Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1994, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1994, Blaðsíða 10
10 Spumingin MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 1994 Hvaðerað? Svava hríngdi: Mikiö varð ég hissa og reiö þeg- ar ég sá í fréttum í síðustu viku könnun sem var gerð um bar- smíðar á konum. Stór hópur karla telur það alveg sjálfsagt að þeir leggi hönd á eiginkonur sín- ar og það sem verra er, einhver hópur kvenna sér ekkert athuga- vert við þaö heldur. Þetta sýnir best hvemig ástandiö er í þessu þjóðfélagl Það íyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá þessa frétt var aö svarendur hefðu veriö að grínast þegar þeir svöruðu, ekki getað tekiö þetta alvarlega. Ég óttast að það sé alrangt hjá mér og svona sé sú veröld sem við íslendingar búum í. Hver heföi trúað þessu? Andfýla íbíó Biógéstur hringdi: Mig langar aðeins til þess að lýsa andúð minni á þeirri þróun sem hefur átt sér stað í bíóhúsum borgarinnar, Farið er að seija alls konar mat, pyslur, Qögur með sterkri sósu og að sjálfsögðu poppið. Nú er svo komið að bræl- an sem myndast i anddyrinu, t.d. í Regnboganum, er óþolandi. Það allra versta er síðan hve andfúlt fólk verður af þessu áti á Qögun- um og sterku sósunum. Oft er þröngt á þingi og maður þarf að draga að sér þann anda sem næsti maður við hliðin er þegar búinn aö fullnýta. Mér fmnst þetta ekki góð þróun. Viðskipta- halli Einar Vilhjáhnsson skrifar: Þegar skoðaðar eru tölur um verslunarviðskipti okkar viö Noreg má lesa í Hagtiðindura Hagstofit íslands að á tímabilinu 1991 til 1993 er viðskiptahalli okk- ar við Noreg oröinn tæpir 28 milljarðar. Hér kemur laxeldi, minkarækt og skipaiðnaður við sögu. Það er kominn tími til að íslendingar velji sér forystu með viðskiptavit og þekkingu á at- vinnumálum en noQ jámkarla til viðeigandi verka. Taggart góð- uren... Steinar hringdi: Oft hefur sjónvarpiö verið gagnrýnt fyrir að sýna þáttaraðir með löngu millibili. Þetta er t.d. þegar sýndir eru þættir með hin- um bráðskemmtílega Taggart. Oft er um aö ræöa þriggja þátta efhi og þá vill maður endilega fá að sjá þættina kvöld eftir kvöld. Á þriðjudagskvöld í fyrri viku var sýndur einn þáttur og ég beið spenntur við skjáinn kvöldið eft- ir. Hvað geröist? Enginn Taggart. Taggart er góöur en sjónvarpið eyðileggur fyrir manni þættina með því að sýna þá ekki kvöld eftir kvöld. Fangelsis- mál Guðni hringdi: Mig langar rétt að vekja athygli manna hér í landi á þeim ólestri sem viröist vera í fangelsísmál- um hér. Þeir sem eru vistaöir á þessum stöðum eiga að koma betri menn til baka. Ég efast um að svo geti orðið þegar húsnæðið er ekki mönnum bjóðandi. Lesendur „í augnablikinu getur verið slökkt á farsímanum.. Er þetta tekjulind Pósts og síma? 031161-4932 skrifar: Þeir sem þurfa af einhverjum ástæðum að hringja í farsíma fá efiaust oft að heyra setningu sem byrjar eitthvaö á þessa leið: „I augna- blikinu getur verið slökkt á farsím- anum...“ Þá þarf að gera aðra til- raun til að ná sambandi - oft með sama árangri. Þetta fékk bréfritari að reyna upp úr klukkan 10 að morgni 24. júní. Hann hafði verið beðinn að hringja í ákveðinn farsíma á þeim tíma en númerið hafði varla verið valið og sambandi náð við miðstöðina þegar ofangreind tilkynning kvað við. Ekki hafði heyrst nema ein hringing þegar röddin kvað upp úrskurð sinn og það er einkennilegt. Hringjanda gafst ekki kostur á að færa sönnur á þohn- mæði sína með því að láta hringja nokkrum sinnum. Þó var t.d. vitað að viðkomandi farsími var opinn og ekki í notkun. Notandinn átti enda von á umræddri hringingu. Spurningin er því þessi: Getur ver- ið að þarna hafi síminn fundið lúmska leið til þess að hafa milljóna- tugi af símnotendum og taki gjald fyrir þessa þjónustu? Ókeypis þjónusta Grétar Guðmundsson hjá Pósti og síma sagði hér vera um mikinn mis- skilning að ræða. Ekkert gjald væri tekið fyrir þessa þjónustu. „Við bjóðum upp á sundurliðun reikninga fyrir farsímanotendur og þar geta menn séð fyrir hvað þeir eru að borga. Fólk þarf að hlusta betur á þau skilaboð sem fram koma þegar svarað er á þennan hátt því stundum er um það aö ræöa að allar línur séu uppteknar og þess vegna náist ekki samband." Jóhannes V. Guðmundsson: Ég held ekki, það er svo mikið að gera. Benedikt Páll