Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1994, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 1994 Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNUSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverö á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Óþörf nafnalög Nafnalög og störf mannanafnanefndar urðu fréttaefni í vikunni sem leið þegar foreldrar stúlkubams báðu íjölmiðla að hjálpa sér við að finna einhvem sem borið hefði nafnið Elsabet í manntalinu 1910 eða fyrir árið 1845. Þau höfðu sjálf fundið sex konur sem bára þetta nafn á árunum 1878-1902 en það var ekki nægilegur fjöldi til að heimila nafnið samkvæmt reglum mannanafnanefnd- ar. Samúð almennings er áreiðanlega með foreldrunum sem ekki biðja um annað en að fá að skíra dóttur sína í höfuðið á móðurinni og tveimur formæðrum. Að sama skapi undrast menn vinnubrögð og framkomu manna- nafnanefndar. „Þetta er tómt mgl sem ég er hætt að taka mark á,“ sagði móðir sem ekki fær að skíra son sinn í höfuðið á dönskum afa sínum sem hér hefur búið í hálfa öld. Hún kvartar yfir því að rök mannanafnanefndar breytist eftir því hvaða mótbárur séu settar fram. Mannanafnanefnd er borin þungum sökum. Eftir því er beðið að hún skýri aðferðir sínar og rök. Vel má vera að svonefndar „vinnulagsreglur“, sem nefndin setti sér í ágúst og október í fyrra, séu tóm skrifborðsspeki, alltof þröng og einstrengingsleg lagatúlkun, sem í framkvæmd bjóði upp á mótsagnir og rökleysur sem almenningur getur ekki sætt sig við. En mannanafnanefnd er vorkunn. Hún starfar eftir lögum um mannanöfn frá árinu 1991 þar sem er að finna ströng fyrirmæli um nafngiftir og ákvæði um þungar sektir ef út af bregður. Lögin mæla fyrir um að eigin- nöfn skuli vera íslensk eða hafa áunnið sér hefð í ís- lensku máli. Nöfn mega ekki bijóta í bág við íslenskt málkerfi og ekki vera þannig að nafnbera geti orðið til ama. Hvergi í lögunum er að finna leiðbeiningar um það hvemig túlka skuli þau og framkvæma. Þau segja ekk- ert um það hvaða nöfn eru íslensk, hvaða nöfh hafa áunn- ið sér hefö í íslensku máh eða hvaða nöfn samræmast íslensku málkerfi. Mannanafnanefnd er því mikill vandi á höndum við framkvæmd laganna. Ekki bætir úr skák að skoðanir svonefndra sérfræðinga virðast nánast jafn margar og þeir eru sjálfir. Frá því að lögin voru sett fyr- ir þremur árum hafa starfað þijár mannanafnanefndir með ólík viðhorf til þeirra úrlausnarefna sem að ofan greinir. Lögin um mannanöfn frá 1991 byggja á sama sjónar- miði og eldri löggjöf um þetta efni, frá 1913 og 1925, að það sé í verkahring stjómvalda að setja reglur um nöfn og nafngiftir landsmanna. Það er annars vegar rökstutt með því forsjárviðhorfi að verið sé að vemda böm fyrir ónöfnum og hins vegar að verið sé að veija íslenska tungu. Þessi rök standast einfaldlega ekki. Ef foreldrum bama er ekki treystandi til að velja þeim nöfii, sem bijóta ekki í bág við velsæmi, er þeim tæpast treystandi fýrir upp- eldi þeirra. íslensk tunga lifði í þúsund ár án nafnalaga. Framtíð hennar veltur ekki á lagafyrirmælum eða starfi nokkurs konar málfarslögreglu eins og mannanafna- nefndar heldur trú, sannfæringu og tilfinningu þjóðar- innar fyrir tungumálinu. Á flestum sviðum þjóðlífsins er ftjálslyndi betra en stjómlyndi og það á við hér. Best væri að stjómvöld og löggjafinn hættu afskiptum af nöfnum fólks og nafhgift- um, öðrum en þeim