Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1994, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1994, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1994 59 Afmæli Siguróur R. Pétursson Sigurður R. Pétursson fram- kvæmdastjóri, Skeiðavogi 101, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Sigurður fæddist í Vestmannaeyj- um en ólst upp í Sandgerði. Hann lauk sveinsprófi í húsasmíði í Reykjavík 1964 og starfaði síðan viö húsasmíðar í mörg ár. Hann var dreifingarstjóri DB1976-81, fram- kvæmdastjóri Byggingasamvinnu- félagsins Aðalbóls 1981-87 og fram- kvæmdastjóri ísspors frá 1987. Sigurður sat í stjóm Félags frí- merkjasafnara 1972-78 og var form- aður þess 1975-78, formaður Klúbbs Skandinavíusafnara 1986-87 og 1992-94, varaformaður Félags ís- lenskra mótífsafnara frá upphafi, í stjórn Landssambands íslenskra frí- merkjasafnara, LÍF, um árabil, formaður þess 1979-82 og hefur starfað í fjölda sýningarnefnda frí- merkjasafnara, á sæti í dómara- nefnd LÍF og hefur dæmt á fjölmörg- um frímerkjasýningum hérlendis og erlendis. Sigurður hefur starfað með Kiw- anishreyfingunni frá 1976, fyrst í Heklu, síðar í Vífli, var einn af stofn- endum Viðeyjar 1986 og forseti þar 1987-88. Hann var svæðisstjóri Þórs- svæðis 1990-91, birgðavörður ís- lenska Kiwanisumdæmisins frá 1989 og er formaður stjórnar Kiwan- ishússins að Engjateigi 11. Loks er Sigurður félagi í Oddfellowstúkunni Þórsteini. Fjölskylda Sigurður kvæntist 11.3.1967 Guðnýju Eddu Magnúsdóttur, f. 22.7.1943, húsmóður. Hún er dóttir Magnúsar Bergmanns Pálssonar gierskurðarmeistara og Ragnheiðar Þyrí Nikulásdóttur húsmóður. Börn Sigurðar og Eddu em Hrund, f. 25.8.1967, námsráðgjafi, gift Ólaíl H. Kristjánssyni og eiga þau eitt barn, Þorkel, f. 27.4.1992; Sveinn Ottó, f. 21.1.1971, gullsmíðanemi, í sambúð með Erlu Björk Svein- bjömsdóttur; Magnús Bergmann, f. 1.6.1981, nemi. SystkiniSigurðar: Guðbjörg Bima, f. 24.12.1940, d. 16.3.1992, var gift Birni Kristjánssyni og eignuðust þau þrjár dætur; Sveindís Þómnn, f. 1.1.1942, gift Ágústi Einarssyni og eiga þau fimm börn; Jóhanna Sigumós, f. 8.11.1948, gift Níelsi Karlssyni og eiga þau tvö börn auk þess sem Jóhanna á tvö börn frá fyrra hjónabandi; Anna Marý, f. 4.12.1955, gift Guðmundi Knútssyni og eiga þau tvær dætur. Foreldrar Sigurðar: Pétur Haf- steinn Björnsson, f. 21.7.1918, vél- stjóri í Sandgerði, og kona hans, Sveinlaug Halldóra Sveinsdóttir, f. 8.3.1918, d. 29.1.1992, húsmóðir. Ætt Pétur er sonur Bjöms, útvegsb. í Tjamarkoti í Sandgerði, Samúels- sonar, b. í Blönduhlíð í Snóksdal, Jónssonar, hreppstjóra í Hlíð í Hörðudal. Móðir Björns var Helga Lilja Jónasdóttir, b. í Vífilsdal fremri í Snóksdal, Gunnlaugssonar, b. á Þverá í Húnavatnssýslu, Sveins- sonar. Móöir Jónasar var Bergljót Pétursdóttir