Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1994, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1994, Síða 30
42 MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ 1994 Afrnæli DV Jónas Óskar Halldórsson Jónas Óskar Halldórsson sund- kennari, Kvisthaga29, Reykjavík, eráttræðurídag. Starfsferill Jónas fæddist að Hrauni í Vill- ingaholtshreppi í Ámessýslu en ólst upp í vesturbænum í Reykjavík og í Laugarnesinu. Jónas lauk íþróttakennaraprófi 1940, stundaði framhaldsnám í íþróttum við háskólann í Iowa City í Bandaríkjunum 1944-46 og lauk síðan prófi í sjúkraþjálfun og sænsku nuddi í Los Angeles 1947. Jónas var laugarvörður í Sund- höll Reykjavíkur 1937-40, var sund- kennari til 1944 og sundkennari við framhaldsskóla og sérskóla 19474)0. Jónas var þjálfari sunddeildar ÍR 1947-58 og landsþjálfari í tuttugu ár, m.a. á tvennum ólympíuleikum, í London 1948 og í Róm 1960. Þá starf- rækti hann Gufubaðsstofuna á Kvisthaga 29 á árunum 1959-84 en það var fyrsta gufubaðsstofan fyrir almenning sem starfrækt var í Reykjavík. Jónas hóf ungur að æfa sund. Hann var kosinn fyrirliði sundfé- lags háskólans í Iowa en keppti hér heima í skriðsundi og baksundi í íjölda ára frá 1929. Jónas er í hópi alfræknustu sundkappa þjóðarinn- ar en hann setti fleiri tugi íslands- meta. Hann átti um tíma öll íslands- met í 50-1500 m skriðsundi og í 50-400 m skriðsundi. Þá keppti hann í sundknattleik á ólympíuleikunum í Berlín 1936 og á Evrópumeistara- mótinu á Wembley 1938. Jónas hefur verið sæmdur gull- merki ÍSÍ og var sæmdur gullmerki Sundsambands íslands 1964. Fjölskylda Jónás kvæntist 31.5.1941 Rósu Gestsdóttur, f. 24.7.1920, tungu- málakennara. Hún er dóttir Gests Pálssonar, sjómanns og verka- manns í Reykjavík, og Sigríðar Júl- íusdóttur húsmóður. Kjörsonur Jónasar og Rósu er Ól- afur Logi Jónasson, f. 30.11.1948, loftskeytamaður, kvæntur Gunn- fríði Harðardóttur og á hann tvö böm, Rósu Hrönn Ólafsdóttur og Jónas Helga Ólafsson. Alsystkini Jónasar voru fimm en tvö þeirra eru á lífi, Svanbjörg Hall- dórsdóttir og Jón Halldórsson. Hálfsystkini Jónasar, sammæðra, eru Herbert Eyjólfsson, Óskar Guð- mundsson og Hanna Ágústa Ágústs- dóttir. Hálfsystur Jónasar, samfeðra: Ingibjörg sem er látin; Sigurveig, Gyða sem er látin og Kristín. Foreldrar Jónasar voru Halldór Jónsson, fisksali í Reykjavík, og Guðrún Jónasdóttir húsmóðir. Fósturforeldrar Jónasar voru Ól- Jónas Óskar Halldórsson. afur Jónsson, ættaður úr Arnar- firði, sjómaður og verkamaður, lengst af á Laugalæk við Kleppsveg í Reykjavík, og kona hans, Guðfinna Jónsdóttir frá Skipholti í Hreppum. Jónas og Rósa taka á móti ættingj- um og vinum frá kl. 16-18 í Perlunni ídag. afmælið 13. júní 90 ára Elín Þórarinsdóttir, Hörgshlíö 1, Reykjarfjarðarhreppi. HaUdóra Haflióadóttir, Hrafnistu, Hafnarfirði. 85 ára Sigurbjörg Bjarnadóttir, Nesgötu 33, Neskaupstaö. 75 ára Bóel Sylvía Sigfúsdóttir, AsparfeUi 8, Reykjavík. Helga A Rose Jensen, Glæsibæ 18, Reykjavik. Jón Magnússon, Munkaþverárstræti 44, Akureyri. Þóra Þórarinsdóttir, Álfaskeiði 64, Hafnarfirði. Valborg Sveinsdóttir, Hliöargerði 3, Reykjavík. Einar Sigurbjartur Jónsson, Hátúni6,Reykjavík. 50 ára Gunnar Einarsson, Stekkholti 20, Selfossi. Þórhallur Sveinsson, Melgerði 10, Reykjavík. Garðar Einarsson, Engjavegi 69, Selfossi. 