Jónsson: Það getur vel verið, já aiveg örugglega. Óánægður sundlaug- argestur á Eskif irði Stríðsárasaf n opnað á Reyðarf irði Ætlar þú að sjá myndina Bíódaga? Pétur Örn Guðmundsson: Ég hugsa ekki en kannski. Vilhjálmur Goði: Ég er búinn að sjá hana fimm sinnum. Árni H. Óskarsson: Það er svo mikið úrval að ég veit ekki. Sveinbjörn Egilsson: Hef ekki tíma til þess. Fanney skrifar: Við hjónin erum á ferðalagi um landið með bömin okkar. Við höfum mikið farið í sundlaugar þar sem við höfum komið og lá beint viö að bregða sér í laugina á Eskifirði þegar þangað kom. Við ætluðum í sund klukkan eitt en þá var hún lokuð og opnaði ekki fyrr en þremur klukku- stundum síðar, eða klukkan fjögur. Við fórum í laugina rúmlega fimm og allir fjölskyldumeðlimir sælir með að vera loks komnir útí og búnir að þvo af sér ferðarykið. Eftir skamma dvöl í lauginni flaut- ar sundlaugarvörður og gestir, fyrst og fremst börn, fara að tínast upp úr. Það var sem sagt verið að reka upp úr. Eins og lög gera ráð fyrir drifum við okkur í sturtumar og í því að baðið er tekið kemur þar baðvarðar- kona aðvífandi og skipar stúlkunum að flýta sér. Augnabliki síðar kom hún aftur og með hávaða og látum og skipaði sturtuneytendunum að flýta sér en frekar. Ég ákvað strax aö þetta væri slæmur dagur hjá aum- ingja konunni en svo var aldeilis ekki. Stuttu síöar endurtók leikurinn sig; klukksm var að verða sjö og það fólk sem eftir var úti í lauginni var rekið upp úr. Því gekk illa að fá heitt vatn og þá skrúfar þessi sama kona frá einhvers konar loftsturtum, ýmist sjóðheitum eða ísköldum. Þarna voru ungabörn í baði og ekk- ert tillit tekið til þess. Vatnið úr þeim var að auki af skornum skammti. Enn hljóðaði vörðurinn og fólk þurfti að flýta sér. Klukkan var að veröa sjö. Engum sögum fer af þvi hvort þetta ágæta fólk er ánægt með þjónustuna i sundlauginni á Eskifirði en í þetta sinn voru sundtökin a.m.k. tekin í faðmi Ægis. ísland er í auknum mæli ferða- mannaland og í þjónustustörfin þarf að velja fólk sem hefur yndi af þvi að umgangast og þjónusta aðra. Ferðamannstraumurinn er sífellt að aukast þessa dagan og fólki finnst almennt sjálfsagt að komast í sund- laugar, nokkurn veginn á hvaða tíma dagsins sem er. Við sjáum eftir þeim peningum sem fóru í þessa sundlaugarferð á Eski- firði því okkur finnst við ekki hafa fengið þá þjónustu sem við höfðum vonast eftir og gerum satt að segja kröfur um að fá hvar sem við kom- um. Fyrir sama pening getur maður verið allan daginn í sundi annars staðar. Á ferðalagi vill maður geta farið í sund, slappað af og látið Uða úr sér. Það tókst okkur ekki í stress- inu og hamaganginum á Eskifirði. Valdimar Tr. Hafstein skrifar: Á næsta ári verður opnað veglegt íslenskt stríðsárasafn á Reyðarfirði þar sem aðalstöðvar landhersins á Austurlandi voru öll hemámsárin. Um þessar mundir er þriggja manna verkhópur í fullu starfi við undir- búning og söfnun muna og mynda. Það er á allra vitorði að víða leyn- ast ljósmyndir og smámunir af öllu tagi sem geyma minninguna um setuliöið og þjóðlíf stríðsáranna. Þessi þjóðarverðmæti hggja mörg hver undir skemmdum og em að glatast. Á stríðsárasafninu verður þeim veitt nauðsynlegt viðhald og skipaður sess sem sýningargripir. Með nútímatækni má gera upp jafn- vel það sem verst er farið, jafnt myndir sem muni. Oskað er eftir öllum ljósmyndum frá stríðsámnum sem lýsa á ein- hvern hátt þjóðlífi þess tíma og hernáminu, s.s. myndir af hermönn- um, æfingum, stríðstólum, farar- tækjum, mannvirkjum, samskiptum hers og þjóðar og einstökum atburð- um, svo eitthvað sé nefnt. Sömuleiöis er óskað eftir munum, allt frá byssu- kúlum og búningum til herjeppa og allt þar á milli. Þeir sem eiga í fómm sínum myndir og muni frá hemáms- Ungur snáöi heilsar að hermannasið á braki af Northrop-flugvél norsku flug- sveitarinnar á Reyðarfirði. árunum eru beðnir um að gera sér fulla grein fyrir því að þetta eru mik- ilsverðar minjar um eitt litríkasta tímabil íslandssögunnar, jafnvel þótt það láti ekki mikiö yfir sér. Allir lesendur DV sem hafa undir höndum stríðsmuni og myndir eða geta gefið einhverjar upplýsingar eru beðnir um aö snúa sér til verkhóps- ins um stríðsárasafn á sveitarstjóm- arskrifstofum Reyðarfjaröarhrepps.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.