Dagur - 21.12.1978, Síða 16

Dagur - 21.12.1978, Síða 16
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreióslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVÍÐSSON Blaöamaóur: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. r I hamingju- leit Jólin eru að ganga í garð og að venju hefur talsvert gengið á, og það svo, að segja má að þessi friðarins hátíð sé undirbúin með ófriði. 1 upphafi þessa undirbúnings og fyrstir allra sögðu kaupsýslumennirnir nœgjusemi manna stríð á hendur, og uppveðraðir segja þeir eitthvað á þessa leið: „Sjá, ég býðyður mikið vöruval. “ Ekkert er til sparað að koma þessum boðskap á framfœri. Friðhelgi jólanna og undirbúningur þeirra er á síðari tímum að nokkru rofin með aðstoð útvarps, sjónvarps og blaða og hafa þessir fjölmiðlar allir þau áhrif á börn og fullorðna, sem smám saman síast inn í vitund þeirra, að hver og einn kaupi jólin handa sjálfum sér og öðrum. Þessir fjölmiðlar allir bera almenningi þann boðskap kaupsýslumannanna, að það sem maður á sé ófullnœgjandi og það sem maður á ekki, sé hœgt að kaupa. Líklega er mannfólkið líkast átta- villtum maurum, séð að ofan. Hver œðir um annan þveran og sumir í hring. Menn fara afvega, oft leiddir af þeim, sem einnig hafa tapað áttum og tilgangi ferðar. Jesús Kristur kom í heiminn vegna þess að menn fóru villur vegar. A hverri jólaföstu undirstrikum við það rœkilega, að okkur vantar leiðtoga til að hjálpa okkur út úr hringiðu til- gangslítilla athafna og til þess að ná fótfestu og jafnvœgi í orðum og at- höfnum. Þessi fótfesta fœst í trúnni, í boðskap jólabarnsins, sem bauð mönnunum að lifa í trú von og kœr- leika. Þessa síðustu daga fyrir jólin kom- ast margir að raun um að hugurinn girnist fleira en unnt er að kaupa. Hinir fátœku finna sárt til þess. En þegar betur er að gáð, er það ekki efnahagurinn, sem rœður ríkjum á jólum, heldur sú hamingja, sem af- mœlisbarn hinnar miklu hátiðar veitir og sú hamingja, sem hver og einn getur öðrum veitt á helgri stund. Öll erum við í hamingjuleit á veg- ferð okkar, leitum hamingju í starfi, í samskiptum við samferðafólk, í ást og heimilishamingju, einnig í virðingu fyrir öllu lífi og í lotningu fyrir höfundi þess. Megi allir finna þá hamingju. Gleðileg jól! Hvers vegna elur þú aldur þinn í sveit? Margt ber til þess. I fyrsta lagi er ég fæddur og uppalinn í sveit. Ég held að ég muni það rétt, að fyrstu draumar mínir um að komast til manns voru um það, að eignast góðan reiðhest, góðan fjárhund og gott forystufé. Allt hefur þetta tek- ist og teljist ég maður með mönn- um, sem ekki er mitt að dæma um, er það ekki síst að þakka umgengni við þessa vini mína. Ekki neita ég því, að síðar á æskuárunum átti ég mér aðra drauma og dreymdi um langskóla- nám, læknisfræði eða sagnfræði, en þær fræðigreinar hafa heillað mig öðrum fræðum fremur. En senni- lega hefur löngunin ekki verið nógu mikil eða viljinn ekki nógu sterkur og sé ég reyndar ekkert eftir því. I öðru lagi, þegar ég var að alast upp, var hér í héraðinu mikið af úrvalsfólki. Væri efni í heila bók að segja frá því. Þetta var fólk mikillar gerðar, sem hafði að kjörorði rækt- un lands og lýðs, eldheitt hug- sjónafólk, er vildi vöxt og viðgang sveitarinnar sem allra mestan. Það