Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1994, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1994, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1994 19 Hraðskákmót PCA í Munchen: Skák Skemmst er aö minnast helgar- mótsins á Suðureyri þar sem forritið Mephisto Genius2, sem keyrt var á 90 megariða Pentiumtölvu, skaut stórmeisturum ref fyrir rass. Úrshtin á ofurhraðskákmótinu í Miinchen um síðustu helgi heíðu því ekki átt að koma á óvart. Þar deildu sigrinum Kasparov og forritið Fritz3 en í úr- slitaeinvígi um sigurinn hafði Kas- parov þó betur, með fjórum vinning- um gegn einum. Fritz3 bjó einnig um sig í 90 mHz Pentiumtölvu, eins og skáksnilling- urinn M á Suðureyri. Margir telja Suðureyrarforritið sterkara en í Munchen reyndist Fritz hins vegar alveg nógu sterkt. Því tókst m.a. að leggja Kasparov, Short, Anand, Kramnik og Gelfand að velh og af sautján skákum tapaði þaö aðeins tveimur - fyrir Kiril Georgiev og Gerald Hertneck. Stórmeistararnir Margeir Péturs- son og Jóhann Hjartarson tóku þátt í þessu hraðskákmóti PCA-samtak- anna og tókst þeim báðum að komast áfram úr geysisterkum undanrásum. Jóhann hreppti 2. sætið í sínum riðli og Margeir þriðja sætið. í úrslitunum áttu þeir hins vegar eríitt uppdrátt- ar. Jóhann hlaut 5 v. en Margeir 4,5 og deildi neðsta sæti með yngsta stór- meistara heims, Ungverjanum Peter Lekó, en vann þó það afrek að halda jöfnu gegn Fritzinum ógurlega. Stórmeistarar geta ekki lengur hlegið að taflmennsku tölvanna, sér- staklega ekki í styttri skákum. Meg- inreglan er sú að því styttri sem umhugsunartíminn er því betur njóta reiknihæíileikar tölvunnar sín. Þær gera engin augljós mistök, ems og að leika af sér manni eða tveim. Þróunin hefur verið gífurlega ör. Greinarhöfundur hefur sjálfur reynt að ótrúlegur munur er á tafl- mennsku forritanna sem keyrð eru á 90 mHz Pentiumvél og á venjulegri 486 PC-vél. Nú eru þær hreinlega famar að „tefla af viti“. Staða efstu manna í Munchen: Kasparov og Fritz3 12,5 af 17 mögu- legum, Anand 12, Short, Gelfand og Dreev 11, Georgiev 10,5, Kramnik 10, Cvitan 8,5, Nikolic og Hertneck 8, Hubner 7, Tsjernín og Wojtkiewicz 6, Jóhann Hjartarson og Lobron 5, Margeir Pétursson og Lekó 4,5 v. Kasparov tapaði fyrir Fritz í mót- inu en í úrslitaeinvíginu var hann búinn að sjá að ekki þýddi að vera með einhverja ævintýramennsku og yfirspilaði forritið næsta auðveldlega - vann þrjár skákir en tvær urðu jafntefli. Forritinu Fritz hefrn- því enn ekki tekist að ná ofurmannleg- um styrkleika en þess verður eflaust ekki langt að bíða. Sigur Margeirs í Höfn Margeir Pétursson hélt rakleiðis á hraðskákmótið í Munchen frá Kaup- mannahöfn þar sem hann sigraði á alþjóðamóti skákfélagsins K-41. Mar- geir hlaut 6 v. af 9 mögulegum, Erling Mortensen (Danmörku) hreppti 2. Bd8 40. Bf8 BfB 41. Bb4 Bd8 42. Ba3 Bf6 43. Bf8 Bd8 44. Kd2 Bf6 45. Bh6 Be7 46. Kel Bd8 47. Kf2 Be7 48. Kg2 Bd8 Svartur hefur varið vel en nú hefði hann mátt reyna 48. - Ke6!? 