Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1994, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1994, Síða 4
4 MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ 1994 Fréttir_________________________~ _____________________________________________pv Halldór Jóhannsson arkitekt á Akureyri: Biður um bæjarábyrgð til að geta annast miðasölu á HM ’95 Sex keppa um sölu aðgöngumiða á handboltakeppnina „Það eru a.m.k. 6 aðilar sem hafa lýst áhuga á að annast miðasölumál- in fyrir keppnin. Um er að ræða ferðaskrifstofur og einstakling hér innanlands og einnig aðila erlendis. Við verðum að fara að koma þessu máli á hreint og það verður gert eför helgina enda er geysimikið hringt og spurt hvar hægt sé aö kaupa miða,“ segir Siguijón Friðjónsson, mark- aðsstjóri heimsmeistarakeppninnar í handknattleik sem fram fer hér á landi á næsta ári. Halldór Jóhannsson, arkitekt á Akureyri, er sá einstakiingur sem sýnt hefur áhuga á að fá að selja aðgöngumiðana, bæði hér innan- lands og erlendis. Halldór sagði í samtali við DV í gær að hann hefði átt í viðræðum við framkvæmda- nefnd HM um þetta mál. Ýmsir möguleikar hefðu verið ræddir en málið væri ekki komið lengra og beð- ið ákvörðunar HM-nefndarinnar. Haildór hefur farið fram á ábyrgð Akureyrarbæjar fari svo að hann fái að annast sölu aðgöngumiðanna. Bæjarráð hefur rætt það erindi en frestaði ákvörðun í málinu. „Framkvæmdanefnd heimsmeist- arakeppninnar hefur verið í Portúgal að undanfornu en einnig hafa farið fram hér heima viðræður við ýmsa aðila sem sýna máhnu áhuga. Frá okkar sjónarmiði er þetta spuming um það hver býður best,“ sagði Sig- urjón Friðjónsson markaðsstjóri. Þjóöminjasafhið á borðum landsmanna: Munir og minjar á mjólkurfernum Mjólursamsalan hefur sett á mark- að nýmjólkur- og léttmjólkurfemur sem skreyttar em með teikningum af munum og minjum í umsjá Þjóð- minjasafns íslands. Þjóðminjasafnið verður á borðum íbúa á Suðvesturlandi, sem er mark- aðssvæði Mjólkursamsölunnar, næstu mánuðina, þvi um er að ræða 6 milljónir lítra, sem er um það bil sumameyslan á svæðinu. „Tuttugu og fjórar mismunandi myndskreytingar eftir Gunnar Karlsson teiknara ásamt stuttum texta eftir Guðmund Magnússon fyrrverandi þjóðminjavörö verða á fernunum," segir Björn G. Björnsson hönnuður sem hefur haft veg og vanda af samstarfi við Mjólkursam- söluna fyrir Þjóðminjasafnið. Mjólkursamsalan bauð Þjóminja- safninu pláss á öllum nýmjólkur- og léttmjólkurfernum í sumar til að kynna muni og minjastaði í umsjá safnsins. Tilefnið var afmæhsár lýð- veldisins og ferðaátakið íslandsferð fjölskyldunnar. Efnt var th sam- keppni meðal auglýsingastofa um verkefnið og varð Hvíta húsið hlut- skarpast. „Það er mjög eftirsótt að fá myndir birtar á mjólkurfernum því þær eru gríðarlega öflugur íjölmiðill. Víða um land eru munir og minjar, gömul 24 mismunandi teikningar af munum og minjum í umsjá Þjóðminjasafns íslands prýða mjólkurfernur á Suðvestur- landi í sumar. Mjólkursamsalan kynnir þetta sem „Fjársjóð á fernum" og hvetur landsmenn til að ferðast innanlands í sumar og kynna sér menningarminjar þjóðarinnar. DV-mynd Brynjar Gauti. hús og fornleifar, sem eru sannarlega athygh á því að Þjóöminjasafnið er rekur starfsemi um land allt,“ sagði þess virði að skoða. Við vhjum vekja miklu meira en safn í Reykjavík. Það Bjöm. „Þetta hefur ekkert truflað mig. Ég hef veriö á fúhu í pólitík allan þann tíma sem ég hef verið starf- andi sem formaður Blaðaraanna- félagsins. Ég hef verið varabæjar- fuhtrúi og setiö í ráðum og nefnd- um og ekki orðið var við að ég hafi ekki kunnað að gera skh á mhli sveitarstjómarmála og míns faglega starfs fyrir hönd blaöa- manna," segir Lúðvík Geirsson, formaður Blaðamannafélags ís- lands, aðspurður um hvort þaö sé samræmanlegt að vera form- aöur Blaðamannafélagsins og á fúhu í pólitík á sama tíma. Lúðvik er nýkjörinn bæjarfull- trúi fyrir Alþýðubandalagið í Hafnarfirði sem hefúr gengið th meirihlutasamstarfs viö Sjálf- stæðisflokkinn. Lúðvík hyggst sitja áfram sem formaður BÍ. „Ég var kjörinn formaður fé- lagsins á aðalfundi síðasthðið vor og þá fór það ekkert leynt að ég hafði gefiö kost á mér íþetta