hlaut því að hafa sín áhrif að alast upp með því. 1 þriðja lagi fann ég það fljótt þegar ég komst til aldurs, að ég átti heima í þessu samfélagi, sem hér er. Lífsmáti og sambúðarhættir fólksins áttu vel við mig og síðan ég varð fullorðinn, hefur mér ekki dottið í hug, að ég gæti breytt um til batnaðar með því að flytja burt frá mínu ágæta fólki. Finnur þú til einangrunar í Þistilfirði? Ekki vil ég segja það. Mér er engin þörf á því að hitta granna mína eða sveitunga daglega. Þótt vikur líði án samfunda, veit ég af þeim, veit hvað þeir eru að gera og veit nokk- urn veginn hvernig þeir bregðast við því sem að höndum ber. Ég veit líka að þeir fylgjast með mér og ef einhver veldur ekki hlutverki sínu, einhverra orsaka vegna, eru þeir boðnir og búnir til samstarfs og samhjálpar. Ég hygg að þetta sé meira en margir geta sagt þótt þéttar búi. Hefur þér nokkru sinni þótt umhverfið þrúgandi? Nei, breytileikinn er svo mikill frá hásumardýrð til grimmustu vetrar- stórhríða. Það má vera, að sumum þyki umhverfið ógnþrungið þegar hafís liggur við landið og hvergi sér í auða vök. En það verð ég að segja, að ekki hefði ég viljað vera án reynslu hafísáranna. Og það má einnig um víðáttuna segja, að það stælir hvem mann, svo dæmi sé tekið, að lenda aleinn inn á heið- ar í stórhríð og komast heim. Það eflir hreysti manns og sjálfstraust, og trú á eigið gildi. Er hægt að lifa menningarlífi í Þistilfirði? Þessu svara ég hiklaust játandi. Við getum auðvitað ekki sótt mál- verkasýningar, sinfóníutónleika, leikhús eða annað slíkt. En minst- ur, form og litir náttúrunnar bæta þetta upp að miklu og hver, sem hlusta vill, getur heyrt hinar marg- víslegustu sinfóníur, hvort sem norðanbrimið tætist sundur á dröngum og hleinum eða sunnan- blærinn andar beint af drottins munni. Hvenær áttu þínar bestu stundir? Bóndinn á margar unaðsstundir, þótt hann eigi einnig margar erfið- ar. En ég held ég verði að segja, að bestu stundir mínar sem bónda, séu þær, þegar ég loka fullum hlöðum af grænu heyi á haustdögum og þegar ég er búinn að ná öllum skepnum í hús og stórhríðin geysar Guð talar við okkur á svo margvíslegan hátt og vera þar í dag. Þú mátt aldrei koma upp því gestirnir verða kannski hræddir við þig. Þú átt að sitja hjá miðstöðinni I allan dag. Hundurinn gerði eins og fyrir hann var lagt og kom aldrei upp á efri hæðina. Þetta hefur verið hon- um mikil raun, ekki síst vegna þess hve forvitinn hann er að eðlisfari. En þegar hann kom upp til okkar um kvöldið, flaðraði hann upp um mig, glaður yfir því að vera laus úr prísundinni. En mér fannst hann þó segja eitthvað á þessa leið: En hvers vegna mátti ég ekki taka þátt í gleðskapnum? Fyrir hvað varstu að refsa mér? Hann hefur ákaflega gaman að bömum, en sum börn eru hrædd við hann. En þegar hann verður þess var, að börnin óttast hann, færir hann sig frá þeim og fer þá að leika listir sínar, sem hann hefur lært. En honum þykir mjög miður þegar eitthvert barnið hræðist hann og hann vill bæta úr því á þennan hátt. Stundum bíð ég honum inn i stofu og segi þá kannski við hann: Gjörðu svo vei og legðu þig. Þá leggst hann í sófann og lætur fara vel um sig. En ef ég segi við hann: Legðu þig eins og maður, leggur hann höfuð sitt á púðann. Og