Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1994, Blaðsíða 4
4 Fréttir MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 1994 Sigurður G. Guðjónsson, nýr stjómarformaður Stöðvar 2: Vona að friður verði um stef numörkun félagsins Páll Magnússon, fráfarandi útvarpsstjóri, tók nú sæti í stjórn Stöðvar 2. Hér ræða þeir saman Páll og Johann J. Ólafsson stjórnarmaður i félaginu. „í mínum huga geta aldrei verið átök þó menn kaupi hlutabréf og það hefur aldrei verið ágreiningur innan stjórnarinnar varðandi stefnumál. Ég vona að friður haldist um stefnu- mörkun félagsins. Við höldum áfram að byggja upp gott fyrirtæki og verð- ugan keppinaut fyrir ríkið. Engin grundvallarbreyting verður á rekstr- inum þó að óhjákvæmilegt sé að allur rekstur sé í skoðun á hverjum tíma og alltaf þurfi að vera að skoða dag- skrána. Það þarf að halda í gott fólk og félagið hefur fjárhagslega burði til að vera með góða dagskrá," segir Sigurður G. Guðjónsson, nýr stjóm- arformaður íslenska útvarpsfélags- ins hf. Nýr meirihluti tók við á hluthafa- fundi íslenska útvarpsfélagsins hf. á laugardaginn. Á stjórnarfundi strax eftir hluthafafundinn skipti nýja stjórnin með sér verkum og var Sig- urður G. Guðjónsson lögmaður kjör- inn formaður og Símon Gunnarsson, fulltrúi Sigmjóns Sighvatssonar í Hollywood, var kjörinn varaformað- ur. Nýir í stjórn eru Einar Hálfdánar- son lögfræðingur, Eggert Skúlason, fulltrúi starfsmanna, og Páll Magnús- Jafet S. Ólafsson, nýráðinn útvarps- stjóri hjá íslenska útvarpsfélaginu. son, fv. útvarpsstjóri. Aðrir í stjórn em Jóhann J. Ólafsson, fv. stjómar- formaður, og Jón Ólafsson í Skífunni. „Eg er að hugsa minn gang og sé til hvað ég geri. Ég hætti formlega á laugardaginn og er farinn frá félag- inu sem starfsmaður en tók að mér tímabundið að setjast í stjóm. Ég gerði það bara sem persónulegan greiða við nokkra hluthafa sem era þarna inni og veit ekkert hvað það verður lengi. Það fer eftir því hvern- ig hlutirnir arta sig og hvað nýr meirihluti ætlar að gera. Það verður stjórnarfundur í hádeginu í dag og þá skýrast línurnar kannski," segir Páll Magnússon, fyrrverandi út- varpsstjóri. Jafet S. Ólafsson viðskiptafræðing- ur hefur verið ráðinn útvarpsstjóri hjá íslenska útvarpsfélaginu í stað Páls Magnússonar og tekur hann til starfa 1. ágúst. Bjarni Kristjánsson fiármálastjóri gegnir störfum út- varpsstjóra þangað til. Fallbyssuskotfund- ust í Hlíðarfjalli Utanríkisráðherra Danmerkur: Islendingar velkomnir í Evrópusambandið - heitir fullum stuðningi dönsku ríkisstj ómarinnar við aðildarumsókn Niels Helveg Petersen, utanríkis- ráðherra Danmerkur, lýsti því yfir í opnugrein í Berlingske tidende í gær að Danir muni leggja sig fram um að aðstoða íslendinga á alla vegu ákveði þeir að sækja um inngöngu í Evrópusambandið. Niels Helveg bendir á að meirihluti íslensku þjóð- arinnar vilji að ísland sæki um aðild samkvæmt skoðanakönnunum og segir í því sambandi að íslendingar séu velkomnir í ESB. Niels vitnar til samtala sem hann átti við Davíð Oddsson og Jón Bald- vin Hannibalsson þegar hann var fyrir skömmu á íslandi í tilefni af 50 ára lýðveldisafmælinu. Fram kemur að báðir íslensku ráðherramir hafi látið í ljós áhyggjur yfir framtíð ís- lands utan Evrópusambandsins eftir inngöngu annarra Norðurlanda. í niðurlagi greinarinnar segir Niels Helveg að þegar íslendingar muni sækja um aðild að ESB muni danska ríkisstjómin miðla þeim af reynslu sinni í Evrópusamstarfmu undanf- arna tvo áratugi. Hann segir íslend- inga ekki þurfa að óttast að á þeim verði troðið í sambandi við fiskveið- arnar. Það sé ekki stíll Evrópusam- bandsins. Maður sem var á gangi í Hlíðar- fjalli við Akureyri á fóstudagskvöld- ið gekk þar fram á fallbyssuskot í Hrafnsstaðaskál sem er í nokkurri íjarlægð frá skíðasvæðinu. Sprengjusérfræðingur frá Land- helgisgæslunni fór á vettvang með dínamít á laugardagsmorgun og sprengdi fallbyssuskotið. Þá komu í ljós tvö önnur skot og voru þau einn- ig sprengd með hjálp 5 kg af