en langafi hennar var Jón rauðbrotf, ættfaðir Rauðbrota- ættarinnar. Móðir Péturs var Guðbjörg Guð- jónsdóttir, bátasmiðs í Sandgerði, Þorkelssonar, og Þorbjargar Benón- ísdóttur en faðir hennar var sonur franska skipbrotsmannsins Louis Henry Joseph Vanderoruys. Sveinlaug er dóttir Sveins Ottós, sjómanns á Seyðisfirði, Sigurðsson- ar, sjómanns þar, Sigurðssonar, b. í Nýjabæ í Landbroti, Sigurðssonar, b. á Keldunúpi, Hálfdánarsonar. Móðir Sveins var Halldóra Þor- varösdóttir, b. á Amarstöðum í Flóa, Þorvaldssonar, í Merkinesi, Oddssonar. Móðir Halldórs var Sig- urlaug Brandsdóttir, b. í Holtsmúla, Jónssonar, í Ósgröf, Brandssonar, í Ósgröf, Jónssonar. Móðir Sigur- Siguröur R. Pétursson. laugar var Guðrún Erlendsdóttir, b. í Holtsmúla, Eiríkssonar, b. á Ægissíðu, Bjarnasonar, ættföður Víkingslækjarættarinnar, Halldórs- sonar. Móðir Sveinlaugar var Þórunn Sigurðardóttir, í Jónshúsi í Vest- mannaeyjum, Sigurðssonar, vinnu- manns á Hlíðarenda, Nikulássonar, á Núpi undir Eyjafjöllum, Brands- sonar. Sigurður og Edda taka á móti gest- um á afmælisdaginn í Kiwanishús- inu, Brautarholti 26, kl. 17.00-19.00. Til hamingju með afmælið 28. maí Júlía Jónsdóttir Júlía Jónsdóttir húsmóðir, Kletta- hhð 12, Hveragerði, verður sjötug á morgun. Starfsferill Júlía fæddist á Fagranesi á Langa- nesi. Hún fluttist ung að ámm meö foreldrum sínum og systkinum að Syðri-Grund í Svarfaðardal þar sem Júlía gekk í bamaskóla. Hún hefur lengst af verið húsmóð- ir en hefur einnig unnið á hár- greiðslustofu, saumastofu og prjónastofu. Júfia var félagi í Kantötukór Ak- ureyrar og fór m.a. í söngferðalag með honum til Norðurlandanna. Seinna flutti hún til Hveragerðis og tók hún þá virkan þátt í Kirkjukór Hveragerðis enda hefur söngur ver- ið eitt af aðaláhugamálum hennar ásamt taflmennsku og sundi. Fjölskylda Eiginmaður Júlíu var Magnús Jochumsson, f. 19.10.1913, d. 21.8. 1989, rennismíðameistari sem starf- aöi lengst af hjá íslenskum aðal- verktökum. Foreldrar hans vom Jochum Þórðarson f. 25.8.1876, d. 1915, skipstjóri og kona hans, Diljá Tómasdóttir, f. 24.8.1881, d. 2.1.1969. Börn Júhu og Magnúsar eru Guð- rún Þóra f. 23.41943, húsmóöir á Akranesi, gift Sigurði Gizurarsyni sýslumanni; Sigrún f. 12.6.1945, ljós- móðir og hjúkrunarfræðingur á ísafirði, gift Stefáni Brynjólfssyni bæjartæknifræðingi þar; Jochum, f. 9.5.1949, íþróttakennari; Valgerð- ur f. 23.1.1954, starfsstúlka á tann- læknastofu en maður hennar er Páh B. Kristjánsson flugmaður; Jón Júhus, f. 14.1.1956, d. 11.11.1973; Sigurður Friðrik f. 24.7.1957, kenn- ari, en kona hans er Hafdís Pálsdótt- ir skrifstofumaður. Systkini Júhu: Sigurður Friðrik Jónsson, f. 12.10.1914; Þorsteinn Jónsson, f. 26.5.1916, d. 2.6.1993; Kristinn Karl Jónsson, f. 22.2.1918; Anna Jónína Jónsdóttir, f. 6.1.1920; Júlía Jónsdóttir. ÞorbjörgFriðrikka Jónsdóttir, f 13. 