Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1994, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 4. JÚLl 1994 Fréttir Reglur Evrópusambandsins um vinnutíma mæta andstöðu: Fjandsamlegt og framandi skrifræði - segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ íslensk stjómvöld og vinnuveit- endur hafa lagst gegn þvi aö sá hluti félagsmálapakka EES-samningsins sem lýtur aö reglum Evrópusam- bandsins um vinnutíma og vinnu ungmenna taki gildi hér á landi. Vegna þessa koma tveir fulltrúar framkvæmdastjómar ESB hingað til lands í dag til viöræöna viö stjórn- völd og fulltrúa vinnumarkaðarins. ASÍ hefur lagt hart að stjórnvöld- um að fuligilda félagsmálapakkann sem meðal annars kveður á um jafn- réttismál, vinnutíma, öryggis- og að- búnaöarmál og fleira. Þrátt fyrir að önnur EFTA-ríki hafi hug á að pakk- inn verði gerður að hluta EES- samningsins hafa íslensk stjórnvöld lagst gegn því vegna sérstöðu ís- lensks vinnumarkaðar. Að sögn Þórarins V. Þórarinsson- ar, framkvæmdastjóra VSÍ, er eðh- legt að þau EFTA-ríki, sem hyggi á inngöngu í ESB um áramótin, vilji taka upp reglur sambandsins um vinnutíma. Það sé hins vegar and- stætt hagsmunum íslendinga sem ekki em á leið í ESB. Vegna sérstöðu atvinnulífsins muni það einfaldlega skerða samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja að innleiða þessar reglur hér á landi. Þórarni finnst eðliiegra að semja um vinnutíma beint við ASÍ í stað þess að innleiða flóknar reglur ESB sem síðan þurfi að semja sig frá. Hann segir reglur ESB um vinnu- tíma í raun ganga gegn hagsmunum launþega auk þess sem þær kalli á gífurlegt skrifræði sem væri íslend- ingum í senn bæði framandi og íjand- samlegt. „Við eigum ekki aö kalla yfir okkur reglugerðir Evrópusambandsins þegar við þurfum þess ekki. Þær myndu gera þriðja hvern mann hér á landi að brotamanni áður en árið væri liðið. Þetta kann að vera metn- aðarmál fyrir forystumenn verka- lýðshreyfingarinnar en er ekki hags- munamál launþega. Reglumar tor- velda þeim að nýta sér sveigjanleika í vinnumagni til tekjuauka." Stuttar fréttir Færri nýskráningar Á fyrstu 5 mánuöum ársins voru samtals 2.566 nýskráningar á bifreiðum. Á öllu siðasta ári voru nýskráningar 6.457 og árið 1998 voru þær 23.459. Fækkar i fuglahópum Veruleg fækkun hefur orðið í stofnstærð nokkurra fuglateg- unda hér á landi, t.d. óðinshana, steindepils, dílaskarfs, flórgoða og svartbaks, Hins vegar hefur heiðagæsum og stormmávum fjölgað. Mbl. greindi frá þessu. Hafnfirðingaríruslid Tilraun með aö vinna jarðveg úr lífrænum úrgangi hefst siðla sumars. Samkvæmt RÚV verður þess farið á leit við hluta Hafn- firöinga að þeir flokki rusl sitt. Skattpeningar notaðir Framlag ríkissjóðs til vegamála í ár nemur rúmum 25 þúsund krónumá mann. Löggæslukostn- aður er 6.700 krónur á mann. Magurfiskurisjó Sigurður Finnbogason á ísafirði ætlar aö hefja tilraun meö eldi á steinbit. Ætlunin er aö safna mögrum steinbít íyrri hluta sumars, ala hann upp fram yfir jól og siátra honum ábesta tíma. RÚV greindi fiá þessu. Ákvörðunar að vænta Ákveðið veröur innan viku hvort Reykjavíkurborg ræðst i byggingu fjölnota iþróttahúss sem tæki 7 til 8 þúsund manns í sæti. Bylgjan skýrði frá þessu. Ljósflötur á sölubanni Utanríkisráðherra telur já- kvætt að sölubann á rússafisk sé ekki aö frumkvæði rússneskra stjórnvalda. Að sögn RÚV verður ákveðið á næstu dögum hvort af óformiegum viðræðum verði við Rússa um Smuguveiðar. Fjölmenni í Þórsmörk Um 2000 manns voru saman komin í Þórsmörk um helgina. Að sögn lögreglunnar á Hvol- svelli var lítið um ölvun enda mest um fiölskyldufólk að ræöa. Ron Bower við hlið þyrlu sinnar sem er af Bell-gerð. DV-mynd ÞÖK Flýgur þyrlu einn umhverfis hnöttinn - minilenti í Reykjavík í gær Bandaríski