Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1994, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1994, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1994 55 Reglugerðar- breytingar vegna atvinnu- leysisbóta Félagsmálaráðherra hefur gert tvœr reglugerðarbreytingar varðandi atvinnuleysisbætur. í öðru tiifellinu er um að ræða breytingu varðandi skráningu þeirra sem atvinnulausir eru. Menn verða aö skrá sig vikuiega og hafa því ekki getað farið frá í lengri tima en viku. Eftir reglu- gerðarbreytinguna geta atvinnu- lausú fengið leyfi hjá þeirri vinnumiðlun sem þeir eru skráð- ir hjá til að skrá sig hjá atvinnu- miðlun þess sveitarfélags sem þeir ætla í. Hin reglugerðarbreytingin er varðandi sjálfstætt starfandi ein- staklinga sem nú eiga rétt á at- vinnuleysisbótum. Breytingin felst í því að í stað 12 mánaöa veröa engin tímamörk á því hve- nær sjálfstætt starfandi, sem er á atvinnuleysisbótum, getur hafið aftur sjálfstæöa starfsemi. Barnshafandi kona í bílveltu Þrennt var flutt á heilsugæslu- stöð á Hornafirði, þar af barns- hafandi kona, ung dóttir hennar og önnur kona, eftir bílveltu við Hestgerði í Suðursveit síðdegis í gær. Þær fengu allar að fara heim að skoðun lokinni og reyndust ómeiddar. Óhappið varð á veg- arkafla þar sem tið óhöpp hafa orðið. Þorvaldur S. Þorvaldsson, for- maður Landgræðslusjóðs, af- hendir forseta íslands, frú Vig- dísi Finnbogadótfur, fyrsfa fjár- söfnunarmerki Landgræðslu- sjóðs. Landgræðslusjóður verð- ur með fjársöfnun með merkja- Sölu við kjörstaði um allt land á kosningadaginn. Færðurtil hafnar Varöskip stóð dragnótabátinn Ganda VE að meintum ólöglegum veiðum í reglugerðarhólfi ut af Ingólfshöíða siðdegis i gær. Báturinn var fluttur til hafnar í Þorlákshöfn og verður málið tekið fyrir þar. . ÞingveUir: Mynda konur í þjódbúningi „Við höfum hugsað okkur að ná myndum af miklum fjölda kvenna i þjóðbúningi 17. júní. Vonandi verða þær margar. Hvað varðar karlmennina í íslenskum búningi hef ég ekki trú á að það verði búið að framleiða nógu marga fyrir 17. júní þvi vikurnar eru ekki margar sem eftír eru,“ segir Steinn Lárusson, fram- kvæmdastjóri þjóðhátíðar. Um hádegisbil að loknum þing- fundi á Þingvöllum mun fara fram hópmyndataka á þingpöll- unum af stúlkum og konum sem skarta þjóðbúningi á hátíðinni. Einnig stendur til að taka hóp- mynd af þeim sem voru viðstadd- ir lýðveldistökuna á Þingvölium árið 1944. Fréttir Jóhann Páll Valdimarsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda: Útgáf an er að hrynja eins og spilaborg „Það er ljóst að bókaútgáfan glímir við gífurlega rekstrarerfiðleika og er tvímælalaust rekin með tapi. Ég tel að það sé ekki dregin upp of dökk mynd þegar ég segi að þessi grein, bókaútgáfa og -sala, er einfaldlega að hrynja eins og spilaborg," segir Jóhann Páll Valdimarsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, í samtali við DV. Auk mikilla rekstrarerfiðleika Al- menna bókafélagsins, sem nánar segir frá á baksíðu DV, má nefna að Bókaútgáfan Örn og Örlygur er í greiðslustöðvun til loka júní og fleiri útgáfur eiga í miklu basli. Að mati Jóhanns berst bókaútgáfa við erfið rekstrarskilyrði almennt. Hann segir að niðurfelling söluskatts af bókum árið 1990 hafi reynst bóka- útgáfu mikil lyftistöng en álagning virðisaukaskatts um mitt síðasta ár hafi verið náðarhöggið. „Vegna þess hve erfitt ástandið er í þjóðfélaginu mátu útgefendur það svo að það væri útilokaö að hleypa virðisaukaskattinum út í verðlagið. Við tókum þetta á okkur en erum engan veginn í stakk búnir til að axla skattinn sem ríkið lagði á bæk- ur. Undanfarin sex ár hefur raun- verð bóka lækkað um 20 til 30 pró- sent. Álagning okkar er nákvæmlega að engu orðin,“ segir Jóhann. Jóhann vill að stjórnvöld afnemi virðisaukaskattinn hið fyrsta, geysi- legt tjón hafi orðið nú þegar og erfitt verði að vinna sig út úr erfiðleikun- um. „Það er betra að sjá að sér strax áður en þetta fer allt saman.