Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1994, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1994, Blaðsíða 50
58 LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1994 Afmæli Marí a Aldí s Pálsdóttir María Aldís Pálsdóttir húsmóðir, nú tfl heimihs að Hrafnistu í Hafn- arfirði, er níræð í dag. Starfsferlll María Aldís fæddist í Borgargerði í Höföahverfi og ólst þar upp í for- eldrahúsum til fermingaraldurs er hún missti fóður sinn. Hún réðst í vist að Kljáströnd og stundaði síðan ýmis þjónustustörf. María Aldís flutti síðan í Hrísey þar sem hún gifti sig og stundaði húsmóðurstörf. Hún missti mann sinn 1952 og flutti þremur árum síðar til Akureyrar. Þá flutti hún til Reykjavíkur 1958 þar sem hún lét bygga sér íbúð aö Austurbrún 2 en þar átti hún heima til 1986. Þá flutti hún að Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem hún dvelur enn. Fjölskylda María Aldís giftist 1928 Jörundi Jóhannessyni, f. 17.10.1896, d. 1.6. 1952, útgerðarmanni og skipstjóra. Hann var sonur Jóhannesar Jör- undssonar, útgerðarmanns og hafn- sögumanns í Hrísey, og Jórunnar Jóhannsdóttur húsmóður. Til hamingju með afmælið 29. maí Miölnisholti 8. Revkiavik. 85 ára Kristján Friðrik Björnsson, Miötúni 47, ísafirði. Valgerður B. Gröndal, Flúðaseli 84, Reykjavík. Helgi Vigfússon, Longuhllð 3, Reykjavik. Ólafur O. Jónsson, Bylandi, Vestur-Landeyjum. Jóhanna S. Guðmundsdóttir, Álagranda 23, Reykjavík. 50 ára Sólveig Hjálmarsdóttir, Vogaseli l, Reykjavik. Bergjtór Friðjónsson, Hólagötu 1, Sandgerði. Hallfriður Baldursdóttir, Frostafold 54, Reykjavík. Hallfríður er að heiman. Guðrún Valdis Ragnarsdóttir, Suðurvangi 17, Hafnarfirði. Pálmi Kárason, Áshlið 13, Akureyri. 80 ára Elsa Þorbergsdóttir, Suðurgötu 43, Siglufirði. 75 ára Kjartan Skúlason, Grundarstig 6, Reykjavík. Tryggvi Björnsson, Strandgötu 9, Hvammstanga. Arnfríður Pálsdóttir, Mjósundi 13, Hafiiarfirði. Ásgerður Jónsdóttir, Drápuhlíö 32, Reykjavik. 40 ára Birgir Kaaber, Tungubakka 26, Reykjavík. Guðbjörg Hákonardóttir, Bollagötu 10, Reykjavík. Margrét Sasunn Frimannsdóttir, íragerði 12, Stokkseyri. Katrin Ingibergsdóttir, Dalbraut 6, Höfn í Homafiröi. Kristín Böðvarsdóttir, Borgargerði 4, Reykjavík. Marta Haraidsdóttir, Norðurvöllum 24, Keflavík. 70 ára Gerda Marta Jónsson, Lyngbergi 53, Haöiarfirði. 60 ára Karl Guðnason, Börn Maríu Aldísar og Jörundar eru Margrét, f. 14.7.1929, húsmóðir í Reykjavík, gift Kristni Sveinssyni, byggingameistara og svínab., og eiga þau ijögur börn; Jóhannes, f. 29.4.1931, d. 14.7.1962, erindreki í Reykjavík, var kvæntur Þóreyju Skúladóttur húsmóður og eignuðust þau íjögur börn; Karl, f. 15.7.1934, starfar við bæjarskrifstofurnar á Akureyri, kvæntur Valgerði Frí- mann verslunarmanni og eiga þau fjórar dætur; Páll Trausti, f. 10.6. 