Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1994, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1994, Blaðsíða 34
42 LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1994 íþróttir - segir Tómas Ingi Tómasson sem slegið hefur Það hefur víst ekki farið fram hjá mörgum að knattspyrnan er farin af stað en eftir þessari stundu er marg- ur knattspyrnuáhugamaðurinn bú- inn að bíða. Það fór eins og margan grunaði að KR-ingar myndu standa sig vel á íslandsmótinu, að minnsta kosti lofar byrjun liðsins góðu, fullt hús stiga að loknum tveimur leikjum. Hópur KR-liðsins er sterkur, flestar stöðurnar eru vel mannaðar og að baki þessu stendur traustur þjálfari og styrk stjórn. Líklega í aldrei betra formi og til alls vís Eitt nafn KR-liðsins hefur þó óneit- anlega verið meira áberandi en önn- ur þegar aðeins tveimur umferöum er lokið. Sá leikmaður hefur skorað fjögur, þrjú mörk gegn Breiðabliki og nú síðast eitt gegn Stjörnunni. Hann hefur að auki átt þátt í öllum öörum mörkum liðsins. Leikmaður- inn sem hér um ræðir heitir Tómas Ingi Tómasson sem gekk í raðir vest- urbæjarliðsins fyrir síðasta keppnis- tímabil. Þaö er ekki amalegt fyrir lið aö hafa þannig leikmann innanborðs og verður gaman að fylgjast með Tóm- asi hvað hann gerir í næstu leikjum. Hann virðist í góðu formi, líklega aldrei betri og því til alls vís. Fullt nafn: Tómas Ingi Tómas- son. Fæddur: 7. júlí 1969. Félög: Týr, IBV, SC Berlín, KR. Mörk í 1. deild: 29 mörk. Mörk i 2. deild: 26 mörk. Leikir í 1. deild: 65 leikir, 46 með ÍBV. A-landsleikir: 2. 21-árs leikir: 0. Hvað skyldi Tómas sjálfur segja um þessa kröftugu byrjun liösins og hans sjálfs? „Ég get ekki annað en verið mjög ánægður með hana. Við erum búnir að ná okkur í sex stig af sex möguleg- um, skora sjö mörk og fá ekkert á okkur sem er sigur líka. Það segir sig alveg sjálft að á meðan við fáum ekki mark á okkur töpum við ekki leikjum. Það er bara svo htiö búið af mótinu að maður þorir ekki að segja of mikið." - Fjögur mörk í tveimur leikjum er aldeilis góð byrjun, ekki satt? „Ég átti alls ekki von á þessu. Þeg- ar ég hef verið að leika í 1. deild hef ég aldrei veriö að skora mikið. Yfir- leitt hef ég verið að skora eitt og eitt svona nokkuð reglulega, en þrjú mörk í einum leik hélt ég að ekki væri til hjá mér,“ sagði Tómas Ingi og hélt áfram. Góðar æfingar hjá Guðjóni eru þegar famar að skila árangri „Ég held ég verði að viðurkenna að líklega hef ég aldrei verið í betra leik- formi. Skipulagðar æfingar hjá Guð- jóni þjálfara eru farnar að skila sér. Ég vona að ég sé ekki hættur að skora í sumar, takmarkið er að skora í það minnsta fimm stykki." Ekki að hugsa um neinn markakóngstitil - Þú ert ekki ennþá farinn að gæla við markakóngstitilinn? „Nei, mér er alveg nákvæmlega sama um hann. Það er miklu frekar að ég vilji að liðið mitt vinni heldur en að vera að hugsa um einhvem markakóngstitil. Knattspyrna er hópíþrótt en ekki einstaklings- íþrótt." - Hvernig líkar þér lífið i herbúðum KR-inga? „Mér líkar alveg rosalega vel hjá KR. Þetta er toppklúbbur, vel staðið að málunum og raunar enn betur eftir að Guðjón Þórðarson tók við þjálfun liðsins. Hann hefur heildar- sýn yfir pakkann, hefur góða stjórn á hlutum sem snúa að liðinu. Ef nást á árangur verða þessi mál að vera í góðum og styrkum höndum, liðið á vellinum er aðeins hluti, aðrir þættir utan hans verða ekki síður að vera í lagi. Ég efast ekki um að hafa valið rétt þegar ég ákvað að koma frá Eyj- um í bæinn að leika. Það var aðeins eitt lið sem kom til greina, ég fann alltaf fyrir KR innra með mér, svo það lá beinast við að fara þangaö," sagði Tómas Ingi. Gott að byrja mótið með þeim hætti sem við erum að gera - Hefur KR-liðið núna þá burði sem þarf til að krækja í þann eftirsótta? „KR-ingar hafa oft haft góðan mannskap sem nægt hefði til að vinna titilinn og yfirleitt verið á með- al þeirra bestu í deildinni. Málið er hvort næst það besta út úr mönnum á hverjum tíma, ef það næst getum við alveg náð titlinum eins og hvert annað félag. Það er mjög gott að byrja mótið með þessum hætti, gefur liðinu visst sjálfsöryggi, en þessi byrjun er alls ekki að stíga okkur til höfuðs. Að finna fyrir sigri er sæt tilfmning og við stefnum að því að verða á þeirri braut áfram.