Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1994, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1994, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 28. MAl 1994 Sérstæö sakamál Skyggnst aftur í tímann Lorraine Brown. Jessica Brown var sextíu og eins árs. Hún var á leið heim til sín þennan dag í nóvember 1978. Skyndilega langaði hana til að fá sér lestrarefni. Hún kom við í blað- sölu og þar sá hún blað sem hún var ekki vön að kaupa því það var einkum þekkt fyrir slúðurgreinar og myndir af fáklæddum og nökt- um stúlkum. En af einhveijum ástæðum fannst frú Brown að hún ætti að kaupa þetta blað. Hún hélt síðan heim til sín, hitaði sér te og fór að lesa. í blaðinu var grein um skyggna konu, Eileen Dunne. Hún hafði margoft hjálpað lögreglunni við að hafa uppi á horfnu fólki. Allt í einu vaknaði von með frú Brown. Gat verið að frú Dunne gæti hjálpað henni við að komast að því hvað orðið hefði um tólf ára gamla dótt- ur hennar, Lorraine, sem horfið hefði í ágúst 1953 og aldrei spurst til síðan? „Þessi stúlka er dáin" Um það bil viku eftir þetta settíst frú Brown upp í járnbrautarlest í heimaborg sinni, Shefíield á Eng- landi, og var ákvörðunarstaðurinn Leicester en þar bjó frú Dunne. Meðferðis hafði hún ljósmynd af Lorraine og fót af henni sem hún hafði geymt. Frú Dunne tók henni vel en sagö- ist ekki geta lofað henni neinum árangri. Mörg ár væru hðin síðan Lorraine hvarf. En þegar hún hafði setið með ljósmyndina og fótin um hríð sagði hún: „Þessi stúlka er dáin. Hún hggur í vatni og það er járn bundið við fótleggi hennar. Það var maður sem myrtí hana. Hann er hár, dökkhærður og á ljósbláan bíl. Nú sé ég það sem gerðist. Hann er með stúlkuna í farangursgeymslunni á bílnum. Hann ekur meðfram stöðuvatni. Þar er árabátur og hann rær með hana út á mitt vatn- ið þar sem hann lætur hana út fyr- ir borðstokkinn og í vatnið.“ Áfund lögreglunnar Frú Dunne lagði frá sér ljós- myndina og fötin og sagði: „Mér þykir leitt að gefa þér þessar dapur- legu upplýsingar en ég er aðeins að segja þér það sem ég sá. Ég hef það á tilfinningunni að þessi maður vilji láta fletta ofan af sér. Ég get ekíti gefiö á því neina skýringu en einhvern veginn fmnst mér að hann sé mikið veikur og eigi ekki langt ólifað." Frú Dunne var í góðu áliti hjá lögreglunni og þegar frú Brown sneri sér th hennar með upplýs- ingarnar var hún tekin alvarlega. Þá var frú Brown líka búin að fá hugmynd um hver morðinginn gæti verið. Það sem gerðist hins vegar dag- inn sem Lorraine hvarf var eftir- farandi: Lorraine fór í skólann á hjóh eins og hún var vön að gera. Þegar hún kom ekki heim í hádeg- inu varð móðir hennar óróleg. Hún brá sér í kápu og gekk til skólans eftir stígnum sem hún vissi að Lorraine hjólaði alltaf. En hún sá hana hvergi á leiðinni og þegar hún kom í skólann fékk hún að vita að dóttir hennar hefði ekki komið þangað um morguninn. Eileen Dunne. sín. Vafalaust hefði tilviljun ein ráðið því að Lorraine hefði orðið fyrir vahnu og því væru afar litlar líkur á því að sá sem valdur var að hvarfmu fyndist nokkru sinni. Frú Brown, sem hafði verið ekkja síðan 1971, var nú spurð hvort henni gæti komið til hugar hver hann væri maðurinn sem frú Dunne hafði lýst. Hún svaraði því þá tii að sér kæmi til hugar Charles Tubbs sem verið haíði nágranni Brown-fjölskyldunnar um hríð. Er hún var beðin að skýra hvers vegna hún grunaði hann vék hún að atburði sem gerst hafði sumarið 1952 er hún, maður hennar og Lorraine hefðu verið í sumarleyfi við stöðuvatn eitt. Hættulegtbusl Eins og oft áður hafði Lorraine fengiö leyfi til að leika sér í upp- blásinni slöngu úr bíldekki á grunnu vatni upp við land. Brown- hjónin htu af og til til dótturinnar og framan af virtist aht í lagi. En skyndilega sáu þau að uppi var fót- ur og fit niðri við vatnið. Þegar þau kom að því sáu þau menn róa hratt út á vatnið en þar mátti þá sjá Lorraine hanga í bát sem hvolft hafði. Lorraine hafði farið of langt út og þar hafði vindur eða straumur hrakið hana langt út á vatnið. Sam- tímis hafði loft byrjað að leka úr slöngunni. Lorraine var skelfmgu lostin en skammt frá var ung kona með son sinn á bát og tók hún nú stefnuna á Lorraine. Þegar báturinn kom að Lorraine greip hún í það fyrsta sem hún fékk hönd á komið. Var það önnur árin og þar eð báturinn var í raun skekta kom á hann mikih