1940, byggingameistari í Reykjavík, kvæntur Ingu I. Svölu Vilhjálms- dóttur húsmóður og eiga þau fjögur böm; Jórunn, f. 19.11.1944, launa- fulltrúi við Hrafnistu í Hafnarfirði, gift Geir Haukssyni flugvirkja og eiga þau tvær dætur. Systkini Maríu Aldísar: Þórunn, húsfreyja í Fnjóskadal, Páll Trausti, búsettur í Reykjavík, Kristinn, bú- settur í Njarðvík, Friðrika, hús- freyja í Fnjóskadal, og Kristbjörg, húsmóðir í Hrísey og á Akureyri, en þau era öU látin, og Ólína sem er á lífi, lengi húsmóðir í Hrísey, nú tii heimilis að Hlíð á Akureyri. Foreldrar Maríu Aldísar voru Páll María Aldís Pálsdóttir. Friöriksson, b. í Borgargerði, og Margrét Árnadóttir húsfreyja. Lóa Guðrún Gísladóttir Lóa Guðrún Gísladóttir fiskvinnslu- kona, Sandabraut 10, Akranesi, verður sextug á morgun. Starfsferill Lóa Guðrún fæddist í Naustakoti á Vatnsleysuströnd og ólst þar upp. Auk húsmóðurstarfa hefur hún stundað ýmis störf, m.a. verið í kaupavinnu og verið ráðskona við brúarframkvæmdir en hefur stund- að fiskvinnslu hjá H.B. á Akranesi sl. tuttugu og fimm ár. Fjölskylda Lóa Guðrún giftist 21.11.1953 Geir Valdimarssyni, f. 5.6.1927, húsa- smíðameistara. Hann er sonur Valdimars Eyjólfssonar vegaverk- stjóra og Önnu Jónsdóttur húsmóð- ur sem bæði era látin. Böm Lóu Guðrúnar og Geirs eru Guðný EUn Geirsdóttir, f. 10.2.1954, húsmóðir á Akranesi, gift Herði Jónssyni trésmið og eiga þau þijú börn, Geir, Hörpu og Hrafnhildi; Valdimar E. Geirsson, f. 7.4.1955, trésmiöur á Akranesi, kvæntur Ell- en Blumenstein verslunarmanni og eru böm þeirra Willy Blumenstein, Geir, og Sigríður Edda; Hrafnhildur Geirsdóttir, f. 6.8.1956, skrifstofu- maður á Akranesi, gift Ólafi Guð- jónssyni vélsmið og era börn þeirra Lóa Kristín, Karen Lind og Guðjón Þór; Anna Lóa Geirsdóttir, f. 12.8. 1959, íþróttakennari á Akranesi, gift Engilbert Þorsteinssyni vinnuvéla- stjóra og era dætur þeirra Berglind Erla og BeUnda Eir; Erla Geirsdótt- ir, f. 9.1.1961, húsmóðir í Hrísey, gift ÁrsæU Álfreðssyni sjómanni og eru börn þeirra Fjölnir Om, ívar Guðmundína Guðmundsdóttir Guðmundína Guðmundsdóttir hús- móðir, nú til heimiUs að Hrafnistu í Reykjavík, er níutíu og fimm ára í dag. Starfsferill Guðmundína fæddist í Skugga- hverfinu í Reykjavík. Móðir hennar lést við fæðinguna og fóru faðir hennar og systkini þá til Kanada en Guðmundína fór í fóstur til Odds Einarssonar og Guðrúnar Magnús- dóttur sem bjuggu þá að Kleppi en flutti síðan að KáU'akoti í Mosfells- sveit (nú Úlfarsá) og síðan að Þver- árkoti á Kjalarnesi. Guðmundína stundaði húsmóður- og sveitastörf alla sína starfstíð. Hún og maður hennar hófu sinn búskap að Hrafn- hólum á Kjalarnesi, fluttu 1929 aö Vatnsholti í Grímsnesi