Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1994, Síða 36
T A
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta-
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast
3.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast
7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við
tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 632700
Frjálst,óháð dagblað
MANUDAGUR 13. JÚNi 1994.
Þjóðmiiqa*
saf ni við Suð*
urgötu lokað
- áfram opiö í Aöalstræti 6
„Við höfum ákveðið að loka safn-
inu þar sem viðgerðimar og raskið
sem af þeim hlýst er meira en við
gerðum ráð fyrir. Síðasti opnunar-
dagur verður því 26; júní,“ sagði Þór
Magnússon þjóðminjavörður við DV.
Sýningarsölum Þjóðminjasafnsins
við Suðurgötu verður lokað um óá-
kveðinn tíma vegna viðgerðanna
sem eru á útveggjum og gluggum og
ljúka á fyrir 1. október. Þá eru eftir
endurbætur innanhúss en óvíst er
reyndar um framtíðarhlutverk húss-
ins.
Sýning Þjóðminjasafnsins og Þjóð-
skjalasafnsins, Leiðin til lýðveldis,
verður opin næstu mánuðina á
tveimur hæðum í Aðalstræti 6. Þar
er einnig safnbúð Þjóðminjasafnsins
og kaffistofan Fjallkonan.
Nýr borgarstjóri
kosinnídag
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verður
kosin borgarstjóri Reykjavíkur til
t ^pæstu íjögurra ára á aukafundi borg-
arstjórnar klukkan 17 í dag. Á fund-
inum verður Guðrún Ágústsdóttir
ennfremur kosin forseti borgar-
stjórnar og kjöriö verður fimm
manna borgarráð þar sem nýr meiri-
hluti verður með þrjá fulltrúa.
Hinn nýi borgarstjóri mun hefja
störf á skrifstofu sinni í ráðhúsinu í
fyrramáhö.
Sænskirog
finnskirsíldar-
kaupendur
væntanlegir
„Við prófuðum að vinna síld í
krydd, edik og salt og þaö gekk bara
mjög vel. Ég mundi telja að þessi síld
væri vel hæf til vinnslu," segir Jón
Gunnar Sigurjónsson, verkstjóri hjá
Síldarvinnslunni Neskaupstað.
Eins og fram hefur komið var í
fyrstu taliö aö síldin sem veiddist í
síðustu viku hefði ekki verið
vinnsluhæf vegna átu. Hefur annað
komið í ljós og er von á sænskum
og fmnskum síldarkaupendum til
Neskaupstaðar til að kanna gæði
framleiðslunnar. Vonar Jón Gunnar
að samningar takist við þá en óljóst
er í hvaða magni það verður.
Hann segir að ef samningar tækj-
ust við þessa aðila og síldin væri
vinnsluhæf þýddi það aukna atvinnu
á þeim stöðum þar sem landað væri.
LOKI
Fyrst var það Stöð 2,
nú SÝN. Innlend dagskrár-
gerð á fullu!
Orðaleikir utan
ríkisráðherra
„Ég er ósammála þeirri skoðun
í ályktun AlþýðuflokksinsaðNorð-
urlandasamstarfið og EFTA skipti
utanrikisstefnu okkar jafn mikiu
og þar kemur fram. Samband okk-
ar við ESB ber að skoöa með aðra
hagsmuni okkar i huga en þátttöku
í Norðurlandasamstarfmu eða
EFTA. Alþingi hefur fahð ríkis-
stjórninni að taka upp tvíhliða við-
ræður við ESB til að gæta íslenskra
þjóðarhagsmuna. Það mál er komið
á dagskrá hvað sem líður ályktun
Alþýðuflokksins. Orðaleikir rnn
annað skipta htlu máli. Það fer ut-
anríkisráðherranum ekki vel að
seglr Björn Bjarnason
fara í shka leiki um þetta alvarlega
mál,“ segir Björn Bjarnason, for-
maður utanríkisnefndar Alþingis,
um ályktun flokksþings Alþýðu-
flokksins um að aðild að Evrópu-
sambandinu sé komin á dagskrá
íslenskra stjórnmála.
„Kjarni Rómarsáttmálans er að
stjórn fiskveiða sé í Brussel. Þetta
er stjórnarskrárbundið atriði hjá
ESB. Því fær engin viðræðunefnd
íslendinga breytt. Það hafa ahir
flokkar á íslandi verið sammála því
að íslendingar gætu ekki afhent
stjórn fiskveiða til Brussel. Nú
virðist Alþýðuflokkurinn hins veg-
ar vera tilbúinn til viöræöna um
það. Má ég benda utanríkisráð-
herra á það að Alþingi samþykkti
formlega stefnu íslands. Hún er að
þegar Noregur, Svíþjóð og Pinn-
land fari í ESB þá óski ísland eftir
t\íhliða samningi á gnmdvelh
EES. Hvemig getur Jón Baldvin
verið utanríkisráðherra þegar
hann er nú orðinn andvígur stefnu
A2þingis?“ segir Ólafur Ragnar
Grímsson, formaöur Alþýðu-
bandalagsins.