er lúta að notkun nafna og meðferð. Mannanafnalögin ætti að nema úr gildi strax í haust. Guðmundur Magnússon Verkef ni samtaka launafólks Miklar áhyggjur herja nú á for- ystumenn ASÍ. Samkvæmt launa- vísitölu Hagstofunnar er merkjan- leg launahækkun í landinu! Frá því að svonefnd þjóðarsátt var gerð i febrúar 1990 er sú undarlega staða komin upp að forystumenn Al- þýðusambandsins telja það vera sitt meginhlutverk að berjast gegn kauphækkunum bæði raunveru- legum en ekki síður ímynduðum. Alþýðusambandið hefur á und- anfömum árum tekið sér þaö vald að semja fyrir allt launafólk í land- inu, hvort sem það er innan vé- banda þess eða ekki. I þessu efni hefur það notið stuðnings VSÍ og stjórnvalda. Þessir samningar hafa ekki gengið út á það að bæta kjör launafólks heldur þvert á móti að halda þeim niðri. Enda hefur kaup- máttur haldið áfram að falla á „þjóðarsáttartímanum" þó eitt meginmarkmið samninganna hafi á sínum tíma verið að tryggja stöð- ugan kaupmátt. Nákvæmlega hef- ur verið fylgst með því aö kjara- samningar annarra séu innan þeirra marka sem ASÍ og VSÍ hafa sett. Þegar kom að því að fram- kvæma samninga sem aöildarfélög BHMR höfðu gert árið 1989 við ríki og Reykjavíkurborg og ekki féllu að „þjóðarsáttinni" knúðu „aðilar vinnumarkaðarins", VSÍ og ASÍ, ístöðulitla ríkisstjórn til að ógilda þá með lögum. Hæstiréttur komst síöar að þeirri niðurstöðu að sú lagasetning braut í bága við stjórn- arskrána. Og er reyndar svo komið að varla þorir nokkurt stéttarfélag að ganga frá kjarasamningi án þess að sverja í bak og fyrir að hann sé á „nótum þjóðarsáttar". Launum haldið niðri Það kemur því úr hörðustu átt þegar Alþýðusambandiö, sem af sérstakri nákvæmni hefur fylgst með því að launum opinberra starfsmanna sé haldið niðri, heldur því fram að þeir hafi fengið sérstak- ar launahækkanir umfram aðra. Þetta byggja þeir á samanburöi á fyrrnefndri launavísitölu sem hef- ur hækkað um 16,7% á sama tíma og umsamin taxtalaun hafa hækk- að um 14,6%. Þeir gefa sér að laun ASÍ-fólks hafi aðeins breyst í sam- ræmi við samninga og þar af leið- andi hafi opinberir starfsmenn og bankamenn fengið alla umfram- hækkunina í sinn hlut. Reyndar viðurkenna forystumenn Alþýðu- sambandsins að þeir viti ekki fylli- lega hvernig launavísitalan er reiknuð og hafa óskað eftir sérstök- um skýringiun á því frá Hagstof- unni. Samt nota þeir þessa sömu launavísitölu til að sýna fram á aö opinberir starfsmenn hafi notið sérstakra launahækkana á þessu tímabili. Launabreytingar samkvæmt kjarasamningum segja ekki alla söguna. I kjarasamningum er sam- ið um lágmarkskjör en á samnings- KjáOaiiim Páll Halldórsson formaður Bandalags háskóla- manna - BHMR tímanum veröa breytingar bæði vegna launaskriðs og breytingar á samsetningu úrtaksins. Þannig hefur t.d. atvinnuleysi þau áhrif að meðallaun hækka þar sem þeim sem hafa skemmstan starfsaldur- inn og þar af leiðandi lægst launin er jafnan sagt upp fyrst. Talnaleikfimi reiknimeistara ASÍ Ef skoðaðar eru þær tölur sem liggja fyrir frá kjararannsóknar- nefnd á almennum vinnumarkaöi, sem ASÍ á aöild að, og kjararann- sóknarnefnd opinberra starfs- manna kemur í ljós að á „þjóðar- sáttartimanum" hafa laun land- verkafólks í ASÍ hækkað um 20,1% á sama tíma og laun opinberra starfsmanna hafa hækkað um 18,8%. Það vekur furðu að ASÍ skuli ekki notast við tölur frá kjararannsóknamefnd sem það á aðild