Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1994, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Kosið um klæði landsins í dag kýs fólk ekki bara um stjóm heimabyggða sinna, heldur tekur það þátt í annarri kosningu, sem ekki skipt- ir minna máli fyrir framtíð lands og þjóðar. Það er kosn- ingin um að klæða landið á nýjan leik með því að kaupa eða kaupa ekki merki 50 ára afmælis Landgræðslusjóðs. Sjóðurinn er jafngamall lýðveldinu. Hann er tákn þess, að unga lýðveldið vildi fyrir hálfri öld gera landgræðslu að einkennisverkefni sínu. í fimm áratugi hefur verið unnið af krafti að þessu verkefni, án þess þó að þjóðin hafi náð undirtökunum í baráttunni gegn eyðingaröflum. Margt hefur verið gert á þessum árum og er skemmst að minnast átaksins í tengslum við ellefu alda afmæli íslandsbyggðar. Forseti íslands hefur gert þetta að emb- ættismáh sínu, svo að við erum ítrekað áminnt um að láta ekki deigan síga við að klæða landið að nýju. Enn er landeyðing samt meiri á íslandi en í flestum, ef ekki öllum löndum Evrópu. Hefur ástandinu hér nokkrum sinnum verið líkt við löndin sunnan við Sa- hara, þar sem eyðimörkin sækir fram jafnt og þétt. Hér tapast um 1000 hektarar gróðurs á hverju ári. Frá landnámsöld hafa fundizt leifar kolagerðar á Kiii. Það sannar sannleiksgildi fomra bóka, þar sem segir, að landið hafi þá verið viði vaxið milli fjalls og fjöru. Á þeim tíma hafa Norðurland og Suðurland meira að segja verið vaxin saman með grænu viðarbelti yfir Kjöl. Fyrir og eftir landnám hafa náttúruöflin leikið lausum hala. Breytingin við landnám fólst í, að þjóðin gekk í hð með eyðingaröflunum og réð úrshtum um, að skógurinn hvarf að mestu og annar gróður landsins minnkaði um helming. Þetta er skuld þjóðarinnar við landið sitt. Við getum fyrirgefið forfeðrum okkar, sem urðu að bjarga sér á erfiðum öldum í þjóðarsögunni. Við getum túns vegar ekki veitt okkur sjálfum aflausn, því að ára- tugum saman hefur þjóðin verið nógu rík til að snúa vöm í sókn, en hefur ekki náð því markmiði enn. Sá áfangi hefur ekki enn náðst, að viðkvæm móbergs- svæði landsins í óbyggðum Guhbringusýslu, Ámessýslu, Rangárvahasýslu og Þingeyjarsýslna hafi verið friðuð fyrir ágangi sauðfjár, sem lengi hefur verið mesti vágest- urinn á svæðum, þar sem hætt er við uppblæstri. Enn á þessu vori em eyðingaröfl í Þingeyjarsýslu að hleypa sauðfé á afréttir Mývetninga til þess að taka þátt í að offramleiða dilkakjöt. Enn tekur Landgræðslan þátt í að heimila slíka framleiðslu, sem er eins htið vistvæn og hugsazt getur, miðað við ástand landsins. Enn er stjóm landgræðslumála komið fyrir 1 sjálfu landeyðingarráðuneyti landbúnaðarmála. Enn em marg- ir, er líta á landgræðslu sem eins konar framleiðslu á beitilandi. Enn ver þjóðin mörgum milljörðum á hverju einasta ári til að stuðla að ofbeit í landinu. .