49. h4! gxh4 50. g5 e4 51. g6 exf3+ 52. Kxf3 Bf6 Margeir Pétursson: Sigur á alþjóðamóti skákfélagsins K-41 í Kaupmannahöfn og jafntefli gegn öfluga tölvuforrit- inu Fritz3 á hraðskákmóti PCA í Miinchen. sætið með 5,5 v., Sax og Hazai (Ung- veijalandi) fengu 5 v., Gipslis (Lett- landi), Bjarke Kristensen og Peter Heine Nielsen (báðir Danmörku) fengu 4,5 v., Lars Schandorff (Dan- mörku) fékk 4 v., Henrik Danielsen (Danmörku) fékk 3,5 og Þröstur Þór- hallsson rak lestina með 2,5 v. Þröstur fór illa að ráði sínu í fyrstu skákinni gegn Mortensen þar sem hann lék vænlegu tafli niður og tap- aði. Tilraunir hans í næstu umferð- um til að bæta ráð sitt gerðu illt verra og draumar hans um stórmeistara- áfanga voru fljótt úr sögunni. 21. Hxcl Hc8 22. Hxc8 Bxc8 23. Dc4 Dc7 24. Bd5 Dxc4 25. Bxc4 g5 26. Bb4 Kg7 27. Bc5 b6 28. Be7 Kg6 29. Kfl Be6? Leiðir til peðstaps. 30. Bxe6 fxe6 31. h3! Kf5 32. g4+ Ke4 Ef 32. - Kg6 hraðar hvíti kóngurinn sér á miðborðið og d-peðið hlýtur að falla. 33. Bf8 Bfl6 34. Bxh6 Be7 35. Kel e5 36. Kd2 Kd5 37. f3 Bd8 38. Kd3 Be7 39. Bg7 53. Kg4! Á hinn bóginn hefði 53. g7 Bxg7 54. Bxg7 h3 55. Kg3 Kc4 leitt til jafnteflis því að öll hvítu peðin falla. 53. - Ke6 54. Bf8 h3 55. Kxh3 Kf5 56. Bd6! Enn leiðir 56. g7 Bxg7 57. Bxg7 Ke4 og næst 58. - d3 til jafnteflis. 56. - Kxg6 57. Kg4 Nú vinnur hvítur. Betri kóngsstaða ræður úrslitum og peð svarts á d4 og a7 hljóta að falla fyrr eða síðar. 57. - Bd8 58. Be5 Bg5 59. Bb8 Bd8 60. Be5 Bg5 61. Bxd4 Bh6 62. Be5 Bd2 63. Bb8 Kfl6 64. Bxa7 Ba5 65. Kf4 Ke6 66. a4 Kd5 67. Kf5 Kc5 68. Ke6 Bd2 69. Kd7 Bf4 70. Kc8 - Og svartur gafst upp. Umsjón Jón L. Árnason Margeir vann fyrstu skákina gegn Nielsen eftir athyghsvert endatafl en sex næstu skákum hans lyktaði með jafntefli. Sigrar í tveimur síöustu umferöunum gegn Mortensen og Danielsen gáfu honum sigurinn óskiptan þótt vinningshlutfallið hefði verið með lægra móti. Hvítt: Margeir Pétursson Svart: Peter Heine Nielsen Semi-Tarrasch vörn. 1. c4 Rf6 2. Rc3 c5 3. Rf3 e6 4. g3 d5 5. cxd5 Rxd5 6. Bg2 Rc6 7. 0-0 Be7 8. d4 0-0 9. Rxd5 exd5 10. dxc5 Bxc5 11. Bg5 Db612. Rel h613. Bd2 Be614. Rd3 Bd6 15. Da4 Hfd8 16. Hacl Hac8 17. Hfel d4 Það er álitamál hvort þessi leikur sé réttur. Nú fær hvítur ívið betra tafl. 18. b4 Re5 19. Rxe5 Bxe5 20. b5 Hxcl Skattframtal lögaðila: Skilafrestur rennur út ann 31. maí Síðasti skiladagur skattframtals lögaðila er 31. maí. Skattframtalinu á að skila til skattstjóra í viðkomandi umdæmi. RSK RÍKISSKATTSTJ ÓRI STEINHUÐUÐ UTANHÚSSKLÆÐNING M •• A GONIUI SEM NÝ HÚS. HÚSASMIÐJAN Súðarvogi 3-5, Reykjavík Helluhrauni 16, Hafnarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.