“ Snæbjörn Kristjánsson tippari fékk sjö raðir með 13 rétta um síðustu helgi. DV-mynd ÞÖK Náði sjö röðum með þrettán réttum fyrir lokun: Rosalegt að vélin skyldi loka - segir Snæbjöm Kristjánsson tippari Flestum tippurum þykir erfitt að ná 13 réttum. En Snæbjörn Krist- jánsson tippari var með úrslit síðasta getraunaseðils á hreinu löngu áður en leikirnir fóru fram. Hann setti á nokkra seðla og fékk sjö raðir með 13 réttum og áttatíu og eina röð með tólf réttum. „Ég geri það oft að setja tíu til tutt- ugu seðla eins í sölukassann,“ segir Snæbjörn. „Ég setti fyrst tuttugu níu raða seðla í sölukassann skömmu fyrir lokun á laugardaginn og svo byrjaði ég á áttatíu og einnar raðar seðli og var búinn að setja hann fimm sinnum í kassann þegar vélin lokaði á mig. Það var rosalegt, annars hefði ég fengið fleiri raðir með 13 rétta. Ég fékk svo 13 rétta á tvær aðrar raðir. Níu raða seðillinn gaf tólf rétta og þar sem séðlarnir voru tuttugu fékk ég tuttugu tólfur þar. Hinir seðl- arnir gáfu sjö raðir með 13 réttum og sextíu og eina röð með 12 réttum. Þetta er ágæt búbót," segir Snæbjörn sem hefur sennilega sett íslandsmet í fjölda raða með 13 rétta í einni viku. Þess má geta aö hver röð með 13 rétta gaf 62.159 krónur og hver röð með 12 réttagaf2.370 krónur. -E.J. Keypt fyrir fjóitán milljónir í gær - Sigurjón Sighvatsson með erlendum aðilum Það fór eins og spáð var í DV í gær aö áfram voru keypt hlutabréf í íslenska útvarpsfélaginu. Síðdegis í gær var búið að kaupa hlutabréf fyrir 14 milljónir króna. Nafnvirði bréfanna var 5 milljónir og þau seld á genginu 2,80 sem er 6,6% lækkun frá fimmtudeginum. Við- skiptin fóru fram í gegnum Hand- sal sem síðdegis var einnig með kauptilboð í hlutabréf félagsins að nafnvirði 2 milljónir króna. Nær fullvíst er talið að Sigurjón Sighvatsson sé stóri kaupandinn en með viðskiptum gærdagsins er alls búið að kaupa hlutabréf í félag- inu fyrir nær 140 milljónir króna á einni viku sem samsvarar því að 9% hlutafjár hafi skipt um eigend- ur. Samkvæmt heimildum DV er Sig- urjón með erlenda aðila á bak viö sig. Hann mun hafa uppi áform um að selja þeim síðan sinn hlut. En heimildir DV herma að nýlega hafi Sigurjón lýst áhuga á að selja helm- ing af þeim 9% sem hann á í ís- lenska útvarpsfélaginu. Líkt og fyrri daginn tókst ekki að hafa uppi á Sigurjóni í gær þar sem hann var ekki kominn til Holly- wood frá fundaflakki í Kanada. Sambandsforstj órar: Falla f rá kröf ■ um um umframlífeyri upp á 220 miiyónir Hátt í tveir tugir fyrrverandi forstjóra og deildarstjóra hjá Sambandinu hafa ákveðið að falla frá umframlifeyriskröfum sínum upp á um 220 milljónir króna. Akvörðunin er tekin í sambandi við beiðni um heimild til nauöasamninga sem er til meðferðar hjá Héraösdómi Reykjavíkur. Ljóst er að ef nauðasamningar verða heimilaðir hefðu mennirn- ir hlotið miög takmarkaðar greiðslur úr búinu. Því hefur ver- ið litið á ákvörðun þeirra sem siðferðilegan stuðning við nauöa- samningana. Þessir aðflar munu eftir sem áður njóta réttinda til lífeyrisgreiðslna úr Samvinnulíf- eyrissjóðnum - framangreindar lfleyriskröfur sem fallið hefur verið frá eru eingöngu byggðar á samningum sem gerðir voru um- fram eðlileg réttindi. Slysabætur: Sátthefur náðst í um 40 slysa- bótamálum Af þeim tæplega tvö hundruð málum, sem stefht hefur verið inn til Héraðsdóms Reykjavíkur, hefur náðst sátt i ura fiörutíu þeirra eftir að dómsmeðferð var hafin, Um 120 mál eru óafgreidd hjá dómstólnum en dómur er genginn í rúmum tveimur tugum mála. Hér er um að ræða mál þar sem ágreiningur reis á milli tjón- þola í slysum við tryggingafélög- in um útreikninga á slysabótum samkvæmt verklagsreglum sem félögin komu einhliða á. Sættirnar i framangreindum málum náðust í kjölfar þess að matsgerðir dómkvaddra aðtía lágu fyrir. Þegar þær bárust voru frummöt ýmist staðfest, þau lækkuð eða hækkuð. Á grund- velli þessara mata náðust sættir með stefnendum og fulltrúum viðkomandi tryggingafélaga. Eins og fram kora í DV í gær bíða menn eftir að áfrýjunarmál verði tilbúin til flutrdngs í Hæsta- rétti. Þegar dómar ganga í slysa- málum við æðsta dómstig lands- ins verður fyrst hægt að fara að leggja línur með sættir í megninu af þeim málum sem nú eru til meðferðar hjá héraösdómstóln- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.