dína- míti. Varð af þessu hár hvellur sem bergmálaði í fjöllunum. Fallbyssuskotin voru um 30 cm löng, um 8 cm í þvermál og vógu um 7-8 kg hvert. Talið er að á hernáms- áranum hafi þarna veriö æfmga- svæði hermanna. r _ I dag mælir Dagfari__________________ Fundurinn sem brást Hluthafafundurinn í íslenska út- varpsfélaginu, sem haldinn var á laugardaginn, olh verulegum von- brigðum. Fundurinn fór svo hljóð- lega fram að á honum tók enginn til máls nema hlnn ráðherraskipaði fundarstjóri. Hluthafar þögðu þunnu hljóði en lufsuðust þó til að kjósa nýja stjórn í samræmi við nýjan meirihluta. Svo var fundur- inn búinn enda til lítils aö halda áfram fundi þar sem enginn vill tala nema fundarstjórinn. En það er kannski fundarstjóranum að kenna að svona fór. Hann hafnaði nefnilega beiðni um að fundurinn fjallaði um sölu á hlutabréfum Sýn- ar og milljóna kveðjugjafir til Páls Magnússonar í formi jeppabíls og peninga. Svo era vinstrimenn að halda því fram að frjálshyggjan hafi tekið völdin hérlendis. En sér er nú hver frjálshyggjan þegar full- trúi viðskiptaráðherra ræður því um hvað einkaframtaksmenn tala á fundi í þeirra eigin fyrirtæki! Tíðindaleysi hluthafafundarins var mikið reiðarslag. Menn höfðu vonast til að þar næði innbyrðis barátta hluthafanna hámarki. Talsmenn hluthafafylkinga vora búnir að standa sig svo vel að menn voru meö talsverðar væntingar. Fulltrúar meirihluta og minnihluta höíðu skipst á þungum skotum. Gagnkvæmar ásakanir um svik og undirferli, óheiðarleika og skítlegt eðli höfðu vakið þórðargleði hjá mörgum. Þá varð það ekki til að draga úr spennunni þegar fréttir bárast af því að til handalögmála hefði komið á stjórnarfundi. Menn töluðu um að þetta væri eins og atriði úr Dallasþáttunum og kætt- ust innilega við fréttir af því að menn væra farnir að hóta hver öðram dómstólum og jafnvel tugt- húsi. Þetta var ekki síður spenn- andi en heimsmeistarakeppnin í fótbolta. Svo lekur þessi langþráði hluthafafundur saman eins og vindlaus blaðra í stað þess að leys- ast upp í blóðug slagsmál eins og vonir stóðu til. Það er ekki hægt að treysta einum né neinum leng- im. Stærsti hluthafinn, og sá sem kollvarpaði þeim meirihluta sem var, Sigurjón Sighvatsson, sótti ekki hluthafafundinn. Enda er maðurinn víst upptekinn við að framleiða hasarmyndir í Holly- wood og veitir ekki af því Stöð 2 leggur ekki síður mikið upp úr magni en gæðum þegar bíómyndir era annars vegar. Annar stærsti hluthafinn, Jóhann Óli Guðmunds- son, sem nú tilheyrir minnihlutan- um, kom ekki heldur á fundinn. Hann sendi hins vegar frá sér bréf- kom og lýsti því yfir að með nýjum meirihluta færi reksturinn beina leið norður og niöur. í leiðinni af- henti hann starfsmannafélagi út- varpsfélagsins umboð til aö fara með sinn hlut í félaginu. Starfs- menn bitu á agnið og era hinir montnustu. Kusu fréttamann í stjórn og halda að þeir geti ein- hveiju ráðið um reksturinn. En þetta var ákaflega kærkomið fyrir fréttastofu Stöðvar 2. Þar voru menn logandi hræddir sem fyrr við að fjalla um deilur hluthafanna því enginn veit hvenær meirihluti þar verður að minnihluta og öfugt. En nú gat fréttastofan leyst málið með því að slá því upp sem aðalefni fundarins að starfsmenn ættu full- trúa í stjórn. Myndir af fundinum sýndu Pál Magnússon sitja einan úti í horni og nú hafði fréttastofan ekkert við hann að tala. Ekki einu sinni um starfslokasamninginn. Nýja stjómin hefur ráðið mann úr íslandsbanka sem sjónvarps- stjóra. Það fer vel á því. Verslunar- bankinn stofnaði og rak Stöð 2 á sínum tíma, allt þar til fé bankans var uppurið á sama tíma og verið var að stofna íslandsbanka með þátttöku Verslunarbankans. Á síð- asta augnabliki tókst Verslunar- bankanum að selja Stöð 2 svo bankasameiningin næði fram að ganga. Síðan hefur tekist að reka Stöðina með umtalsverðu tapi og deilum hluthafa ekki hnnt. Ástand- ið hefur verið svipað í íslands- banka og því rétt að fá mann þaðan til að stýra Stöðinni. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.