Það em ekki eldgos og árferði, sem bera ábyrgð á þessari hnignun, því að fyrir landnám gekk líka mikið á í náttúmsöguimi. Það erum við sjálf, sem berum ábyrgð á þessu, af því að við verjum enn þann dag í dag meiri fjármunum og orku til landeyðingar en til landvemdar. Einhvem tíma rís sá dagur, að óbyggðir landsins verði aftur eins blómlegar og Hornstrandir em orðnar eftir brottfór sauðfjár. Það verða aðrar kynslóðir, sem munu njóta þess. Okkar kynslóðir geta hins vegar haft sóma af því að hafa snúið vöm í sókn. Ef þær vilja. Með því að kaupa barmmerkið í dag leggjum við lóð okkar á vogarskáhna og flýtum fyrir þeim degi, að meira vinnist en tapist í baráttunni um að klæða landið. Jónas Kristjánsson Þjóðarmorð látið af- skiptalaust í Rúanda Tæknivædd mannvonskan, esp- uö með fjölmiðlafári, hefur gert tuttugustu öldina þá stórtækustu ailra í manndrápum. Og enn hefur sýnt sig að umheimurinn lætur sér fátt um skelfinguna finnast. Heims- byggðin og fulltrúar hennar hafa síðustu vikur horft á það í aðgerða- leysi að varnarlaust fólk hefur ver- ið brytjað niður hundruðum þús- unda saman í skálmöld skipu- lagðra morðsveita. Flugvél með forseta tveggja Afr- íkuríkja innanborðs var skotin í bál með tveim flugskeytum um leið og hún lenti á flugvelíi Kigali, höf- uðborgar Rúanda, 6. apríl. Þar fór- ust Juvénal Habyarimana, forseti Rúanda, og Cyprien Ntayainira, forseti nágrannaríkisins Búrúndí, ásamt ráðherrum, embættismönn- um og franskri áhöfn vélarinnar. Forsetamir voru að koma frá fundi í Tansaníu þar sem ræddar voru leiðir til að hefta innanlandsófrið í báðum löndum. Bæði eru að mestu byggð tveim ættbálkum, hútúum og tútsímönn- um og voru tútsíar ríkjandi léngi vel en hútúar hafa hafist til auk- inna áhrifa síðustu áratugi. Hafa ættbálkaskærur einatt verið breyt- ingunum samfara. Fyrir tæpu ári tók Habyarimana, sem var hútúi, að leitast við að friöa landið með því að taka í stjórn sína stjómarandstæðinga úr eigin ætt- hálki og einnig tútsía. Þetta mæltist illa fyrir meðal ákafamanna í stjórnarflokkunum sem mestu réðu í hemum og einkum lífverði forsetans. Fréttamenn og erlendir fulltrúar sem voru í Kigali segja að þar sé haft fyrir satt að ofstækisfullir hútúar úr lífverðinum hafi staðið fyrir því að skjóta á flugvél forset- anna þar sem hún var auðvelt skot- mark á flugbrautinni. Þessi skoðun fær öflugan stuðning af því sem á eftir fór. Sveitir úr lífverði forsetans brugðu við um leið og flugvélin log- aði og fóru um Kigah með morðum. Fyrstu fórnarlömb þeirra voru ráð- herrar fylgjandi sáttastefnu, bæði tútsíar og fylgismenn fyrrum stjómarandstöðuflokka hútúa. í hópi hinna síðarnefndu var konan í forsætisráðherraembætti, Agathe Uwilingvimana, og féllu þá belgísk- ir hermenn á vegum Sameinuðu þjóðanna sem reyndu að verja hana. Jafnframt dreifðu sér þegar í stað Erlend tíöindi Magnús Torfi Ólafsson um höfuðborgina sveitir æskulýðs- hreyfinga tveggja stjórnmála- flokka ofstækisfullra hútúa. Rú- andaher hefur þjálfað þessar sveit- ir í vopnaburði í sérstökum búðum og á síðasta ári, þegar sáttaumleit- anir í innanlandsdeilunum hófust fyrir alvöm, dreifði herinn vopn- um meðal þeirra. Nú fóru þessar sveitir götu úr götu, hús úr húsi, leituðu uppi fiöl- skyldur tútsía og brytjuðu niður hvert mannsbarn, ýmist með skot- vopnum, sveðjum eða bareflum. Ljóst var að morðsveitimar höfðu undir höndum íbúaskrár, því ef þær komu að híbýlum tútsía tóm- um hófst leit í næstu húsum. Síðan breiddist morðaldan út um landið, knúin áfram af stöðugum