Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1994, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1994, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ1994 9 Utlönd cnnton nvetur ustuíEvrópu Bill Clinton Bandaríkjafor- seti hefur hvatt Þjóöveija til aö vera sterkt leiöandi afl innan nánari samvinnu ríkja Evrópusam- bandsins að þvi er breska blaðið Daily Telegraph skýrði frá í morgun. Clinton lét orð í þá veru faUa í viðtaU við Daily Telegraph og sex önnur blöð frá sjö helstu iðnríkj- um heimsins en leiðtogafundur ríkjanna verður haidiim í Napólí i vikunni Lögreglan í Egersund í Noregi hefur hafiö rannsókn á aðgerðum félaga úr Greenpeace-samtökunum um borð í norska hvalveiðibátnum Senet á föstudagskvöld. Grænfriö- ungamir, sem kastaö var í sjóinn, ætla hins vegar ekki að kæra áhöfh hvalbátsins til lögreglu. Fimm grænfriðungar fóru um borð í Senet á föstudagskvöld og var tilgangur þeirra aö koma i veg fyrir frekari hvalveiöar. Þeir höfðu þó ekki verið lengi um borð þegar norsku sjómennimir köst- uðu tveimur þeirra týrir borö aö starfsmönnum norsku strandgæsl- unnar ásjáandi. Grænfriðungar segja þó að hvalfangarar hafi hent þeÍmÖUumíhafið. Reuter.NTB Mannskætt flugslys í Charlotte í Bandaríkjunum: Hrapaði niður á skógarsvæði - 37 af 52 farþegum létust A laugardagsmorgun létust 37 manns þegar farþegaþota af gerðinni DC-9 féll til jarðar í Charlotte í Bandaríkjunum. Öll áhöfn þotunnar, 5 manns, komst lífs af, þar á meðal flugmaðurinn og aðstoðarflugmað- uriim, en 37 af 52 farþegum þotunnar létu lífið. Rannsókn stendur yfir á orsökum slyssins en ljóst er að sterkir svipti- vindar sem geisuðu á svæðinu ollu slysinu. Flugturn aðvaraði flug- mennina um ástandið stuttu fyrir slysið og rúmri einni mínútu síðar tilkynnti flugmaðurinn að hann hefði hætt við lendingu og ætlaði að gera aðra tilraun. Örfáum sekúndum síðar hrapaði þotan á völlinn, rann eftir flugbrautinni út fyrir brautina og inn á skógarsvæði og rakst þar á þyrpingu eikartrjáa sem brutu hana í parta. Mikii mildi þótti aö þotan skyldi ekki lenda á byggðu svæöi. Af þeim sem komust lífs af úr slys- inu eru flestir töluvert slasaöir, meö- al annars flugstjórinn og aðstoðar- flugstjórinn. Þeir veröa yfirheyrðir um tildrög slyssins á morgun. Flug- stjóramir hafa báðir nokkurra þús- unda flugstunda reynslu á DC-9 þot- ur og höföu báðir verið þjálfaðir í að Óbreyttir borgarar í Kigali, höfuðborg Rúanda, leita skjóls undan sprengju- regninu. Símamynd Reuter Blóði drifin afskipti Frakka í Rúanda Morð franskþjálfaðra stjómarher- manna og dauðasveita á 500 þúsund borgurum í Afríkuríkinu Rúanda kunna að hafa vakið samviskukvalir hjá Mitterrand Frakklandsforseta og franskar hersveitir því verið sendar þangað. En markmiðið með nærveru þeirra er kannski ekki eins göfugt og margir kynnu að halda. Frakkar hafa haft mikil afskipti af málefnum Rúanda frá 1990 og óhætt er að segja að þau afskipti séu blóði drifin. Eftir að gerspillt stjóm Juvenal Habayarimana tók við völdum 1973 og dauðasveitir héldu almenningi í heljargreipum varð mikill fólksflótti til Úganda. En 1990 réðist her brottflúinna, aðallega