Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1994, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1994, Síða 13
MÁNUDAGUR 4. JÚLÍ 1994 13 Hundrað prósent karlar Baráttusaga íslenskra kvenna er löng og skrykkjótt. Alla öldina hafa þær smátt og smátt verið að fikra sig inn á svið stjórnmálanna og völd þeirra og áhrif hafa vaxiö hægum skrefum. Konur eru orðnar 31% sveitarstjómarmanna, um 25% þingmanna og sl. sjö ár hefur ein kona setið í ríkisstjóm íslands sem þýddi 10 prósent. Nú sitja þar 100 prósent karlar. Bakslag - gagnsókn Það hefur verið nokkuð til um- ræðu að undanfornu að bakslag sé komið í réttindabaráttu kvenna á Vesturlöndum. Karlmenn hafi haf- ið gagnsókn og reyni að hrifsa ciftur stóra sem smáa landvinninga kvenna. Ég hef verið í hópi þeirra sem hafa vonað og trúað að sú væri ekki raunin því að sókn kvenna yrði ekki stöðvuð þar sem hún væri komin verulega á skrið heldur myndu konur halda áfram að mjakast í átt til jafnréttis. Og með nokkurra ára millibili hafa hér á landi náðst gleðilegir áfangar sem sumir hafa markað djúp spor í sögu þjóðarinnar. Ber þar fyrst að nefna kjör Vigdísar Finnbogadóttur sem forseta íslands. Annar slíkur stór- áfangi náðist með kjöri Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í embætti borgarstjóra í Reykjavík í nýliðn- um sveitarstjómarkosningum. Þaö gerðist svo samtímis að konur urðu í fyrsta skipti í meirihluta í borgar- stjórn. Átta konur náðu kjöri en sjö karlar. Þetta voru svo sannarlega merk tímamót í augum jafnréttis- sinna. Enn svo kom bakslagið. Eina konan í ríkisstjórn íslands, KjaUariim Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur mann sinn Jón Baldvin Hannibals- son um stefnu Alþýðuflokksins í framkvæmd. Forysta flokksins sá ekki ástæðu til að fylla skarð henn- ar með annarri konu, þótt tvær hlytu að koma til greina. í staðinn tók karlmaður við ráðherraemb- ætti Jóhönnu. Ríkisstjórnin að viðundri Sú niðurstaða gerir máhð að stór- Evrópusambandsins. Kvennavís- indin segja að það sé afar erfitt hlutskipti að vera eina konan í valdastofnun með körlum. Hún verði eins og hrópandinn í eyði- mörkinni og muni fyrr eða síðar gefast upp. Innan skamms verður kosiö til Alþingis og mynduð ný ríkisstjóm. Þá verða íslenskar kon- ur að sjá til þess engin ein kona beri þá byrði að veröa ráöherra. Þær verða að vera minnst tvær, „Kvennavísindin segja að það sé afar erfitt hlutskipti að vera eina konan í valdastofnun með körlum. Hún verði eins og hrópandinn 1 eyðimörkinni og muni fyrr eða síðar gefast upp.“ Jóhanna Sigurðardóttir, sá sig knúna til þess að segja af sér eftir langvarandi átök við flokksfor- máh fyrir ahar íslenskar konur og ríkisstjórnina aö viðundri á Norð- urlöndum og í mörgum löndum helst þrjár eða fjórar eða fimm. Steinunn Jóhannesdóttir „Það gerðist svo ... að konur urðu í fyrsta skipti í meirihluta karlar," segir Steinunn. borgarstjórn. Átta konur náðu kjöri en sjö Meðog Afskipti hinsopinbera afnafngiftum Málræktar- Halldór Halldórs- son prófessor. sjónarmið „Opinber afskipti af nafngiftum byggjast ann- ars vegar á málræktar- sjónarmiði og hins vegar á vemd fyrir harniö. Ég er; málræktar- maður og læt