9.1921; Sigríður Dagmar, f. 6.12. 1922, d. 5.5.1983. Foreldrar Júlíu vora Jón Þor- steinsson, f. 29.8.1889, d. 4.12.1939, bóndi og útgerðarmaöur, og kona hans, Sigrún Sigurðardóttir, f. 12.6. 1891, d. 8.11.1972, húsfreyja. Jón Yíkingur Guðmundsson Jón Víkingur Guðmundsson vöru- bílstjóri, Grænhóli, Akureyri, verð- ur sj ötugur á morgun. Starfsferill Víkingur fæddist á Skeggjastöðum en ólst upp að Mýrarlóni við Akur- eyri frá 1928. Hann var tvo vetur í Gagnfræðaskóla Akureyrar og lauk þaðan gagnfræðaprófi 1943. Víkingur stundaði landbúnaðar- og verkamannastörf á unghngsár- unum. Hann keypti vörabíl 1944, fór með hann til Reykjavíkur og ók þar um tíma frá Vörubílastöðinni Þrótti. Árið 1947 tók hann hið meira öku- mannspróf, stundaði leigucikstur frá Hreyfli og um tíma hjá SVR. Víkingur hefur starfað með ung- mennafélagshreyfingunni frá sex- tán ára aldri og gerir enn. Þá var hann um skeið formaður vörubíl- stjórafélagsins Vals og er varafor- maöur Landssambands vörubif- reiöastjóra, auk þess sem hann hef- ur gegnt þar formennsku. Víkingur var í mörg ár fréttaritari Morgunblaðsins, hefur skrifað greinar og frásagnir í blöð og tíma- rit og lesið hefur verið eftir hann í útvarpi. Fjölskylda Víkingur kvæntist 1946 Háhdóru R. Hansen í Reykjavík en þau skildu 1948. Dóttir Víkings og Halldóru er Arn- björg Anna f. 2.1.1946, stúdent frá Laugavatni, búsett á Laugarvatni, gift Gunnari Sigurðssyni véltækni- fræðingi og á hún þrjú böm. Víkingur kvæntist 1.8.1953 Berg- þóra Sigríði Sölvadóttur frá Skjöld- ólfsstöðum, f. 28.9.1932, húsfreyju. Hún er dóttir Sölva Valemarssonar, vélstjóra frá Siglufirði, og Margrét- ar Þorkelsdóttir, húsfreyju á Skjöld- ólfsstöðum á Jökuldal. Bergþóra átti dóttur áður en hún giftist, Laufeyju Bjömsdóttur, f. 25.12.1950, búsetta í Reykjavík, sem nú er gift Rúnari Guðjónssyni og á húnfjögurbörn. Börn Víkings og Bergþóru eru Guðmundurf. 24.6.1953, stúdent, búsettur í Garðshorni á Þelamörk, kvæntur Sóleyju Jóhannsdóttur og þau eiga þrjú börn, auk þess sem Sóley á son frá því áður; Vignir f. 20.6.1954, stúdent á Akureyri, kvæntur Hildi Stefánsdóttur og eiga þau þijú böm, auk þess sem Vignir á eitt bam frá því áður með Hauði Helgu Stefánsdóttur; Sölvi Rúnar, f. 25.8.1955, öryrki, á heima á Græn- hóh; Ehn Margrét f. 4.8.1956, tölvu- fræðingur í Reykjavík, en hún á eina dóttur með fyrrv. maka, Her- manni Brynjarssyni; Jón f. 8.5.1962, með próf frá Hótel- og veitingaskól- anum, búsettur í Reykjavík, átti bam með Helenu Amljótsdóttur, kvæntist Agnesi Bryndísi Jóhann- esdóttur og áttu þau eina dóttur en skildu oger hann nú trúlofaður Ernu Baldísi Sigurðardóttur og eiga Jón Víkingur Guðmundsson. þau eina dóttur; Guðný Sigríður f. 7.10.1963, stúdent frá