halh og féll litli drengurinn, sem var í bátn- um, í vatnið. Konan, frú Tubbs, stökk þá útbyrðis til að reyna að bjarga syni sínum en vatnið var kalt og nokkrum augnablikum síð- ar hurfu þau mæðgin í djúpið. Tubbs finnst Mennirnir, sem Brown-hjónin sáu róa lífróður út á vatnið, náðu til Lorraine áður en aht loft var úr slöngunni. Tókst þeim að ná henni um borð th sín. Kafarar reyndu að finna líkin en tókst það ekki. Frú Anne Tubbs hafði verið tuttugu og níu ára en sonurinn, David, tveggja ára. Þegar rannsóknarlögreglumenn- irnir höföu heyrt þessa frásögn frú Brown þótti þeim ástæða th þess að hafa uppi á Charles Tubbs. Hann var fluttur úr húsi því sem hann hafði átt og var kominn á hjúkr- unarheimih. Reyndist hann með krabbamein og hggja fyrir dauðan- um. Charles Tubbs var spurður hvort hann bæri ábyrgð á hvarfi Lorra- ine Brown. Játaði hann strax að vera valdur að því. Lýsti hann því sem gerst hafði og var frásögn hans í samræmi við það sem skyggna konan, frú Dunne, haiði sagt. „Slys, en..." Frásögn Charles Tubbs var í meginatriðum á þessa leið: „Dánar- dómstjórinn sem staðfesti dánaror- sök Anne og Davids lýsti því sem gerðist á vatninu sem slysi. En ég gat ekki gleymt lokaorðum hans sem voru á þessa leið. „Herra og frú Brown. Þið megið vita að ég ht á það sem mikið ábyrgðarleysi að þið leyfðuð dóttur ykkar að leika sér í vatninu í uppblásinni bíl- slöngu. Þetta kæruleysi ykkar hef- ur nú kostað konu og barn lífið.“ Tubbs gerði nú nokkurt hlé á frá- sögn sinni, enda var hann máttlít- ih og átti erfitt um mál. Ljóst var líka að hann var í andlegu uppn- ámi, enda ekki furða því hann var að fjalla um dauða konu sinnar og barns og í þann veginn að gera fulla játningu. Það sem gerðist „Ég elskaði konuna mín meira en nokkuð annað í heiminum," sagði Tubbs. Og ég elskaði dreng- inn hka mikið. Nú voru þau bæði dáin vegna óvarkárni Lorraine, sem greip í árina, og Brown-hjón- anna, sem í heimsku sinni og at- hugunarleysi leyfðu dóttur sinni að fara út á vatnið á slöngunni. Mér fannst ég ekkert hafa til að lifa fyrir lengur. Ég ákvað því að Lorraine og foreldrar hennar skyldu fá makleg málagjöld. Ég ákvað að drepa Lorraine og kasta líki hennar þar sem líkin af konu minni og syni lágu á dýpinu. Charles Tubbs lýsti því síöan hvernig hann hafði setið fyrir Lorraine dag einn í ágúst 1953, myrt hana, farið með hana út í bát, bundið jám við fótleggina svo að líkið flyti ekki upp og kastað því síðan í vatnið." Skriflegjátning Þremur vikum eftir að Charles Tubbs gerði játningu sína lést hann á hjúkrunarheimilinu. Hann skildi eftir frásögn og lýkur henni á þessu: „í þau löngu og einmanalegu ár sem liðin eru frá slysinu hef ég oft hugsað um hina elskulegu konu mína og son. Ég hef beðið th Guðs um að hann, í náð sinni, leyfi mér að hitta þau aftur. Þau em mörg tárin sem ég hef fellt á hðnum árum. En ég hef hka leitað huggun- ar í því að stúlkan, sem bar ábyrgð á harmleiknum, fékk sína refsingu. Ég sé ekki eftir neinu og hefði ég verið handtekinn og dæmdur til dauða á sínum tíma hefði ég gengið rólegur að gálganum." Flestir geta víst skihð tilfmningar Tubbs vegna missis konu og sonar en færri þá þungu sök sem hann taldi Lorraine, tólf ára gamla stúlku sem var að drukkna úti á vatni, bera af því hún greip í ár, enda gat hún þá vafalaust enga grein gert sér fyrir því hvaða afleið- ingar það myndi hafa. Ummæli frú Brown Frú Brown var frú Dunne þakk- lát fyrir að hafa skyggnst aftur í tímann fyrir sig og komiö sér á sporið, þannig að hún gat loks, eft- ir mörg ár, fengið að vita hvað orð- ið hafði um dóttur hennar. En þeg- ar játningin lá fyrir sagði hún: „Ef hann þurfti að hefna sín með því að drepa einhvern, hvers vegna þá barnið? Af hveiju ekki mig eða manninn minn? Við bárum meiri ábyrgð á því hvemig fór en Lorra- ine. Eg get ekki vorkennt Charles Tubbs. Kafarar lögreglunnar reyndu að fmna líkamsleifar Lorraine Brown en eftir tuttugu og fimm ár reynd- ist ómögulegt að fmna þær. Grunaði nágranna Lögreglan hóf nú leit. Brátt fannst hjól Lorraine í skurði við aðalveginn frá London til Skot- lands. En hvergi var neitt að sjá sem bent gat til þess hvar Lorraine gæti verið. Kenning lögreglunnar var sú að einhver hefði beðið eftir því að unga stúlku bæri að svo hann gæti náð henni inn í bíl til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.