40ára 70 ára Martha Jóhannesdóttir, Háteigil4d,Keflavík. Halldóra Einarsdóttir, Ægisíðu 48, Reykjavík. Heiðar Steingrímsson, Bólstaðarhlíö 45, Reykjavík. Katrin Pétursdóttir, Akurgerði 37, Reykjavík. Dagný Brynjólfsdóttir, Kleifarási 12, Reykjavík. Kormákur Jónsson, Laugum, Reykdælahreppi. Jóhann Guðbrandur Vilbogason, Otrateigi 5, Reykjavík. HelgaH. Sigurbjörnsdóttir, Engjaseli 57, Reykjavík, Bryndís Gunnarsdóttir, Lyngholti 12, Akureyri. Ágústína Sigríður Konráðsdóttir, Hjartarstöðum 1, Eiðahreppi. Magnús K. Sigurjónsson, Traðarlandi 3, Bolungarvík. Eyjóifur M. Guðmundsson, Brekkugötu 18, Vogum. Kristján A. Ólason, Löngumýri41, Garðabæ. Jóninu Gunnlaugsdóttir, Dalsbyggð 11, Garðabæ. Ásdís Björk Stefánsdóttir, Nesvegi 3, Grundarfirði. Magnús Kristján Helgason Magnús Kristján Helgason, bruna- vörður og ökukennari, Háaleitis- braut 133, Reykjavík, er fimmtugur ídag. Starfsferill Magnús fæddist í Reykjavík og ólst þar upp við Efstasundið og Hjarðarhagann. Hann lauk námi í rafvirkjun 1966 og var síðan rafvirki hjáRafverhf. Magnús varð brunavörður hjá Slökkvistöðinni Reykjavík 1968 þar sem hann starfar enn. Þá hefur hann verið ökukennari frá 1970. Magnús hefur setið í stjóm Öku- kennarafélags íslands. Fjölskylda Magnús kvæntist 16.10.1965 Ingi- björgu Sesselju Gunnarsdóttur, f. 22.12.1945, ritara. Hún er dóttir Gunnars Aðalsteinssonar, bifreiða- stjóra í Reykjavík sem lést 1986, og Katrínar H. Tómasdóttur hjúkmn- arkonu. Börn Magnúsar og Ingibjargar Sesselju eru Gunnar Magnússon, f. 11.11.1964, rafvirki en sambýliskona hans er Erla Gísladóttir; María M. Magnúsdóttir, f. 12.5.1971, stúdent en unnusti hennar er Helgi Jóhann- esson. Systkini Magnúsar, sammæðra: Svan Magnússon, f. 7.6.1930; Rann- veig Magnúsdóttir, f. 14.7.1933, d. 28.2.1991; Hafsteinn Magnússon, f. 26.8.1931, d. 28.1.1987. Systkini Magnúsar, samfeðra: Bjarni Helgason, f. 23.6.1928; Júl- íanna Helgadóttir, f. 31.7.1936. Foreldrar Magnúsar: Helgi Bjarnason, f. 14.9.1905, bifreiða- stjóri, ættaður frá Miðfelli í Hruna- Magnús Kristján Helgason. mannahreppi, og Málfríður Kristj- ánsdóttir, f. 20.10.1905, húsmóðir, f. í Bræðraminni á Bíldudal. Magnús tekur á móti ættingjum og vinum í Rafveituheimilinu við Elliðaár milli kl. 17 og 20 í dag. Ámundi Kristjánsson Amundi Kristjánsson. Amundi Kristjánsson bifreiða- stjóri, Minna-Núpi í Gnúpverja- hreppi í Ámessýslu, er fertugur í dag. Starfsferill Ámundi fæddist í Reykjavík en ólst upp á Minna-Núpi í Gnúpverja- hreppi. Hann lauk gagnfræðaprófi við Gagnfræðaskólann á Selfossi 1971, vann við landbúnað og ýmis verkamannastörf til 1978 en hefur síðan þá verið vömbílstjóri hjá Landsvirkjun. Ámundi sat í stjóm Ungmennafé- lags Gnúpveria 1980-82, í stjórn Hér- aðssambandsins Skarphéðins 1988-89, í stjóm Slysavarnadeildar Gnúpverja frá 1981 og var formaður Björgunarsveitarinnar Sigurgeirs 1983-85. Hann er fulltrúi hennar í svæðisstjórn björgunarsveita í Ár- nessýslu frá 1989 og var formaður svæðisstjórnar 1992-93. Fjölskylda Hálfsystir Ámunda, samfeðra, er Herdís Kristjánsdóttir, f. 19.3.1958, kennari í Bessastaðahreppi, gift Emi Guðmundssyni og eiga þau tvö börn. Foreldrar Ámunda eru Kristján Helgi Guðmundsson, f. 31.3.1919, bóndi á Minna-Núpi í Gnúpverja- hreppi, og Margrét Ámundadóttir, f. 15.3.1925, húsmóðir. Ámundi verður að heiman á af- mælisdaginn. Auglýsendur, athugið! DV kemur ekki út föstudaginn 17. júní og laugardaginn 18. júní. Stærri auglýsingar í 'mánudagsbiaðið 20. júní þurfa að berast fyrir kl. 16 fimmtudaginn 16. júní. auglýsingadeild - Þverholti 11 - sími 632700 Sviðsljós 30 ára út- skriftar- afmæli Gagnfræðingar úr Gaggó Vest fógnuðu þrjátíu ára útskriftaraf- mæli 13. maí síðastliðinn. Á fógnuðinum flutti m.a. eitt af- mælisbamið, Ólafur Haukur Sím- onarson, erindi um Gaggó Vest og góðu dagana. Aðspurður kvaðst einn gesturinn hafa átt auðvelt með að þekkja fólk- ið aftur enda lifi minningin skært og ekki auðvelt að gleyma þessum tímum. Á myndinni eru Kristborg Aðalsteinsdóttir, Snorri Arsælsson, Guðlaug- ur Long, Sigurður Jónsson, Margrét Jónsdóttir, Edda Sigurgeirsdóttir I og Sigríður Guðmundsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.