Dagur - 21.12.1978, Page 1
DAGTJR
LX. ARG. Akureyri, fimmtudagur 21. desember 1978
81. tölublað
Húsavíkur-
kirkja var
byggð 1907
Yfirsmiður
var Páll
Kristjánsson
en kirkjuna
teiknaði einn
fyrsti arkitekt
þjóðarinnar,
Rögnvaldur
Ölafsson, sem
andaðist ung-
ur. Húsavík-
urkirkja þykir
vera með feg-
urstu kirkjum
og Húsvík-
ingar láta sér
mjög annt um
hana.
(Ljósmyndastofa
Péturs).
Daguróskar
landsmönnum öllum
gleðilegra jóla
Meðal efnis í jólablaði Dags
Barnagaman í umsjón Heiðdísar Norðfjörð. Bls. 24
og 25.
„ítalskan er dásamlegt mál“. Viðtal við Kristján
Jóhannsson. Bls. 22.
Hvað segja þau um liðið ár og það sem er í vænd-
um? Dagur ræðir við nokkra Norðlendinga.
Bls. 4 og 5.
Pétur Sigurgeirsson, vígslubiskup: Heilög, himn-
esk ljóð úr harmi þínum“. Bls. 28.
Kvennasamband Akureyrar. Bls. 9.
Eigum við að reyna nýja rétti um jólin? Bls. 26.
Óli á Gunnarsstöðum í Þistilfirði ræðir um heima
og geima í viðtali við Dag. Bls. 16 og 17.
Guðsþjónustur og félagslíf um jól og áramót á
Norðurlandi. Bls. 30.
Grein um fæðingar. Bls. 13.
Jóladagskrá sjónvarpsins. Bls. 18.
Jóla-
guðspjallið
En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá
Ágústusi keisara um að skrásetja skyldi alla
heimsbyggðina.
Þetta var fyrsta skrásetningin, er gerð var, þá er
Kýreníus var landstjóri á Sýrlandi.
Og fóru þá allir til að láta skrásetja sig, hver til
sinnar borgar.
Fór þá einnig Jósef úr Galíleu frá borginni
Nazaret upp til Júdeu, til borgar Davíðs, sem heitir
Betlehem, því að hann var af húsi og kynþætti
Davíðs, til þess að láta skrásetja sig ásamt Maríu
heitkonu sinni, sem þá var þunguð.
En á meðan þau dvöldust þar, kom að því, að
hún skyldi verða léttari.
Fæddi hún þá son sinn frumgetinn, vafði hann
reifum og lagði hann í jötu, af því að það var eigi
rúm fyrir þau í gistihúsinu.
Og í þeirri byggð voru fjárhirðar úti í haga og
gættu um nóttina hjarðar sinnar.
Og engill drottins stóð hjá þeim og dýrð drottins
ljómaði í kringum þá, og urðu þeir mjög hræddir.
Og engillinn sagði við þá: Verið óhræddir, því
sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun
öllum lýðnum; því að yður er í dag frelsari fæddur,
sem er Kristur drottinn, í borg Davíðs.
Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ung-
barn reifað og liggjandi í jötu.
Og í sömu svipan var með englinum fjöldi
himneskra hersveita, sem lofuðu guð og sögðu:
Dýrð sé guði í upphæðum,
og friður á jörðu með þeim mönnum,
sem hann hefur velþóknun á.
Lúkasarguðspjall.