Dagur


Dagur - 21.12.1978, Qupperneq 14

Dagur - 21.12.1978, Qupperneq 14
♦ HÚSA VÍK é 14.DAGUR GLEÐILEG JÓL FARSÆLT NVTT ÁR þökkum viðskiptin á árinu Aðalgeir Sigurgeirsson vöruafgreiðsla Bóka og blaðasalan Félagsheimili Húsavíkur Flugleiðir hf. Húsavík Framsóknarfélag Húsavíkur Hótel Húsavík Húsavíkurbíó Ljósmyndastofa Péturs Mjólkursamlag K.Þ. Norðurvík hf. trésmíðaverkstæði Samvinnubankinn Húsavík Skóbúð Húsavíkur Sjúkrahús Húsavíkur Tímaumboð Húsavík Hafliði Jósteinsson Verkalýðsfélag Húsavíkur Verslanirnar Radíóver og Rós Hugleiðing um fæðingar Framhald af bls. 13. reikning. I öðrum pakkanum eru tölusettir pelar sem eiga að endast næsta hálfan mánuðinn (auglýs- ing frá Nestléfyrirtækinu) og í hinum pakkanum er bamið. Svertingjar í Bandaríkjunum eru svo heppnir að þeir hafa ekki efni á að fæða á sjúkrahúsi en verða að láta sér nægja einfaldari fæðingar á fæðingarheimilum og þar af leiðandi fæðast meðal þeirra færri heilaskemmd böm en hjá hinum hvítu. í Bandaríkjun- um fæðast hlutfallslega flest heilaskemmd börn í heimi um leið eru þau það ríki sem ver mestum peningum í fæðingar, samfara því að tækni er beitt í mestum mæli við fæðingarnar. í Bandaríkjunum segja læknar af karlkyni að best sé að leggja niður öll lítil og meðalstór fæð- ingarheimili, en ef litið er á könnun á bandarískri fæðingar- aðstoð sem unnin er af samtökum bandarískra fæðingarlækna og kvensjúkdómafræðinga kemur í ljós, að í fyrsta lagi: Eftir því sem fæðingin er tæknivæddari og dýrari, þeim mun hærra er dán- arhlutfall ungbarna og mæðra. I öðru lagi þeim mun meiri tengsl sem eru á milli fæðingarstofnun- ar og læknadeildar þeim mun hærra dánarhlutfall ungbarna og mæðra. Kvennahreyfingin í Banda- ríkjunum er nú mjög upptekjn af að leysa úr læðingi sköpunargáfu kvenna, sem þær hafa eðli sínu samkvæmt einkarétt á - sumpart við að reyna að afnema vændi og vinna gegn nauðgunum með því að láta vana glæpamennina og sumpart við að gera fæðinguna að heilagri athöfn á ný og þar með hin tengdu andlegu al- heimsöfl. Hugsandi og meðvitaðar konur þora ekki að fæða á sjúkrahúsi, en fæða fremur heima án notkunar tækni og Iyfja. Fæðingarlæknar í Kalifomíu tóku sig saman um að neita konum, sem óskuðu eftir heimafæðingu um skoðun á meðgöngutímanum. Þessvegna stofnuðu konumar Santa Cruz fæðingarmiðstöðina í maí árið 1971. Þar fræða þær hver aðra um mikilvægi fæðunnar fyrir fæð- ingar og mæla þær með græn- metisfæðu eingöngu, þær kenna fæðingaræfingar, fæðingarhjálp, hvemig á að hafa barn á brjósti og þýðingu fæðingarstundarinn- ar í tengslum við tungl og stjöm- ur. Við sjálfa fæðinguna aðstoða vinkonumar hver aðra án borg- unar. Allar fæða þær sitjandi eða á fjórum fótum. Heilbrigðismálaráð Kali- fomíuríkis lét rannsaka meir en þrjú hundruð (300) þess háttar fæðingar og niðurstaðan varð sú, að fæðingardánarhlutfall barna þeirra kvenna, sem fæddu heima var níutíu prósent (90%) undir meðaltali þjóðarinnar. Dánar- hlutfall bama við fæðingu er lægra hjá fimmtán þjóðum sam- anborið við Bandaríkin sam- kvæmt alþjóðlegum tölum Sam- einuðu þjóðanna. Holland hefur næstlægsta dánarhlutfallið í heimi jafnframt því að heima- fæðingar eru rúmlega helmingur fæðinga. Samkvæmt tölum frá Heilbrigðismálastofnun Samein- uðu þjóðanna frá árinu 1976 eru sjötíu prósent (7%) fæðinga í Hollandi heimafæðinear. Ljósmæður í Hollandi ráðleggja alltaf bamshafandi konum að fæða heima, þar eð það sé örugg- ast. Þær krefjast þess við heima- fæðingu, að vatnslögn sé í húsinu og salemi, en ekki