Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1994, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1994, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 1994 3 I b * í i i i i ■ dv___________________________________________________________________________________Fréttír Undirverktakar fá ekki greidda vinnu: Margir tapa milljónum króna vegna vanef nda Helgi Jónsson, DV, Ólafsfiröi: Tryggvi Jónsson starfaöi sem und- irverktaki hjá Verklegum fram- kvæmdum hf. viö vegaframkvæmdir viö Múlaveg sl. sumar. Verkiö var stórt og kostaði mikið en það vakti jafnframt athygli í byrjun þegar nýtt fyrirtæki, Verklegar framkvæmdir hf., fékk verkið á veröi langt undir kostnaöaráætlun. Síðan kom á dag- inn að fyrirtækiö stóö ekki í skilum. „Ég byrjaöi að vinna hjá þeim í maí og fékk greitt fyrir þann mánuö. Ég fékk líka greitt í júní og allt leit vel út, enda í sjálfu sér ekki viö öðru að búast. Ég vann hjá þeim fram í september og fékk eiginlega ekkert greitt eftir fyrstu tvo mánuðina. Júlí- greiðslan dróst og ég hef ekki fengið þann reikning greiddan ennþá.“ Tryggvi áætlar að hann eigi 1,0-1,5 mill. króna inni hjá fyrirtækinu. „Þetta er hræðilegt. Þessir pening- ar er um þriðjungur af rekstri hjá mér. Ég þarf að lifa eins og aðrir og borga mínar skuldir. Ég fékk ekki greitt hjá þeim og það gerir mér um leið erfitt að greiða öðrum. Þetta hef- ur keðjuverkandi áhrif. Ég hef þurft að lifa við hungurmörk í vetur.“ Tryggvi segist ekkert vita hvort hann fái þessar greiðslur nokkurn tíma. Þó segir hann ástandið verra á Dalvík því að eigendur Verklegra framkvæmda skulda Dalvíkingum meiri peninga en Ólafsfirðingum. Tryggvi áætlar að Ólafsfirðingar eigi inni um 5 milljónir hjá fyrirtækinu en Dalvíkingar upp undir 11 millj. kr. Þar á meðal er kona sem annaðist matseld fyrir fyrirtækið. Hún hefur trúlega samið af sér í byijun, þ.e. seldi þjónustu sína aOtof lágt, keypti mat í eigin nafni og ætlaði auðvitað að selja fyrirtækinu sem hefur ekki staðið í skilum við hana. Kona þessi var um það bil að missa íbúð sína Skagafjörður: Dýrbítur úti um allt Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauöárkróki: „Það er greinilega mun meira um tófu núna en verið hefur. Ástæðan er sú að segja má að miöhálendið hafi verið friðaö síðustu ár sökum þess að lítið hefur verið greitt fyrir útrýmingu tófu. Menn fara nú ekki að eltast við þetta að gamni sínu. Við höfum fundið dýrbít á þremur grenj- anna sem við höfum unnið í vor,“ segir Birgir Hauksson, grenjaskytta í Valagerði, en hann og Kári Gunn- arsson hafa unnið sex greni á þessu vori og hafa ekki lokið leitum enn. Birgir og Kári, sem skutu fjölda dýra við æti í vetur, hafa unnið gren- in í fjalllendi þriggja sveitarfélaga, Akrahrepps, Lýtingsstaðahrepps og Bólstaöarhlíðarhrepps, og hefur tek- ist að ná öllum dýrum á þessum grenjum. Grenjaskyttur í Hjaltadal hafa setið um tvö greni í Kolbeinsdal og áður höfðu Erlingur Garðarsson og Pálmi Ragnarsson unnið tvö greni, annað í Haganum svokallaöa, skammt frá Hólum, og hitt inni á Hofsdal. Karl- dýrin skiluðu sér ekki þar og er jafn- vel talið að þau hafi verið skotin seint í vetur. Á Hóla- og Viðvíkursvæðinu voru skotnar 13 tófur við æti í vetur. Þá vann Steinþór Tryggvason í Kýrholti greni við Kolkuós á dögun- um. Sömu sögu var að segja um það, að karldýrið lét ekki sjá sig. en á sama tíma var eigandi fyrirtæk- isins að spóka sig í skemmtiferð í einhverju sólarlandinu. Tryggvi segir að nú hljóti að vakna sú spurning hvenær stórir opinberir aðilar eins og Vegagerðin átti sig á því að langlægsta tilboðið er ekki alltaf það langbesta. í þessu tilfelli voru Verklegar framkvæmdir með langlægsta tilboðið og nú hefur kom- iö á daginn að margir undirverktak- ar stórtapa á viðskiptunum. '^rk að vin^ íslandsbanki starfar í sátt vib umhverfib Þab er mikib undir því komib ab vistkerfi landsins raskist ekki meira en orbib er. Okkur ber ab sýna umhverfinu tilhlýbilega virbingu og skila landinu í jafn góbu eba betra ásigkomulagi en vib tókum vib því. Allt frá því íslandsbanki var stofnabur hefur hann leitast vib ab starfa í sátt vib umhverfib og náttúruna. íslandsbanki og starfsfólk hans hefur sýnt frumkvœbi og framtak í umhverfismálum bæbi meb beinum fjárframlögum sem og meb gróbursetn- ingu á tugþúsundum trjáplantna víbsvegar um land á und- anförnum árum. í daglegum rekstri bankans er keppst vib ab nota visthœfar rekstrarvörur s.s. vistvœnan pappír og sífellt er leitab leiba til ab auka endurvinnslu og endurnýtingu. Grœöandi gjöfá afmcelisári lýöveldisins Nú á afmœlisári lýbveldisins hefur íslandsbanki og starfsfólk hans tekib sig saman og gefib 4,5 milljónir króna sem Landgrœbslan mun nota í baráttunni vib einn helsta umhverfisvanda á íslandi; uppblásturinn, sem ógnar gróburlendi víba um land. Fjármagnib verbur notab til ab hefta jarbveginn á Hauka- dalsheibi en þar stendur gífurlegt moldrok allri frekari upp- grœbslu fyrir þrifum. Á þeim slóbum fjúka árlega þúsundir tonna af jarbvegi yfir byggbina í Biskupstungum, Þingvalla- sveit og allt til sjávar. Þetta verkefni þolir enga bib. Þetta er verk sem verbur ab vinnast!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.