Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1994, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1994, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 1994 11 pv___________________________Merming Bíóborgin - Blákaldur veruleikinn ★★ !/2 Tilvistarkreppa eftir skóla Flestir kannast við þá sálarangist og jafnvel tilvistarkreppu sem fylgir því þegar langri skólagöngu er skyndilega lokið. Hið vemdaða umhverfi skólakerfisins er að baki og fram undan blasir við blákaldur raunveruleik- inn: vinnan og allt það. Menn era kannski með fina pappíra upp á vas- ann en oft á tíðum duga þeir nú skammt. Þetta er sá raunveruleiki sem blasir við nokkrum bandarískum ung- mennum í Houston, Texas, og segir frá í myndinni Bláköldum veruleika sem er eins konar andóf við efnishyggjuna sem tröllreið öliu á níunda áratugnum, ungu fólki sem telur sig hafa svör við helstu vandamálunum en kemst þó að raun um að svo er ekki. Þetta er fólk sem vill eitthvað annað en béemmvaffa og önnur stöðutákn sem bæði mölur og ryð fá grandað. En fyrir kaldhæðni örlaganna situr það uppi með þau, að vísu bara til bráðabirgða, því jafnvægisbstin milli hugsjóna og veruleika getur veriö erfið. Aðalpersóna Blákalds veruleika er Lelaina Pierce (Ryder), fyrrum af- burðanemandi og núverandi starfsmaður við sjónvarpsstöð. Hún er sí- fellt með myndbandsvéhna á lofti, enda að gera heimildarmynd um vini Kvikmyndir Guðlaugur Bergmundsson sína, verslunarstýnma Vicki (Garofalo), auðnuleysingjann og músíkant- inn Troy (Hawke), sem hefur verið laumuskotinn í henni lengi, og öfugt, og Sammy (Zahn), þar sem þau hella úr brunnum visku sinnar. Stúlkuna dreymir um að ná lengra á þessu sviði, selja jafnvel verkið. Sá draumur virðist ætla að rætast þegar Lelaina rekst á ungan sjón- varpsstjóra, Michael Grates (Stiller), því með þeim takast ástir og hann lofar að koma myndinni hennar að í unglingaþætti sínum. En þegar upp er svo staðið verður stúlkan að taka afstöðu til þess hvort hún ætlar að vera trú hugsjónum sínum eða sætta sig við að starfsmenn Grates hafa „hresst" svo upp á myndina að hún verður að lokum auglýs- ing fyrir Pizza Hut. Blákaldur veruleiki er byrjendaverk kornungs fólks, bæði leikstjórans Bens Stillers og handritshöfundarins Helenar Childress, og ber þess merki að því leyti að hér er allt með frískara móti. Handritið er uppfullt af skondnum atvikum og tilsvörum og bútar úr heimildarmynd Lelainu flétt- ast skemmtilega inn í frásögnina. Blákaldur veruleiki er hressandi mynd eftir fólk sem ætti ekki að þurfa að óttast um framtíðina. Blákaldur veruleiki (Reality Bites). Handrit: Helen Childress. Kvikmyndataka: Emmanuel Lubezki. Leikstjóri: Ben Stiller. Leikendur: Winona Ryder, Ethan Hawke, Janeane Garolalo, Ben Stiller, Steve Zahn. Svidsljós Nautið sem heppinn golfari hlýtur. Maðurinn í hvíta jakkanum er Jón Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Austmats. DV-mynd Sigrún Uxi fyrir holu í höggi Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egiisstööum: Sá verður ekki svangur sem slær holu í höggi á golfvellinum við Ekkjufell á Héraði 2.-3. júlí. Austmat á Reyðarfirði styrkir mótið og gefur öll verðlaun af framleiðslu fyrirtæk- isins. En fyrir að slá holu í höggi eru verðlaun sem enn ganga á fjórum fótum - myndarlegur tarfur, meira en nóg í eina frystikistu. 3ja dyra 882.000 kr. 4 dyra 985.000 kr. HYunons ...til framtíðar 13« UU ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 68 12 00 • BEINN SÍMI: 3 12 36 í tilefni 40 ára afmælis B&L höfum við fengið sendingu af Hyundai Pony með ríkulegum aukabúnaði. Því er óhætt að fullyrða að sambærilegur bíll er vandfundinn á þessu verði. Afmælisútgáfan af Pony er með: • 1,3 lítra og 74 hestafla vél • samlæsingu • styrktarbitum í hurðum • tölvustýrðu útvarpi og segulbandi með 4 hátölurum • lituðu gleri í rúðum • samlitum stuðurum Innifalið í verði: 6 ára ryðvarnarábyrgð og 3ja ára verksmiðjuábyrgð. Auk þess frír ís í Perlunni fyrir alla farþega bílsins í átta sunnudaga. __ ltafið samband við sölumenn okkar eða umboðsmenn um land allt LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA VALDA ÞÉR SKAÐA! yUJJEBÐAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.