Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1994, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1994 Erlend bóksjá Metsölukiljur Bretland Skátdsögur: 1. Jitly Cooper: The Man Who Made Hus- bands Jeatous. 2. John le Carré: The Night Manager. 3. Thomas Keneally: Schindler's Ust. 4. Jack Higgins: Thunder Point. 5. Jeffrey Archer: Honour among Thieves. 6. Vikram Seth: A Suitable Boy. 7. Jackie Cottins: American Star. 8. James Clavell: Gal-Jin. 9. P.D. James: The Children of Men. 10. Catherine Cookson: The Year of the Virgins. Rit almertns eðlis: 1. J. McCarthy & J. Morrell: Some Other Rainbow. 2. Jung Chang: Wild Swans. 4. Alan Clark: Diaries. 3. Blake Morríson: And When Did You Last See Your Father? 5. Brian Keenan: An Evil Cradling. 6. William Dalrymple: City of Djinns- 7. Margaret Forster: Daphne du Maurier. 8. IMick Hornby: Fever Pitch. 9. Gordon West: Jogging round Majorca. 10. Ros Asquith: I Was a Teenage Worrier. (Byggt á The Sunday Times) Danmörk Skáldsögur: 1. Peter Hoeg: Froken Smillas fornemmelse for sne. 2. Kirsten Thorup: Den yderste graense. 3. Jorn Ríel: Satans til Higgenbottom. 4. Donna Tartt: Den hemmelige historie. 5. Amy Tan: Kokkengudens hustru. 6. Dan Turéll: Vrangede billeder. 7. John Grisham: Pelikan Notatet. (Byggt á Politiken Sendag) Lokabók um Hari Seldon Isaac Asimov var einn af risunum í heimi svonefndra vísindaskáld- sagna á þessari öld. Hann var ekki aðeins með aiburðum afkastamikill rithöfundur heldur líka frumlegur og hugmyndaríkur sögumaður. Asimov, sem lést fyrir skömmu, fæddist í Rússlandi en fluttist ungur vestur um haf og varð bandarískur ríkisborgari átta ára að aldri. Hann hóf snemma að skrifa annars vegar fræðirit fyrir almenning og hins veg- ar vísindasmásögur og skáldsögur. Ýmsar af bestu sögum hans voru skrifaðar á fimmta og sjötta áratug aldarinnar. Af skáldsögum Asimovs eru tveir söguflokkar merkastir og langvin- sælastir. Annars vegar eru það vél- mennasögurnar svonefndu, en í þeim fór Asimov ótroðnar slóðir. Hins vegar sagnaröðin um „sálar- sagnfræðinginn" Hari Seldon og til- raunir hans til að stýra þróun sög- unnar í þúsund ár. Skipulögð en dulin handleiösla Fyrsta sagan í þessari röð birtist árið 1951 og hét einfaldlega „Found- ation" - en við það nafn er öll sagna- röðin kennd. Tvær sögur komu skjótt á eftir: „Foundation and Emp- ire“ árið 1952 og „Second Foundati- on“ ári síðar, 1953. í þessum verkum lýsir Asimov erf- iðum tímum í langri sögu vetrar- brautarinnar og tilraunum fræði- mannsins Hari Seldons til að stytta sem verða má það tímabil stjórnleys- Umsjón Elías Snæland Jónsson is og ómenningar sem augljóslega virðist framundan. Leið hans að þessu marki er svokölluð „sálarsagn- fræði“ sem hann felur tveimur hóp- um vísindamanna til varðveislu um ókomnar aldir. Annar hópurinn byggir starf sitt á raunvísindum. Hinn þróast í gjörólíka átt - leggur áherslu á afl hugarorkunnar til að hafa áhrif á gang mála. Sá hópur starfar með mikilli leynd og veitir mannkyninu dulda handleiðslu á erfiðum tímum. Þráðurinn tekinn upp að nýju Þegar þriðja „Foundation-sagan“ hafði birst árið 1953 lagði Asimov þetta forvitnilega viðfangsefni til hliðar um áratuga skeið og sinnti öðrum ritstörfum. Nærri þrjátíu árum síðar tók hann svo upp þráðinn að nýju og skrifaði nýjar sögur um Hari Seldon, verk hans og arftaka. Fyrst kom „Found- ation’s Edge“ árið 1982, „Foundation and Earth“ árið 1986 og „Prelude to Foundation" árið 1988. Og nú hefur sjöunda sagan séð dagsins ljós að Asimov látnum - „Forward the Foundation." Þessi síðasta „Foundation-saga“ fjallar ítarlega um ævi og störf Hari Seldon sem var nánast goðsagnaper- sóna í fyrstu bókunum. Hér reynir Asimov að skýra betur daglegt líf hans og tilurð „sálarsagnfræðinnar" margnefndu. Þessi síðasta skáldsaga Asimovs er á margan hátt forvitnileg fyrir þá sem á annað borð hafa kynnt sér fyrri verk hans. Hins vegar munu margir sakna þess hversu lítið fer fyrir ferskri hugkvæmni eða frum- legum hugmyndum í sögunni. Og sá Hari Seldon sem hér birtist er reynd- ar ekki nema að litlu leyti í samræmi við þær hugmyndir sem kviknað hafa við lestur fyrri bókanna. FORWARD THE FOUNDATION. Höfundur: Isaac Asimov. Bantam Books, 1994. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Mary Higgins Clark: l'll Ðe Seeing You. 2. Patricia D. Cornwell: Cruel & Unusual. 3. Dean Koonl/ The Funhouse. 4. Johanna Lindsey: Surrender My Love. 5. John Grisham: The Client. 6. Sue Grafton: ,,J" Is for Judgement. 7. Susan Isaacs: After All These Years. 8. James Clavell: Gai-Jín. 9. Sandra Brown: Where there's Smoke. 10. Barbara Kingsolver: Pígs in Heaven. 11. Belva Plain: Whispers. 12. Thomas Keneally: Schindler's List. 13. Catherine Marshall: Christy. 14. Robert Ludlum: The Scorpio lllusion. 15. William Diehl: Primal Fear. Rit almenns eðlis: 1. Thomas Moore: Care of the Soul. 2. Bailey White: Mama Makesup Her Mind. 3. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 4. Joan W. Anderson: Where Angels Walk. 5. Maya Angelou: I KnowwhytheCaged Bird Sings. 6. Susanna Kaysen: Girl, Interrupted. 7. Cornel West: Race Matters. 8. Robert D. Kaplan: Balkan Ghosts. 9. Deborah Laake: Secret Ceremontes. 10. Benjamin Hoff: The Tao of Pooh. 11. Gail Sheehy: The Silent Passage. 12. Peter Mayle: A Year in Provence. 13. Deborah Tannen: You Just Don't Understand. 14. Peter D. Kramer: Listening to Prozac. 15. Bernie S. Siegel: Love, Medicine, and Miracles. (Byggt á New York Times Book Review) Vísindi Eitt af furðuverkum læknisfræðinnar skoðað: Fékk jámstöng í and- litið og út um kúpuna Hauskúpan er úr Phineas Gage og má glögglega sjá gatið á henni þar sem járnstöngin fór í gegn. Þyrlaeinsog kleinuhringur Bandarísku Sikorsky flugvéla- verksmiðjumar em um þessar mundir að gera tilraunir með litla ómannaða þyrlu sem er í laginu eins og kieinuhringur. Þyrian er ekki nema um tveir metrar i þvermál og vegur rétt rúm hundrað kíló. Sem stendur er henni stjómað með radíósendíngum af jörðu niðri en vonast er til að hægt verði að sleppa af henni takinu og notfæra sér GPS staðsetning- arkerfið. Þá verða upplýsingar um áfangastað vélarinnar slegn- ar inn í tölvukerfi hennar og stað- setningarkerfið sér um afgang- iim. Ný pláneta við Plútó Stjamvísindamenn hafa upp- götvaö litla plánetu í útjaðri sól- kerfisins okkar, í annað sinn á tveimur árum. Þessi nýja pláneta heitir því skemmtílega nafni 1993 FW. Hún er aðeins um tvö hundr- uð kílómetrar í þvermál, svipað og dæmigert smástirni, og er 39 til 48 sinnum lengra frá sólinni en jörðin. Pláneta þessi er í námunda við Plútó og þykir tilvist hennar benda til þess að þar um slóðir séu ef til vill mílljónir smárra pláneta. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson Þann 13. september 1848 lenti mað- ur nokkur að nafni Phineas P. Gage í slysi sem átti eftir að halda nafni hans á lofti sem furðufyrirbæris inn- an læknisfræðinnar. Þann dag var hann að vinna við járnbrautalagn- ingu á Nýja-Englandi í Bandaríkjun- um. Þá gerðist það að járnstöng, sem notuð var til aö þjappa púður, þeytt- ist í andlit honum eftir sprengingu, í gegnum hauskúpuna og hátt upp í loftið. „Gage rotaðist í augnablik en fékk fulla meðvitund strax á eftir. Hann gat talað og jafnvel gengið með að- stoð manna sinna. Járnið lenti marga metra í burtu,“ segir í grein sem nokkrir vísindamenn, þau Hanna og Antonio Damasio, Thomas Grabowski og Randall Frank, við taugalækningadeild háskólans í Iowa skrifuðu í nýjasta hefti tíma- ritsins Science. Gage náði sér líkamlega, greind hans var óskert og hann hafði fullt vald á hreyfmgum sínum og máli. Hann var þó ekki samur maður og áður eftir slysið. Læknir Gages, John Harlow, tók fljótlega eftir því að djúpstæðar breytingar höfðu orðið á persónuleika hans. Gage, sem var 25 ára þegar hann lenti í slysinu, hafði veriö ábyrgðarfuUur, skarpur og vel liöinn í alla staði og hinn nýtasti þjóðfélagsþegn. En nú sýndi hann allt í einu ekki neina ábyrgðartilfinn- ingu og bar ekki virðingu fyrir nein- um. Tuttugu árum eftir slysið velti Harlow því fyrir sér í grein í lækna- blaði að persónuleikabreytingamar hefðu orðið vegna meintra skemmda á fremsta hluta heilans. Læknirinn setti fram þá kenningu að sá heila- hluti hefði eingöngu það hlutverk að skipuleggja og framkvæma félags- lega viðeigandi og skynsamlega hegðun. Vísindamennirnir í Iowa einsettu sér að kanna þá kenningu með því að setja slysið á svið með aðstoð nú- tímatækni og reyna þannig að ákvarða hvar meiðsli Gages hefðu verið. Þá mældu þeir höfuðkúpuna af Gage og járnstöngina, sem eru varðveittar við Harvard háskóla. „Áhugi okkar kviknaði út frá þeirri hugmynd að Gage væri dæmigerður fyrir ákveðna gerð vitsmunalegra og hegðunartruflana sem orsakast af skemmdum á hluta framheilans," segir í greininni. Niðurstöður vísindamannanna eru þær að meiðslin hafi ekki orðið á svokölluðu Broca-svæði heilans sem stjórnar tungumálinu, skilningi og tjáningu. Þá slapp svæðið sem stjórn- ar hreyfmgum einnig. Meiðslin virðast hins vegar vera hliðstæð þeim sem nú er vitað að skerða skynsamlega ákvarðanatöku og tilfmningalíf. Unglinga- bólur á símahlið Gelgjubólur eru venjulega tengdar aukinni hormónastarf- semi í unglingum en læknir nokkur í Bandaríkjunum fékk þrjú fremur óvenjuleg fórn- arlömb bólnanna. { fyrsta lagi var um fullorðið fólk að rasða og í öðru lagi voru bólurnar bara öðrum megin á andlitinu, nánar tiltekið á neðri hluta kinnarinnar, ýmist hægra eða vinstra megin. Læknirinn var þó ekki lengi aö sjá hvaða sjúkdómur var þarna á ferðinni, nefnilega símafés. Það kom jú í ljós að sjúklingamir töluðu mikið í síma í vinnunni og héldu tólinu þeim megin sem bólurnar mynduðust. Mælt er með því að menn hreinsi símtólið hjá sér einu sinni á dag með spritti til að drepa allar bakteríur og koma í veg fyrir bólumyndun. Feimin böm með ofnæmi Bandarískir sálíræðingar kom- ust að því fyrir algera tilviljun að dularfullt samband er rnilli feimni í börnum og ofnæmis. Sál- fræðingarnir voru að rannsaka hvort feimni væri mismikil eftir aðstæðum hverju sinni eða hvort hún væri stöðug. Feimnin reyndist alltaf söm við sig en sálfræðingarnir sáu einnig að heymæði og exem voru tvisvar sinnura algengari l\já feimnum börnum en ófeimnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.