Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1994, Side 7
MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ 1994
7
Fréttir
Samkeppnisstofnun fær athugasemdir vegna matarsölu á þjóöhátíð:
Útvaldir f á söluleyf i
Gestir lýðveldishátíöar á Þingvöll-
um 17. júní eiga marga möguleika á
að seðja hungur sitt. í sex tjöldum
með tveimur afgreiðslustöðum í
hverju þeirra verður 15-20 manna
starfshð. Þar verður til sölu kók,
appelsín, malt, SS-pylsur, sælgætifrá
nokkrum íslenskum fyrirtækjum,
samlokur frá Júmbó og Sóma, ís og
harðfiskur ásamt klöttum sem kven-
félagskonur á Suðurlandi selja.
Skrifstofa þjóðhátíðamefndar hef-
ur ekki farið hefðbundnar leiðir í
vah á þeim vörum sem seldar verða
á Þingvöhum. Nefndin ákvað hvaða
fyrirtæki fá að selja framleiðslu sína
á Þingvöhum en lét ekki fara fram
útboð eins og margir telja eðlilegt.
Einungis SS-pylsur verða seldar en
ekki Goða-pylsur eða pylsur frá öðr-
um fyrirtækjum, kók, appelsín og
malt en ekki pepsí eða aðrar gosteg-
undir, ásamt sælgæti frá nokkrum
íslenskum fyrirtækjum. Þetta setur
þeim aðilum sem eru með vörur í
rekstri takmörk við að koma þeim á
framfæri ásamt því sem það tak-
markar val neytenda. Þegar menn fá
úthlutað því sem þeir mega selja er
engin samkeppni um vörurnar og
ekkert sem þvingar niður vtrðið.
Gamaldags aðferðir
DV haíði samband við Samkeppn-
isstofnun og spuröi Guðmund Sig-
urðsson, forstöðumann samkeppnis-
sviðs, hvort ekki heföi verið eðhlegra
að fyrirtæki gerðu tilboð í hátíðina
þannig að neytendur gætu fengið
vöruna á lægra verði.
„Ég er ekki farinn að fá nein gögn
um þetta ennþá en mun leita svara
frá skrifstofu þjóðhátíðamefndar.
Nokkrir aðilar hafa haft samband við
okkur út af þessu og bára sig mjög
illa. Þeir kvörtuðu yfir þeim aðferð-
um sem voru notaðar við að velja
vörur. Fijótt á htið virðist þetta vera
í andstöðu við markmið samkeppnis-
laga. Ef kvartanirnar eru réttar virk-
ar þetta ákaflega gamaldags á mig.
Ég á eftir að kynna mér sjónarmið
og ástæður þjóðhátíðamefndar. Það
er samt stuttur tími til stefnu til þess
að grípa til einhverra aðgerða,“ segir
Guðmundur.
Framkvæmdastj óri Goða:
Óvenjuleg
úthlutun-
arstefna
- gátifinboðiönógaflcjötvönmi
„Við höfðum fullan hug á að koma
inn í þetta en það virtist ekki auð-
velt því við vissum aldrei hvemig
nefndin ætlaði að standa að þessu.
Þessi úthlutunaraðferð er mjög ný
fyrir okkur og gildir ekki almennt í
öðmm viðskiptum," segir Helgi Ósk-
arsson, framkvæmdastjóri Kjötum-
boðsins Goða.
Að sögn Helga höfðu margir aðrir
framleiðendur áhuga á að bjóða vöru
sína á Þingvöhum og töldu að af út-
boði yrði. Aftur á móti átti Helgi eft-
ir að fá skýringu á á hveiju þessi
ákvörðun byggðist.
„Við emm með vörur sem eru
vissulega mjög söluháar og hefðu
hentað ágæfiega á Þingvöhum. Hjá
okkur er alhliða kjötvinnsla og við
hefðum getað boðið ahar kjötvömr
og meira til,“ segir Helgi.
Helgi telur þetta vera mjög óvenju-
lega viðskiptaaðferð sem minni
nokkuð á úthlutunarstefnu.