Sjá nánar utn álykttm Alþýðu-
flokksins um ESB og viðbrögð for-
sætisráðherra á bls. 2.
Veðrið á morgun:
Víðast
kaldi
Suðvestan- eða vestanátt, víðast
kaldi. Skýjað og skúrir vestan-
lands en léttskýjað um landið
austanvert. Hiti 7 til 16 stig, hlýj-
ast austanlands.
Veðrið 1 dag er á bls. 44
Búnaðarbankinn:
Verið er að Ijúka fyrsta áfanga við endurbyggingu Iðnó og verður búið að færa húsið í upprunalegt ástand að utan
og byggja glerskála við suðurhlið þess fyrir lýðveldishátíðina 17. júní. Magnús Sædal, byggingafulltrúi í Reykja-
vík, segir að ætlunin sé að glerskálinn virki með salnum inni í húsinu þannig að húsið verði samkomuhús aftur
eins og það var þegar það var byggt 1897. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við fyrsta áfanga kosti 45 milljónir
króna og að kostnaðurinn í heild verði 150-170 milljónir króna. DV-mynd ÞÖK
Höfum ekkert
að afsaka
„Auðvitað þykir mér þetta mál af-
skaplega leiðinlegt gagnvart þessum
mönnum sem orðið hafa fyrir ónot-
um og aðkasti. En þeir hafa ekki orð-
ið fyrir aðkasti af okkar hálfu og við
höfum ekki ásakað þá um nokkurn
skapaðan hlut svo ég get ekki séð
hvernig við getum verið ábyrgir
gagnvart þeim. Það er ekkert að af-
saka af okkar hálfu. Auðvitað erum
við ábyrgir gagnvart Olíufélaginu og
munum bæta því það tjón sem það
hefur orðið fyrir,“ sagði Sólon R. Sig-
urðsson, bankastjóri Búnaðarbank-
ans, við DV.
Sólon var spurður hvort Búnaðar-
bankinn mundi senda tveimur bens-
ínafgreiðslumönnum í Mosfehsbæ
afsökunarbeiðni eða greiða þeim
skaðabætur. í fjögur ár lágu þeir sak-
lausir undir grun um að hafa stohð
ríflega einni mihjón króna. Milljónin
var í tösku sem þeir settu í nætur-
hólf bankans í Mosfellsbæ. Taskan
lenti í stokk í næturhólfinu, sem
bankinn fuhyrti að gæti ekki gerst,
og fannst fyrst fyrir viku, íjórum
árum síðar.
Salan í Sýn:
Lögbannskrafa
tekin fyrir í dag
Lögbannskrafa á sölu fráfarandi
meirihluta í stjórn Stöðvar 2 á hlut
íslenska útvarpsfélagsins í sjón-
varpsrásinni Sýn verður tekin fyrir
hjá sýslumanni Reykjavíkur í dag.
Krafan kemur frá nýjum meirihluta
Siguijóns Sighvatssonar og félaga
sem telja innherjaviðskipti hafa átt
sér stað og þar með brot á hlutafé-
lagalögum.
Um var að ræða 20% hlut félagsins
í Sýn sem seldur var fyrir 2 mihjónir
að nafnvirði th Sólningar, Dekkja-
hússins og Ólafs Njáls Sigurðssonar
en Ólafur á sæti í varastjórn félags-
ins. Þar með á íslenska útvarpsfélag-
ið ekkert lengur í Sýn.
Fráfarandi meirihluti Ingimundar
Sigfússonar tilkynnti þetta á stjórn-
arfundi á föstudag. Fyrir hönd nýs
meirihluta lagði lögmaður Jóns Ól-
afssonar, Sigurður G. Guðjónsson,
fram bréf þar sem óskað var eftir því
að salan yrði tekin fyrir á hluthafa-
fundi 8. júh nk. Þeirri beiðni var
hafnað.
Verði lögbannskrafan samþykkt í
dag verður farið í staðfestingarmál
fyrir héraðsdómi innan viku. Þar
yrði krafist óghdingar á sölunni.
„Þarna er klárlega verið að brjóta
hlutafélagalögin með því að selja
sjálfum sér eða stjórnarmönnum
eignir félagsins," sagði Sigurður G.
Guðjónsson við DV.
NSK
KULULEGUR
fírmfxpyi
SuAurlandsbraut 10. S. 688499.
alltaf á
Miövikudögxun
*
í
í
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
4
J