að en grípa þess í stað til launavísitölu sem forustumenn- irnir botna ekki fyllilega í. Þetta upphlaup verður ekki skihð öðruvísi en nú þegar samningar eru fram undan reyni menn að draga athyglina frá því að tvö af meginmarkmiðum „þjóðarsáttar- innar“ frá 1990 hafa ekki náðst, þ.e. að tryggja kaupmátt og koma í veg fyrir atvinnuleysi. Þau raunverulegu vandamál sem launafólk á íslandi í dag á við að etja hafa ekkert með talnaleikfmii reiknimeistara ASÍ að gera og þessi talnaleikfimi hjálpar ekkert til að leysa úr þeim. Þessi vandamál eru fyrst og fremst þau að umsamin dagvinnulaun eru allt of lág og að atvinnuleysi fer vaxandi. Samtök launafólks í landinu eiga að samein- ast um að leita lausna á þessum vandamálum. I þessu sambandi ber Alþýðusambandið, sem lang- stærstu samtök launafólks, sér- staka ábyrgð. í stað þess að eyða kröftum sínum í smásmugulegan prósentureikning sem hægt er að nota til að sanna allt og ekkert eiga samtök launafólks að setja sér þau sameiginlegu markmið að kjör hér á landi verði ekki lakari en í ná- grannalöndunum og atvinnuleysi verði eytt. Framtíð menningarsam- félags á íslandi er undir því komin að samtökum launafólks takist að leysa þetta verkefni. Póll Halldórsson semja fyrir allt launafólk í landinu, hvort sem það er innan vébanda þess eða ekki,“ segir Páll Halldórsson meðal annars. - Frá þingi ASÍ á Akureyri 1992. „Reyndar viðurkenna forystumenn Alþýðusambandsins að þeir viti ekki fyllilega hvernig launavísitalan er reiknuð... Samt nota þeir þessa sömu launavísitölu til að sýna fram á að opin- berir starfsmenn hafi notið sérstakra launahækkana á þessu tímabili.“ Skoðanii annaiia Hörð samkeppni „Til þessa hefur verið nær vonlaust, jafnt tækni- lega sem fjárhagslega, fyrir einkarekin fyrirtæki að ætla að keppa við opinberu póst- og símamálastofn- anirnar, jafnvel þó að fyrir því hefði verið lagalegur grundvöUur. Þetta á ekki lengur við. Þó að GSM- tæknin verði ekki almenningseign fyrstu árin er ljóst að ekki mun líða langur tími áður en svo verður. Samkeppnin á þessum markaði er einfaldlega það hörö að verð á viðtækjum og þjónustunni sjálfri fer hríðlækkandi auk þess sem tæknin verður sífeUt einfaldan.“ Úrforystugrein Mbl. l.júli. Alvarleg staða „Þessi rekstrarstaða er þeim mun alvarlegri þeg- ar haft er í huga að skuldir bæjarsjóðs (Hafnarfjarö- ar) eru tæpir þrír núlljarðar króna og peningalegur haUi á árinu var 876 milljónir... Það má líka nefna að reikningurinn sýnir að skuldir bæjarsjóðs á mUU ára hafa aukist um 427,7 mUljónir. Þar við bætist 200 miUjóna króna lán sem holræsasjóður tók og 100 miUjóna króna lán leiguíbúðasjóðs. HeUdarskulda- aukningin er því yfir 700 mUljónir." Magnús Jón Árnason í Tímanum 1. júlí. Ekki í höf num hæf ir „Gengið er að því sem sjálfgefnu að íslenskir aðilar selji sjálfum sér fiskmeti á erlendri grund, fuUvinni það í eigin verksmiöjum og selji áfram. TU skamms tíma þótti jafn sjálfsagt að banna útlending- um meö öUu að landa fiski hér á landi og tormerki voru á að erlend fiskiskip fengju keypta hér hvers kyns þjónustu. ... IUa gengur... að sjá mikUvægi þessara viðskipta og hafa erlendar útgerðir og sjó- menn orðið fyrir óþarfa hnjaski af hálfu yfirvalda og þeim gefið í skyn að þeir séu óvelkomnir og ekki í höfnum hæfir af einni orsök eða annarri." Úr forystugrein Tímans 1. júlí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.