Dagur - 21.12.1978, Qupperneq 4
j Óli Halldórsson, Gunnars-
| stöðum, Þistilfirði:
iVerðbólga hug-
| arfarsins þarf
! að h jaðna
Kristján frá Djúpalæk:
Stökkbretti
út í óvissuna
eða frelsið
Þessari spumingu er ekki létt að
svara. Allar fullyrðingar eru vara-
samar. Oft er það, að þeir atburðir
sem okkur þykja iítils verðir á
líðandi stund og þá er þeir gerast,
sannast síðar að hafa verið_stór-
merkilegir og mikils valdandi.
Þó, ef ég reyni að svari spurn-
ingunni með nokkrum orðum,
held ég að telja verði þá atburði,
sem urðu á stjórnmálasviðinu,
mjög merkilega. í sjálfu sér er
ekki merkilegt þótt stjórnar-
flokkarnir töpuðu miklu fylgi,
slíkt getur alltaf gerst í lýðfrjálsu
landi, ekki síst á tímum þegar
erfitt er að stjórna og stjórnvöld
verða að taka ákvarðanir, sem eru
mis-vinsælar og vis-viturlegar.
Hitt tel ég merkilegt, að ekki
skyldi takast að mynda þingræð-
isstjórn nema Framsóknarflokk-
urinn væri til þess kvaddur að
hafa þar um forgöngu, eftir það
sem á undan var gengið.
Ég vil vona, að takast megi að
hafa hemil á verðbólgunni, sem
allt er að setja úr skorðum. Verði
það ekki, get ég ekki séð að við
getum haldið sjálfstæði voru sem
efnahagslega sjálfstæð þjóð.
En til þess að-við höfum hemil
á hinni efnalegu verðbólgu, verð-
ur verðbólga hugarfarsins að
hjaðna. Við megum ekki stöðugt
eyða meiru en aflað er.
Óli Halldórsson.
Hásumardagur, logn, sólfar. Ró
yfir landinu utan dynur frá ryk-
bandi veganna. Fénaður á beit um
hæðir og fom engjalönd. Velsæld-
in allsráðandi. - Þúfa í mó, í lag-
inu sem gamalt leiði, vaxið háu
grasi. Á einu strái hennar er orm-
ur á ferð. Hann dregur sig saman í
hnikil, smá réttir úr sé, teygir sig
út frá þessu strái, leitar festu.
Hann lengist meir og meir og
fálmar fyrír sér. Loks finnur hann
annað strá og vefur hinum leitandi
enda sínum um það, sleppir hinu
og hefur nú færst nokkuð úr stað.
Hann er á ferðalegi þessi orm-
ur. Kannski er þetta lirfa, sem á
eftir að losna úr álögum hins
jarðbundna og fljúga um loftin
blá á örþunnum, gagnsæjum
vængjum? Ferð hans gengur seint J
nú. Hann dregur sig í hnút, teygir
úr sér, fálmar og nær festu á nýj-
um stað, þokast i áttina. En hvert
ætlar hann og til hvers? Það veit
enginn, kannski ekki einu sinni
hann sjálfur. Þó er þetta áríðandi
ferðalag, það sýnir hin þrotlausa
Hvað er þér minnis-
stæðast frá liðnu ári?
Við hvað bindur þú
mestar vonir á nýju ári i
j Hjörtur L. Jónsson, fyrrverandi skólastjóri:
I Batnandi þjóðlíf og friður með
I öllum þjóðum heimsins
Þegar huganum er rennt yfir þann
tíma, sem liöinn er af árinu, kem-
ur óneitanlega margt til greina,
sem merkilegt má teljast. Ég tel
þó, að samkomulagið í Camp
Davíd, þegar hinir fornu fjand-
Af ínnlendum atburðum má
nefna kosningarnar síðastliðið
vor og þær miklu breytingar, sem
urðu á fylgi flokkanna. Þá má
nefna kosningu Friðriks Ólafs-
sonar sem forseta Fide. Einnig
hið mikla góðæri til lands og
sjávar.
Og að lokum minnist ég
margra sólríkra og hlýrra veiði-
daga við ána, sem aldrei munu
gleymast.
Næsta ár er ár barnanna og
auðvitað bindur maður miklar
vonir við, að eitthvað raunhæft
gerist þeim til handa.
Ég vona að íslensku þjóðinni
takist að draga stórlega úr hinni
miklu verðbólgu og koma fjárhag
sínum í traustari grundvöll.
Ég vona að dragi stórlega úr
hinum ógnvekjandi umferðar-
slysum, sem verið hafa svo mörg á
árinu.
Að lokum óska ég þess, að
þeim mörgu hryðjuverkum, sem
nú eru víða unnin, linni.
Sem sagt: Batnandi þjóðlíf og
friður með öllum þjóðum.
Pétur Axelsson, úfibússtjóri, Grenivík:
Hugsunarháttur manna
verður að breytast
Hjörtur L. Jónsson.