þar sem þau bjuggu til 1934 er þau íluttu til Reykjavíkur þar sem þau hafa búið síðan. Fjölskylda Guðmundína giftist 6.12.1925 Hirti Jóhannssyni, f. 6.12.1901, bónda, vegavinnuverkstjóra og vörubfl- stjóra er starfaði síðast við Skatt- stofuna í Reykjavík. Hann er sonur Jóhanns Magnússonar, b. og lands- pósts í Helgafellssveit, og konu hans, Ingibjargar Þorsteinsdóttur húsfreyju. Guðmundína og Hjörtur hafa því bráðum verið gift í sjötíu ár. Börn Guðmundínu og Hjartar eru Einar H. Hjartarson, f. 2.5.1925, eft- irlitsfulltrúi í Reykjavík, kvæntur Guðbjörgu Guðjónsdóttur og eiga þau tvö börn; Unnur Hjartardóttir, f. 21.1.1928, húsmóðir í Reykjavík, gift Jóhanni Guðmundssyni og eiga- þau þrjú börn; Oddur Rúnar Hjart- arson, f. 8.5.1931, dýralæknir í Kópavogi, kvæntur Soffíu Ágústs- dóttur og eiga þau þrjú börn og einn son sem er látinn; Sigrún Hjartar- dóttir, f. 31.5.1942, búsett í Reykja- vík. Guðmundína átti sex systkini sem öll eru látin en meöal þeirra voru tveir bræður sem börðust með Guðmundína Guðmundsdóttir. kanadíska hernum í fyrri heim- styrjöldinni. Foreldrar Guðmundínu voru Guð- mundur Jóhannesson sjómaður og Sigríður Ólafsdóttir húsmóðir. Guðmundína verður að heiman á afmælisdaginn. Sigurður Sævar Ketilsson Sigurður Sævar Ketilsson verktaki, Smyrlahrauni 24, Hafnarfirði, er fimmtugurídag. Starfsferill Sigurður fæddist á Siglufirði en ólst upp í Reykjavík frá tveggja ára aldri. Hann stundaði nám við Hér- aðsskólann á Laugarvatni og dvaldi auk þess í Bretlandi um skeið við nám í viðskiptaensku. Sigurður stundaði ýmis störf á unglingsárunum, var m.a til sjós á togaranum Jóni forseta og síðan á bát frá Sandgerði í nokkur ár. Frá 1967 vann Sigurður við byggingu álversins í Straumsvík og starfaði síðan við kersmiðju versins. Hann stofnaði ásamt eiginkonu sinni eigið verktakafyrirtæki 1981 sem sérhæf- ir sig í þjónustu við íslenska álverið. Fjölskylda Sigurður kvæntist20.2.1971 Guð- rúnu Hjálmarsdóttur, f. 15.1.1949, húsmóður. Hun er dóttir Hjálmars Jóhannssonar, pípulagningarmeist- ara í Reykjavík, og Guðmundu Dagmarar Sigurðardóttur, húsmóð- ur og matráðskonu. Börn Sigurðar og Guðrúnar eru Guðmunda Dagmar Sigurðardóttir, f. 23.7.1969, nemi, gift Sigurjóni Ingvasyni lögfræðingi; Hrafnhildur Sigurðardóttir, f. 2.6.1976, nemi; Ásbjörg Ólöf Sigurðardóttir, f. 16.1. 1978; Katla Sigiu-ðardóttir, f. 11.1. 1978; Sigrún Sigurðardóttir, f. 18.7. 