útvarpsáróðri. „Grafirnar em enn ekki nema háífar, fyllum þær,“ kvað þar við. Brýnt var fyrir morð- sveitunum að láta ekki bömin sleppa, ella yxi upp ný kynslóð óvina. Lægsta tala sem nú er nefnd í til- gátum er að 200.000 manns hafi verið myrt. Aðrir giska á hálfa milljón. Víst er um að lík í tugþús- unda tah hafa borist með ám niður í Viktoríuvatn og valda nú háska í Úganda og Tansaníu. Tahð er að tvær mihjónir manna að auki hafi flosnað upp frá heimil- um sínum og séu á flótta. Fjórðung- ur mhljónar hefur þegar leitað hæhs handan landamæranna í Tansaníu. Margir þeirra em hútú- ar sem óttast hefndir tútsía. Upplausnin sem forsetadrápið og morðaldan ollu hefur nefnilega ekki styrkt stöðu herforustunnar og ríkisstjómar sem hún setti á laggirnar. Uppreisnarher Föður- landsfylkingar Rúanda, að mestu skipaður tútsíum, hefur náð að færa út kvíarnar og sækir þessa dagana að Kigali þar sem hann hefur náð flugvellinum á sitt vald. Þegar blóðbaðið í Rúanda stóð sem hæst ákvað Öryggisráðið að kaha brott níu tíundu af 2.700 manna gæsluhði SÞ. Starfshð ýmissa alþjóðlegra hjálparsamtaka fylgdi á eftir. Nú er rætt um að senda 5.500 manna hð á vegum SÞ á ný en úrtölur eru uppi, sérstak- lega af hálfu Bandaríkjastjórnar. Butros Butros Ghali, fram- kvæmdastjóri SÞ, hefur látið svo ummælt að frammistaða alþjóða- samtakanna og samfélags þjóð- anna í Rúanda sé þeim th smánar, þjóðarmorð sé látið viðgangast án þess að neitt sé hafst að. Tútsíar á flótta undan morðsveitum hafa leitað hælis í kirkju Heilagrar fjölskyldu í Kigali Símamynd Reuter Skoðanir annarra Austur-Tímor og Rúanda „Það er almennt viðurkennt að að minnsta kosti 200 þúsund borgarar hafi látið lífið eftir að Indónes- ía réðst inn í fyrrum nýlendu Portúgala, Austur- Tímor, árið 1975 og innhmaði hana. Ólíkt þeim slátr- unum sem nú eiga sér stað í Rúanda þá vakti atburð- urinn í Austur-Tímor engin hörð alþjóðleg viðbrögð og ekki var talaö um hemaðaríhlutun Bandaríkj- anna. Ein ástæðan fyrir misjöfnun viðbrögðum er sú að Indónesía er stórt og valdamikið múshmaland sem er arðbær markaður fyrir Evrópu og Bandarík- in.“ Úr leiðara Herald Tribune 25. maí 1994. Bysssur á heimilum „Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum hafa reynt að telja fólki trú um að það sé mun öraggara ef það er með byssu á heimilum sínum því þá geti það varið sig ef brotist verður inn á heimili þess. Það hefur hins vegar komið í ljós að þaö er þrisvar sinnum líklegra að manndráp eigi sér stað á heimil- um þar sem byssur eru til staðar og þá erufjölskyldu- meðlimir eða vinir líklegustu fórnarlömbin. Þetta fólk er jafnframt 43 sinnum líklegra th að verða fyr- ir skoti en sjálfur árásarmaðurinn." Úr leiðara USA Today 25. maí 1994. Viðskiptabann á Haítí „Það er hægt að nota viðskiptabann til að ná fram lýðræði en aöeins ef það er notað á gagnlegan hátt og ef það er sett í framkvæmd. Nýjar og harðari aðgerðir gegn Haítí tóku ghdi sl. sunnudag en við- skiptabann Sameinuðu þjóðanna er aðeins tíl að nafninu th svo lengi sem ólöglegt bensín flýtur yfir landamærin frá Dóminíska lýðveldinu.“ Úr leiðara Herald Tribune 26. maí 1994.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.