Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1994, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 28. MAI 1994 15 Slagurinn er að baki Samfélagið allt hefur markast af kosningabaráttu undangenginna vikna. I umræðu milli manna hefur kosningamar til bæjar- og sveitar- stjóma borið hæst svo sem eðlilegt er. Fjölmiðlar hafa verið undirlagð- ir; greinar, fréttir, skoðanakannan- ir og framboðskynningar af ýmsu tagi. Auglýsingar í prent- og ljós- vakamiðlum hafa verið áberandi og nú á síöustu dögum haráttunnar hafa frambjóðendur kapprætt í út- varpi og sjónvarpi. Nú er slagurinn hins vegar að baki. í dag gera menn upp sinn hug í kjörklefanum. Ástæða er til þess aö hvetja fólk til þess að nýta sér þennan mikiivæga rétt. Stjómmálamennirnir fá hins vegar ekki frí þótt kosningamar séu að baki. Viö tekur myndun meirihluta á þeim stöðum þar sem enginn hefur náð hreinum meiri- hluta. Þar reynir á menn og þykir betra að vera íljótur dl. Sigurveg- arar hafa ekki tíma til að fagna lengi. Dæmi eru um það að þeir hafi setið eftir með sárt ennið þegar þeir sem verr fóru út úr kosningun- um bmgðu við skjótt og komu sér saman um meirihlluta. Spennandi barátta Kosningabaráttan hefur víða ver- ið spennandi og skoðanakannanir að imdanfömu hafa sýnt að vænta megi breytinga í stærstu kaupstöð- um. Baráttan þar, sem og á smærri stöðunum, hefur hins vegar fallið í skuggann fyrir stóra slagnum í Reykjavík. Það er að vonum því þar keppa aðeins tveir listar og allar kannanir að undanfórnu sýna jafna hörkubaráttu. DV birti síðustu skoðanakönnun sína fyrir þessar kosningar í gær. Könnuð var afstaða kjósenda í Reykjavík. Úrtakið í könnuninni var 1200 manns, sem er tvöfalt stærra en í hefðbundnum könnun- um blaðsins. Þessi háttur hefur verið hafður á, nú líkt og í fyrri kosningum, til þess að auka enn nákvæmni kannana blaðsins. Niðurstaða könnunarinnar í gær sýnir að 51,6 prósent þeirra sem afstöðu tóku styðja R-hstann e'n 48,4 prósent styðja D-listann. R- listinn er þannig sjónarmun á und- an en D-listinn hefur veriö að saxa á forskot R-hstans og bihð minnkar enn frá síðustu könnun blaðsins. Sú könnun var framkvæmd 16. maí síðasthðinn. Þá var munurinn á fylgi hstanna 5,8 prósentustig en nú mæhst munurinn 3,2 prósentu- stig. Þess ber að geta að skekkju- mörk í könnun sem þessari era um 3,5 prósentustig. TVísýntumúrslit Á þessari stundu er því ekki hægt að segja til um hvor hstinn fer með sigur af hólmi í Reykjavík. Það eina sem er víst er að tvísýnt er um úrsht og menn eiga í vændum spennandi kosninganótt. Ljóst er að menn bíða spennhr eför fyrstu tölum í Reykja- vík efhr að kjörfundi lýkur. Sá áhugi er ekki eingöngu bundinn við höfuð- borgina sjálfa. Menn um aht land fylgjast grannt með. Þessi tvísýna barátta í Reykjavík hefur leitt til þess að nánast er bar- ist um hvert atkvæði. Á síðustu stigum beita menn því aðferðinni maður á mann líkt og þekkist í tví- sýnum úrshtaleikjum í íþróttum. Hvar sem menn standa í póhtík hljóta þeir að njóta spennunnar í kringum kosningarnar, spennunn- ar sem fyigir hinni jöfnu baráttu á endasprettinum. Krafa um góða frammistöóu Það er lýjandi að standa í erfiðri kosningabaráttu og mikil ábyrgð sem hvílir á þeim aðilum sem þar era í fararbroddi. Fylgjendur hst- anna hta til þeirra sem fara fyrir og gera þær kröfur til sinna manna að þeir standi sig vel, hafi andstæð- inginn undir. Að sama skapi er þeim ósárt um það að leiðtogar andstæðinganna misstígi sig á lokasprettinum. Þessi ábyrgð hvíl- ir án efa þyngst á leiðtogunum þeg- ar kemur að sjónvarpskappræðum