan blaða- mann sem býr á dásamlegum stað við strönd syðst í Finnlandi. Svo er ætlunin að ferðast hka eitthvað innanlands og njóta bjartra sum- arnátta. Annars ætlar maður sér ahtaf allt of mikið í fríinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.