Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1994, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1994, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1994 Kvikmyndir Verður Flintstones vinsæl- asta fjölskylda sumarsins? Kvlkmyndahetjur sumarsins. John Goodman í hlutverki Fred Flintstone og Arnold Schwarzenegger í hlutverki harðjaxlsins Harry Tasker í True Lies. Nú fer í hönd sá tími sem stóru kvikmyndafyrirtækin í Hollywood setja á markaðinn þær kvikmyndir sem mest hefur verið lagt í og eiga oftar en ekki að bjarga fjárhagnum. Eins og dæmin sanna getur þetta : brugðist. í fyrra rambaði Columbia á barmi gjaldþrots eftir að í ljós kom að stórtap var á The Last Action Hero en Universal aftur á mótí mokaði inn peningum á Jurassic Park. Þeir pen- ingar hafa að hluta til farið í að gera rándýra kvikmynd um hina víö- frægu Flintstones fjölskyldu. Kvik- myndin sem einfaldlega heitír The Flintstones er sú kvikmynd sem Universal bindur mestar vonir við og hefur ekkert verið sparað í auglýs- ingum og markaðssetningu og er greinilegt að þeir hjá Universal gera sér vonir um annað ævintýri, en myndin er frumsýnd um þessa helgi. „The Flintstones er ætlað að skemmta öllum, alveg sama hver aldurinn er,“ segir leikstjóri mynd- arinnar Brian Levant. Og greinilegt er á markaðssetningu og auglýsing- um að Universal er að höfða tíl sjón- varpsáhorfenfda, fá þá í bíó sem vanalega sitja fyrir framan sjónvarp- ið. Með það í huga er rétt skipað í aðalhlutverkið, en Fred Flintstone er leikinn af John Goodman, sem leikið hefur eiginmann Roseanne í samnefndum sjónvarpsþáttum sem hafa verið efstir á vinsældalista í nokkur ár. Þá er einnig gert mikið úr þvi að Elizabeth Taylor leikur í fyrsta skipti hlutverk í fjórtán ár. Og ekki er verið að fara í felur með það að Steven Spileberg er einn fram- leiðenda myndarinnar. Liður í þess- ari herferð er endursýningar á sjón- varpsseríunni í bandarísku sjón- varpi. Má með sanni segja að Óll brögð séu notuð til að koma því inn hjá bandarískum almenningi aö The Flintstones sé kvikmynd sem enginn má missa af. Flestir sem vit hafa á segja að þessi herferð Universal eigi eftír að heppn- ast en benda samt á kvikmyndina Popeye, sem gerð var fyrir fimmtán árum eftir þekktri teiknimyndaser- íu, með þekktum sjónvarpsleikara, Robin Williams. Þá var heldur ekk- ert til sparað í auglýsingum. í dag er Popeye í hópi þeirra kvikmynda sem geysilegt tap hefur orðið á þó þeir hjá Paramount hafi unnið það aðeins upp á myndbandamarkaðin- um. En hvað skyldu talsmenn annarra kvikmyndafyrirtækj a í Hollywood segja um möguleika þeirra gegn The Flintstones: „Við erum ekki hræddir við The Flintstones," segir talsmaður Paramount, en aðalmyndin hjá þeim er Berverly Hills Cop III og hefur Parmount ákveðið að frumsýna hana tveimur dögum áður en The Flints- tones verður frumsýnd. Annars er það mikill línudans á þessum árstíma að koma stórmynd að á réttum tíma og stundum skerast þær línur og stórmyndirnar eyði- leggja hvor fyrir annarri, þannig slys verður alltaf þegar alhr vilja frum- sýna á sama tíma. Á hverju ári gera blaðamenn hjá bandarísku tímaritinu Premier sér Kvikmyndir Hilmar Karlsson til dundurs að spá um vinsældir sumarmyndanna og hjá þeim er The Flintstones spáð fjórða sætinu á eftír kvikmynd þeirra James Camerons og Arnolds Schwarzeneggers, True Lies, sem skipar fyrsta sætið í spánni, nýjustu teiknimyndinni frá Walt Disney, The Lion King, sem skipar annað sætið og Maverick með Mel Gibson, sem er í þriðja sætinu. Næstu myndir þar á eftir eru I Love Trouble, með Juliu Roberts og Nick Nolte í aöalhlutverkum, Renaissance Man, með Dnny DeVito, leikstýrð af Penny Marshall, City Shckers III, Clear and Present Danger, þriðja myndin um njósnarann Jack Ryan, með Harrison Ford í aðalhlutverki, Wyatt Earp með Kevin Costner í að- alhlutverki og í tíunda sætinu er The Mask, en í þeirri mynd leikur nýj- asta stjarnan Jim Carrey (Ace Vent- ura) aðalhlutverkið. Þess ber þó að geta að ekki hafa þeir verið neitt sér- lega sannspáir hjá Premier, spáðu tíl dæmis The Last Actíon Hero öðru sætinu í fyrra. Framhald af Fantasíu Einhver stórkostlegasta teikni- mynd sem gerð hefur verið er Fantasía sem Walt Disney gerði 1940. Eins og