mig varða mannanöfn eins og annað. Foreldrar hafa oft á tíðum ekki vit á því hvort nafn er smekklegt. Ef nafn er annkanna- legt miðað við íslenskt raálkerfi held ég að það sé vont fyrir bam- ið þegar það elst upp og kemur innan um félaga sem gera gys að nafninu. Mjög erfitt er fyrir bam að bera shkt nafn þegar það kem- ur út í lífið. Til er saga af presti sem átti að skíra barn. Hann hafði gleymt að spyrja móðurina um hvað barnið ætti að heita. Þegar hún nefnir nafnið var það eitthvert ónefni. Presturinn sér þá hvar afi barns- ins situr í kirkjunni en hann hét mjög vepjulegu íslensku nafni. Skirði presturinn barnið i höfuð- ið á afa þess og lést ekki taka eft- ir því sem móðirin sagði. Þegar barnið fermdist þakkaði það prestinum fyrir að hafa gert þetta. Varöandi nöfn sem ekki era á nafnaskrá verður aö meta hefð og það er mjög erfitt. Manna- nafnanefnd hefur skilgreint hefö aht of frjálslega þannig að nafn eins og Aage er leyft. Það er ekki sæmandt Nafniö brýtur alger- lega í bága við islenskt nafna- kerfi og stafsetningu. Mér finnst að nefndin ætti að vera strangari en hún er.“ Atvinnulausir eru afskiptir Sóttað sérviskunni Við eram smám saman að vakna upp við þann vonda draum að at- vinnuleysi er að festa hér rætur. Það er ekki langt síðan aö menn töluðu um tímabundið atvinnu- leysi. Sögðu að vaxtalækkanir og verðbólguleysi kæmi th með aö stórefla atvinnureksturinn og auka þar meö atvinnu. Vissulega hefur þetta bjargað miklu ásamt ýmsu fleiru. Engu að síður er það stað- reynd að nú um hábjargræðistím- ann em þúsundir án atvinnu. Fjöldi fólks leitar aðstoðar sveitar- félaga og hjálparstofnana þar sem atvinnuleysisbætur hrökkva ekki fyrir brýnustu nauðþurftum. Ýms- ir hafa glatað eigum sínum í kjölfar atvinnumissis og margs konar hremmingar fylgja atvinnuleysinu. Þótt ýmislegt hafi verið gert til aö koma atvinnulausum til aðstoðar er hægt að gera miklu meira. Miðstöð atvinnulausra í Reykjavík var fyrir tilstuðlan ýmissa aðha komið á fót svonefndri Miðstöö fyrir fólk í atvinnuleit. Hentugt húsnæði fékkst í miðbæn- um og þar var reynt að halda uppi nokkru fræðslustarfi fyrir at- vinnulausa og telja í þá kjarkinn. Þama gátu þeir hist sem vom án vinnu og borið saman bækur sínar. Mér skilst að þessi starfsemi hafi verið vel þegin af þeim sem þurftu á henni að halda. Nú herma fréttir að þessi tilraun til hjálpar atvinnulausum í borg- inni sé nánast fyrir bí. Starfsemin hafi verið flutt upp í Breiðholt og það fé sem til ráðstöfunar var farið Kjallaiinn Sæmundur Guðvinsson blaðamaður í skriffinnsku sem engum komi að gagni. Það vantar nánari fréttir af þessu máh. Atvinnlausir sitji margir heima og horfi út í bláinn meðan aðrir mæh göturnar þindar- laust. Enn aðrir hópar atvinnu- lausra leita stundarfróunar í vímu- gjöfum. Athvarf á Akureyri Frá Akureyri bárust þau ánægju- legu tíðindi að þar sé ýmislegt gert til að létta undir með atvinnulaus- um. Meðal annars var opnað sér- stakt tómstundaathvarf þar sem fólk kemur saman og reynir fyrir sér í ýmiss konar handverki og öðru sem fær tímann til að hða og gefur því jafnvel tækifæri á að skapa sér einhverjar tekjur. Fréttir herma aö þetta hafi