I
Imenn, Sadat og Begin, ákváðu að
hefja friðarsamninga, vera eitt af
Iþví sem hæst ber og gefa von um
frið milli þjóða þeirra, og e.t.v.
Imilli fleiri stríðandi afla austur
þar.
Annan erlendan atburð vil ég
Ieinnig nefna. Það er hið mikla
læknisfræðilega afrek þegar
I enska lækninum tókst að frjógva
J konuegg í tilraunaglasi, græða
I það svo aftur í leg konunnar með
Iþeim árangri, að fullskapað, heil-
brigt barn fæddist.
Þeir heimsviðburðir, sen ég tel
merkilegasta á þessu ári, eru
vafalítið friðarviðræður þeirra
Begins, forsætisráðherra fsraels
og Sadads, forseta Egiptalands.
Þessar þjóðir hafa eldað grátt
silfur í áratugi og háð styrjaldir
oftar en einu sinni. Virðist nú sem
æðstu menn þessara þjóða vilji
fremur en áður gera friðsamlega
út um deilur sinar og láta ekki
vopnavaldið eitt ráða úrslitum.
Það merkasta hér heima er sú
árangursríka leit að heitu vatni,
sem staðið hefur yfir, að vísu
nokkur undanfarin ár, en með
vaxandi þunga. Hefur víða fund-
ist virkjanlegt vatn og á þeim
stöðum, sem fyrir nokkrum árum
voru taldir vonlausir í því efni.
Pétur Axelsson.
Hið merkasta hér í Grýtubakka-
hreppi er sú leit að heitu vatni,
sem nú stendur yfir með borun,
ásamt þeirri uppbyggingu, sem
átt hefur sér stað í atvinnumálum
í hreppnum og skólamannvirkj-
um, sem byrjað var á fyrir
skömmu.
Þess má vænta á riæsta ári, að
friðsamleg samskipti þjóða aukist
fremur en hið gagnstæða og
þjóðir heims nái tökum á þeim
efnahagsvanda, sem víðast steðj-
ar að og við er að glíma í dag.
Við íslendingar komum okkur
saman um réttláta skiptingu
þjóðarteknanna og sá hugsunar-
háttur verði á undanhaldi með
nýju ári, að ég þurfi að fá stærri
hlut en aðrir, jafnvel þótt ég leggi
minna á mig. Þá vænti ég góðs
árferðis bæði til sjós og lands.
Kristján frá Djúpalæk.
viðleitni að finna nýtt stig fram. |
Hann ber tvo liti þessi ormur. I
Hinn svarta lit sorgar og dauða og I
hinn gula lit lífs og visku. Hvor J
um sig góður og gildur litur, en |
saman eru þeir váboði, tákn hel- |
stríðs. En kannski aðeins tíma- I
bundins. Kannski aðeins fæðing- I
arhríðar frá einu lífsskeiði til !
annars? Hver veit.
Ferðalag hins gulbröndótta |
orms heldur áfram án hvildar, I
jafnt og seigt án áhlaups en miðar I
samt. Gátin er aðal þessarar |
ferðar og erindið má vera brýnt. |
Við getum aðeins vonað, að I
áfangastað verði náð.
Önnur þúfa, vaxin háleggja !
punti. Upp einn legg er bjalla á |
ferð. Hún er á stærð við konguló, I
dökk með brúnan skjöld á baki og I
glampar á hann í sólskininu. I
Ferðin gengur hægt upp hinn |
langa legg puntsins, en það I
mjakast. Maðurinn horfir á þetta ■
undarlega klifur moldarveru upp 1
á við. Að heiman út og upp á við. |
Hann undrast og spyr enn: Hvert [
er ferðinni heitið? Tíminn líður,.|
andvari bærir stráin. Punturinn J
vaggast, en það gerir klifurbjöll-1
unni ekki til. Hún fikrar sig |
áfram og ofan. Loks hefur hún |
náð alla leið upp á fax puntsins. J
Þá skeður undrið fyrir augum I
mannsins: Bjallan breiðir út j
vængi, sem maðurinn hafði ekki I
séð að hún bæri, og hún svífur á I
braut á þessum vængjum eitthvað J
út í buskann.
Hún var of þung til að geta
hafið sig til flugs af jafnsléttu.
Hún varð að komast hátt upp til
að fá loft undir vængina. Puntur-1
inn var stökkbretti hennar út í
frelsið. Út í óvissuna, væri J
kannski réttara að segja. En hverl
benti ætt hennar á þennan i
möguleika? Það tók manninn ár-1
þúsundir að finna lögmálið.l
Hann er nýbyrjaður að fljúga. Nú
svellur loftið undir vængjum hans i
einnig, málmvængjum.
Hvað varðar lífið, sem rís uppl
úr moldinni og flýgur einn dag.J
um tvennar kosningar samsumarsj
í mannheimi? Sjúkan metnað í>
mold fánýtra gæða, án vonar um|
vængi til flugs?
Af næsta ári vænti ég mér inn- j
blásturs.
4.DAGUR