flestum er kunnugt skiptist Fantasía í átta hluta og fengu teiknarar Disneys það verkefni aö myndskreyta við klassísk tónlistarverk. Afrakst- urinn var snilldarverk sem enn þann dag í dag er sýnt í kvik- myndahúsum. Eftir langan vmd- irbúning er loks komið að því að gera Fantasía 2 og mun hún sldptast í sex hluta og er Sinfón- íushljómsveit Chicago borgar að hljóðrita tónlistina um þessar mundir. Siðan taka teiknararnir við og aö sjálfsögðu koma þekktar teiknimyndapersónur fram í myndinni. Talað er um að mynd- in verði tilbúin th sýningar 1998. Robinfær aðvera með í Batman3 Nú er verið að undirbúa þriðju kvikmyndina um Batman og að sjálfsögðu fer Michael Keaton með hlutverk Batmans. I fyrri Batman-myndunum hefur vant- að eina persónu sem alltaf er með Batman í teiknimyndasögunum, Robin. Nú á að bæta um betur og fær Robin aö vera með í Bat- man 3. í fyrstu vhdu framleiöend- urnir ráða óþekktan leikara í hlutverkið en erfiðlega hefur gengiö að fnma rétta manninn og hefur nú Chris O’Donnell, sem síðast sást í Skvttunum, veriö; boðið að leika Robin, YerðurWater World dýrasta mynd allra tíma? Núerí undirbúningi framtíðar- kvikmyndin W ater World og mun Kevín Costner fara með aðalhlut- verkiö, nokkurs konar Mad Max karakter sem á í höggi viö þorp- ara sem búa á plánetu þar sem ekkert fast land er, öll plánetan er huhn vatni. Áætlaður kostnað- ur við myndina er 110 milljón dollarar en kunnugir segja að kostnaðurhm eigi eftir að verða mun meiri og þeir sömu segja aö Water World verði dýrasta kvik- mynd sem gerö hefur verið. Ke- vin Costner er einnig einn fram- leiðenda myndariimar en leik- stjóri er Kevin Reynolds sem leik- stýrði Costner í Robin Hood: Prince of Thives. Tarantino og Stone sameina krafta sína Natural Bom Killers kvikmynd sem frumsýnd veröur í sumar. Er hún sameiginlegt verkefni hinna þekktu kvikmyndagerðar- manna, Quentins Tarantino og Olivers Stone. Natural Bom Kill- ers er talin; ofbeldisfuh í meira lagi. Fjallar hún um Mickey og Mallorj' og blóði drifna slóð þeirra. Aðalhlutverkin leika Ro- bert Downey jr., Woody Harrel- son og Juhette Lewis. Riddarar hringborðsins Enn eina ferðina á að fara að gera kvikmynd um Arthur kon- ung og riddara hringborðsins. Myndin á að heita First Knight og er ekki af ódýrari gerðinni, áætiuriin hljóðar upp á 60 mhljón dollara. I fyrstu var gert ráð fyrir að Wihiam Baldwin myndi leika riddarann hugprúða Lanceiot, en ráöamenn hjá Columbia fannst þaö ekki nógu sterkur leikur og vildu þekktari leikara. Nti cr kominn á blað hjá þeim Richard Gere sem mun loika riddarann og Sean Connery sem leikur Art- hur konung. Þessir kollóttu steinar hlaut silfurverðlaun Teiknað í sandinn. Ur Þessir kollóttu steinar. Nýverið hlaut heimhdarmyndin Þessir kohóttu steinar, sem hefur undirtitihnn andlitsmyndir Sigur- jóns Ólafssonar, silfurverðlaun í flokki fræðslumynda á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Bandaríkjunum (US Intemational Fhm and Video Festival). Hátíð þessi er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Veitt em verðlaun 1 32 flokkum sjón- varpsmynda, heimhda-, fræðslu- og hvers kyns fag- og iðnaðarmynda. Á síðastliðnu ári hlaut Verstöðin ísland eftir Erlend Sveinsson þriðju verðlaun í sínum flokki. Er það eina íslenska kvikmyndin sem hafði fengið verðlaun á þessari kvikmyndahátíð áður. Að þessu sinni kepptu um það bh 1500 mynd- ir frá 29 löndum um verðlaun í 32 flokkum. Verðlaunaafhendingin fer fram í Chicago 1. og 2. júní og mun þá stjómandi myndarinnar Ólafur Rögnvaldsson taka á móti verðlaununum. Þessir kollóttu steinar er 17 mín- útna löng mynd sem fjallar um portretmyndagerð Sigurjóns Ólafs- sonar. Myndin byggist að hluta til á viðtah Erhngs Jónssonar við Sig- urjón. í myndinni er áhorfandan- um veitt innsýn í huga hstamanns- ins með því aö skoða einstök verk hans og hugmyndir um gerð por- tretmynda. Fjallar er um afstöðu hans th hstarinnar, um form, ana- tómíu, áferð, efnismeðferð, ljós, skugga, hti og hreyfingu. Einnig em myndir af hstamanninum sjálf- um við störf sín. Handritíð gerðu Auður Ólafsdótt- ir, Birgitta Spur, Ólafur Rögnvalds- son og Sólveig Georgsdóttir en myndin er gerð fyrir Listasafn Sig- uijóns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.