bar- áttusæti í Hafnarfírði. Eg fór auö- vitað ekki í þessar kosningar öðmvísi en th að vinna. Ég haföi reyndar ætlað að láta af störfum þjá BÍ nú í vor en félagar lögðu aö mér að halda áfram störfura og ég varð við því,“ sagði Lúövík. Úrshtin í formannsslagnum í Al- þýðuflokknum vom söguleg. Sum- ir segja að þetta hafi verið uppgjör tveggja fylkinga í flokknum og nú er að sjá hvað sú fylking gerir sem undir varð. Nýkjörinn formaður hefur verk að vinna að halda þess- um htla flokki saman. Hvað sem líður formannskosn- ingunni og hvað sem líður framtíð- inni, þá er eitt víst. Guðmundur Ámi Stefánsson kom með pálmann í höndunum út úr þessum slag. Guömundur Ami var maðurinn sem vann þesa kosningu, hvemig sem á aht er litið. Guðmundur Ámi hafði nefnhega vit á því fyrir kosninguna aö gefa yfirlýsingu. Hún var svona: „Kýs Jóhönnu en styö þó Jón Baldvin ef hann vinnur". Það var sagt aö Machiavelh hefði verið manna frægastur í veraldar- sögunni fyrir þá snhld sína að bera kápuna á báðum öxlum, standa með öhum en koma þó fyrst og fremst sinni eigin ár fyrir borð. Machiavelh var slægur og slyngur og hafði tungur tvær og talaði sitt með hvorri. Nú höfum við eignast nýjan Machiavelh. Hann heitir Guð- mundur Ámi og er í Alþýðuflokkn- Bæði með og móti um á íslandi. Guðmundur Ámi gekk th þessa flokksþings með því hugarfari að loka engum dyrtun. Hann studdi Jóhönnu en hélt með Jóni Baldvin. Hann styður Jón Baldvin þótt hann hafi greitt atkvæði gegn honum. Hann er með Jóni Baldvin af því hann vann en ekki endhega af því hann er betri en Jóhanna sem tap- aði. Guðmundur Ámi styður sigur- vegarann og það er auðvitað máhð. Að standa með þeim sem sigrar. Ekki endhega með sínum manni og ekki endhega með betri fram- bjóðandanum heldur stendur hann með þeim sigrar, hvort sem sá sem sigrar er hans maöur eða ekki. I póhtíkinni lenda menn aftur og aftur í þeirri ghdru að taka afstöðu með einum og á móti öðrum. Svo sitja þeir uppi með afleiðingamar. Það kemur líka fyrir í póhtíkinni aö menn hafi sannfæringu fyrir málstað og asnast til aö standa með þeim málstað fram í rauðan dauð- ann. Standa og falla með skoðunum sínum. Hvað þá þegar kemur að kosingum. Þá standa þeir og faha með frambjóðendum. Þetta hefur orðið mörgum frama- gjömum stjómmálamanninum að fahi. Þeir veðja á ranga hesta. En ekki Guðmundur Ami- Hann hafði vaðið fyrir neðan sig. Hann tók af skarið áður en gengið var th kosninga, th að lýsa því yfir að hann kysi einn en styddi annan. Þar með var hann búinn að guh- tryggja sig upp á framtíðina. Slíkra manna bíður mikill frami í stjómmálum. Auk þess sem hér er greinhega sveigjanlegur og aö- lögunarhæfur maður á ferð hefur hann th aö bera þá víðsýni sem þarf. Hann er hafinn yfir flokka- drætti, án þess þó að víkjast undan þeirri skyldu að taka afstöðu. Það gerir hann með því að vera bæði með og móti. Hann styður einn en fylgir öðram en er þó með báöum, eftir því hvor sigrar. Hann tekur mið af aðstæðum. Hann er allra. Hann er flokkshohur og húsbónda- tryggur. Hann styður formanninn, þegar hann hefur verið kosinn, en ekki ef hann er ekki kosinn. Þá styður hann þann sem hann studdi ekki en styður af því aö aðrir studdu hann. Hann styður þann sm hinir styðja ef þeir em nógu marg- ir th að sá sem hann styður ekki er kosinn fram yfir þann sem hann styður. Þá styður hann ekki lengur þann sem hann styður heldur hinn sem hann styður ekki. Með þessu móti er Guðmundur Ámi afar líklegur sem framtíöar- forystumaður Alþýðuflokksins. Flokkiim vantar svona mann. Al- þýðuflokkurinn þarf á meira kjör- fylgi að halda og th þess var efnt th uppgjörs og klofnings í flokkn- um á þessu þingi. Guðmundur Ámi vih meira kjörfylgi og styður því þann sem flokkurinn velur þótt hann styðji hann ekki ef hann skil- ur ekki að kjörfylgið byggist á því að Guðmundur Ámi veðji á réttan hest. Og th að Guðmundur Ámi fái sinn mann kosinn og flokkurinn fái meira kjörfylgi styður Guömundur einn en kýs annan og er á móti þeim sem hann styður ef hann get- ur verið með þeim sem hann styður ekki. Er nokkur furða þótt Guömund- ur hafi verið kjörinn varaformað- ur? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.