að síðustu segi ég kannski við hann: Nú ertu búinn að liggja nógu lengi, nú ætla ég að taka við, þá fer hann niður á gólf og lætur mér dívaninn eftir. Þessi hundur skynjar ákaflega margt. Ég get ekkert fullyrt um það og þykir raunar fremur ólíklegt, að dýrin hugsi rökrétt, en þau skynja svo ótal margt, sem maðurinn skynjar ekki. Hesta hef ég séð standa í höm á móti veðrinu áður en óveður skellur á úr annarri átt, kannski heilum sólarhring áður. Ekki finn ég það á mér. Forystufé kemur heim löngu á undan óveðr- inu, sem alkunnugt er. Skynsvið dýrsins er annað en mannsins og það er ég sannfærður um, að dýr skynjar ekki dauða. Talar guð til þín? Já, það gerir hann vissulega, eins og hann talar til allra manna. Hitt er annað mál, hversu vel við heyrum, Stundum veit ég með öruggri vissu ýmislegt, sem ég veit ekki hvemig ég hef fengið vitneskju um. Stundum stríðir þetta svo sterkt á mikið stunda leikhúsin, eyða þar jafnvel hluta ævisinnar, hefðu gott af því að koma öðru hverju í fjós til bænda, svo sem einu sinni í mán- uði. Myndi það eflaust hafa góð áhrif á leikhúsfók, ekkert síður en fyrir mig að fara stöku sinnum í leikhús. Stundum er talað um fagurt mannlíf, hvernig skilgreinir þú það? Vandasöm spurning er það og ég held hún hljóti að vera ákaflega einstaklingsbundin, hvernig menn Um ellina er það að segja, að það er nauðsynlegt að gamallt fólk hafi aðstöðu til að starfa sem allra lengst, hver eftir sinni getu og meðal síns fólks. Hinu neita ég ekki, að það þurfa að vera til stofnanir fyrir gamallt fólk, sem þarf meiri eða minni aðstoð. En þá held ég að sú stefna sé rétt, að byggja ekki heimili fyrir þetta fólk í stórum einingum heldur fremur smáum, í sem flestum héruðum, svo þeir sem hafa unnið saman, geti einnig átt sameiginlega ellidaga á heimaslóðum. Áfram, áfram gakktu greiðar Garpur, það má ekki híma. Láttu múgabeðjur breiðar biða frekar seinni tíma. Við skulum okkur heldur herða hamast Ijárinn grasið sker Þetta skal minn vinur verða vetrarfóðrið handa þér. Hér um veturinn hafði ég kvígu í fjósi. Hún var ein í stíu og:ég talaði oft við hana. Um vorið var hún látin út með öðrum kálfum. En þá var hún sannfærð um það, að það væru aðeins tveir einstakiingar af I augum margra er réttardagurinn allt að því hátíðleg stund. Talar þú við húsdýrin? Já, ég ræði um marga hluti við þau. Að vísu verður maður ætíð að taka tillit til þess, að skynsvið dýrs og manns er ekki hið sama. Ég get ekki þefað af hundinum mínum þegar hann hefur farið eitthvað af bæ, til að vita hvert hann hefur farið og hverja hann hefur hitt. En það get- ur hann. Hann skoðar mig í krók og kring þegar ég kem heim og veit þá hvert ég hef farið og hverja ég hef hitt. Og ég tek eftir því, að ef ein- hver heimilismaður er ekki heima, þá skoðar hann mig sérstaklega vandlega til þess að vita hvort ég hafi hitt hann. Nú, meira að segja yrki ég stundum um dýrin og ég held ég láti fjúka brot úr ófullgerðu æskuljóði. Tilefnið var það, að ég var að slá með hestasláttuvél að nóttu til, til að nota svala nætur- innar því þá var hestunum léttara þeirri tegund, sem hún var af - hún og ég -. Hún fylgdi mér hvert sem ég fór og þegar ég var inni í bæ að fá mér mat eða kaffi, beiðhún mín úti. Og einu sinni