Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1994, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1994, Qupperneq 8
MÁNUDAGUR 4. JtJLÍ 1994 Útlönd Hægrisinnaðir gyöingar í Jerúsalem með ólæti: Arafat frestar Jeríkó för vegna mótmæla Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, hefur frestað fór sinni til Jeríkó á Vesturbakkanum til morg- uns til þess að hægt sé að auka örygg- isgæslu í kjölfar gífurlegra mótmæla hægrisinnaðra gyðinga í Jerúsalem gegn friðarsamningi ísraels og Pal- estínumanna. Arafat er í heimsókn á heimastjómarsvæðum Palestínu- manna eftir 27 ára útlegð. „Viö erum að skipuleggja heim- sóknina til Jeríkó í samvinnu við ísraelsmenn og Egypta,“ sagði yfir- maður í öryggissveitum Palestínu- manna í Gaza þar sem ísraelskir ara- bar og Palestínumenn af Vestur- bakkanum tóku þátt í hátiðahöldun- um vegna komu Arafats með borg- arbúum í gærkvöldi. Palestínskir fánar og myndir af Arafat voru hvarvegna í Jeríkó og borði á svölum sem byggðar voru sérstaklega fyrir ræðu hans bauð hann velkominn. Arafat stóð í ströngu á Gazasvæð- inu í gær og lét engan bilbug á sér finna þótt hann væri orðinn raddlaus eftir tveggja daga ræðuhöld. Hægrisinnaðir gyðingar mótmæltu Arafat og og hvöttu til þess að hann yrði drepinn og handtók lögreglan 65 manns eftir átök fyrir utan skrif- stofu Yitzhaks Rabins forsætisráð- herra. Rabin veittist að mótmælendunum og lýsti því yfir að friðarviðleitninni yrði haldið áfram. „Það er til fólk í ísrael sem vill frið. Við stöndum meö því og þaö stendur meðokkur,“sagðiArafat. Reuter Ruðningskappinn O. J. Simpson: Hníf ur fannst ná- lægt morðstaðnum Rannsókn stendur nú yfir á hugs- anlegu morðvopni sem notað var við morðiö á Nicole Brown, fyrrum eiginkonu ruðningskappans O.J. Simpsons og vini hennar Ron Gold- man. Á sunnudaginn fann kona stóran eldhúshníf með blóðblettum nærri heimili Simpsons. Fyrr hafði komið fram að vitni höfðu séð O.J. Simpson kaupa eld- húshníf sex vikum fyrir morðið. Stærð hnífsins sem fannst (38 cm hnífsblað) kemur heim og saman við lýsingu á hnífnum sem keyptur var en lýsingin þykir að öðru leyti ekki eiga við hnffinn. Margir sér- fræðingar eru efins um að hnífur- inn tengist málinu á nokkurn hátt. Búist er við niðurstöðum úr rann- sókninni á næstu dögum. Lögreglan í Los Angeles hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki sjálf orðið vör við hnífinn Ruðningskappinn O.J. Simpson. við leit sem fram fór að loknu at- vikinu. Lögreglan hefur í fram- haldinu girt af stórt svæði í ná- grenni morðstaðarins ef ske kynni að fleiri gögn fyndust sem kunna aðtengjastmálinu. Reuter Yasser Arafat sendir fyrirmönnum fingurkoss við opnun ávaxtasafaverk- smiðju á Gazasvæðinu. Símamynd Reuter W Attu samleið með frjálshyggjunni eða viltu vernda samhjálp og velferð? - félagshyggjublaðið. Sími 631-600 Stuttarfréttir SkotiðáFrakka Uppreisnarmenn í Rúanda skutu franska hermenn sem voru að bjarga munaðarleysingjum. Óttast er að Frakkar kunni að skipta sér af bardögunum í Rú- anda eftir skotárásina en emb- ættismenn reyndu að gera lítið úr henni. Beigar senda iækna Belgar hafa frestað að senda hjúkrunariið til Rúanda eftir skotárásina á Frakka. Mitteirand hjá Mandela Francois Mit- terrand Frakk- landsforseti er kominn í opin- bera heimsókn til Suður-Afr- íku, ; fyrstur leiötoga tii að heimsækja landiö eftir að hvíti mmnihlutinn lét af völdum. Hörmungar í Jemen Varað hefur verið við að fólk kunni að deyja úr þorsta í Aden, höfuðborg Suður-Jemens. Reyntaðsannfæra Sáttasemjarar ætla að reyna að sannfæra deiluaðila í Bosníu um að fallast á friöartillögu. Kínverjartilbúnir Kínverski utanríkisráðherrann segir land sitt reiðubúiö að ræða mannréttindamál við Bandaríkin. Banvænumferð Fjórtán manns létust í einu umferðarslysi í Texas í gær og alls fórust 37 þann dag. Tutu i Líberíu Desmond Tutu, erkibisk- up í Suður- Afriku,erkom- inn til Líberíu þar sem hann ætiar að reyna að koma á sátt- um stríðandi fylkinga sem margir hafa reynt á undan. SkotiðiAþenu Skotið var á tyrkneskan stjórn- arerindreka í Aþenu í morgun og hann drepinn. Misheppnað valdarán Stjórn Kambódíu sagði að hún hefði komið 1 veg fyrir valda- ránstilraun um helgina. Hitabylgja Undanfarna daga hefur hita- bylgja með háu rakástigi riðið yfir Ítalíu og hitinn farið upp í 37 gráöur. Jóhannes Páll páfi end- uríók í gær að börn ættu eín- ungis að fæðast innan hjóna- bands tveggja gagnkyn- hneigðra ein- staklinga en daginn áður höfðu hommar og lesbíur m.a. krafist réttar til ættleiðinga. Harðlinumaður skotinn Lögreglan í Egyptalandi skaut herskáan múslíma til bana í suð- urhluta landsins. Lýðræðislegar kosningar Fyrstu lýðræðislegu kosningarn- ar í Gíneu-Bissau fóru fram í gær. Sprengjuárás Sprengjum var varpaö aö menningarmiöstöð Tyrkja í Ham- borg í gær í kjölfar morðs á kúrd- iskum unglingi i borginni. Reutcr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.