Laugardagspistill Jónas Haraldsson fréttastjóri rétt fyrir kjördag. Þá era menn óvarðir í beinni útsendingu og komnir nánast inn á hvert heimili. Sjónvarpið getur verið óvæginn miðih og dæmi era um mikil áhrif þess bæði hérlendis og erlendis. Leiðtogar hstanna tveggja í Reykja- vík mættust í beinni útsendingu Stöðvar 2 í fyrrakvöld. Þar fluttu þeir mál sitt og sátu fyrir svörum fréttamanna. I salnum var vahð úrtak sem gaf frambjóðendunum einkunnir fyrir frammistöðuna. Óhætt er að segja að leiðtogar hst- anna tveggja hafi báðir sloppið vel frá þessu. I gærkvöldi mættust leið- togamir enn og á báðum sjón- varpsstöðvunum. Þessi pistfll var skrifaöur fyrir þá útsendingu en með henni má segja að punkturinn hafi verið settin- aftan við kosn- ingabaráttuna. Mikið álag Frambjóðendumir vita um gildi þess að koma vel út í þessum þátt- um. Það kom raunar fram í loka- spjalh þáttarins á Stöð 2. Mikilvægt er að vera vel undirbúinn andlega sem líkamlega. Álagið er mikið. Það er ekki fjarri lagi að líkja kosn- ingabaráttunni við stífa próftörn. Kosningamar sjálfar era lokapróf- ið og við þann úrskurð verða menn að una. Flestir þekkja álagið sem fylgir próflestri og þeim feginleik sem fylgir þegar töminni er lokið. Þetta á eflaust við um frambjóðendur viða um land. Burtséð frá úrshtum fagna þeir því eflaust að geta snúið aftur til venjulegs lífs. Flest verður að víkja á síðustu stigum barátt- unnar og oft er lítill tími fyrir hefð- bundna vinnu, áhugamál eða fjöl- skyldulíf. Þetta aht saman ætti að færast í betra horf strax eftir helg- ina eða að minnsta kosti þegar „plotti" um nýjan meirihluta lýkur. Völdin freista Pistilskrifari ræddi þetta nýlega við frambjóðanda sem leiðir sinn lista. Hann viðurkenndi að slagur- inn væri þreytandi og hann þráði að komast aftur í hefðbundinn far- veg. Hann var því farinn að hlakka mjög til sunnudagsins 29. maí. Það gildir eflaust um fleiri þótt menn berjist að sjálfsögðu til þrautar. Sumir hafa reyndar gaman af hanaatinu og hður sjálfsagt aldrei betur en í miðjum slagnum. Póhtík- in er þeim ástríða. Raunar undrast maður stundum hvað fólk er tilbúið að leggja mikið á sig til þess að komast í sveitar- stjóm í sínu héraði. Látum kosn- ingaslaginn sjálfan vera. Þar era menn þó að beijast fyrir skoðunum sínum og áhugamálum gegn þeim sem vilja fara aðra leið. Baráttan í prófkjörunum, þegar valdir eru menn á hsta flokkanna, er oft miklu harðvítugri og persónulegri. Þar beijast bræður og systur. En völdin freista. Sumir hta eflaust á kosningu í sveitarstjóm sem stökk- pall fyrir hugsanlega setu á þingi síðar. Notið kosningaréttinn í dag ganga menn til kosninga í 184 sveitarfélögum um land aht. Á kjörskrá era rúmlega 186 þúsund manns. Kjósendur í höfuðborginni eru 74.428. EUefu minni sveitarfé- lög hafa fengið frest til að halda sínar kosningar 11. júní. Að þeim kosningum loknum hafa því verið kosnar 195 nýjar bæjar- og sveitar- stjórnir. ítrekað er mikilvægi þess að menn nýti sér lýðræðisleg réttindi sín og kjósi í dag. Fólk sýnir ábyrgð með þvi að taka afstöðu í kjörklef- anum. Með því sýna menn vilja sinn í verki. Margir kvarta undan því að hafa lítil áhrif, kerfið sjái um sig; stjómmálamenn fari sínu fram. I dag getum við kjósendur haft áhrif. Við veljum sameiginlega þá frambjóðendur sem við treyst- um fyrir okkar málum. Margir eru löngu sannfærðir og vita hvað þeir vilja. Sá hópur sem er óákveðinn verður að beita úti- lokunaraðferðinni; velja það sem skást er þótt menn séu ekki yfir sig hrifnir af því sem í boði er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.