Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1994, Qupperneq 5
MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 1994
5
Fréttir
Norræna kvennaþingið 1 Finnlandi:
Helmingi fleiri íslend-
ingar en búist var við
„Það var aldrei búist við þessum konum sem færu út í þremur vélum
íjölda. í byijun var búist við um 700 og svo átti það bara að duga en þátt-
Mikill áhugi er á kvennaþinginu i Turku í Finnlandi í byrjun ágúst. Rösk-
lega 1.300 islenskar konur fara á þingið og um 500 konur verða þar með
sýningar og uppákomur af ýmsu tagi. Framlag íslendinga er því ríkulegt
og er ekki að efa að konurnar koma til með að kynna sér lífið við smábáta-
höfnina i Turku og rölta þar um. DV-mynd Friðrik
Flugleiðir semja um
skoðun á f lugvélum
takan er orðin helmingi meiri og
fjöldinn allur á biðlista. Það er svo
ótalmargt sem kemur upp þegar
svona margar konur fara. Þetta eru
ekki bara konur að fara á þing held-
ur eru konumar með framlög á þing-
inu og það er gífurleg vinna að tala
við þessar konur og skipuleggja
framkvæmdina,“ segir Jónína Cort-
es, ritari undirbúningsnefndar Nor-
disk Forum.
Ríflega 1.300 íslenskar konur fara
til Finnlands í lok júlí til að taka þátt
í norrænu kvennaþingi í Turku dag-
ana 1.-6. ágúst. Fjöldinn allur af fyr-
irtækjum og stofnunum hafa styrkt
konumar til fararinnar og konur í
vinnu hjá Reykjavíkurborg og Akur-
eyrarbæ fá frí á launum, svo nokkur
dæmi séu nefnd. Tæplega 500 konur
taka virkan þátt í þinginu og halda
meðal annars fyrirlestra og em með
sýningar.
„Það er mjög mikil stemning fyrir
kvennaþinginu í Finniandi hér á
Djúpavogi. Við erum 31 sem fórum
út og það er ansi stór hópur. Þaö er
mjög stór hluti af konunum hér. Það
skapaðist stemning fyrir þessu hér í
upphafi því að helmingurinn af kon-
unum sem fer er með sýningu á lífi
og störfum kvenna á Djúpavogi á
árum áður. Svo vafði það utan á
sig,“ segir Ragnhildur Steingríms-
dóttir, tengiliöur Nordisk Forum á
Djúpavogi.
Furuhúsgögn
Basthúsgögn
Garðhúsgögn
Lampa
Matarstell
Glös
Hnífapör
Potta & Pönnur
ofl ofl.
Va
Líttu vi6 -þaö margborgar sig.
Húsgagnahöllin
BÍLDSHÖFÐA 20 - 112 REYKJAVÍK - SÍMI 91-681199
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum;
„Við eigum í samningaviðræðum
við erlend fyrirtæki og það mun ský-
rast á næstu vikum hvað við fáum
margar flugvélar í stóra skoðun. Við
erum að bjóða í einar 10 flugvélar
hjá nokkrum fyrirtækjum. Ef af
verður er um að ræða 2-3 vikna verk-
efni við hverja vél,“ sagði Valdimar
Sæmundsson, deildarstjóri sölu- og
skipulagsdeildar tæknisviðs Flug-
leiða á Keflavíkurflugvelli, í samtali
viö DV.
Nær eingöngu er um að ræöa Fokk-
er flugvélar sem Flugleiðir hafa gert
tilboð í. Flugleiðir eru þegar með
samning við norskt fyrirtæki um
skoðun á þremur vélum. Þegar er
lokið við eina en skoðun á hinum
tveimur verður í september.
Flugleiðir hafa unnið sér góöan
orðstír í viðhaldi flugvéla og eru
mörg fyrirtæki erlendis að láta gera
tilboð í skoðun á vélum sínum.
Tæplega 100 flugvirkar starfa í við-
haldsskýlinu á Keflavíkurflugvefli.
Bráöabirgðalög vegna mistaka á þingi:
Alþingi hefur
f yrr orðið
á í messunni
Nokkuð hefur verið um mistök við
setningu laga á Alþingi á síðustu
árum og er skemmst að minnast
setningar bráðabirgðalaga nú í vik-
unni. Þau voru sett vegna mistaka
sem urðu í framhaldi af pólitísku
samkomulagi um lyfjalög á Alþingi
í vor þegar, frestað var gildistöku
tveggja kafla í lyfjalögunum til 1.
nóvember 1995 þó að aðrir kaflar
tækju gildi 1. júlí næstkomandi. I
úrvinnslu á þingi gleymdist að fram-
lengja þann hluta gömlu lyfjalag-
anna sem snertir kaflana tvo til 1.
nóvember á næsta ári og hefði mynd-
ast gat í lögunum hefðu bráðabirgða-
lögin ekki verið sett.
Til eru nokkur önnur dæmi um
mistök stjórnmálamanna á Alþingi
og má til að mynda nefna afdrifaríka
prentvillu í lögum um stjórnun fisk-
veiða sem sett voru vorið 1990. Orðiö
„brúttótonn" slæddist inn í lögin í
staö „brúttórúmlesta" og varð það til
þess að sjávarútvegsráðuneytið varð
að úthluta veiðileyfum á fleiri og
minni báta en ráð var fyrir gert og í
framhaldi af því eru smábátaeigend-
ur enn í skaðabótamáli við ríkið.
Þetta var þó ekki í fyrsta skipti sem
alþingismönnum verður á við setn-
ingu laga um stjómun fiskveiða því
í lögum sem tóku gildi í ársbyijun
1988 var ákveðið að smábátar mættu
veiða 100 tonn í net á ákveðnu tíma-
bili. Sjávarútvegsráðuneytið stóð í
þeirri meiningu að netaveiðar smá-
báta væru bannaðar utan þess tíma
enda var það markmiðið með lögun-
um en svo reyndist ekki vera og var
lögunum gjörbreytt síðar.
Ymis minni mistök hafa átt sér stað
á Alþingi, til dæmis við setningu
mannanafnalaga þegar breytingar-
tillaga um að leyfa þijú eiginnöfn var
samþykkt án þess að orðalag í síöari
greinum laganna væri lagað, auk
þess sem innflutningur á kakójógúrt
og súkkulaðijógúrt var leyfður í frí-
verslunarsamningi við Tyrki árið
1986, svo nokkur dæmi séu nefnd.
20% afsláttur af tveggja- og sex-kílóa ANAF duftslökkvitækjum
20% afsláttur
Sumartilboð á slökkvitækjum
rir sumarbústaöi, bíla og neimili
múna er rétti tíminn til að huga að slökkvitækjum í
sumarbústaðinn, bílinn og á heimilið.
20% afsláttur af tveggja- og sex-kílóa ANAF duft-
slökkvitækjum til 1. ágúst eða meðan takmarkaðar birgðir endast.
Verið velkomin í Vara-Oryggisvörur að Skipholti 7, þar sem allt
fæst á einum stað er varðar öryggis’mál heimila og vinnustaða.
ÖRYGGIS m VÖRUR&
”Þegar öryggið skiptir öllu ”
Skipholt 7 sími 29399 opið 10 - 18 máud. - föstud
DUFTSLÖKKVITÆXJ
$ f 1994 1 / s jr1994i