“ - Hvaða lið munu veita KR-ingum hvað harðasta keppni í sumar? „Ég hef ekki séð hin liðin spila mikið og á því erfitt með segja um hvar þau standa. Ef ég á þó að segja eitthvað þá verða það Skaginn, FH Tómas Ingi Tómasson skoraði siöara mark KR-inga í sigrinum gegn Stjörnunni fyrr í vikunni og var það hans fjórða mark í deildinni í tveimur leikjum. DV-mynd Brynjar Gauti í gegn með vesturbæjarliðinu Hver er besti knattspyrnumaður á íslandi í dag? Þetta er erfið spuming en ætli ég segi ekki Sig- urður Jónsson, IA, og Rúnar Kristinsson, KR. Hver er þinn uppáhaldsknatt- spyrnumaður? Hollendingurinn Marco Van Basten hefur alla tíð verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Besti leikvangur sem þú hefur spilað á: Heimavöllur þýska liðs- ins SC Berlín sem ég lék með um hrið. Hverjir verða heimsmeistarar í knattspyrnu? Ætli ég skjóti ekki á að það verði Ítalía. Hvaða landsliði heldur þú með í heimsmeistarakeppninni? Ég héld með Þjóðveijum og vona að þeir standi sig vel. Minnisstæðasti leikurinn á ferl- inum: Síðasti leikurinn sem ég spilaði með SC Berlín og leikur- inn gegn Breiðabliki á dögunum þar sem ég náði aö skora þrennu. Fallegasta markið á ferlinum: Markið meö ÍBV á móti Tinda- stóli í 2. deildinni 1989 þar sem ég skoraði annað markið í ósigri, 2-7. Hver er efnilegasti knatt- spyrnumaður á Islandi í dag? Ég myndi segja að það væri félagi minn Tryggvi Guðmundsson. Hvert er takmark þitt sem knattspyrnumanns? Að gera bet- ur og ná eins langt og ég get í knattspyrnunni. Tómas Ingi segir að Italía verði heimsmeistari i knattspyrnu í sumar. og Keflavík. Það koma alltaf einhver lið á óvart á hveiju sumri og það hlýtur að gera það einnig í sumar. Hvaða lið það verður þori ég ekki að segja til um,“ sagði Tómas Ingi. Guójón er mjög hjálplegur og vel skipulagður - Nú virðist Guðjón þjálfari vera að gera góða hluti með liðið. Hvernig þjálfari er hann? „Ég hef aldrei haft þjálfara með svona vit á knattspyrnu og öllu sem hann kemur nálægt í knattspymu- deildinni. Miðað við aðra þjálfara er Guðjón meira skipulagður, skýrir hlutina vel út fyrir hverjum og ein- um og efast aldrei um það sem hann er að segja. Hann færir alltaf rök fyrir því sem hann er að segja þann- ig að mjög auðvelt er að skilja hann. Hann tekur leikmenn fyrir og er hjálplegur þegar svo ber undir. Hann gefur sér góðan tíma í hvert verkefni og er til að mynda mjög hjálplegur mér og talar um það sem betur mætti fara hjá mér. Guðjón er þegar búinn að gera liðinu gott, liðið er í góðri þjálfun og ég trúi ekki öðm en hann geri góða hluti með liðið í sumar." Allir hljóta að stefna á landsliðssæti - Nú hlýtur framganga þín að auka líkurnar á að þú fáir náð fyrir augum landsliðsþjálfarans? „Það hljóta allir að stefna á lands- liðssæti. Ég hef að vísu fengið smá- þef af landsliðssæti en mjög lítinn samt. Eins og staðan er í dag finnst mér það vera fjarlægur draumur en takmark er það engu að síður. Ég vona bara að ég standi mig vel í sum- ar, þannig að tekið verði eftir mér og ég verði inni í myndinni fyrir leik- ina í Evrópukeppninni í haust,“ sagði Tómas Ingi. Fótboltinn ekki ennþá kominn á fullt skrið - Hvernig er knattspyrnan sem verið er að leika í byrjun Islandsmótsins? „Mér fmnst ennþá mikill vorbrag- ur á knattspyrnunni. Það sem ég hef séð í sjónvarpi segir mér að ennþá er töluvert langt í land. Fótboltinn er ekki kominn á fullt skrið. Ástæð- una er kannski erfitt að finna en vellirnir til að mynda í Kópavogi og í Garðabæ eru alveg hræðilegir. James Bett sagði eftir leikinn í Garðabæ að völlurinn þar hefði verið sá versti sem hann hefði leikið á. Hann hefur snert þá nokkra og ætti því að vera nokkuð dómbær í þessum efnum. Velhrnir eru ósléttir og ekk- ert slegnir. Einnig gæti líka verið spenna í liðunum svona í upphafi. Mér frnnst umfjöllun fjölmiðla um deildina vera meiri en undanfarin ár og er það góð þróun að mínu mati.“ Bett reynist mér alveg sérstaklega vel Nú hefur KR-liðið styrkst mikið, nú síðast með tilkomu James Bett. Styrkir Bett liðið mikið? „Vitanlega styrkir Bett hðið mikið. Það er ekki nóg að vera með akkúart í lið, heldur 16 manna hóp sterkra leikmanna. Við veröum að hafa leik- menn th staðar ef eitthvað kemur upp á. Bett er mjög jákvæður, hvetj- andi inni á vellinum og léttur per- sónuleiki. Hann er mjög fljótur að hugsa, fljótur að sjá opin svæði og reynist mér að því leytinu vel. Það er draumur hvers leikmanns, sem leikur í fremstu línu, að vita af manni á borð við Bett. Hann er ekki þessi venjulegi breski leikmaður sem hendir sér í jörðina á eftir hverjum bolta. Hann er í mínum huga meiri Evrópusphari," sagði Tómas Ingi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.