endilega vatnssalemi. Ljósmóðirin kemur í heimsókn fyrir fæðingu og gætir þess að allt sé tilbúið fyrir fæð- inguna. Við fæðinguna hefur ljósmóðirin aðstoðarkonu, sem hefur lært í sextán mánuði hús- hald, meðferð ungbarna og fæð- ingarhjálp. Ljósuhjálpin verður eftir á heimilinu í tíu daga eftir bamsburðinn, gætir móður og barns og sér um heimilið. Ljós- móðirin kemur í heimsókn dag- lega í tíu daga eftir fæðinguna. Svo tekur heilsuvemdarhjúkrun- arkonan við móður og barni. Fæðingamar ganga yfirleitt eðlilega fyrir sig, það er að segja lyf eru ekki notuð, fæðingin er ekki sett af stað né heldur flýtt fyrir fæðingunni. Aðeins eitt pró- sent (1%) mæðranna eru gefin lyf og aðeins fjögur prósent (4%) bamanna fæðast með því að not- uð sé töng eða sogskál - tilsvar- andi töluhlutfall er sextíu og fjögur prósent (64%) í Bandaríkj- unum - og aðeins (2%) tvö prósent barnanna í Hollandi eru tekin með keisaraskurði. 1 flestum öðrum löndum hafa menn hrætt konurnar með ófyr- irsjáanlegum erfiðleikum við fæðingar í heimahúsum, sem krefjist skjótrar tæknilegrar að- stoðar til þess að baminu verði ekki meint af. Þannig eru konur tilneyddar til þess að velja fremur sjúkrahússfæðingar af svokölluð- um frjálsum vilja. Ótti við heimafæðingar er ástæðulaus. Klostermann yfirfæðingarlæknir við kennslusjúkrahúsið í Amster- dam leggur áherslu á rannsókn á fimm þúsund heimafæðingum. Sú rannsókn leiddi í ljós að hin fáu dauðsföll sem urðu við heimafæðingar hefði ekki verið hægt að komast hjá á sjúkrahúsi. Þrátt fyrir þetta fækkar heima- fæðingum einnig í Hollandi. Phaff læknir sem er formaður fæðingarnefndar Efnahags- bandalagsins útskýrir þessa stað- reynd þannig, að ekki sé verið að taka tillit til öryggis móður og bams þegar fæðingar séu fluttar inn á sjúkrahúsin heldur sé verið að láta undan þrýstingi stéttarfé- laga lækna og ljósmæðra, sem krefjast hópvinnu, fasts vinnu- tíma og helgarleyfa eins og skrif- stofufólkið. Hvað viðvíkur tæknivæddu karlveldi nútímans þar sem hæsta gildismatið er lagt á peninga og hraða þá er náttúran versti óvinur þess. Aldrei er hún eins voldug og við fæðingar. Alheimskraftur frá tungli og stjörnum stjórna fæð- ingum. Þessir kraftar eru sterk- astir að næturlagi og á'morgnana, þegar karlveldið losar greipamar um böm móður jarðar og við hvílumst í svefni. Flestar fæðing- ar eiga sér stað við nýtt tungl og fullt tungl. Þess vegna verður álagið á ljósmæður og lækna þá meira en þau geta annað, þó þau hafi hinsvegar minna að gera á öðrum tímum. Þessvegna er farið að flýta fæðingum með Cardifftækjunum (fæðingarvélunum) nýju. Með þessum Cardifftækjum er hægt að vera öruggur um að konar hefur alið bamið klukkan fjögur séu tækin sett af stað klukkan átta um morguninn. HEIMILDIR: Lundbye, Vagn: Alt er Llv Borgens For- lag. Kiibenhavn 1976. Lundbye, Vagn: Et indianersamfund í LISA. Skolebog. Gyldendal - Köbenhavn 1976. Waters, Frank: Book of the Hopi. Ball- antine Books. New York 1963/76 Haire, Doris: Civilisationen har forkvak- lel födslen. örkin hennar Lóu - Akurcyri 1978. Ravgn Raven: Birth Book. Genesis Press 1972. USA Arms, Auxanne: Immaculate Deception. Houghton Mifflin Company-Boston 1975. Guriisdatter, Lóa: Moder Jord Mor og Hemmefödsler. Örkin hennar Löu. Hels- ingör 1076. Ehrenrich, Barbara & English, Deidre: Hekse, jordemödre og sygeplejersker. Alfe- hjul - Kövenhavn 1976 (Örkin hennar Lóu) Þessar bækur fást hjá Örkinni hcnnar Lóu, Lundargötu 13. Akureyri.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.