1984; Sigurður Sævar Sigurðsson, f. 2.10.1986. Systkini Sigurðar: Ólafur Þór Ket- ilsson, f. 14.4.1942, nú látinn; Bjöm Zophanías Ketflsson, f. 20.10.1945; Jónína Ragnheiður Ketilsdóttir, f. 14.4.1955. Foreldrar Sigurðar: Ketill Ólafs- son, f. 18.8.1918, fyrrv. heildsah og bifreiðarstjóri, og Ásbjörg Una Sigurður Sævar Ketilsson. Bjömsdóttir, f. 19.5.1919, d. 4.9.1972, verslunarmaður. Sigurður tekur á móti gestum á afmælisdaginn í Gaflinum við Dals- hraun í Hafnarfirði frá kl 19-23. Lóa Guðrún Gísladóttir. Þór og Karitas Ósk; Gísh Geirsson, f. 16.3.1966,trésmiðuráAkranesi, en kona hans er Margrét Ólafsdóttir húsmóðir og eru börn þeirra Lóa Guðrún og Gísli Þór. Dóttir Geirs frá því fyrir hjóna- band er Elín Þóra, f. 26.2.1951, verkakona á Akranesi, gift Val Jónssyni trésmið og eru börn þeirra Jón Ásgeir, Marta og Maren. Systkini Lóu Guörúnar era Ehn Björg, f. 3.12.1918, húsmóðir í Hafn- arfirði; Eiríkur Jónas, f. 9.8.1920, brúarsmiður, búsettur í Kópavogi; Guðríður, f. 25.12.1924, húsmóðir í Kópavogi; Hrefna Kristín, f. 18.10. 1929, húsmóðir í Kópavogi. Foreldrar Lóu Guðrúnar vora Gísh Eiríksson, f. 22.4.1878, d. 2.1. 1971, bóndi í Naustakoti, og kona hans, Guðný Jónasdóttir, f. 24.6. 1893, d. 23.4.1976, húsfreyja. Lóa Guðrún tekur á móti gestum að heimili sínu sunnudaginn 29.5. frákl. 16.00. Sigurbjörg Lúðvíksdóttir Sigurbjörg Lúðvíksdóttir húsmóðir, Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík, verður níræð á mánudaginn. Fjölskylda Sigurbjörg fæddist á Djúpavogi og ólst þar upp. Hún stundaði húsmóö- urstörf aha tíð. Sigurbjörg giftist 1922 fyrri manni sínum, Jóni Sig- urðssyni, f. 4.10.1894, d. 5.3.1945, kennara og kaupfélagsstjóra á Djúpavogi. Hann var sonur Sigurð- ar Jónssonar, b. á Starmýri, og Ragnhildar Ámadóttur húsfreyju. Börn Sigurbjargar og Jóns eru Lúövík, f. 29.10.1923, fyrrv. skrif- stofustjóra hjá SÍS í New York, nú kaupmaður í Reykjavík, kvæntur Guðfinnu Elentínusdóttur og eiga þau fjögur böm; Ragnhildur, f. 5.5. 1925, húsmóðir í Reykjavík, og á hún tvö börn frá fyrrv. hjónabandi; Erla, f. 1.4.1927, skrifstofustjórií Reykja- vík, í sambúð með Ásgeiri Ágústs- syni skrifstofumanni og á hún fjög- ur börn með fyrri manni sínum sem nú er látinn, Bimi Björgvinssyni endurskoðanda; Anna, f. 22.12.1928, húsmóðir í Reykjavík, gift Sigurði Stefánssyni endurskoðanda og eiga þau þrjú böm; Margrét, f. 15.4.1940, skrifstofumaður hjá Tryggingu hf., gift Daða Ólafssyni kennara og eiga þautvosyni. Seinni maður Sigurbjargar var Helgi Guðmundsson, f. 15.11.1896, d. 1985, starfsmaður hjá Reykjavík- urborg. Dætur hans frá fyrra hjón- bandi eru Hanna og Guðný sem reka saumastofu í Reykjavík. Bróðir Sigurbjargar var Ágúst, f. 1901, nú látinn, verslunarmaður viö Kaupfélagið á Djúpavogi. Foreldrar Sigurbjargar voru Lúð- Sigurbjörg Lúðvíksdóttir. vík Jónsson frá Borgargarði og Anna Kristrún Finnsdóttir frá Tungu í Fáskrúðsfirði. Sigurbjörg tekur á móti ættingjum og vinum í Oddfellowhúsinu sunnu- daginn 29.5. milli kl. 15.00 og 17.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.