gefið góða raun. Það er nauðsynlegt að koma á einhverju viðlíka í Reykjavík. Margir þeir sem missa vinnuna einangrast ótrúlega fljótt. Verða óhæfir til að leita sér aö vinnu og treysta sér jafnvel ekki til að þiggja vinnu ef hún býðst. Fullfrískt fólk sem var vinnusamt og glaðsinna verður eins og skugginn af sjálfu sér. Dregur sig inn í skel og verður áskrifandi að smánarbótum hins opinbera. Annaðhvort verður að hleypa lífi í Miðstöð fólks í atvinnu- leit eða leggja hana niöur og koma annarri starfsemi á stað. Ekki má gleyma að þakka Reykjavíkurborg fyrir að taka eins marga í sumar- vinnu og kostur er, ekki síst skóla- fólk. Milljarðar í smánarbætur Nágrannaþjóðirnar hafa gengið í gegnum þróunarferil atvinnuleys- is. Fyrst er treyst á almennar efna- hagsaðgerðir og bætur. Síðan kem- ur tímabundin atvinnusköpun hins opinbera, fyrirtæki fá styrki th at- vinnuátaks, því næst starfsmennt- un og loks er viðvarandi atvinnu- leysi viðurkennt með því að koma á félags- og tómstundastarfi. Við íslendingar eram nánast á öllum þessum stigum með ýmiss konar tilraunastarfsemi. Mihjarð- ar króna em greiddir árlega í at- vinnuleysisbætur. Bætur tíl hvers einstaklings eru samt undir lifi- mörkum. Þær raddir heyrast að sumir atvinnuleysingjar neiti frek- ar vinnu en að taka vinnu á lág- markstaxta. Það er skiljanlegt því vart er hægt að hugsa sér meiri niðurlægingu en þá að vinna fullt starf gegn launum sem nægja ekki fyrir mat. Jafnhhða því að leita allra leiða til að auka atvinnu þarf að rífa upp dauða hönd aðgerðaleysis gagnvart þeim sem ekki fá vinnu. Það er ótal- margt hægt að gera og ég er viss um að hinir atvinnulausu væm til- búnir í sjálfboðavinnu við að hjálpa sjálfum sér tíl sjálfshjálpar ef réttir menn leiddu hópinn. Sæmundur Guðvinsson „Fullfrískt fólk sem var vinnusamt og glaðsinna verður eins og skugginn af sjálfu sér. Dregur sig inn í skel og verð- ur áskrifandi að smánarbótum hins opinbera.“ „Lögin era ennþá allt of ströng. Al- mennt talað Ðnnst mér þaö nánast mannréttindi að fólk cigi að fá að vera _ , . , ., eins bjánalegt °uðmundur, Andri í tiltektum (Thorsson ,s,ensku' sínum og það ,ra8Öm9ur- vih og er andvígur reglum sem sporna við skringilegheitum. Það er ahs staðar sótt að sérviskunní, því sem er skrýtið, skemmtilegt og frumlegt og víkur frá hug- myndum einhverra pedagóga og seminarista um æskilega hegðun. Ef þeir fá að ráða endar öll þjóðin á því aö heita Ýmir Þór og Yrja Dögg. Má ég heldur biðja um Fimsuntrínur og Lofthænur. Bráðum færðu ekki að skíra barnið þitt neraa að hafa lokið námskeiði og fengið réttindi. Nú eru að vísu barnaverndar- eða bamaréttindasjónarmið sem ber að hafa í huga. Sjálfur lenti ég í því að vera kallaður Andrés Önd en hafði eftir á að hyggja bara gott af því. En þegar fólk má ekki skíra börain sín eftir ástvinum, nöfnum sem særa eng- in eyru en vikja einungis frá ein- hverjum staðh og getur síðan ekki áft-ýjaö hinum umdeilanlega úrskurði íslenskufræöinganna, þá er augsýnilega eitthvað að reglunum. Um málræktarsjón- armiðið er það að segja að það sem er smekklausteða illa útlent hverfur af sjálfu sér.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.