tutsimenn, inn í Rúanda. Við innrásina hættu Belg- ar hernaðaraðstoð við stjómvöld og slitu síðan stjórnmálasambandi. Belgar höfðu ekki fyrr kvatt en franskar útlendingahersveitir mættu á vettvang. Frakkar vildu treysta áhrif sín í Rúanda. Habayari- mana fór þá í nokkrar heimsóknir til Mitterrands forseta í París. í kjöl- far þeirra hófu franskir hernaðarsér- fræðingar þjálfun stjómarhermanna og dauðasveita. Mikið af vopnum kom inn í landið. Franski ríkisbankinn Credit Ly- onnais ábyrgðist meginhluta 420 milijóna króna vopnakaupa. Bar Rúanda að endurgreiða lán Frakk- anna með tei á fimm árum. í febrúar 1993 náði innrásarher brottflúinna tutsimanna stærstu teplöntuekrum Rúanda á sitt vald. Við það var vopnakaupasamningurinn í upp- námi. Frakkar sendu fjórar útlend- ingahersveitir á vettvang sem börð- ust ötullega með stjómarhemum. Aöra ástæðu aukinnar hemaðar- þátttöku Frakka mátti að sögn rekja til kaffis en sonur Mitterrands for- seta er lykilpersóna í stjóm kaffi- framleiðslu Rúanda. Stjómarherinn gekk berserksgang þegar Habayarimana fórst í flugslysi í apríl sl. Frakkar gerðu ekkert til að stöðva ofbeldiö og vopnasending- ar þeirra héldu áfram. í lok apríl bauð Mitterrand lykilmenn í ríkis- stjórn Rúanda velkomna í Elyssé- höll. Hvað þar var sagt veit enginn en blóðiö flaut sem aldrei fyrr vik- umar á eftir. NTB Slökkviliðsmenn leita i braki DC-9 þotunnar sem hrapaði við flugbrautina í Charlotte i Bandaríkjunum. eiga við sterka sviptivinda. árið 1985 þegar flugvél á vegum Þetta er fyrsta alvarlega flugslysið bandaríska flugfélagsins Delta fórst. sem rekja má til sviptivinda síðan Reuter drápu 19ára stúlku Nítján ára stúlka lést af völdum hrottalegrar meðferðar tveggja íslamskra særingamanna og bróður síns í mosku í bænum Roubaix í Norður-Frakklandi um helgina. í þeim tilgangi að hrekja á brott illa anda var stúlkunni haldið kverkataki í fimm klukku- stundir og hún neydd til að drekka 4,5 lítra af saltvatni. Var handklæði troðið upp í munn hennar svo neyða mætti saltvatn- ið ofan í hana. Á meðan var hún margsinnis barin í ifjamar. Stúlkan haföi þjáöst af floga- köstum eftir heikuppskurð sem hún gekkst undir fýrir ári. Bróðir hennar var sannfærður um að hún væri haldin illum öndum og leitaði á náðir íslamskra ofsatrúarmanna. Lögregla handtók þremenningana sem eiga lífstíðarfangelsisdóm yfir höföi sér. Múshmar í Frakklandi hafa fordæmt atburöinn. Löðrungaðihlað- freyju vegna yfir- Japanskur kvikmyndagagn- rýnandi brást hinn versti við þeg- ar rukka átti hann um 3500 krón- ur fyrir yfirvigt á flugvelhnum í Manila á Filippseyjum á laugar- dag og löðrungaöi hlaöfreyjuna. Hann var umsvifalaust handtek- inn og ákærður fyrir framferði sittá skrifstofu saksóknara. Mað- urinn sá að nú voru góð ráð dýr. Lagðist hann við svo búið á hnén og bað hlaðfreyjuna fyrirgefning- ar með tilþrifum. Var manninum þá fyrirgefiö og hann látinn Iaus l i-tí-Ll O C-l L Í.U.LLU.LU. CCLLIUL L Kringlunni - 3. hæð SKIFUNNAR ep iii nrii i Kassettustandur fyrir 52 kassettur Myndbandastandur fyrir 9 myndbönd 99 kr. S-K-l-F-A-N

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.