Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1994, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1994, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1994 Dagur í lífi Bubba Morthens: Leikið með bömunum „Ég vaknaði klukkan sjö við það að dóttir min sparkaði í mig og sagði: Góðan daginn, pabbi. Þetta var önnur nóttin mín heima eftir þrjátíu daga hljómleikaferðalag um landið. Þannig að ég var lúinn og þreyttur eins og útspýtt hunds- skinn. Ég fór þó engu að síður með Grétu dóttur mína, sem er átján mánaða, niður í eldhús til að gefa henni að borða. Hún fékk þykk- mjólk og brauðsneið meðan ég söng alveg óskaplega mikið og lék flfl og trúð til að maturinn kæmist ofan í hana. Ég hafði htið út um gluggann aðeins fyrr og sá heiðan himin og sólskin úti þannig að það fyrsta sem mér datt í hug var að þetta yrði skemmtilegur dagur. Konan mín, Brynja, þurfti að fara á fund og ég var heima með börn- in, Grétu og Hörð, en hann er fjög- urra ára. Við Hörður fórum í skrímslaleik og ég var kitluskrímslið. Stundum boxum við og þá er hann Mike Tyson en ég Chris Eubank. Þennan morgun fórum við niður í fjöru til að leita að sjóreknum sjóræningj- um en fundum enga. Hins vegar fundum við slatta af skóbotnum sem voru í sandinum. Þetta var auðvitað tilefni til þess að ímynda sér að sjóræningjana hefði rekið á land og þeir sokkið ofan í sandinn en ekki skómir þeirra. Síðan tínd- um við alls kyns lituð gler og steina, galdrasteina, sem við tókum með okkur heim. Plata með Utangarðsmönnum Eftir aö ég hafði gefið börnunum að borða í hádeginu fór ég með Hörð á leikskólann. Þá var komið að því að hringja til Bandaríkjanna og ræða við Danna Pollock en við erum að spá í að gefa út hljómleika- plötu með Utangarðsmönnum. Síð- DV-mynd GS beina útsendingu af hnefaleikum kl. níu um kvöldið og ég hugsaði mér gott til glóðarinnar. Hins vegar kom í ljóst að húsmóðirin á heimil- inu þurfti á annan fund og ég sat því eftir með bömin um kvöldið. Ég lék við krakkana góða stund en öll skrímsli em í miklu uppáhaldi hjá syni mínum. Við lékum líka risaeðlur, hann lék Þórseðlu en þær em stærstar og borða gras en ég mátti vera homeðla eða tyrans og ég kaus þá síðarnefndu vegna þess að hún borðar kjöt. Dóttirin skríkti með okkur alsæl yfir látun- um og hamaganginum. Aðalbardaginn búinn Þá var komið að háttatíma og fyrst fór stráksi í rúmið en hann hafði áhyggjur af því að Eddi klippikrumla kæmi í heimsókn en þá persónu sá hann á Stöð 2 er hann var staddur hjá ömmu sinni. Hann fékk þá að sofa í rúmi mömmu og pabba því þangað þorir ekki Eddi klippikrumla vegna þess að pabbi kann að boxa. Þegar hann var sofnaður lék ég dágóða stund með Grétu. Hún var á hestbaki á pabba sínum þangað til mig var farið að verkja í hnén en þá skoðuö- um við myndabækur og Gréta lærði orð. Við lærðum heiti á fatn- aði og síðan gengum við um íbúð- ina og hún átti að benda á þá hluti sem ég nefndi. Þá var kominn tími til að leggja þá stuttu í rúmið og ég söng Sofðu unga ástin mín fimmtán sinnum áður en hún sofn- aði með tilheyrandi strokum milli augnanna. Þegar þessu var lokið hljóp ég að sjónvarpinu en hafði þá nýmisst af aðalbardaganum í boxinu og var dálítið svekktur yfir því. Brynja kom heim um hálfellefu- leytið og við ræddum saman um það sem haföi gerst yfir daginn. Ég horfði á myndband um eskimóa en Brynja kaus að fara í rúmið. Um eittleytið skreið ég upp í og kíkti aðeins í nýjustu ljóðabók Hannesar Péturssonar og las eitt til tvö ljóð sem ég geri á hverju kvöldi. Ljóð eru nefnilega ekki bara holl heldur einnig svæfandi. an reyndi ég að ná í producentinn minn í Stokkhólmi en hann er að koma til landsins 4. júní en við ætlum að vinna plötu saman. Ég náði ekki í hann og tók mér því bók í hönd og las í ferðasögu Marco Polo sem er alveg yndisleg bók. En lagði mig siöan í tvo tíma. Um fjögurleytið punktaði ég hjá mér ýmsa hluti sem ég þurfti að gera daginn eftir. Til dæmis fund hjá Skífunni í hádeginu vegna íbúðar sem þarf að leigja fyrir producentinn en einnig fund næsta mánudag. Þegar þessum skylduverkum var lokið fór ég yfir allar veiðigræjum- ar mínar og athugaði hvort ekki væri allt í lagi með þær því nú er vertíðin að byrja. Ég er forfallinn lax- og silungsveiðimaður. Sky-sport auglýsti í textavarpinu Bubbi Morthens með Herði, fjögurra ára syni sínum. Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í íjós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Rummikub-spil- ið, eitt vinsælasta fjölskyldu- spil í heimi. Það er þroskandi, skerpir athyglisgáfu og þjálfar hugarreikning. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur. Bækumar, sem eru í verðlaun, heita: Mömmudrengur, Þrumuhjarta, Blóðrúnir, Hetja og Ban- væn þrá. Bækumar era gefhar út af Frjálsri fiölmiölun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 259 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir tvö hundr- uð fimmtugustu og sjöundu getraun reyndust vera: Mér sýnist að þú munir fá heldur óblíðar móttökur hjá eiginmanninum þegar þú kemur heiml 1. Jón Baldur, Bröndukvísl 6, 110 Reykjavík. Nafn:................ Heimilisfang:........ 2. Jónas Eliasson, Safamýri 11, 108 Reykjavík. Vinningamir verða sendir heim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.