um vorið var ég með jeppa minn og vagn aftan í og var að taka til I kring um bæinn. Hún fylgdi mér og þegar ég fór í matinn, lagðist hún niður við jepp- ann, því hún vissi að ég kæmi aftur og vitjaði bílsins. En ég verð að játa, að þegar frá leið, hneigðist hugur hennar meira að kálfum á bænum en að mér og sá hún, að þar voru henni hentugri sálufélagar en ég. En gaman hafði ég af þessu. Þá get ég frá því sagt, að ég á nú ákaflega skemmtilegan og vitran hund af Labradorkyni og heitir hann Depill. Hann skilur eða skynjar meira af því sem við hann er sagt en nokkur önnur skepna sem ég hef umgengist. Hanmþekkir nöfn allra á heimilinu og ég hef Æskunni og ellinni þyrfti e. t. v. að koma betur saman? Já, allir höfum við átt æsku og flestir verðum við gamlir. Til þess- ara æviskeiða er aldrei nægilega litið. Hér I Þistilfirðinum þekkist ekki kynslóðabil, sem ýmsum er Óli Halldórsson. Við héldum nú áfram leitinni og hann einnig á öðrum slóðum Fundum við þá enn nokkrar af kindum okkar og 14 kindur, sem þessi granni okkar átti, sem voru með okkar fé. Sáum við þá, að hann hafði mistalið, svo sem gerst getur. Um klukkan fimm næsta morg- un fórum við Gunnar bróðir enn að leita og nú langt inn á heiði, í ögn betra veðri en þó ekki góðu. Loks vorum við komnir svo langt, að við sannfærðust um um, að okkar fé gæti ekki, vegna veðurstöðunnar, verið komið lengra. Köstuðum við okkur þá niður á snjóskafl undir hárri brekku til að hvíla okkur litla stund. En allt í einu er eins og sagt við mig: Það eru kindur vestur við Garðá. Þangað var beint á móti Bændur í Þistilfirði ríða út á góðum sunnudegi. Fallegur fjárhópur á haustdegi. meta fagurt mannlíf. En frá mínu sjónarmiði held ég að fagurt mannlíf hljóti að vera það, að lifa í sátt við sjálfan sig, guð sinn og umhverfi og samferðamenn. Eng- inn taki þó orð mín svo, að ég áljti fagurt mannlíf vera einhverskonar sællífi. Vissulega getur barátta ver- ið fagurt mannlíf og sá sem á í erf- iðleikum og baráttu, getur lifað fögru mannlífi, en því aðeins að menn láti ekki baráttuna og erfið- Ieikana smækka sig. undan því vikist. Þarna skildum við. Þegar ég var búinn að ganga 300-400 metra frá þeim stað, sem vegir okkar bræðra skildu, snögg- birti og það var eins og geil mynd- aðist fram undan mér, inn í sortann og þar sá ég kindur. Rétt á eftir skall saman aftur, en þar sem ég var búinn að sjá hvar kindumar voru, tók ég stefnuna og fann þær án fyrirhafnar og tók með mér heim á leið. Þær voru 8 og nágranni okkar átti þær allar. Ljóst var, að hann hafði farið tugavillt þegar hann taldi fé sitt inn í stórhríðinni og hafði nú kollheimt. Hann hafði vantað 22 en ekki 12, eins og hann áleit. Ég hef stundum spurt sjálfan mig að því, hvað þetta hafi verið. Svarið vantar mig, en ég er þakk- látur. „Leikhúsfólk hefði gott af því að koma í fjós til bænda.