MA, lauk kennaraprófi frá KHÍ, búsett á Ak- ureyri, á eina dóttur með Hflmi Valssyni; Gunnar Ingi, f. 17.12.1965, búsettur á Akureyri, ókvæntur og bamlaus; Þórunn Birna f. 10.1.1976, nemi í MA, búsett á Grænhóh. Albræður Víkings: Sveinn, búsett- ur á Seyðisfirði, og Vignir, var lengi blaðamaður á Morgunblaðinu. Foreldrar Víkings voru Guð- mundur Jónsson, b. á Mýrarlóni viö Akureyri, f. á Fossvöllum í Jökuls- árhhð 1.8.1899, d. 2.5.1979, ogkona hans, Ambjörg Sveinsdóttir, f. í Húsavík í Borgarfj arðarhreppi 26.12.1896, d. 20.2.1929, húsfreyja. 90 ára Aðalheiður Pálsdóttir, Breiðvangi 14, Hafnarfiröi. Guðmunda Kristinsdóttir, Freyjugötu 34, Reykjavík. 50 ára 85 ára Eyjólfur Elíasson, Gnoöarv'ogi 18, Reykjavík. Ingibjörg Lárusdóttir, Grænuhlíö 16, Reykjavík. 80 ára Axei Magnússon, Bjargarstíg 14, ReyWavík. Kristjana Magnúsdóttir, Fálkagotu Reykjuvik : Hreggviður Guðmundsson, Sæviðarsundí 35, Reykjavík. 75 ára Hólmsteinn Jóhannesson, Þorleifsstööum, Akrahreppi. Friðrik Margeirsson, Hólavegi 4, Sauöárkrókí. 70 ára Guðbjörg Halldórsdóttir, Mosgeröi 21, Reykjavik. Bjarni Halldór Egilsson, Bjarkarási, Stjörnugróf, Reykjavík. Bjamí tekur á móti gestum á heimili sínu milli ki. 15 og 19 á aftaælisdaginn. Theódóra Sveinsdóttir, Austurbrún 6, Reykiavík. Áslaug Magnúsdóttir, Skálagerðí 5, Akureyri. Kristján Jónsson, Kirkjubraut 61, Höih í Hornafirði, Aðalbjörg Bernódusdóttir, Höföavegi 34, Vestmannaeyjum. Anna Margrét Eymundsdóttir, Reyniiundi 8, Garöabæ. Bjarni Hjaltason húsasmíða-...: meistari, Kambsgerði 5, Akureyrí. Eiginkona Bjarna er Anna G. Sigurðardótt- ir. Þau taka á móti gestum á heim- ili sinu á afmælisdaginn frá kl 18. Kristján Kafn Guðmundsson, Kjarrholti 1, ísaflrði. Gunnar Heígi Magnússon, deildarstjóri hjá RARIK, Neðstabergi 14, Reykjavík. Eiginkona hans er Signin Geirs- dóttir starfsleiö- heinandi. Þau verða að hetetan á afmæl-:; isdaginn. Sunna Þórarinsdóttir, Másseli, Hlíðarltreppi. 60 ára 40 ára Sigurður Helgason. Njaröargrund 4, Garðabæ. verður sextugur þann 31.5. Eigtekona hans er Ragnheiður Guðnmndsdótt- ir. Þau taka á móti gestum á afinæl- isdaginn að Flatahrauni 21 í Hafnarfirði kl 17-19. Sigrún Jakobsdóttir, Hátúrú lOa, Reykjavík. Matthías Sveínsson, Miöholti 9, Mosfellsbæ. Björn Jónatan Emiisson, Kolsstöðum, Hvítársíöuhreppi. Kristín Jónsdóttir, Háteigsvegi 30, Reykjavík. Kristinn Harðarson, Hjallabraut 41, Hafnarfirði. Gúðný Eiríksdóttir, Straumi, Tungulireppi, Agnar Hákon Kristinsson, Granaskjóli 40, Reykjavik. Njáll Kristjánsson, Hólum, Eyjatjarðarsveit. Þorvaldur Jónsson, Horni, Skorradalshreppi. Gísli Gunniaugsson, Mjallargötu 1, Isafirði. Fríöa Aðalheiður Sæmundsdóttir, Holtsgötu 17, Hafnarfirði. Gunniaugur Sveinbjörnsson, Víkurbraut 15, Sandgerði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.