Smekkur fárra ræður
„Sælgætið verður aht íslenskt
nema prins póló en skrifstofa þjóðhá-
tíðarnefndar ákvað að velja sölu-
hæstu vörurnar frá íslenskum fyrir-
tækjum. Við ákváðum að skipta því
þannig að kókið kæmi frá Vífilfelh
og appelsín, sódavatn og malt kæmi
frá Ólgerðinni því það em þeirra
bestu drykkir. Samkvæmt okkar
bestu upplýsingum eru þetta sölu-
hæstu vörurnar þannig að við reynd-
um að fara eftir því. Selt verður sæl-
gæti frá Nóa-Síríusi, Freyju, Mónu
og Ópal. Eflaust verður einhver út-
undan en við reyndum að skanna
flesta íslensku framleiðenduma en
það var erfitt að velja þetta,“ segir
Ása Hreggviðsdóttir, starfsmaður á
skrifstofu þjóðhátíðamefndar.
Ása segir að vörutegundafjöldi
væri takmarkaður vegna plássleysis
í tjöldunum og nefndin hafi ekki vilj-
að bjóða út vörumar því það ætti
ekki að setja upp markaðstorg á
Þingvöhum.
„Prins póló er hleypt inn því okkiu-
finnst það tilheyra þjóðinni. Við stíl-
um á að vörumar kosti svipað og í
sjoppum í bænum en söluaðilar
ákveða endanlegt verð á þriðjudag,"
segir Ása.
Þjóðhátíðargestum er boðið upp á
fjögur tonn af SS-pylsum og fleiri
tonn af gosi. Einnig er sá möguleiki
fyrir hendi að fólk taki með sér sína
eigin matarkörfu og snæði nestið sitt
úti í guðsgrænni náttúmnni. Grill
eru bönnuð eins og ahur opinn eldur
á svæðinu.
Æ ðÉ l|lf KwÉlifepÍl
9
Við bjóðum sjónvarps- og myndbandstœki við allra hœfi, hvort sem þig vantar vandað tœki í stofuna eða
sjónvarpsherbergið, eða aukatœki í svefnherbergið, unglingaherbergið eða ó vinnustaðinn...
Samsung sjónvarp með
texfavarpi aðeins
28.900,- kr.stgr.
Án textavarps aðeins
Samsunq myndbands-
tœki með fjarstýringu,
aðgerðastyringu ð skjá
o.m.fl. aðeins
SABA Nicam slereo
sjónvarp með textavarpi,
aðgerðastýringum á skjá,
fjarst. o.ml. aðeins
SABA 4 hausa
myndbandstæki með
LongPlay, aðgerðastýr-
ingu á skjó o.m.fl. aðeins
VJSA
Samkort
Frábær greibslukjör viö allra hæfi
Samsung sjónvarp með
texlavarpi aðeins
37.900,- kr. stgr.
Án textavarps aðeins
Samsung sjónvarp með
textavarpi, aðgerðastýr-
ingum ó skjó, 2 hótölurum
fjarst. o.m.fl. aðeíns
SABA myndbands-
tœki með fjarstýringu,
aðgerðaslýringu ó skjó
o.m.fl. aðeins
Samsung 4 hausa
myndbandstœki með
LongPlay, aðgerðastýr-
ingu ó skjó o.m.fl. aðeins
SABA Nicam stereo
sjónvarp með textavarpi,
aðgerðastýringum ó skjó,
fjarst. o.m.fl. aðeins
með
textavarpi, aðgerðastýr-
ingum ó skjó, Ifarst. o.m.fl.
Með Nicom stereo aðeíns
76.900,- stgr. Án Nicam aðeins
Samsung Nicam Stereo
4 hausa myndbondstœki
með LongPlay, aðgerða-
stýringu ó skjó o.m.fi aðeins
59.900,-
SABA Nicam Stereo
4 hausa myndbandstœki
með LongPlay, aðaerða- »■■■■»
stýringu ö skjó o.m.fL aðeins f f I f VV| !,*f
Htfers vegna borga meira en þú þarfi ?
Grensásvegi 11
Sími: 886 886 og grœnt númer: 996 886