“ Myndir þú velja þér búskap- inn, ef þú værir nú að velja þér lífsstarf? Því svara ég hiklaust játandi og ég held að best fari á því, að ég taki mér í munn erindi Bjarna Heitins Ásgeirssonar og gera hans orð að mínum. Hann kvað svo: Ef ég mætti yrkja yrkja vil ég jörð. Sveit er sáðmannskirkja sáning bænagjörð. Vorsins söngvaseiður sálmalögin hans Blómgar akurbreiður blessun skaparans. Dagur þakkar Óla Halldórssyni hin ágætu svör. E. D. Oli Halldórsson á Gunnarsstöðum í Þistilfirði segir m.a. í viðtali: Á stórbýlinu Gunnarsstöðum í Þistilfirði eru mörg bú og þar býr Óli Halldórsson félagsbúi með Gunnari bróður sínum. Fyrir skömmu áttum við Óli tal saman og eftirfarandi viðtal varð til. úti og ég er búinn að gefa á garð- ann. Það eru unaðslegar stundir og næstum ólýsanlegar. Ég er oft að hugsa um það, hvort þessi tilfinn- ing sé bundin arðsemi. Ég hygg að svo sé ekki. Þá hlyti maður að vera ánægður yfir því að slátra, en það er ég ekki. Miklu fremur finnst mér, að þessar góðu stundir séu einskonar sigurgleði. Maður finnur þá, að það hefur tekist sem að var stefnt. Getur nokkur nefnt það í sömu andrá, að fara í fjósið og fara í leikhúsið? Ekkert hef ég nema gott eitt um leikhús að segja og hef ég oft átt þar unaðsstundir. En ef ég ætti um það að velja að fara í fjós tvisvar á dag eða leikhús tvisvar á dag, kysi ég fjósið, enda uni ég mér þar ágæt- lega. En það hygg ég, að þeir sem tíðrætt um. Ungir og aldnir vinna saman og skemmta sér saman og sjálfur hef ég haft ákaflega mikla ánægju af því að umgangast æsk- una. Ég fekkst við kennslu hátt á þriðja áratug og var það mér bæði til óblandinnar ánægju og þroska. Vil ég nota þetta tækifæri, ef ein- hverjir af nemendum mínum lesa þessar línur, til að þakka þeim allt það er þeir gáfu mér. Ég get ekki talað um góða og vonda nemendur, því ég þekkti aðeins góða nemend- ur, kannski misauðvelda í um- gengni, en allir kenndu þeir mér nokkuð, hver á sinn hátt. um. Fyrir vélinni gengu, grár hest- ur, sem Garpur hét og var hinn mesti garpur, mjög skemmtilegur en hafði þann sið þegar hann gekk fyrir sláttuvélinni, að grípa niður og fá sér tuggu og dró svo tyggjandi og angraði þetta hinn hestinn, sem Smyrill hét. En þá orti ég og flutti þeim þessar ljóðlínur: tekið eftir því, að ef einhver er fjarverandi og maður talar við hann í síma, veit hann við hvern er verið að tala. í haust átti móðir mín níræðisaf- mæli. Komu þá margir gestir. En fyrir hádegi þann dag, sagði ég við Depil: Nú átt þú að fara niður í kjallara mig, að ég geri eitt og annað, sem engin skynsamleg rök mæla með. Gæti ég sagt fleiri dæmi um slíkt en læt eitt nægja. Veturinn 1963 gerði aftakaveður 9. apríl og urðu þá skiptapar hér fyrir norðan. Veðurfar hafði verið með ágætum áður og fénu var beitt á bæjum. Þetta kvöld vantaði hjá okkur Gunnari bróður mínum um 100 fjár, sem við fengum ekki í hús. Næsta morgun fórum við til fjár- leitar og fundum flest okkar fé. Við hittum nágranna okkar, sem einnig var að leita að fé og sagði hann okkur að sig vantaði enn 12 kindur. veðri að sækja og raunar svo ólík- legt, sem nokkuð gat ólíklegt verið, að fé væri þar að finna. Að minnsta kosti gat okkar fé ekki verið komið svo langt á einum degi. Nú, en ég sagði við Gunnar, að ég ætlaði að fara vestur að Garðá. Það er þýð- ingarlaust, sagði hann og þannig hugsaði ég einnig. Þetta kostar nú ekkert, af því við erum komnir hingað, sagði ég. Og þar sem lítið leitarsvæði var nú eft- ir, aðeins niður með læk einum, talaðist svo til. að hann leitaði þar en ég við Garðá, þar sem ekki varð 16.DAGUR DAGUR.17

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.