þyrluflugmaðurinn Ron Bower milhlenti í gær á Reykja- víkurflugvelli á leið sinni umhverfis hnöttinn. Bower hyggst slá tólf ára gamalt met Ross Perot jr., sonar hins þekkta auökýfings og forsetaframbjóðanda Ross Perot, með því að fljúga um- hverfis jörðina á 28 á dögum. Bower hóf feröina í Bandaríkjun- um en síðan lá leið hans til Græn- lands. Ferðin frá Grænlandi til ís- lands er sú lengsta sem hann þarf að fljúga yfir opnu hafi. Að sögn Bower hefur ferðin gengið vel hingað til og ekkert alvarlegt komið upp á. „Ég er aðeins íjórum klukkutímum á eftir áætlun en annars er ég mjög ánægöur með það að vera kominn til íslands því veðrið á Grænlandi var slæmt og það leit lengi vel út fyrir að ég mundi tefjast þar,“ sagði Bow- er. Næst mun ferð hans hggja til Fær- eyja og þaðan yfir á meginland Evr- ópu þar sem Bower mun heimsækja íjölmargar höfuðborgir. Talsverð ölvun á Höskuldarvöllum Hátíðin fór rólega fram þrátt fyrir talsverða ölvun. DV-mynd Ægir Már Um helgina var haldin úti- hátíð á Höskuldarvöllum. Á fostudagskvöldið var talið að um 1200 manns væru á svæðinu en eitthvaö fjölgaöi á laugardeginum. Ströng öryggisgæsla var á staðnum og að sögn lögregl- unnar á Keflavíkurflugvelli, sem hafði ásamt öðrum umsjón með löggæslu, var talsvert mikil ölvun og fólk mikið með landa undir höndum. Á fóstudaginn var ung stúlka flutt meðvitundar- laus á slysadeild eftir fíkni- efnaneyslu. Þrátt fyrir þetta fór hátíðin rólega fram og lítið var um önnur óhöpp. Sigurjón meö svipað slökkvitæki og hann notaði á eldinn. Snarráður slökkviliðs- maður Sigmjón Valmundarson slökkviliðsmaður sýndi snarræöi á laugardaginn þegar eldur braust út á geðdeild Landspítal- ans. Sigurjón var að sækja unnustu sína, sem er hjúkrunarkona á geðdeiidinni, þegar eldvarnakerf- ið fór í gang. „Ég hljóp ásamt tveimur gæslu- mönnum niður á næstu hæð með tvö slökkvitæki og byrjuöum við strax að leita að eldL Við runnum fljótt á lyktina því reykur var ekki sýnilegur frammi á gangi. Inni í herbergi var hins vegar mikill reykur sem náði niður á mitti og því erfitt að athaina sig nema skríðandi á hnjánum en við fórum tveir inn og náöum að slökkva eldinn,“ sagði Sigurjón. Um var að ræða eld i glugga- tjöldum sem vistmaður á geð- deildinni haíði kveikt. Skemmdir eru ekki taldar miklar. Akureyri: Mannfjöldinn tilfyrirmyndar „Þrátt fyrir geysilegan mann- fjölda fór aJlt vel fram og var reyndar til fyrirmyndar," segir varðstjóri hjá lögreglunni á Ak- ureyri um ástandið í miðbænum þar um heigina. MikiU fjöldi feröamanna var i bænum og voru „pollar“ af Polla- móti Þórs áberandi í þeim fjölda. Eftir dansleiki voru mjög margir í miðbænum í 12-15 stiga hita fram á morgun og höguðu sér flestir vei. Þó voru kærðar tvær líkamsárásir en í þeim tilfellum mun frekar hafa veriö um að ræöa venjuleg slagsmál. Hestamaður var fluttur á slysa- deild eftir að hestur hans haföi hlaupið í veg fyrir bifreiö i Hörg- árdal. Þá voru tveir teknir fyrir ölvunarakstur og 12 ökumenn sektaöir vegna þess að þeir óku yfir leyfilegum hámarkshraða og sá sem hraðast ók var á 135 km hraða. Hin helgu vé hlautverðlaun í Portúgal Kvikmpd Hrafns Gunnlaugs- sonar, Hin helgu vé, hlaut þrenn verðlaun á tíundu alþjóðlegu kvikmyndahátíöinni í Tróiu í Portúgal um helghia. Myndin hlaut kaþólsk verðlaun og verð- laun sem besta myndin. Þá fengu leikaramir Tinna Finnbogadóttir og Steinþór Matthiasson verö- laun fyrir besta leíkinn. Þetta er í þriöja sinn sem íslensk mynd fer á kvikmyndahátíðina i Tróiu. Friðrik Þór Friðriksson reið á vaðiö með Böm náttúrunn- ar árið 1992 og Ásdís Thoroddsen fór með Inguló á hátíðina í fyrra. í bæði skiptin hlutu myndimar sömu verðlaun og kvikmynd Hrafns fékk um helgina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.